Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1999, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 FOSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1999 Sport Sport^ Er komið að konunum í KR? - 18 ára bið eftir bikarnum Bikar- meistarar þess árs 1981 A 1982 1983 ♦ 1984 ♦ 1985 ♦ 1986 ♦ 1987 ♦ 1988 ® 1989 f 1990 ® 1991 ® 1992 ® 1993 1994 ♦ 1995 A 1996 A 1997 1998 9 1999 Undan- keppni 8 iiða úrslit Undan- úrslit 1 Urslit Liöin sem slóu KR-stúlkur úr kepni ásamt úrslitum Blikastúlkur hafa unniö í 77,8% þeirra úrslitaleikja sem þær hafa farið KR engann. 0-2 0-3 ^ 0-4 1- 3 0-1 2- 3| 2-3 ® 0-3 $ 0-2 ^ 0-2 $ 0-2 ^ 5-6 1- 3 f 0-1 ÍÁ 0-1 $ 0-2 $ 1-2 $ 2- 3 £k ?-? ^ Vítaspyrnukeppni UVtj Það var mikil stemning í herbúðum Breiðabliks þegar Ijósmyndari DV kom við á æfingu liðsins í gær. Sigrún Óttarsdóttir, fyrirliði Blika, fer fyrir sínu liði og steytir hnefann til marks um það að Blikarnir ætla að mæta grimmir til leiks. DV-mynd E.ÓI. KR og Breiðablik leika til úrslita í bikarkeppni kvenna á sunnudag: Eggert Magnússon, formaður KSÍ, minnti á þaö að bikarúrslitaleik- irnir væru stærstu leikir sumars- ■* ins og lokapunktur knattspyrnu- vertíðarinnar, það væri því ástæða fyrir stuðningsmenn liðanna að fjölmenna á völlinn. KR-ingar gista á hóteli í Keflavík nóttina fyrir leikinn en Blikarnir ætla að sofa síðustu nóttina fyrir leikinn heima, liöið verður þó sam- an í sumarbústað í Borgarfirði að- faranótt laugardags. KR-ingar cetla að gefa út blað í til- efni leiksins og KR-útvarpið verður með útsendingu frá leiknum. Breiöablik veröur með grill fyrir stuðningsmenn sina við íþróttahús- ið Smárann fyrir leikinn, líkt og verið hefur síðustu ár. Siv Frióleifsdóttir umhverfisráð- herra verður heiðursgestur KSÍ á leiknum. Eggert Magnússon sagði aö það væri við hæfi þar sem Siv byggi nærri Vesturbænum og Breiðablik væri í hennar kjör- dæmi. Veröi aðgöngumiða er stillt í hóf á leiknum. Það kostar 500 krónur fyrir fullorðna en fritt er inn fyrir yngri en 16 ára. Dómarar leiksins koma að norð- an. Rúnar Steingrimsson verður með flautuna en þeir Marinó S. Þorsteinsson og Guömundur H. Jónsson munu hafa flöggin með höndum. Varadómari verður Ólafur Ragn- arsson og eftirlitsmaður KSÍ er Páll Júliusson, fyrrverandi for- maður kvennanefndar KSl. Bœði lið hafa aðeins fengið á sig eitt mark i bikarkeppninni til þessa. KR sigraði Stjörnuna 10-0 og IBV 3-1, en Breiðablik lagði RKV 8-0 og Grindavík 5-1. Breióablik hefur, ásamt Val, sigr- að sjö sinnum í bikarkeppninni. Aðeins eitt annað lið hefur sigrað í bikarkeppninni frá uppafi, ÍA hef- ur unnið fjórum sinnum. KR er að taka þátt i sinum fjórða bikarúrslitaleik en Breiðablik í sín- um tíunda. Liðin hafa tvívegis mæst í úrslitum og sigraði Breiða- blik í bæði skiptin, 1-0 árið 1994 og 3-2 1998. Vífilfell, styrktaraðili keppninnar, veitir liðunum peningaverðlaun. Sigurvegararnir fá 300.000 krónur en tapliðið 150.000 krónur. Að auki fá allir leikmenn verðlaunapening og sigurvegararnir fá eignarbikar og farandbikar til varðveislu í eitt ár. - ih Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR: Lærum af mistökunum „Sú stað- að sigra í leiknum," sagði Vanda Sigur- reynd að geirsdóttir, þjálfari KR. við höfum En KR hefur ekki enn unnið bikarinn, unnið hvað þarf til að breyta því? í deiidar- Höfum getað einbeitt okkur af ieikjunum bikarleiknum mun ekki „Ég treysti því að mínir leikmenn hafi hjálpa okk- lært af þeim leikjum og geri ekki sömu ur í þess- mistökin ár eftir ár. Það hjálpaði okkur um leik, en að íslandsmótið kláraðist fyrir okkur það mun fyrr en í fyrra og við höfum getað ein- ekki held- beitt okkur að bikarleiknum." ur hindra Hvar liggja möguleikar KR-liðsins? okkur í því „Möguleikar okkar felast fyrst og fremst í sterkri liðsheild og góðu liði eins og við höfum sýnt í sumar.