Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 19 pv_________________________________Sport Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari í spjalli við DV eftir leikinn: Hik og óöryggi - en undir lok leiksins kom smákraftur hjá strákunum, sagði Guðjón Guðjón Þórðarson landsliðsþjálf- ari var, eins og landsliðsmennirnir, frekar daufur í dálkinn þegar DV leit inn í búningsklefann skömmu eftir að leiknum lauk á Laugardals- vellinum í gær. Hann gerði sér grein fyrir þvi að möguleikar ís- lenska liðsins á að komast lengra i keppninni eru orðnir mjög litlir eft- ir ósigurinn á Úkraínumönnum. Fátt sem kom manni á óvart „Það var margt í leiknum eins og við áttum von á og eiginlega fátt sem kom manni á óvart með úkraínska liðið. Þeir eru seigir á boltann og geta leyst þröngar stöður mjög vel. Ég sá þetta víti ekki nógu vel en dóm- arinn var mjög fljótur að dæma það og var greinilega á því að þetta væri ekkert annað en víti. Okkur vantaði að vera skipulagðari þegar við fórum íram völlinn, það gerðist á köflum að menn þrýstu sér fram völlinn án þess að liðið í heild sinni kæmi. Baráttan var mikil og menn reyndu vissulega að koma sér inn í leikinn," sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjáifari við DV eftir leikinn. - Það hlýtur að hafa verið kjafts- högg að fá markið á sig rétt fyrir leikhléið. „Það sama gerðist í Rússlandi og við vorum að missa af mönnum með einbeitingarleysi á lokaminút- unum í fyrri hálfleik. Það er í sjálfu sér ekki við neinn einn að sakast með það.“ Herslumun frá því að jafna - Fannst þér íslenska liðið kom- ast almennilega í gang? „Nei. Það var eins og það væri hik á mönnum og ákveðið óöryggi en undir lokin kom smákraftur í lið- ið. Við vorum samt herslumun frá þvi að jafna leikinn þegar Þórður átti skotið og minnstu munaði að Heiðar kæmi frákastinu inn. Það má kannski segja að jafnteflið hefði lítið dugað okkur og það eina sem hefði gerst er að við hefðum gert Úkraínumönnunum erfiðara fyrir. Ég get samt ekki sagt annað en að menn hafl lagt sig i leikinn, strák- amir börðust af krafti og voru að reyna að gera hlutina en það vant- aði rósemi og yfirvegun þegar við höfðum boltann.“ - Heldur þú að væntingarnar hafi verið of miklar fyrir þennan leik? „Það er auðvitað alltaf pressa þegar sigur til jafn mikilvægs leiks og þessa. Ósjálfrátt koma væntingar hjá mönnum sjálfum og það er auð- vitað ný reynsla fyrir flesta í liðinu að takast á við svona mikilvæga leiki. Þessi reynsla er þá komin og sú þekking sem til þarf en frá mín- um bæjardyrum séð, svona fyrst eft- ir leikinn, vantar djúpt inni þá til- þrú sem til þurfti." - Hvað varst þú ánægðastur með í leik íslenska liðsins? „Við héldum okkar þriðjungi lok- uðum og þeir áttu engin opin færi. Þeir þurfa vítaspyrnu til að skora sigurmarkið og það segir kannski til um það hve agaðir og yfirvegaðir við erum orðnir í varnarleiknum. Úkrainumennirnir fóru snemma út í það að reyna að tefja leikinn og það vissum við að þeir myndu gera ef þeir næðu forystu. Það verður erfitt að leika gegn Frökkum í París - Eins og staðan er í riðlinum eft- ir leiki kvöldsins eru líkurnar ekki miklar á að ná öðru sætinu: „Það verður auðvitað mjög erfitt að leika gegn Frökkum í París, það er alveg klárt, en vissulega verður gaman að kljást við Frakkana og á meðan við eigum enn möguleika á að komast áfram er ég ekki tilbúinn að gefast upp.