Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 11
MANUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 enmng» Mjúk hljómfegurð Ólafur Vignir Albertsson var eins og klettur við hlið Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar á ein- söngstónleikum hans. DV-mynd Hilmar Þór Jóhann Friðgeir Valdimarsson er einn þeirra Qölmörgu ungu íslensku söngvara sem nú stunda framhaldsnám úti í hinum stóra heimi, nánar tiltekið í Mílanó á Ítalíu. Á einsöngstónleikum sínum í íslensku óper- unni sl. fimmtudagskvöld hafði hann fengið Ólaf Vigni Albertsson píanóleikara til liðs við sig til að flytja efnisskrá sem samansett var af íslenskum og ítölskum sönglögum og ítölskum aríum. Af fjölbreyttri flóru íslenskra sönglaga völdu þeir nokkur vel þekkt og var greinilegt í þremur lögum Sigvalda Kaldalóns að Jó- hann hefur nýtt vel þann stutta tíma sem hann hefur stundað söngnámið. Ég lít í anda liðna tíð var flutt af hógværð og ágætu mús- íkölsku innsæi og hvergi ofgert, Ég gleymi því aldrei af meiri ákafa og þrótti og Leitin var dökk og dramatísk. Lindin eftir Eyþór Stefánsson við ljóð Huldu var angurvært í blæbrigðarikum flutningi þeirra Jóhanns og Ólafs Vignis og Vor hinsti dagur eftir Jón Ásgeirsson var sömuleiðis fallega flutt. Túlk- un hans á Hvert örstutt spor eftir Jón Nor- dal var þó heldur einsleit þar sem texti Hall- dórs Laxness gefur svo mikla möguleika á öðru, en Sprettur Sveinbjöms Sveinbjörns- sonar var kraftmikið og sungið af öryggi. Jóhann hefur mjúka og hljómfagra rödd og hefur tileinkað sér ágæta tækni þótt enn vanti töluvert upp á öryggi og kraft í hæðina sem kom svolítið niður á sumum laganna þar sem röddin var of klemmd á efri tónun- um. Allur textaframburður var þó til mikill- ar fyrirmyndar og komst hvert orð til skila. En hann var of bundinn textanum fyrir framan sig og virkaði svolítið stífur og ekki nógu öruggur sem gerir það að verkum að áheyrendur fyllast einnig óöryggiskennd, en það er ekkert sem meiri reynsla fær ekki lag- að. Þó að næstu tvö lög Stefanos Donaudys, 0 del mio amato ben og Vaghissima sembi- anza lituðust dálítið af þessu fyrrnefnda var þar margt mjög vel gert, Jóhann þekkir greinilega sín takmörk, sneið sér stakk eftir vexti og söng lögin músíkalskt og fallega. Eftb hlé komu fyrst þrjú lög eftir Frencesco Paolo Tosti, hið hugljúfa Ideale, þar sem mjúk röddin naut sín einkar vel, var flutt með töluverðum tilfinningahita, L’ultima canzona og La serenata voru að sama skapi fallega sungin þó maður hefði á tilfinningunni að það lærða ríkti yfir því sjálfsprottna og að hæfnin til þess að leika sér að lögunum og spila svolítið með áheyr- endur í leiðinni væri ekki alveg fullmótuð. Rúsínan í pylsuendanum voru svo tvær aríur úr Tosca eftir Puccini, Recondita armonia og E lucevan le stelle. Þar virtist Jó- Tónlist Arndís Björh Ásgeirsdóttir hann vera kominn á sinn heimavöll og söng af ágætu öryggi og næmi, þó að herslumun- inn vanti enn á að hann nái valdi yfir slík- um óperuperlum þannig að gæsahúðin ýfist upp og tárin spretti fram. Ólafur Vignir var sem klettur allan tímann og vann sinn hluta afbragðsvel, en það er ekki lítils virði fyrir þann sem er að stíga fyrstu sporin að hafa vanan mann sér við hlið. Óhætt er að segja að Jóhann Friðgeir hafi alla hurði til þess að ná langt í framtíðinni á þeirri braut sem hann hefur valið sér og verður spennandi að fá að fylgjast með fram- vindunni. Vitundin villtist á burt Kristín Bjarnadóttir - ræður yfir glæsilegu Ijóðmáli. Mynd úr safni DV. í fyrstu ljóðabók sinni, Því að þitt er landslagið, segir Kristín Bjarnadóttir sögu stúlkunnar Veru frá Tungu. Bókinni skiptir Kristín í fimm hluta og er sá fyrsti nafnlaus en hinb bera heit- in Flæðarmál, Ferðir, Vilfríðar- mál og Afturhvarf. í fyrsta hlutanum er ljóðmæl- andinn heill, talar í fyrstu per- sónu og segir: „Framtíðin dregur mig að sér og hvíslar: / Ég er á leið til baka, hvert ætlar þú?