“ Hvemig finnst þér að mæta fyrram lærisveinum þínum úr Breiðabliki, ertu ekki búin að kenna þeim öll trjxin? „Maður sem þjálfari getur ekki stopp- að á árinu 1996 og ég vona að við höfum lært eitthvað á þessum árum. En það sem veldur mér mestum áhyggjum eru meiðsli sem hafa sett strik í reikninginn og veikindi sem hafa haft áhrif á undir- búninginn,“ sagði Vanda. - ih Kristinn Björnsson spáir í leikina í næstsíðustu umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu: KR innsiglar titilinn Jafnir möguleikar Breiðablik og KR mætast í úrslita- leik bikarkeppni kvenna á sunnudag kl. 17.00. Þessi sömu lið mættust í úr- slitum bikarkeppninnar í fyrra og þá höfðu Blikamir betur og sigruðu 3-2. Breiðablik hefur sigrað í bikar- keppninni sl. þrjú ár, hverjar telur Sig- rún Óttarsdóttir, fyrirliði líkumar á að hampa bikarnum fjórða árið i röð? „Við eigum jafnmikla möguleika og KR að sigra i þessum leik. Við höfum verið að leika ágætlega í síðustu leikj- um og liðið er að smella vel saman. Við munum koma dýrvitlausar í þenn- an leik. Við höfum tapað tvisvar sinn- um fyrir þeim í sumar og ætlum okkur ekki aö tapa fyrir þeim í þriðja sinn. Okkar möguleikar felast í því að ná að halda einbeitingu í fuilar 90 mínútur, við þurfum að vera á tánum allan tím- ann. Ef vörnin er góð þá mun það skila sér í hagstæðum úrslitum. Ég er mjög bjartsýn fyrir þennan leik,“ sagði Sig- rún S. Óttarsdóttir, fyrirliði Breiða- bliks. Góð stemning hjá KR Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR, sagði að það væri góð stemning í KR - liðinu fyrir leikinn. „Við vorum að ræða um það um dag- inn að það væri eflaust öðruvísi að vinna bikarleik heldur en íslandsmeist- aratitilinn. Þetta er stærsti leikur sum- arsins og stundin lifir lengur, það eru allir staðráðnir í því að koma vel stemmdir til leiks.“ Það er ekki gaman að tapa leik sem þessum? „Nei, það er nú einu sinni þannig að eftir að leikurinn er búinn og þú kom- in inn í klefa þá ert þú hreinlega ekki til lengur. Það muna ekki margir hverj- ir tapa svona leik. Öll athyglin beinist að sigurvegurunum og við erum alveg til í að vera i sviðsljósinu. Við erum ákafar í að vinna þennan leik í fyrsta sinn og ég tala nú ekki um á þessum tímapunkti." Telur þú að þið eigið eftir aö koma betur stemmdai- í þennan leik heldur en í fyrra? „Já við byrjuðum að hugsa mikið fyrr um hann og mikið markvissara heldur en í fyrra. Það sem mér hefur fundist í þessum leikjum sem við höf- um tekið þátt í er að við höfum verið of spenntar, en viö ætlum að reyna að byggja á því sem við höfum verið að gera vel í sumar, vera afslappaðar og hafa gaman af þessu.