Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 4
20 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 21 Bland í oka Birkir Kristinsson markvörður. Hafði lítið að gera fram í miðjan síðari hálileik en varði þá þrjú langskot mjög vel. Greip af öryggi inn í leikinn þar sem með þurfti. Auðun Helgason hægri bakvörður. Komst ágætlega frá leiknum, fór lítið út úr stöðu sinni í fyrri hálfleik en færði sig framar í seinni hálfleik. Gekk illa að skila frá sér bolta en innköst hans sköpuðu hættu í vítateig Úkraínu. Lárus Orri Sigurðsson miðvörður. Átti einn af sínum betri landsleikjum. Vann flestöll návígi gegn Shevchenko og stöðvaði mikinn fjölda sókna Úkraínumanna. Sem fyrr skilar hann boltanum ekki nógu vel frá sér. Sigurður Jónsson miðvörður. Var ekki nægilega öruggur sem aftasti maður. Tók stundum óþarfa áhættu og skilaði boltanum ekki alltaf nægilega vel. Seinni hálfleikurinn var þó betri hjá honum. Fór af velli fyrir Amar Þór á 84. mín. Pétur Marteinsson miðvörður. Þokkalega öruggur og missti sjaldan mann framhjá sér. Fékk á sig vítaspymuna á klaufalegan hátt. Vann flest návígi en eins og hjá öðram varnar- mönnum kom hann boltanum ekki alltaf nægilega vel í leik. Hermann Hreiðarsson vinstri bakvörður. Átti nokkrar góðar rispur upp vinstri kantinn og ógnaði marki í homum. Aðfmnslulaus í vamarhlutverki en hefði mátt skila boltanum betur frá sér. Helgi Kolviðsson vamartengiliður. Hafði hægt um sig og komst aldrei almennilega í takt við leikinn, einbeitti sér að varnarhlutverkinu og sinnti því vel. Var skipt útaf á 59. mínútu fyrir Heiðar Helguson sem kom inn með mikla baráttu. Brynjar Björn Gunnarsson vamartengiliður. Tók virkan þátt í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en hélt sig til hlés í þeim seinni. Náði ekki að vinna miðjuna og laut þar í gras fyrir Serghii Popov, hefur oft leikið betur. Rúnar Kristinsson tengiliður. Plataði mótherjana oft mjög skemmtilega, yflrvegaður og fullur sjálfstrausts en skorti oft herslumuninn að fullkomna verkið. Meiðslin háðu honum eitthvað. Aukaspyrnur hans hafa oft verið betri. Þórður Guðjónsson tengiliður. Byrjaði mjög vel, átti góðar rispur og óhræddur við að gera atlögu að úkrainsku vöminni. Lengi í seinni hálfleik var hann svolítið týndur en lét á sér kræla í lokin og var nálægt því að jafna með góðu skoti. Ríkharður Daðason framherji. Náði aldrei að komast almennilega í takt við leikinn og átti lengst af við ofurefli að etja. Skipti við Eið Smára Guðjohnsen á 72. mínútu sem náði ekki að setja mark sitt á leikinn. -GH/ih/VS Einkunnagjöf DV: 10 = stórkostlegur, 9 = frábær, 8 = mjög góður, 7 = góður, 6 = í meðallagi (+), 5 = í meðallagi (-), 4 = slakur, 3 = lé- legur, 2 = hræðilegur, 1 = skelfilegur. Úkraina hefur ekki tapað í siðustu 12 landsleikjum sínum og stendur nú vel að vigi á toppi 4. riðils. Jafnteflin em þó mörg, 5 jafntefli í síðustu 8 leikjunum. Valerij Lobanovski, þjálfari Dynamo Kiev og fyrram landsliðs- þjálfari Sovétríkj- anna, var mættur með sínum mönnum, enda eru átta lærisveinar. hans frá Kiev í landsliðinu. -VS Shovkovskyj markvörður bjargar naumlega af tám Ríkharðs Daðasonar. DV-mynd ÞÖK ísland hefur fengiö á sig fjögur mörk í níu leikjum í þessari Evr- ópukeppni eða jafn- mörg og í umræddum leik gegn írum