“ Hér talar Vera sem þráb bið í sálu sinni en „í skógivöxnu sumrinu" býr „undarlegt niðamyrkur" sem nær yfbhöndinni í öðrum hluta. Þar talar Vera um bernsku sína, drauma og þrár en í lok þess hluta kynnist hún sorginni. Þá er líkt og tilveran umbreytist og splundrist og sjálf Veru tekur á sig margar, ólíkar myndir. Hún klofnar í þrennt: Steinvöru sem „lifir bæði á sjó og á landi en á bágt með að halda sig við yfbborðið og því er hugsanlegt hún sökkvi", Mærþöll sem vill „ráða vængjunum sjálf, en fær þá hvergi brennda" og Vil- bíði sem „getur logað án þess að eyðast /.../ en líður best í lista- verkum" (8). Partur af þessari þríklofnu konu er síðan Þungbúinn sem kemur inn i líf Veru við sorgina og læðist að þegar minnst varb, sbr. lokalínur fyrsta hluta: „Steinninn í flæðar- málinu / glibar þungbúinn / glitrar blint / Hann er barnsins dána stjarna“(ll). En Þungbúinn er einnig tenging Veru við jörð- ina á meðan Steinvör táknar vatnið, Mær- þöll loftið og Vilfríður eldinn. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir í Veru búa sem sagt öll bumefnin fjögur og ná yfirhöndinni til skiptis. í þriðja hluta eru Mærþöll og Steinvör á ferðalagi á sjó sem túlka má sem tilvistarlega leit Veru að sjálfri sér, konu sem rambar á mörkum heil- brigðis og geðveiki. í lok þebrar ferðar stekkur þriðja konan úr enni stýrimannsins, líkt og Pallas Aþena úr höfði Seifs. Það er Vilfríður sem sett er í land og endar í höll þar sem „þinga hvítklæddir vindar“ (62) og þar sem hún kemur sér fyrb í málverki eft- ir Monet. En þótt henni líði best i hinum óskýru línum Monet er það samt hún sem er bjargvættur Veru sem kallar til hennar: „Kom til mín, Vilfríður vafurlogi / viljugust á landi hér. Vertu mér meiri mynd / vertu mér stoð í húsinu tímans" (63). í lokahlutanum ræða persónurnar fjórar saman og koma sér saman i eitt: í Veru sem þarf að endur- heimta alla þessa fjóra hluta til að verða heil. Og það er einmitt Vera sem á síðasta orðið í bókinni: „kem úr langdjúpu kafi /.../ hér er lygnan þagna- lipur“ (91). Því að þitt er landslagið túlka ég sem ferð konu inn í geðveiki og út úr henni aftur. Þetta er erfið ferð og tregafull en konan stendur sterkari eftb og reynsl- unni ríkari. Kristín Bjamadóttir fer ekki auðveldustu leiðina að efninu, nýtb sér þjóð- sögur, danskvæði, þulur, goðsögur og fleba i ljóð- máli sínu. Er skemmst frá því að segja að hún ræður fimavel við formið þótt byggingin vbki stundum heldur losaraleg. En kannski er einmitt ætlun höfundar að hafa bókina í heild impressjóníska, bæði hvað varðar form og stíl, eins og málverk eftb Monet. Kristín hefur gott vald á tungumálinu og dregur upp flottar og eftirminnilegar myndb en einum of hlaðnar á stundum. Má vera að það sé einmitt hið ofhlaðna myndmál sem kemur i veg fyrir að samúð lesandans kvikni. Tilfmn- ingin fyrir sársauka Veru þar sem hún er þræltýnd í leit að eigin sjálfl vill glatast í orðskrúðinu, að vísu afar fogru orðskrúði. Kristín Bjarnadóttir: Því að þitt er landslagið. Þættir Veru frá Tungu Uglur og ormar 1999 I PS ‘ ‘ ‘ Schifrin með Sinfóníunni Það telst til tíðinda hjá Sinfóníunni að hún hefur fengið hinn heimsfræga