Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 15 Urslitin ráðast í torfær- unni um helgina Glatt á hjalla í íslenska landsliðshópnum íslenska landsliðið í handknattleik hitaði upp fyrir leikinn gegn Makedóníu með því að spila æfingaleik gegn Stjörnunni í Garðabæ og sigraði í leiknum með 33 mörkum gegn 22. Meiðsli hrjá suma leikmenn í landsliðshópnum en vonir eru um að allir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn á sunnudagskvöldið. Júlíus Jónasson lékk ekki leikinn gegn Stjörnunni en hann var slæmur í baki. Gústaf Bjarnason fékk tak f kálfann í leiknum og loks eru það meiðsl Dags Sigurðssonar en það verður ekki Ijóst fyrr en á laugardag hvort hann veröur leikhæfur gegn Makedóníu. í gær bárust fréttir um að stór hópur stuðningsmanna myndi fylgja landsliði Makedóníu til landsins. DV-mynd E.ÓI. Júlíus Jónasson, fyrirliði landsliðsins í handbolta: Barthez í leikbanni Fabien Barthez, markvörður heims- meistara Frakka, mun ekki standa í markinu þegar þeir mæta íslending- um í lokaumferð riðlakeppni Evrópu- mótsins sem fram fer i París þann 9. október næstkomandi. Barthez tekur út leikbann en hann fékk aö líta sitt annað gula spjald i keppninni þegar hann felldi sóknar- mann Armena i leik þjóðanna í fyrra- kvöld. Bernard Lama „Kötturinn" mun líklega taka stöðu Barthezar í leiknum gegn íslendingum en þar er á ferðinni reyndur markvörður sem oft hefur staðið á milli stanganna í franska landsliðinu. Lama leikur með Paris SG og segir Roger Lemerre, þjálfari franska landsliðsins, að hann hafi leikið mjög vel í upphafi leiktíðarinn- ar í frösnku deildinni. Guivarc'h í liðið Meiri breytingar gætu verið í vænd- um í liöi heimsmeistaranna en Loger Lemerre hefur gefið það í skyn að Stephan Guivarc'h fái tækifæri að nýju í framlínunni. Hann myndi þá leika með David Trezeguet í fremstu víglínu og saman myndi þeir taka stöður Sylvain Wiltord og Lilian Las- landers sem voru í byrjunarliðinu gegn Armenum í fyrrakvöld. -GH „Þurfum að ná t iii i ikjum" - til að tryggja okkur sæti i úrslitakeppninni JúUus Jónasson, sem leikið hef- ur um árabil með íslenska lands- hðinu í handknattleik, hefur ákveðið að leikirnir gegn Makedóniu í forkeppni Evrópu- móts landsliða verði síðasta verk- efni hans með hðinu. Júlíus verð- ur fyrirliði í leikjunum tveimur. Kaplakriki hefur reynst okk- ur vel í gegnum árin - Hvernig hst honum á komandi leiki? „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á verkefnið og gefa sig allan í það. Það er mikið atriði að komast vel frá leiknum í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Það hefst með sameiginlegu átaki okkar og áhorfenda. Húsið í Hafn- arfirði hefur reynst okkur vel í gegnum árin, fólk hefur stutt Uðið vel þar, og vonandi verður sama uppi á teningnum núna. Það er nokkuð ljóst að við verðum að vinna leikinn með minnst fimm marka mun og fara þannig með ágætt veganesti í síðari leikinn úti. Við vitum alveg hvað bíður okkar í Skopje. Þar eru áhorfendur dýr- vitlausir og svífast einskis," sagði Júhus í samtah við DV. Makedóníumenn leika vörn- ina framarlega - Hafið þið upplýsingar um hvernig vörn Makedóníu leikur allanjafnan? „Já, þeir leika oft mjög framar- lega, þetta 3-2-1 vörn en hana þekkjum við vel enda vanir að leika gegn henni. Það er samt aldrei að vita hvað þeir gera og við verðum að vera klárir í allt. Þor- björn þjálfari er búinn að hggja yfir myndböndum frá leikjum Makedóníu og í dag förum við bet- ur yfir leik þeirra. Ég persónulega þekki ekki mikið til Uðsins en þessi tveir dagar sem til stefnu eru verða vel notaðir til að skoða and- stæðinginn." Allt verður að smella saman hjá okkur - Markmiðið er að komast í úr- shtakeppnina í janúar. Heldur þú að það takist? „Við þurfum aö eiga toppleiki til að það gangi eftir. Það verður allt að smella saman hjá okkur. Þetta verður erfitt eins og hver og einn annar leikur. Ég persónulega ætla að klára minn feril með landsUð- inu með stæl," sagði Júlíus Jónas- son við DV. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.