fyrir tveimur árum. Sport Þórður Guðjónsson brunar í átt að markl Úkraínu með Vashchuk og Luzhny sinn tll hvorrar handar. DV-mynd ÞÖK Rúnar Kristinsson, sem setti nýtt leikjamet með landslið- inu í gær- kvöld, var fyrirliði síðustu mínútur leiksins. Hann fékk fyrirliða- bandið frá Sigurdi Jónssyni sem fór meiddur af velli skömmu fyrir leiks- lok. Sigurður meiddist á hásin, en það voru gömul meiðsli sem þar tóku sig upp. Sigurður fékk sitt annað gula spjald í keppninni þegar víta- spyman var dæmd á ísland, og verður því í leikbanni þegar ís- land sækir Frakkland heim í lokaumferð riðilsins. Aðrir en Sigurður sem voru á hættu- svæði vegna gulra spjalda sluppu í gær- kvöld og hann verður því einn í banni í Frakklandi. Oleg Luzhny, leik- maður Arsenal og hægri bakvörður Úkr- aínu, var kominn á tæpasta vað, búinn að fá gult spjald og orð- inn afar heitur út í Heiðar Helguson. Yozhef Shabo, þjálf- ari Úkraínu, sá þann kost vænstan að skipta Luzhny útaf til að forða honum frá yfirvofandi rauðu spjaldi. Ósigurinn gegn Úkr- aínu i gærkvöld er fyrsta tap íslands á heimavelli í sjö leikj- um, eða síðan írar unnu á Laugardals- vellinum 4-2 fyrir tveimur áram, þann 6. september 1997. Sport ,, - íslendingar hrukku aldrei í gang og lutu í gras fyrir Úkraínu, 0-1, í Laugardalnum Ævintýrið í 4. riðli undémkeppni Evrópumótsins er ekki úti hjá ís- lenska landsliðinu í knattspymu þrátt fyrir ósigurinn gegn Úkraínu, 0-1, á Laugardalsvellinum í gær- kvöld. Þegar einni umferð er ólokið felast möguleikar íslendinga í því að vinna Frakka í París og Úkraína verður á sama tíma að vinna Rússa í Moskvu. Dæmin sanna að allt er hægt í knattspymu og því gætu ís- lendingar ekki lagt sjálfa heimsmeist- árana að velli, eins og riðilinn og hef- ur spilast allt frá byrjun?Þegar ieik- urinn við Úkraínu er lagður á borðið má segja að gestirnir hafi unnið taugastríðið sem var alls ráðandi í leiknum frá upphafi til enda. Þetta stríð kom niður á gæðum leiksins og fyrir vikið var hann á löngum köflum ekki vel leikinn af hálfu beggja aðila. Það hékk allt of mikið á spýtunni til að leikurinn yrði eitthvað augna- yndi. Því verður ekki neitað að Úkra- ínumenn eru ansi útsjónasamir, flinkir með boltann og voru fljótir að hugsa og firra sig frá vandræðum. Þessi atriði öðra fremur skildu liðin af í þessari viðureign sem margir vildu kalla leik aldarinnar hjá ís- lenska landsliðinu. Markmið íslenska liðsins var að halda einbeitingunni og það tókst í megin atriðum nokkuð vel. Hins veg- ar verður ekki hjá því litið að taugatitrings gætti og af þeim sökum náði liðið ekki að sýna sínar sterk- ustu hliðar. Það má með sanni segja að liðið hafi aldrei almennilega hrokkið í gang og þessi leikur hafi verið sístur af þeim leikjum sem lið- ið hefur leikið á heimavelli i keppn- inni. Eitt verður að hafa í huga að Úkraínumenn voru greinilega búnir að kafa ofan í leikskipulag islenska liðsins og lokuðu vel fyrir öll svæði. Skyndisóknir sem hafa verið sterkt vopn íslendinga náðu ekki að ógna úkraínska markinu nema að litlu leyti. Frammi mátti fremstur maður liðsins, Ríkharður Daðason, sín lítils A./jt Sergiy Rebrov (41.) Andriy ” ” Shevchenko kunni sitt fag og flskaði víti eftir einleik, Pétur Marteinsson braut og Rebrov skoraði af öryggi úr vítinu. gegn