“ Þið komið ekki til með að vanmeta Blikana miðað við úrslit deildarleikj- anna í sumar? „Nei það gefur augaleið að það ger- um við ekki, þær eru bikarmeistarar en ekki við. Við mættum af krafti í báða leikina gegn þeim í deildinni og það gerum við örugglega núna. Það er mikill karakter í KR-liðinu og það gefst ekki svo auðveldlega upp,“ sagði Hel- ena Ólafsdóttir. - ih Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiöabliks: „Það getur allt gerst“ „Maður fer ekki í leik eins og þennan með öðru hugarfari heldur en því að ætla sér að vinna hann. Þetta er stærsti leikur ársins og draumaleikur fyrir okkur að fá að mæta nýbök- uðum íslandsmeisturam. Mínir leikmenn vita það að KR er með mjög öflugt lið, enda íslands- meistarar síðustu þriggja ára, en það getur allt gerst, dagsformið á eftir að skipta miklu máli og við vonum að það verði okkur í hag,“ sagði Jör- undur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks. En hvað kemur ykkur til að trúa því að þið getið unnið KR í þessum leik frekar en þeim sem þið lékuð í deildinni? „Það er hópurinn sem segir til um það. Það er mjög góður andi í hópnum og stelpumar eru til- búnar að fóma öllu sínu í leikinn. Við vitum það að það hlýtur að vera mjög sárt að tapa svona leikjum. Það er eitthvað sem við viljum ekki upplifa og munum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir það. Við höfum séð það í sumar að við eigum fulla möguleika á að standa í þessu liði og ég hef mikla trú á mínum leik- mönnum í þessum leik og þær sýndu það og sönnuðu í fyrra að þrátt fyrir tvö töp í deildinni þá kemur það ekki í veg fyrir það að vinna sig- ur í bikarúrslitum. Við vonum að það sama verði upp á teningnum núna, því bikarinn á heima hér í Kópavoginum þar sem hann hefur verið undanfarin ár,“ sagði Jörundur Áki. - ih Það getur dregið til tíðinda í úrvalsdeild karla í knatt- spymu á morgun en þá verður leikin 17. og næstsíðasta um- ferð deildarinnar. KR-ingar geta tryggt sér langþráðan íslandsmeistaratit- il með því að vinna sigur á Vikingum á Laugardalsvelli sem geta þá fallið niður í 1. deildina ef úrslitin í öðrum leikjum verða þeim óhagstæð. DV fékk Kristin Björnsson, fyrrum þjálfara Vals, til að spá fyrir um leikina í úrvalsdeild- inni. Akranes-Breiðablik 1 „Það er meira í húfi fyrir Breiðablik heldur en fyrir ÍA en samt sem áður held ég að Skagamenn vinni. Þeir eru með betra lið og þeir vilja koma liðinu á gott ról fyrir bikarúrslitaleikinn gegn KR sem er á næsta leiti. Keflavík-ÍBV X „Ég held að þetta geti orðið ansi tvísýnn leikur. Eyjamenn munu örugglega reyna að knýja fram sigur ef þeir ætla að eiga eitthver tækifæri á að verja titilinn. Þeir eru með nógu sterkt lið til að vinna leikinn en einhvern veginn held ég að þeim takist það ekki.“ Leiftur-Grindavík 1 „Leiftursmenn vilja ná fjórða sætinu og eiga þannig möguleika á að hreppa Toto- sætið. Þeir unnu góðan sigur á Valsmönnum í siðustu umferð og ég held að þeir verði of sterkir fyrir Grindvíkinga sem má þó alls ekki vanmeta.“ Valur-Fram 1 „Ég ætla að spá Valsmönn- um sigri í þessum leik og ætla ekkert vera með neinar mála- lengingar í því.“ Víkingur-KR 2 „KR-ingar innsigla titilinn í þessum leik. Það er ekki nema einhver ægileg slembilukka Víkinga sem getur breytt því og að KR-ingar verði það vank- aðir að þeir gangi á hver ann- an. KR-ingar hafa sýnt það í sumar að það hafa svo margir verið að spila vel hjá þeim. KR er búið að vera með bestu og skemmtilegustu leikina í sum- ar og þeir verðskulda íslands- meistaratitilinn svo sannar- lega.“ Víkingur og Breiðablik niður Ert þú tilbúinn að spá því hvaða lið falla? „Ég spáði því alltaf fyrir mótið að það yrðu Víkingur og Breiðablik og ég ætla að halda mig við það. Ég tel Víkinga vera fallna nú þegar og spurn- ingin er sú hvort það verða Valur, Grindavik eða Breiða- blik sem fylgja þeim niður. Allir leikirnir á morgun hefjast klukkan 14 -GH Kristinn Björnsson, fyrrum þjálfari Vais, spáir því að Víkingur og Breiðabiik falli í 1. deild. KR-konur bregða h'ér á ’.... 