Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 DV m 34 vinnuvélar Búinn að vera á fjöll- ' um í tuttugu ár - segir Jóhann G. Bergþórsson, staðarstjóri í Vatnsfellsvirkjun Jóhann G. Bergþórsson þarf vart að kynna nokkrum íslendingi sem fylgst hefur með verk- takastarfsemi á hálend- inu og víðar um land undanfarin ár og áratugi. Jóhann er nú staðar- stjóri hjá ísafli ehf. sem er dótturfyrirtæki ís- lenskra aðalverktaka við Vatnsfellsvirkjun. „Ég er búinn að starfa við þetta í tuttugu ár,“ segir Jóhann. „Ég man það upp á dag hvenær ég byijaði en það var uppi í Hrauneyjum 28. maí 1979. Ég er því búinn að vera uppi á fjöllum meira og minna öll þessi ár.“ Gaman að sjá hlutina gerast - Hvemig er að vera sífellt í útilegu? Ég hef haft gaman af því. Það er svo gaman að sjá hlutina gerast. Sjá stór- virkar vinnuvélar breyta landslaginu, þar sem stöðugt er verið að skapa eitt- hvað nýtt. Samt er vatnið miklu stór- virkara í að breyta landslaginu en vél- ar mannanna," sagði Jóhann og benti út um gluggann. Þar mátti sjá gamalt vegræsi ofarlega í gljúfurbarmi. Þetta vegræsi var í vegi sem einu sinni var nánast á jafnsléttu en vatn úr Þóris- vatni hafði breytt þeirri sléttu í mikið gljúfúr." Bylting á borvögnunum - Hefur tækjabúnaður breyst mikið síðan þú byrjaðir? „Já, en þó kannski ekki svo ýkja mikið. Vélamar em samt orðnar að- eins tæknilega fúllkomnari, sérstak- lega aðbúnaður stjómendanna. Þetta er allt orðið þægilegra og meira hugs- að um vélamennina. Langmesta bylt- ingin er þó varðandi borvagnana. Nú em bormennimir lokaðir inni í húsi, lausir við ryk og kulda. Þetta var lang- kalsamasta vinnan í svona fram- kvæmdum svo þetta er ótrúleg breyt- ing. Gröfumar og ýtumar era svo orðnar miklu öflugri en áður. Við eram með stærstu gröfu landsins og stærstu jarðýtuna líka.“ - Þarf ekki mikla útsjónarsemi við að halda utan um svona stóra fram- kvæmd? „Jú, það er mikil vinna og síminn er í stöðugu sambandi. Reyndar erum við ekki með nema fimm NMT-línur hing- að upp eftir. Þær era því allar upp- teknar af okkur og erfitt getur því ver- ið fyrir aðra að ná sambandi á þessu Vinna á borvögnum var langkalsamasta starfið við virkjunarframkvæmdir hér áður fyrr, að mati jóhanns Bergþórssonar. Nú er komið hús á borvagnana og stjórnendur þeirra því varðir fyrir kulda og óþverraryki. Jóhann G. Bergþórsson. DV-mynd Hörður svæði úr NMT-síma. Við eram að von- ast til að fá GSM-samband hingað, en það næst hér niðri i Hrauneyjum. Það er allt annað líf íyrir starfsmenn að geta komist í samband við sínar fjöl- skyldur ótruflaðir inni á sínum her- bergjum í stað þess að tala kannski svo allir heyri í anddyri mötuneytisins." Pað verður að taka til hendi - Ætlið þið svo að vera hér næstu tvö árin? „Verklok era hér í febrúar árið 2002. Við eram þvi að tala um tveggja og hálfs árs verkefhi. Menn verða sannar- lega að taka til hendinni því það þarf að flytja til um 2 milljónir rúmmetra af efni á svæðinu og steypa 37 þúsund rúmmetra i stöðvarhúsi og klæðningu á stiflu." - Nú hefur þú lifað og hrærst í þessu umhverfi í áraraðir, tekur þú eitthvað í þessi tæki sjálfur? „Já, ég hef aðallega tekið í bflana og gröfur líka en lítið komið nálægt jarð- ýtum. Annars hefur maður inn nóg annað að hugsa og til þess era véla- mennimir að stjóma þessum tækjum. Ég fer þvi helst ekkert inn á þeirra svið,“ sagði Jóhann G. Bergþórsson sem var með það sama rokinn í að svara áríðandi simtali frá einhveijum verkfræðingnum. -HKr. t GÓÐUR ÍAKSTRI OG REKSTRI RENAULT ATVINNUBÍLAR Fy Rl RTÆKJ AÞJ Ó N U STA Þú getur fengir Renault Premium í öllum stærðum, sniðinn að þfnum þörfum. Komdu með þínar óskir. Við tökum vel ó móti þér. B&L, Grjóthóls 1, sfmi 575 1200, söludeild 575 1225/575 1226

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.