Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Préttír dv Heymarlaus kona hefur búið við einelti fyrrum sambýlismanns 1 sjö ár: Ofsött af dæmd- um nauðgara - lögregla aðhefst ekkert, segir Sigríður Ása Kristinsdóttir sem þorir ekki úr húsi Sigríður Ása Kristinsdóttir hefur búið við einelti fyrrum sambýlismanns í 7 ár. Hann hefur setið í fangelsi fyrir að nauðga henni en lét ekki segjast og heldur áfram með sífellda áreitni. DV-mynd S Sigríður Ása Sigurðardóttir, 34 ára og fjögurra bama móðir, hefur búið við einelti síðasöiðin sjö ár. Sigríður, sem er heymarlaus, óttast um líf sitt. Hún þorir ekki lengur út úr húsi og hefur að mestu einangr- að sig frá umheiminum. Maðurinn sem leggur Sigríði í einelti er fyrr- um sambýlismaður hennar og hefur hann á umræddu tímabili verið dæmdur til 15 mánaða fangavistar fyrir nauðgun á Sigríði. Sigríöur kaus að segja DV sögu sína í von um að lögregla og dómsvöld taki við sér en hún segir yfirvöld hafa bmgðist í málinu. Hún þráir að lifa eðlilegu lífi á ný en meðan ofbeldismaðurinn haldi áfram ofsóknum og hótímum sé það borin von. „Ég kynntist þessum manni á Vogi árið 1991. Þegar meðferð okkar beggja var lokið vomm við saman um skeið. Fljótlega fór að bera á of- beldishneigð í fari hans en ég neit- aði að horfast í augu við það enda var ég blind af ást. Hann tók fljótt að stjóma lífi mínu: betlaði af mér peninga, lagði á mig hendur og bannaði mér að umgangast fjöi- skyldu mína. Hann bannaði mér einnig að nota textasíma og hafa samband við aðra heymarlausa. Ég var undirgefin og það var eins og hann hefði heilaþvegið mig. Mig langaði að slíta sambandinu en brast lengi vel kjark. í lok árs 1991 lét ég verða af því,“ segir Sigríður um fyrstu kynni sín af umræddum manni. Eineltið hefst Eftir að sambandinu lauk hófust vandræði Sigríðar fyrir alvöra. Hún segir ofsóknimar hafa hafist þegar í stað. Hann hafi hringt í tíma og ótíma, sent hótunarbréf, skorið í dekkin á bílnum hennar auk þess að hóta fjölskyldu hennar, starfs- fólki Félags heymarlausra og fólki á Félagsmálastofiiun. Eineltið hefur nú staðið í sjö ár og segist Sigríður margoft hafa kært manninn fyrir lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert aðhafst í málinu. Þeir era með stafla af kæram frá síðustu árum. Mér var reyndar sagt aö hann hefði hlotið áminningu síðast- liðið sumar sem hefði átt að þýða að við næsta brot færi mál hans fyrir dóm. Fyrir aðeins þremur vikum kom hann hins vegar í fjölbýlishús- ið þar sem ég bý. Hann var drakk- inn og hótaði nágranna mínum öllu Forsetar sækja Akranes heim DV, Akranesi: Forsetar íslands og Eistlands, Ólafur Ragnar Grimsson og Lennart Meri, koma í opinbera heimsókn til Akraness miðviku- daginn 15. september. Heimsókn- in hefst í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum kl. 10.40 f.h. og munu forsetamir skoða íþrótta- mannvirkin. Um kl. 11.30 fara for- setamir í íþróttahúsiö við Vestur- götu þar sem Akumesingum gefst kostur á að hitta þá. í iþróttahús- inu verður knattspyrnukeppni sem forsetar og fylgdarlið munu fylgjast með. Einnig verður farið í skoðunarferð í HB og í Granda- skóla eftir hádegi. Heimsókninni lýkur svo í Byggðasafninu að Görðum laust fyrir kl. 15. