Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 vinnuvélar ! Viktor A. Ingólfsson er útgáfustjóri Vegagerðarinnar og sér m.a. um útgáfu fréttabréfs. Nær öll vegagerð | boðin út - aðeins örfáir vinnuflokkar eru enn starfandi hjá Vegagerðinni Verkefnasvið Vegagerðarinnar er í dag mjög breytt frá því sem var á árum áður. Vegagerðin var, allt frá upphafi vinnuvélavæðingar á íslandi á striðs- árunum, þungamiðja vegafram- kvæmda á landinu. Hún átti í upphafi öflugustu tækin og verkin voru unnin á hennar vegum en ekki boðin út eins og nú tíðkast. Að sögn Viktors A. Ingólfssonar, út- gáfustjóra Vegagerðarinnar, er stofn- unin í dag aðeins með örfáa vinnu- flokka við störf. Þar er annars vegar um að ræða flokka sem vinna við brú- argerð sem gott er að grípa til í neyð ef mannvirki skolast burt í flóðum og annað slíkt. Má t.d. nefna ástandið sem skapaðist vegna hlaupsins á Skeiðarár- sandi á sínum tíma þar sem brýr eyðilögðust. Þá gekk mjög greiðlega að drífa endurbyggingu og lagfæringar af stað og koma vegasambandi á að nýju, m.a. vegna þess að þessir flokkar voru til taks. Þannig virka þeir í raun sem hálfgerðar hjálparsveitir eða neyðar- flokkar. Þess utan sinna þessir vinnu- flokkar venjulegum brúarvinnuverk- efhum. Þá er einn flokkur í vegklæðn- ingum sem er kannski ekki síst gerður út til að viðhalda verkþekkingu á því sviði innan stofnunarinnar. Einnig eru, á vegum Vegagerðarinnar starf- andi smáflokkar sem sinna ýmsu við- haldi. Viktor segir að nýbyggingar í vegagerð séu hins vegar nánast alfarið komnar í hendur verktaka í gegnum útboð. -HKr. I I S I Héðinn Konráðsson söðlaði um, úr sjómennsku yfir í steypubflaakstur. Menn úr ýmsum starfsgreinum vinna við virkjunarframkvæmdir: Úr síldarsmugunni í steypubílaakstur - Héðinn Konráðsson, sjóari úr Vestmannaeyjum, er kom- inn eins langt ffá slorvinnunni og hægt er ao hugsa sér Mikill íjöldi starfsmanna vinnur við virkjunarframkvæmdir á hálendi íslands um þessar mundir. í þeim hópi eru menn úr ýmsum starfsgrein- um og meira að segja má finna sjó- menn þarna lengst uppi á reginfjöll- um. Héðinn Konráðsson er einn þess- ara manna. Hann er nú steypubíl- stjóri hjá íslenskum aðalverktökum en starfaði áður við að veiða síld á bát frá Vestmannaeyjum. „Ég er aö keyra steypu í brú sem verið er að gera við Vatnsfellsvirkj- un, “ sagði Héðinn sem var önnum kafmn að fylla tunnuna á Volvo-bíln- um af steypuefnum í steypustöð sem er við Sultartangavirkjun. „Ég hef verið að keyra hér í hálfan mánuð. Ég var áður á sjó á Guflfaxa frá Vest- mannaeyjum en við vorum í síld- arsmugunni. Þetta er því ágæt til- breyting. Það er óhætt að segja að maður sé kominn eins langt frá sjón- um og hægt er. Ég neita því þó ekki að þetta sé svolítið sérkennilegt fyrir sjómann að vinna hér uppi á fjöll- um“, sagði Héðinn Konráðsson," sjó- maður á steypubíl. -HKr. Virkjunarframkvæmdir eru ekki eintóm vélavinna: Þetta er bara mjög fínt - segir Erna Björk Baldursdóttir, „ræsti- tæknir" í Sultartangavirkjun Við Sultartangavirkjun hefur fjöldi manna verið við störf að und- anförnu en framkvæmdum þar fer nú senn að ljúka. Ekki er það bara skurðgröftur og byggingarvinna sem sinna þarf á virkjunarsvæðinu því mannskapurinn þarf auðvitað einnig að nærast og sofa. Fjöldi bygginga er á svæðinu til að sinna þessum þörfum en tækjamennirnir koma hins vegar lítið nálægt matseld og þrifum. Um það sér ann- að fólk og þar ráða konurnar ríkj- um. Erna Björk Baldursdóttir er ein þeirra sem sjá um aö halda vist- arverum starfsmanna hreinum, en hvernig skyldi henni finnast að starfa á fjöllum? „Það er bara mjög fínt, það er gaman að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Það eru þó eig- inlega eingöngu karlmenn sem vinna við virkjunarframkvæmdirn- ar en konurnar sjá um mötuneytið. Það var þó ein kona sem vann hér á steypubíl og önnur sem verka- maður, en þær eru hættar." - Finnur þú ekkert fyrir einangr- un hér uppi á hálendinu? „Nei, það er svo stutt í alla þjón- ustu. Það er t.d. ekkert mál að skreppa niður á Selfoss. Ég hugsa að það sé verra hér ofar á hálend- inu, eins og við Vatnsfellsvirkjun.“ Erna var að taka saman föggur sínar eins og aðrir starfsmenn þeg- Erna Björk Baldursdóttir sér um að halda vistarverum starfsmanna Sult- artangavirkjunar hreinum og líkar vel vistin á fjöllum. ar blaðamann bar að garði, enda löng fríhelgi fram undan, laugar- dagur, sunnudagur og mánudagur. Næsta úthald átti að hefjast á þriðjudegi og þá er unnið fram á laugardag, farið heim á sunnudegi og komið aftur á mánudegi. Farið er að draga úr vinnunni við Sultar- tanga og vaktavinnan að mestu búin. Nú er unnið við að setja nið- ur aflvélar virkjunarinnar og verð- ur sú fyrsta prufukeyrð síðar í haust. -HKr. VINNULYFTUR EHF ÚTLEIGA & SALA VIÐ SÆTTUM OKKUR AÐEINS VIÐ ÞAÐ BESTA, EN ÞÚ? HÖFUM TIL LEIGU OG SÖLU MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM OG NOTUÐUM ALHLIÐA VINNULYFTUM 5KvJ*CK. VINNULYFTUR EHF - SMIÐSBÚÐ 12 - GARÐABÆ SÍMI 544-8444 — FAX 544-8440 <- <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.