hljómsveitarstjóra | og kvikmyndatónskáld Lalo Schifrin til að stýra og leika ' einleik á tónleikum sínum | með kvikmyndatónlist 23. I” mars í vor. Þar verður flutt tónlist úr Star Wars, Á hverfanda hveli, Casablanca og Mission: Impossible, en Lalo er sjálfur höfundur þeirrar síðasttöldu. Lalo Schifrin fæddist 1932 í Argentínu og hef- ur samið tónlist við hátt á annað hundrað kvik- myndir, þeirra á meðal Tango eftir Carlos Saura sem sýnd var á nýliðinni kvikmyndahátíð, Beverly Hillbillies, The Eagle Has Landed og Starsky and Hutch. Hann hefur mörgum sinnum verið tilnefndur til óskarsverðlauna, og í ár hlaut hann Imagen Foundation verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmyndatónlistar um ævina. íslenskir sósíalistar og Sov- étríkin íí Jón Ólafsson heimspekingur vakti mikla at- I hygli fyrir pistla frá Rússlandi og Bandaríkjun- um bæði í blöðum og útvarpi meðan hann var við nám í þeim löndum. í haust er væntanleg bók eftir hann sem ber heitið Kæru félagar og Qallar um íslenska sós- íalista og Sovétríkin á árunum 1920-1960. Jón hefur þann ótví- ræða kost sem höfundur að svona bók að vera ótengdur efninu til- finningalega og allar líkur eru á að þetta verði merkilegt innlegg í samtímasagn- fræði. Er ekki að efa að margir muni kasta sér yfir hana. Mál og menning gefui- út. Meiri Steingrímur Or herbúðum Vöku-Helgafells berast þau tíð- indi að annað bindi endurminninga Steingríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra, sé væntanlegt í haust. Bókin sem kom í fyrra fjaU- aði mest um átök í einkalíf- inu en nú er komið að póli- tíkinni. Verður spennandi að fylgjast með viðbrögðum landans við frásögnum af stjórnmálasviðinu þar sem fjöldi þekkba íslendinga, lif- andi og látinna, stígur fram, meðal þeirra Vilmundur Gylfason, Ólafur Ragnar Grímsson og vitanlega Ólafur Jóhannesson. Enn sem fyrr er það Dagur B. Eggertsson sem ritar bókina en byggir hana á itarlegum viðtöl- um við Steingrím og miklu magni gagna sem hann hefur haldið til haga. Ævi Jóns Leifs í síðustu viku var í þessum dálki minnst á að Páll Valsson væri að vinna að ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Frá Máli og menningu er einnig að vænta ævisögu Jóns Leifs tónskálds eft- ir Carl Gunnar Áhlén, tónlistar- ritstjóra Svenska Dagblaðsins. Carl Gunnar er tónlistarfræðing- ur, helsti sérfræðingur Svía í tangótónlist og hefur skrifað bækur um það efni. Varla hefur hann þó laðast að Jóni Leifs vegna þess að tónlist hans minni á tangóinn. Carl Gunnar fer rækilega í mótunarár Jóns sem tónskálds og árin í Þýskalandi og segja þeb sem hafa þefað af textanum að hann sé auðugur | og skemmtilegur. Ef einhveijum finnst ergilegt að missa Jón „úr landi“ á þennan hátt ber að hafa í huga að erlendis eru til margar ævisögur um hvern frægan mann. Aldrei of margar! Haraldur Bessason segir frá Þeir sem þekkja Harald Bessason íslensku- / fræðing og fyrsta rektor Háskólans á Akureyri í vita að hann hefur gaman af að segja sögur og gerir það vel. í haust kemur út hjá Ormstungu sagnakver Haraldar þar sem hann segir frá merki- legum og einkennilegum mönnum sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni, ekki Isíst vestan hafs, en Harald- ur bjó lengi í Kanada. En hann byrjar (og endar) í Skagaflrði, á bernskuslóð- unum, og fyrsta sagan í bókinni mun vera lýsing á stjórnmálafundi sem hann sótti í frumbernsku skömmu áður en heimsstyrjöldin seinni skall á. Langminnugur maður og óljúgfróður, Haraldur. tmmmmmmgm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.