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta íslands til Akraness. -DVÓ illu. Hann braut meðal annars póst- kassa í anddyrinu. Lögregla var kvödd á staðinn en það er eins og kerfiö sé lamað í málum sem þess- um. Ég fæ engin svör,“ segir Sigrið- ur. Afskiptaleysi lögreglu hefur kom- ið Sigríði í opna skjöldu, ekki síst í ljósi þess að maðurinn var dæmdur til 15 mánaða fangavistar árið 1992 fyrir líkamsárás og nauðgun gagn- vart henni. Hann afplánaði dóminn á Litla-Hrauni. Þegar fangavistinni lauk fór allt í sama horfið og einelt- iö hófst á ný. Kerfið lamað Fjölskylda Sigríöar hefur einnig mátt þola hótanir mannsins og hef- ur móðir hennar einu sinni lagt fram kæra á hendur honum. Hún „Mér var falið að reka mál Sigríð- ar Ásu síðastliðið vor. Eftir að hafa skoðað málið get ég ekki annað sagt en að rannsókn þess hjá lögreglu hefur dregist úr hófi fram. Umrædd- ur maður var formlega áminntur fyrir rúmu ári og hefur síðan margoft brotið af sér. Ef það tekur hins vegar marga mánuði að sanna að áminning hafi verið brotin missir réttarvörslu- kerfið marks og úrræðin sem lögin mæla fyrir um era þá vitagagns- laus,“ segir Jóhann Halldórsson, óttast hann og sama gildir um sam- félag heyrnarlausra. „Það era allir í samfélagi heyrnarlausra skíthrædd- ir við hann. Bæði vinir mínir og vandamenn era fyrir löngu orönir uppgefnir á þessu stöðuga einelti og vilja að eitthvaö sé gert í málun- um.“ í júlí 1996 skrifaði Sigríður dóms- málaráðherra bréf þar sem hún skýrði honum frá öllum málavöxt- um og óskaði eftir því að eitthvað yrði gert i málinu. Hún fékk svar um síðir þar sem henni var tjáð að málið væri á leið til sýslumcmns. Síðan þá hefur ekkert gerst og síð- astliðið vor fékk Sigríður sér lög- fræðing til að sækja mál sitt. Þann 10. maí siöastliðinn lagði lögfræð- ingurinn ffam formlega kæra fyrir hönd Sigríðar vegna ítrekaðra of- lögfræðingur Sigríðar Ásu Sigurð- ardóttur. Jóhann kveðst hafa ýtt stöðugt á að rannsókn málsins veröi hraðað en hingað til hafi ekkert gerst sem skipti máli. „Það er ekkert til í ís- lenskum lögum sem heitir nálgun- arbann þannig aö eina leiðin til að koma einhverju fram í málinu er að fá manninn sakfelldan fyrir brot á áminningu. Eins og þessu máli hefur verið háttað er ljóst að úrræðin era gagnslaus og veita viðkomandi sókna og hótunarbrota mannsins. Frá því kæran var lögð fram hefur ekkert gerst og Sigríður mátt þola enn frekari ofsóknir. „Ég hef flutt nokkrum sinnum og skipt um símanúmer í þeirri von að fá frið. Hcmn finnur mig hins vegar cilltaf.