“ Guðjón hefur að undanfornu ver- ið orðaður við þjálfarastöðu hjá Lokeren en nú er ljóst að svo verð- ur ekki því Georges Leekens, fyrr- um þjálfari belgíska landsliðsins, var ráðinn í starfið i gær. Eru lín- umar eitthvað farnar að skýrast hvað tekur við hjá þér eftir Frakka- leikinn? „Það er allt óljóst. Ég er ekki í neinum viðræðum við önnur félög. Samningur minn við KSÍ rennur út eftir Frakkaleikinn og eftir hann kemur í ljós hvað ég geri.“ - Heldur þú að einhver uppstokk- un verði á liðinu eftir Frakkaleik- inn? „Uppistaðan í liðinu eru ungir strákar. Birkir er 35 ára, Siggi 33 ára og Rúnar nýorðinn 30 ára og kjarninn í þessu liði er kominn til að vera. Það eru margir ungir strák- ar í og við hópinn og við þurfum ekki að kvíða framtíð landsliðsins," sagði Guðjón Þórðarson. ^ Yozef Shabo, þjálfari Úkraínumanna: Islendingar léku mun betur í Kiev bjóst við að íslenska liðið tæki meiri áhættu „Við erum mjög ánægðir með þennan árangur. Við bjuggumst við erfiðum leik þar sem það var hvasst og völlurinn var dálítið ósléttur þannig að það mátti reikna með mikilli baráttu eins og raunin varð,“ sagði Yozef Shabo, þjálfari Úkraínu, eftir leikinn. Við lékum ekki okkar besta leik „Við lögðum upp með að leika hratt og örugglega saman og reyna að brjóta vöm íslendinga á bak aft- ur. Þetta gekk nokkum veginn eft- ir. íslendingar sóttu ekki mikið, fyrir utan það þegar þeir vom að hrinda óg ýta frá sér, en þegar mikil þvaga er í teignum þá getur allt gerst. Við björguðum okkur á þessu og dómarinn greip inn í á réttum tíma þannig að leikurinn fór ekki úr böndunum. Við vorum ekki alltaf að leika okkar besta leik en við eram ánægðir og þessi úr- slit era gott veganesti fyrir leikinn í Moskvu." Sabo sagði það hafa komið sér á óvart að íslenska liðiö skyldi ekki sækja meira í leiknum. „Þetta er gott lið enda sést það á því að þetta er fyrsti leikurinn sem liðið tapar á heimavelli í keppninni. íslend- ingar vom hins vegar að leika sirrn annan heimaleik í röð en við vomm þreyttir eftir að hafa leikið í Frakklandi um helgina og þurft- um síðan að fljúga til íslands. ís- lendingar hefðu getað nýtt sér þetta betur en þeir gerðu. Ég bjóst við að íslenska liðið myndi taka meiri áhættu og sækja meira. En það leikur ekkert lið betur en and- stæðingurinn leyfir. Mér fannst ís- lenska liðið leika mun betur í Kiev.“ Aðspurður hvort honum hefði fundist vítaspymudómurinn rétt- ur sagði Shabo: „Ég hugsa yfirleitt ekki um hvemig dómaramir em. Ég er oft svo ergilegur á því hvemig dæmt er og maður getur ekki alltaf verið sammála dómumm. Ég mun þvf ekki ræða hvemig þeir dæma.“ -HI Úkraínumenn fögnuðu vel og innilega sigrinum gegn íslendingum á Laugardalsvellinum í gær. Úkraína er í toppsæti riðilsins og er eina þjóðin sem ekki hefur tapað leik í riðlinum. DV-mynd Hilmar Þór Firmakeppni Aftureldingar Hin árlega firmakeppni Aftureldingar verður haldin laugardaginn 18. septemberá Tungubökkum í Mosfellsbæ. Vegleg verðlaun eru fyrir fyrstu 3. sætin. Skráning og nánariupplýsingar í síma 891 6320. Mótinu lýkur samdægursog því verður takmörkuð þátttaka. Þau lið sem skrá sig verða að borga staðfestingargjald. Þátttökugjald er 12.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.