Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Utlönd 9 DV Ljóstrað upp um fleiri njósnara á vegum Sovétmanna: Bresk lögga táldró konur fyrir KGB Fyrrverandi lögreglumaður í London, John Symonds, hefur við- urkennt að hafa verið njósnari fyrir sovésku leyniþjónustuna, KGB, á árunum 1972 til 1980, að þvi er sagði í breska blaðinu Sunday Times í gær. Symonds flúði frá Bretlandi 1969 vegna ásakana um spillingu og gekk þá í þjónustu Sovétríkjanna. Symonds var eins konar ástarer- indreki. Hann átti að táldraga kon- ur sem höfðu tengsl við bresk sendi- ráð, í þeim tilgangi að fá þær til að veita leynilegar upplýsingar. „Mér var kennt hvernig ég ætti að verða betri elskhugi," sagði Symonds í viðtali við BBC. Symonds kom aftur til Bretlands árið 1980. Hann var látinn afplána fangelsisdóm vegna spillingar og sat inni í tvö ár. Þá hélt hann aftur til útlanda. Melita Norwood. Fréttin um njósnir lögreglumannsins kom í kjölfar fregna um áratuga njósnir hennar. Símamynd Reuter Fréttin af njósnum Symonds kom degi eftir að ljóstrað var upp einn mikilvægasta njósnara Sovétmanna í Bretlandi. Á laugardaginn var upp- lýst að 87 ára gömul ekkja, Melita Norwood, hefði í 40 ár afhent Sovét- mönnum leynilegar upplýsingar. Norwood starfaði hjá rannsóknar- stofnun sem átti þátt í þróun breskra kjarnorkuvopna. Vegna upplýsinga hennar vissi sovéski leiðtoginn Jósef Stalín meira um rannsóknirnar en breskir ráðherrar. Norwood segist einskis iðrast. „Ég gerði þetta ekki til að græða peninga heldur til að nýtt þjóðfélagskerfi, sem gaf almenn- ingi mat og viðunandi lífskjör, menntun og heilsugæslu, yrði ekki borið ofurliði," sagði Norwood í yfír- lýsingu en gat þess jafnframt að eig- inmaður hennar hefði ekki verið hrifmn af gerðum hennar. Breska stjórnarandstaðan gagn- rýnir harðlega þá ákvörðun yfírvalda að ákæra ekki Norwood vegna aldurs hennar. Nokkur fórnarlamba sprengingarinnar í fjölbýlishúsi í Moskvu í síðustu viku voru jarðsett í gær. Rússneska öryggislögreglan hefur handtekið 15 menn vegna sprengingarinnar. Símamynd Reuter Verkamannaflokknum spáð ósigri: Jagland ætlar ekki að hætta Minnkandi fylgi Verkamanna- flokksins í Noregi hefur leitt til upp- reisnar gegn flokksformanninum, Thorbjörn Jagland. Samkvæmt fylgiskönnun, sem birt var í Aften- posten í gær, hlýtur Verkamanna- flokkurinn 29,9 prósent í sveitar- stjómarkosningunum í dag. Sam- kvæmt fylgiskönnunum undanfarna daga hefur fylgi flokksins verið 27 prósent. í forystu Verkamannaflokksins kreflast nú margir þess að fram fari umræði hver sé best faflinn til að leiða flokkinn inn í nýtt árþúsund. Sjálfur kvaðst Jagland ætla að halda áfram formennsku þó svo að flokk- ur hans fái undir 30 prósentum at- kvæða. Fyrir tveimur árum sagði stjórn Jaglands- af sér þar sem Verkamannaflokkurinn fékk aðeins 35 prósent atkvæða í þingkosning- um. Hörð umræða fer nú fram um forystuhæfileika Jaglands. Helmingur ný- fæddra barna í Afríku með al- næmisveiru Helmingur allra nýfæddra barna í Afríku er með alnæm- isveiruna. Peter Piot, sem stjórnar baráttu Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi, kveðst vera æfur vegna sinnuleysis þjóða heims. Hann bendir á að vesturveldin hafi ekki verið í neinum vandræðum með að bregðast við af krafti vegna Kosovodeilunnar. í sumum Afríkuríkjum hefur meðalaldur lækkað um 25 ár. Á Fílabeinsströndinni deyr einn kennara á dag af völdum alnæmis. „Hver á kenna bömunum?" spyr Piot. Hann segir ástandið verst í austur- og suðruhluta Afl'íku. Þar leiti margir karla til stórborga. Þeir eigi mök við fleiri en einn að- ila en greini ekki eiginkonum frá því að þeir hafi smitast. útsala! Alien 4 Armageddon Assignment Avengers Bean Beverly Hills Ninja Big Hit Blues Brothers 2000 Boogie Nights Boxer Breakdown City of Angels Conspiracy Theory Copland Criminal Intent Dance with me Deep Impact Desperate Measures Devil’s Advocate Devils own Djöflaeyjan Dr. Dolittle Eddie Edge Excess Baggage Face Fallen Father’s Day Fierce Creatures First wives club For Richer or Poorer Future sport Game Godzilla Gone fishin' Game Good Will Hunting Halloween H20 Hard Rain Hoodlum Hope Floats Hush I Know What You did Last Summer Jackie Brown Kiss the girls Kissing a fool Knock off Krippendorf's Tribe Lethal Weapon 4 Lost in Space Mad City Mafia Man in the Iron Mask Man who knew too little Marta meet Frank... Mercury Rising Midnignt in the Garden of... Mimic Mouse Hunt Mr. Magoo Mr. Nice Guy Negotiator Nigntwatcher Odd Couple 2 Out of sight Out to Sea Peacemaker Phantom Playing God Postman Primary colors Rainmaker Red corner Rounders Rush Hour Scream 2 Senseless Sixth Man Sliding Doors Small Soldiers Sphere Sporlaust Stikkfrf Switchback That old feeling Twilight U-Turn U.S. Marshals Vild Spor Volcano Wag the Dog Wild Things Wrongfully Accused X-Files The Movie Síðustu dagar útsölunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.