margnum. Það verður ekki tek- ið af Úkraínumönnum að þeir léku leikinn af skynsemi. Þeir ætluðu sér stigin sem í boði vora og það gekk eftir. Sæti í úrslitakeppni mótsins er svo gott sem í höfn. Það var ijóst strax í upphafí að hvorugur aðili ætlaði að taka ein- hverja áhættu. Úkraínumenn voru meira með boltann í byrjun án þess þó að vera ógnandi í aðgeröum sín- um. Raunar voru tækifærin í leikn- um sárafá, stríðið fór fram úti á vell- inum og það unnu Úkraínumenn. Gestimir voru alls ekki líklegir til að skora og fátt annað benti til annars en að fyrri hálfleikur yrði marka- laus. Andry Shevchenko sem hafði verið strangri gæslu fékk allt einu að leika lausum hala með þeim afleið- ingum að Pétur Marteinsson feldi hann klaufalega innan vítateigs. Vítaspyma var óumflýjanleg og hana nýttu Úkraínumenn sér. Þetta atvik var sem köld vatnsgusa framan í okk- ar menn á versta tíma hálfleiksins. íslenska landsliðið var lengi að átta sig á stöðunni í síðari háifleik og var því ekki líklegt til að jafna. Þegar hætta skapaðist var úkrainski mark- vörðurinn öryggið uppmálað. Úkra- ínumenn vora fastir fyrir og ákveðn- ir að halda fengum hlut. Leikurinn i heild sinni þróaðist ekki með þeim hætti sem maður átti von á. Leikur okkar manna var ekki nógu beittur, allan hraða vantaði og nákvæmnin var ábótavant. Sending- ar margar hverjar runnu út í sand- inn og var miður að horfa upp á slíkt æ ofan í æ. Baráttan var í góðu lagi en það var eins og einhvern neista vantaði til að hrinda öllu af stað. Af þessum leik er hægt að draga lærdóm sem gæti hæglega komið að notum gegn Frökkum í lokaumferðinni. Möguleikarnir eru enn til staðar og meðan svo er verða allir sem einn að halda einbeitingunni. Árangur liðs- ins í riðlinum er framar vonum, nán- ast framúrskarandi. Vonin er til stað- ar og Guðjón Þórðarson og lærisvein- ar hans hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Spyrjum að leikslokum. -JKS Island Ukraina (1) j Birkir Kristinsson - Auðun Helgason, Lárus Orri i/y j!" " ‘ ‘ Sigurösson, Sigurður Jónsson (Amar Þór Viðarsson 84.), Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson - Þórður Guö- jónsson, Helgi Kolviðsson (Heiðar Helguson 58.), Brynjar Bjöm Gunn- arsson, Rúnar Kristinsson - Ríkharður Daðason (Eiður Smári Guð- johnsen 72.). Gul spjöld: Pétur, Ríkharður, Sigurður. u UKramti. \ oiexander Shovkovsky - Oleg Luzhny (Volodymyr Mykytin 79.), Sergiy Popov, Olexander Golovko, Vladislav Vashchyuk - Yuri Maximov, Sergiy Konovalov (Eduard Tsyk- hmeistruk 65.), Yuri Dmitrulin, Vitaly Kosovksy - Andriy Shevchenko, Sergiy Rebrov. Gul spjöld: Popov, Golovko, Konovalov, Luzhny. ísland - Ukraína Island - Úkraína Völlur: Agætur. Dómari: Victor Pereira, Port úgal, alltof smámunasamur. Markskot: 8 Horn: 5 Áhorfendur: 7.072. Maður leiksins: Birkir Kristinsson. Lárus Orri Sigurðsson lætur til sin taka i hopi ukrainsku leikmannanna sem gerðu aðsug að Rrkharði Daðasyni. Spennan i leiknum var mikil og litlu matti muna að upp ur syði a koflum. DV -mynd Hilmar „Ég sagði bara við dómarann að hann skyldi skoða at- vikið í sjónvarp- inu seinna í kvöld. Þá sæist hvað var um að vera, og hver v£ir heiðarlegur. Fyrir þetta lyfti hann spjaldinu,“ sagði Sig- urður. — 2M,'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.