“ Sigríður heldur heimili ásamt tveimur bömum sínum. Hún hefúr tvisvar leitað í Kvennaathvarfið á umræddu tímabili eftir barsmíðar mannsins. „Ég óttast um líf mitt og hann hefur margsinnis verið með morðhótanir. Ég þori ekki lengur út fyrir hússins dyr og hef einangraö mig algjörlega. Hann hefúr einnig verið með hótanir gagnvart bömun- um mínum. Ég vil bara endur- heimta líf mitt,“ segir Sigríöur Ása Sigurðardóttir. borgara ekki þá réttarvemd sem þeim er ætlað," segir Jóhann Hall- dórsson lögfræðingur. Félag heymarlausra hefur stutt Sigríöi Ásu í umræddu máli. „Við fylgjumst grannt með málavöxtum og því miður höfum við haft kynni af þessum manni en hann hefúr hringt hingað og haft í hótímum við starfsfólk félagsins. Það er erfitt að horfa upp á þetta og við höfúm miklar áhyggjur af Sigríði Ásu,“ segir Hafdís Gísladóttir hjá Félagi heymarlausra. ísaldaúðinn: Pínleg staða - segir Einar Vilhjálmsson Heilsubótarúðinn, sem ísöldur hyggjast flytja inn, er enn í tolli. Lyfjaeftirlitið er að athuga sætu- efnið stevia, sem úðinn inniheld- ur, í ljósi nýrra upplýsinga sem borist hafa frá vísindanefnd Efnahagsbanda- lagsins. Úðinn, sem er frá sama framleiðanda og Waves, geng- ur ekki lengur undir því heiti heldur nefnist hann nú Nutreúði, að sögn Ein- ars Vilhjálmssonar. „Þetta er mjög pínleg staða,“ sagði Einar. Hann sagðist hafa fengið bréf frá Lyfjaeftirlitinu, þar sem það undirstrikaði var- kámi sina í málinu. Einar kvaðst vera að svara þvi bréfi nú, „í mínu bréfi segir að sætuefn- ið stevia muni ekki verða notað í okkar vörum í ffamtíðinni. Farið er ffarn á að þetta litla magn sem er nú í tolli fái innflutning eins og leyftn sem viö voram með studdu.". Einar kvaðst vonast til að sem fyrst yrði fundin lausn á þessu máli í bróöerni. -JSS Minjasafnið að Hnjóti: Auglýst eftir safnverði Egill Ólafsson safnvörður hef- ur vakið mikla athygli fyrir byggða- og flugminjasafn sitt að Hnjóti í Örlygshöfn. Búið er að taka safnið út af þjóðminja- ráði og veita heimild til þess að ráða safn- vörð að Hnjóti og hefur starfið verið auglýst. Egifl Ólafsson segir mjög að- kallandi að fá mann til þessa verks. Sjálfúr seg- ist hann vera orðinn 73 ára gam- all og vart hægt að ætlast til að hann verði við þetta endalaust. Hann segir að mikil vinna hafi farið fram við tölvuskráningu safnsins, en mikið starf sé samt eftir. -HKr. Eldur í bílskúr í Keflavík Rétt upp úr klukkan eitt í dag kviknaði í bílskúr á Suðurgötu 23 í Keflavík. Slökkvilið og lög- regla voru kölluð til og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Eigandi skúrsins gerði tilraun til að slökkva eldinn upp á eigin spýtur en hann er nú á sjúkrahúsi þar sem talið er að hann hafi fengið reykeitrun. í skúmum vora tveir gamlir bílar sem verið var að gera upp. Talið er að kviknað hafi í út frá tækjum sem notuð vora við að gera upp bílana en rannsókn lög- reglunnar í Keflavík stendur yfir. Ekki er ljóst hve mikið tjón varð af völdum eldsins en bíl- skúrinn og bílamir skemmdust talsvert. -HG Ölvaður öku- maður slasaðist Maður missti stjóm á bíl sin- um og fór út af veginum skammt fyrir ofan Stykkishólm í gær. Hann var fluttur til Reykjavíkur meö þyrlu vegna gruns um áverka á hálsi eftir slysið. Mað- urinn hafði gerst sekur um ölvun við akstur. Þá varð óhapp suður í Kol- beinsstaðahreppi um helgina. Maður sem vann að smala- mennsku datt og fótbraut sig. Bæði fótarbeinin neðan hnés fóra í sundur og var maðurinn fluttur til aðhlynningar. Lögfræöingur Sigríöar Ásu: Rannsóknin dreg- ist úr hófi fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.