Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 28 vinnuvélar Hann Siggi Jóns hugsar stórt - fékk 55 tonna Hiab-krana á nýja Volvoinn Sigurður Jónsson við 55 tonna Hiab-bíl- kranann. Sigurður Jónsson bifreiðarstjóri ekur frá Vörubifreiðastöðinni Þrótti í Reykjavík. Hann valdi sér Volvo- vörubifreið frá Brimborg þegar hann endurnýjaði bíl sinn og fékk hann með hvorki meira né minna en 55 tonna Hiab-bílkrana. Að sögn Ólafs Árnasonar hjá Brimborg hef- ur fyrirtækið í auknum mæli valið þá leið að útvega mönnum með sér- stakar óskir tilbúna bíla með öllum þeim búnaði sem menn vilja hafa á slíkum bílum. Bíll og krani Sigurðar er gott dæmi um það. -HKr. 0 Verktakar, athugið Höfum til sölu notaðar vélar frá Þýskalandi Liebherr: Peiner: Cibin: Merlo: Manitou: Caterpillar: Komatsu: Samsung: Fiat — Hitachi: Kramer- Alirad: Benmac: Fuchs: Bobcat: Amman - Yanmar: Rammax: Hamm: Wirtgen: Vögele: Montabert: Norberg: Bayer: Powerscreen: Minitrac: Ecoair: Eberhardt: Spectra physics: Steinweg: Alimak: Vinnulyftur: Krings: Steypumót: Endurvinnsluvélar: Ymsar aðrar vélar Byggingarkranar, margar staerðir og gerðir Byggingarkranar, margar stærðir og gerðir Byggingarkranar, litlir Skotbómulyftarar Skotbómulyftarar Belta og hjólagröfur, jarðýtur, vegheflar Belta og hjólagröfur Belta og hjólagröfur Belta og hjólagröfur, jarðýtur, hjólaskóflur Traktorsgröfur, liðstýrðar gröfur Hjólagröfur Hjólagröfur Smávélar, mini-beltagröfur Mini—beltavélar, valtarar, jarðvegsþjöppur Jarðvegsvaltarar Jarðvegs og malbiksvaltarar Malbiksfræsarar Brothamrar fyrir gröfur Brothamrar fyrir gröfur Grjótmulningsvélar Malarhörpur Malarhörpur Jarðvegsflutningsvagnará beltum (litlir) Loftpressur Vinnubúðir og skrifstofueiningar, allar stærðir Laser mælar Efnis og vörulyfíur Fólks og vörulyftur fyrir nýbyggingar Margar gerðir af körfulyftum og vinnulyftum Mót til að halda jarðvegi í skurðum Margar gerðir, t.d. MEVA, Hunnebeck, DOKA, Noe, Haki, ABM. Margar gerðir, t.d. fyrir timbur, pappír, dekk. heild verslun Sóltúni 24, Reykjavík, sími 511 2300 fax 511 2301 -GSM 892 9249 Eyjólfur Pálmason við splunkunýja Fermec-dráttarvél. Ingvar Helgason kynnir byltingu í dráttarvélum: Ur bakk- í áframgír án þess að kúpla - einnig vöxtur í sölu Fermec-smávéla, segir Eyjólfur Pálmason sölustjóri Eyjólfur Pálmason, sölu- stjóri vinnu- og búvéla- deildar Ingvars Helga- sonar, segir mikinn kraft í starfseminni og mikið að gerast, ekki síst í þróun dráttarvéla. Hann segir síðasta ár hafa verið mjög gott í sölu vinnuvéla og þeir hafi alls ekkert yfir sölunni að kvarta á þessu ári. Ingvar Helgason selur stórvirkar vinnuvélar af Furukawa-gerð. Þrátt fyrir að nafnið hljómi japanskt þá er móðurfyrirtækið samt franskt og hönnun tækjanna evrópsk. Af þessari gerð er um að ræða fjölbreytta línu af hjólagröfum, beltagröfum og hjóla- skóflum. Fermec er annað nafn í vinnuvéla- geiranum og frá því fyrirtæki býður Ingvar Helgason m.a. smágröfur og svokölluð skriðtæki. Þessa dagana er verið að kynna nýja Fermec 123 sem er 2,3 tonna grafa. Þá hefur