Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 10
24 Hella þokuljos fyrir öruggari akstur í þoku, mikilli rigningu og snjókomu. HELLH Luminator Metal Kr. 9.709 Micro DE Kr. 3.352 Jumbo 220 -^ Kr. 5.937 naust úni 26 Skeminm 2 Bíldshöföa 14 Bæjarhrauni 6 >—/ www.bilanaust.is Sími 535 9000 • Fax 535 9040 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 E3"V Fór úr húsasmíðanámi til að keyra flutningabíl: Var lánaður í aksturinn fyrir ellefu árum - og hef bara ekki enn skilað mér til baka, segir Bjarni Gunnarsson rr vinnuvélar Bjarni Gunnarsson flutningabílstjóri. Flutningabílstjórar eru stétt manna sem hafa yfir sér einhvern sér- stakan ævintýraljóma. Þetta eru hetjur veganna sem aka um íandið þvert og endilangt allt árið um kring og hvernig sem viðrar. Leiðir bílanna er miserfiðar en líklega er leitun að erfiðari leið en frá Reykjavík til ísafjarð- ar, sérstaklega yfir vetr- artímann. Þrír flutninga- rekstraraðilar keppa um hylli þeirra sem þurfa að flytja vörur þessa fimm hundruð kílómetra og slagurinn er harður. Aflir eru bestu vinir úti á vegunum Bjarni Gunnarsson er einn af þessum hetjum veganna og er búinn aö aka á eigin bíl í tvö ár og einn mánuð. Hann ekur á vegum Land- flutninga og Flutningamiðstöðvar Vestfjarða en segir að þrátt fyrir harða samkeppni séu bUstjóramir allir bestu vinir þegar út á vegina er komið. Þar hjálpist allir að þegar á bjátar. Flutingabílabakterían er sennilega meðfædd hjá Bjama. Fað- ir hans, Gunnar Pétursson, var ffægur flutningabilstjóri og ók í fé- lagi við Ebenezer Þórarinsson á Isa- firði um langt árabil. Eitthvað þvældist Bjarni með pabba sínum á þeim tíma, þó hann segist nú lítið muna eftir þvi. Auðvitað á besta bílnum! „Ég er á Volvo FH 16, þetta em auðvitað bestu bílarnir," segir Bjami og brosir út að eyrum. Hann útskýrir fyrir blaðamanni kosti ökutækisins og hvað bíllinn hans hafi fram yfir aðrar tegundir sem kunningjarnir eru með. Þegar blaðamaður spyr að því hvort þetta séu nú bara ekki trúarbrögð hjá bíl- eigendum svarar Bjami því samt hiklaust játandi. „Ég byrjaði reyndar 1988 á MAN- mjólkurbU á fsafirði og leist því ekkert á að fara að keyra Volvo þeg- ar ég byrjaði hjá Ármanni Leifs- syni. Nú er ég búinn að keyra Volvo í tíu ár og er nú á mínum eigin Volvo.“ Veðurtepptur í Djúpinu á sjálfan bjórdaginn Bjami minnist á mjólkurbU af MAN-gerð, en næst lá leiðin á Scania-mjólkurbil sem var með drifi á öUum hjólum og gríðarlegt verk- færi. Það mátti oft sjá Bjarna ösla í gegnum kolófæra skafla og ryðja slóðina fyrir flutningabUa á leiðinni um Djúpið. Þrátt fyrir að bíUinn væri öflugur varð hann samt einu sinni veðurtepptur í Djúpinu í sex daga samfleytt. Það var 1989, eða árið sem bjórinn var gerður lögleg- ur á íslandi. Bjami og félagar urðu að láta sér nægja að hlusta á fféttir af bjórdeginum 1. mars í sjónvarp- inu á bænum Hörgshlíð um svipað leyti og þeir horfðu á íslendinga spUa úrslitaleik í B-keppninni í handbolta. FlutningabUlinn með bjórinn sem átti að væta kverkar ís- firðinga sat hins vegar fastur vegna snjóa á Hólmavík. Var lánaður úr húsa- smíði í tvo mánuði 1987 og er enn ekki búinn að skila sér - En hvemig vUdi það tU að þú byrjaðir að keyra flutningabU? „Það var nú þannig að ég fór að læra húsasmíði hjá Benedikt Sig- urðssyni og var lánaður í aksturinn í einn eða tvo mánuði 1987 og hef bara ekki enn skUað mér tU baka. Ég stend nú samt í því í dag að verða að bregða mér í hlutverk húsasmiðsins því ég er að fara að byggja mér hús í Reykjavík. Vegalengdin á milli Reykjavíkur og ísafjarðar er um 500 kUómetrar aðra leið. Áætlunin sem upphaflega var gerð þegar ég byrjaði á þessum bU hljóðaði upp á 7 eða 8 ferðir í mánuði að jafnaði. Það hefur þó aUs ekki staðist. Við keymm mun meira, oft um tíu og stundum fimmtán ferðir á mánuði, eða fimmtán þúsund kUómetra.“ - Nú þykir ykkur þetta sjálfsagt leikur einn á sumrin en hvað um vetuma? „Það getur oft verið erfitt. Þetta er þó misjafnt og fer bara eftir tíðar- farinu. SennUega er það þó ekki verst þegar kominn er almennUegur vetur. Umhleypingeunb eru miklu verri frá október og fram í janúar. Þá skiptist ýmist á snjókoma, slydda, rigning eða frost. Þá er mesti keðjubarningurinn, slabbið og druUan. Maður er ýmist að hlaupa út til að setja keðjur undir eða þá að taka þær af. - En snjórinn er stundum mikiU eða hvað? „Já, maður er stundum að ösla snjóinn upp á glugga. Það fer þó eft- ir því hvernig snjórinn er, hvort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.