1 ra ' leik með Rauða Ijóninu á æfingunni nú í vikunni en þar voru lagðar línurnar fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki sem fram fer á sunnudaginn. «2 Æ Giuseppe Bergomi, fyrrum fyrirliði Inter Milano, er á leið í bandarisku atvinnumannadeildina. Bergomi á eftir að gera upp hug sinn hvort hann mun leika með New York Metrostars eða New England Revolution en hann á vini í báöum liðum, Walter Zenga fyrriun markvörður Inter og ítalska landsliðsins, leikur með fyrrnefnda liðinu og Lothar Matthaus, fyrirliði þýska landsliösins, leikur með síðarnefnda liðinu. Tveir af sigursœlustu þjálfurunum i itölsku knattspyrnunni munu leiða sveitir sínar saman á sunnudaginn. Lið undir þeirra stjórn urðu italskir meistarar öil árin frá 1992-1998. AC Milan vann titilinn í fjögur skipti á fimm árum undir stjórn Fabio Capello og Marcelo Lippi stýrði liði Juventus til sigurs í þrjú skipti á fjórum árum. Nú eru þeir komnir til annarra félaga. Lippi er tekinn við Inter Milan sem hefur ekki unnið titilinn í 10 ár og Capello er kominn til Roma. Lippi og Capello léku 15 sinnum á móti hvor öðrum á sjöunda áratugnum. Lippi var vamarmaður hjá Sampdoria og Capello var sóknarmaður, fyrst hjá Juventus og síðan með AC Milan. Sem þjálfarar hafa þeir mæst 10 sinnum. Lippi hefur þar fagnað sigri fjórum sinnum, Capello þrisvar sinnum og þrisvar hefur orðið jafntefli. Guðni Bergsson kemur væntanlega inn í byrjunarlið Bolton sem mætir Charlton á laugardaginn. Guðni hefur smátt og smátt verið að ná sér eftir meiðsli sem hann varð fyrir í leik gegn Blackpool á undirbúningstímabilinu. Guðni kom inn í vöm Bolton í seinni hálfleiknum gegn Birmingham um síðustu helgi og líkur era á að hann haldi stöðu sinni. John Toshack, þjálfari Real Madrid, sagði í dag að franski landsliðsmað- urinn Nicolas Anelka færi hvergi við komu kappans til Madríd í gær. Anelka hefur verið óánægður hjá fé- laginu og haft var eftir honum að hann hefði gert mistök að fara til Real Madrid. Toshack sagði enn fremur að Anelka myndi virða sjö ára samning sem hann gerði viö Real Madrid. Javier Margas, landsliðsmaður Chile, er á nýjan leik kominn til West Ham. Ferill hans var í hættu vegna bakmeiðsla og sneri hann heim á miðju síðasta tímabili. Hann hefur náð sér að fullu og leikur líklega með West Ham gegn Watford á sunnudag- inn kemur. Endurkoma hans styrkir vöm Lúndúnaliðsins mikið. Nýliðarnir, Bradford, í efstu deild ensku knattspymunnar fengu Bruno Rodriguez til félagsins í gær. Gengið var í gær frá lánssamningi við franska liðiö Paris Saint Germain sem gildir út timabilið. Honum er ætlaö að skerpa á sóknarleik félags- ins. Ekkert verður af því að Ibrahim Ba gangi til liðs við enska liðið Middles- brough. Samningaviðræður voru langt komnar þegar Ba snerist hugur. Bryan Robson, knattspymustjóri Boro, sagðist virða þessa ákvörðun leikmannsins. Robson heldur áfram að lita í kringum sig eftir leikmönnum. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, er að gera sér vonir um að geta telft svissneska landsliðsmann- inum Stephane Henchoz fram i leiknum gegn Manchester United á laugardaginn. Henchoz, sem átt hefur við meiðsli að stríða, lék allan leik- inn með Sviss gegn H-Rússlandi i fyrrakvöld og voru það góðar fréttir að sögn Houlliers. -GH/JKS I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.