fyrirtækið líka á boðstólum gröfu sem er 4,6 tonn að þyngd. Fermec er frá Bretlandi og segir Eyjólfur að vaxtarbroddurinn í sölu vinnuvéla sé einmitt í þessum smærri gröfum og skriðtækjum sem eru eins konar mínimokstursvélar en samt mjög öflugar. Fermec á sér mjög þekktan bakgrunn hér á landi, en þá undir nafninu Massey Ferguson. Var nafninu breytt í Fermec 1997, eftir að MF seldi þennan hluta fyrirtækisins til einkaaðila. Ný Fermec-traktorsgrafa „Nú á haustmánuðum kynnum við nýjar traktorsgröfur frá Fermec. Þar er um margar nýjungar að ræða sem felast m.a. í aukinni lyftigetu, auknum brotkrafti og nýju útliti. Án þess að farið sé út í smáatriði þá er þetta vél sem á eftir að koma verulega á óvart,“ segir Eyjólfur. Þessi nýja vél verður kynnt með pompi og pragt nú um mán- aðamótin september-október. Síðastliðin tvö ár hefur þeim sem keypt hafa traktorsgröfur írá Ingvari Helgasyni verið boðið í kynningar- og skemmtiferð til Manchester í Eng- landi. Að sögn Eyjólfs hefur mönnum þá auðvitað verið boðið á knattspymu- leik á Old Trafford í leiðinni. „Við erum t.d. að fara núna í september með 12 manna hóp til Manchester." Byltingarkennd kúpling í dráttarvélunum hefúr orðið mikO bylting, að sögn Eyjólfs. Það felst helst í nýjung sem er eins konar „Trans Converter" sem er vökvakúpling sem gerir það að verkum að menn geta skipt beint í bakk- eða áframgír án þess að kúpla. Slíkur búnaður er kom- inn í bæði dýrari og ódýrari dráttar- vélamar. Þá er í sumum af þessum vél- um sérstakur átaksstillir þar sem menn geta stillt mismunandi snöggt viðbragð þegar skipt er t.d. úr bakk-1 áframgír. „Við erum fyrstir með þenn- an búnað á markaðnum í sambærileg- um vélum.“ Ný skrautfjöður FEMDT er ný skrautgöður í hatti Ingvars Helgasonar en íýrirtækið tók við því umboði 1. mars á þessu ári. Femt er þýskur dráttarvélaframleið- andi og þekktur víða um Evrópu fyrir vélar með ýmsum sérútbúnaði. Þar er t.d. um að ræða minni vinnuvélar fyr- ir gangstéttasópun og snjómokstur, hliðarsláttuvélar og margt fleira. Kynning á þessum vélum hefúr gengið vel, að sögn Eyjólfs, og hyggst fyrir- tækið leggja áherslu á að geta boöið Sölbreyttar lausnir að þörfum bæjarfé- 1 laga. Þá er Ingvar Helgason líka með lyftara á boðstólum, bæði hefðbundna af mörgum stærðum og skotbómulyft- ara, að sögn Eyjólfs Pálmasonar sölu- stjóra. -HKr. NÝTTÁ ÍSLANDI & WEBSYER SCHAEFF Hjá okkur fáið þið allar upplýsingar um kaup eða leigu á þessum nýja jarðvinnubúnaði. Þegar verkefnið er að: • Grafa skurði eða húsgrunna, án hávaða og með beinum veggjum. • Grafa í bundin slitlög, fastþjöppuð undirlög eða frosna jörð. • Grafa jarðgöng eða skurði í efni sem erfitt er að sprengja, t.d. hraun. • Fjarlægja steypuvirki eða gallaða og skemmda steinsteypu. • Spara tilflutning á efni.Losa efni í námum o.f I. Þá er best að fá sér fræsi á gröfuna frá Webster Scnaeff. Fræsarnir fást í fimm stærðum, fyrir vökvagröfur frá 5--60 tonna eigin þyngd. BSA Skemmuvegi 6 • 200 Kópavogi sími 587 1280 4 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.