Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 17 Fréttir Frumstætt viðbúnaðarplan komi til Kötlugoss: Viðvörunarflautur voru aflagðar - en aka skal um þorpið með gjallarhorn ef gýs Séð til Víkur í Mýrdal, strandlengjan, þorpið og vegurinn vestur frá bænum. Katla gamla sefur í skýjahulunni í nokkurra kflómetra fjarlægð. DV-mynd JBP DV.Vík: „Það er til viðbúnaðarplan fyrir svæðið í dag sem á að fara að upp- færa í takt við tímann. Viðvörun- arflautur sem voru hér í Vík voru aflagðar fyrir nokkrum árum. Sam- kvæmt aðgerðaplaninu á að keyra um þorpið á lögreglubíl og bíl björg- unarsveitarinnar með gjallarhorn til að koma skilaboðum til fólks. Út- varpstilkynningar yrðu einnig not- aðar og síðan yrði hringt í fólk,“ sagði Sigurður Gunnarsson, sýslu- maður í Vík, í samtali við DV. Sigurður sagði að Vegagerðin myndi loka strax vegum sem hlaup- ið gæti farið yfir, það er Markar- fljótsaurum, Skógasandi, Sólheima- sandi og Mýrdalssandi, Björgunar- sveitarmenn tækju síðan við vöktun hjá lokununum og ef um langtíma- lokun yrði að ræða annaðist lögregl- im um það. Gert væri ráð fyrir að fá strax þyrlur á svæðið til að fljúga yfír sandana yrði fjallabaksleiðun- um báðum lokað og ef fólk væri í Þórsmörk yrði hún tæmd. „Síðan yrði það metið eftir ástandi hvar yrði rutt til viðbótar ef fram kæmi að umbrot væru í vest- anverðum Mýrdalsjökli yrði hugs- anlega ratt á Sólheimabæjum en í Alftaveri þarf að rýma tvo bæi og í Meðallandi þarf að ryðja austur að Langholti því Kúðafljótið stendur orðið mun hærra í farvegi sínum eftir að þrengt var að því með varn- argörðum,“ sagði Sigurður Gunn- arsson, sýslumaður í Vík í Mýrdal. -NH Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði Haustönn 1999 Innritun ferfram dagana 13.-17. september á skrifstofu Námsflokka Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 2. hæð, kl. 13-19. Upplýsingar í síma 565 1322 og 862 9575. Kennsla hefst skv. stundaskrá 20. september í Flensborgarskóla. Námsgjöld greiðast við innritun. Greiðslukortaþjónusta. Ath.l Ýmis stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms í Námsflokkum Hafnarfjarðar. Almennir flokkar Erlend tungumál (byrjenda- og framhaldsnámskeið og námskeið með áherslu á tal). Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Franska.ltalska. Spænska. íslenska (málfræði og stafsetning). Stærðfræði (talnareikningur, alm. brot, algebra, prósentureikn.). íslenska fyrir útlendinga (byrjenda- og framhaldsnámskeið). Verkgreinar. Tréútskurður. Fatasaumur. Bútasumur og „Flfs og fix“. Prjón. Eldsmíði. Leðurvinna. Hnífagerð. Tálgu-námskeið. Garðyrkja. Hönnun og skipulagning heimilisgarðsins. Skjólveggir og sólpallar. Skipulag innkeyrslunnar. Val og skipulagning trjá- og runnagróðurs. Fluguköst og fluguhnýtingar. Myndlist og listgreinar. Málun og teiknun. Myndlist fyrir börn og unglinga. Leirmótun. Postulínsmálun. Skrautritun. ftölsk matargerð og matarmenning Bonsai (ræktun og meðferð japanskra dvergtrjáa). Tai Chi Ch'uan (kínversk hreyfilist) Bókhald og rekstur (bókfærsla/rekstur og bókhald smáfyrirtækja). Námsaðstoð fyrir skólafólk 10. bekkur grunnskóla (danska, enska, íslenska og stærðfræði). Framhaldsskólanemendur (islenska, stærðfræði og erlend tungumál). Nám metið til eininga í samstarfi við Flensborgarskóla ítalska. Spænska. Tölvunám. Verknám. Stoðkennsla. Námskeið fyrir dagmæður Leitið upplýsinga. Menntun fyrir framtíðina! 28 milljónir til rannsókna á Mýrdalsjökli: Katla vöktuð DV.Vík: „Almannavamir báðu um tillögur um hvemig ætti að vakta Kötlu vegna aukinnar hættu á gosi. Orku- stofnun, Veðurstofan og Raunvís- indastofnun lögðu fram tillögur um hvernig ætti að standa að því. Þetta er pakki upp á um 28 milljónir króna. Meðal þess sem gert verður er að Orkustofnun mun vinna að uppsetningu á síritandi mælum við ámar í kringum jökulinn sem hlaup geta komið í; mælarnir láta vita af öllum breytingum á rennsli ánna. Þá verður aukin jarðskjálftavöktun á svæðinu. Síðan er hugmyndin að setja upp síritandi GPS-tæki í hlíð- um neðan við jökulinn; þau eiga að gefa mjög nákvæma staðsetningu og þau myndu nema ef fjallið færi að þenjast út,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson í samtali við DV. Ríkisstjómin hefur ákveðið að veita aukalega 28 milljónir króna til rannsókna á Kötlusvæðinu sem gætu aukið viðbúnað og varað fólk fyrr við mögulegum umbrotum í jöklinum. Þær stofnanir sem féð Magnús Tumi Guðmundsson. rennur til era Orkustofium, Veður- stofan, Raunvísindadeild Há- skólanns, Norræna eldfjallastöðin, Landhelgisgæslcin og Almannavam- ir ríkisins. Magnús Tumi sagði að eldstöðvar gætu þanist út um 1-2 metra í miðjunni undir gos vegna kvikusöfnunar og svona nákvæmur búnaður gæti hugsanlega veitt lengri viðvöran við gosi ef hann sýndi að Mýrdalsjökull væri farinn að þenjast út. Þá er ráðgert að fylgst verði betur með yfirborði jökulsins. „Eftir atburðina í sumar þegar þess- ir sigkatlar í jöklinum fóra að stækka mikið vegna þess að það hefur komið kvika upp i jarð- skorpuna grannt undir jöklinum gæti það gerst að það vatn færi að safnast fyrir undir jöklinum í ein- hverjum mæli sem gæti síðan or- sakað jökulhlaup, þó í rauninni óháð þvi hvort yrði gos eða ekki. Síðan ef færi að safnast fyrir vatn í einhverjum mæli áður en gýs gæti það þýtt að hlaupið yrði enn stærra en þó annars yrði. Til að fylgjast með yfirborðinu verða gerðar mæl- ingar með radar úr flugvélum til að mæla snið yfir katlana til að fylgj- ast með því hvort þeir era að dýpka eða rísa. Með því getum við fylgst með þeim með nákvæmum hætti,“ sagði Magnús Tumi. Sumt af því sem farið verður út í við Mýrdals- jökul er að sögn Magnúsar Tuma fjárfesting til framtíðar en annað era viðbrögð við því ástandi sem þar er, aukið eftirlit og vöktun. Hann sagði að þeir síritandi mælar sem setja á við ámar sem renna úr jcklinum séu mikilvægir. „Þeir gætu gefið viðvöran ef kæmi skyndilega hlaup eins og 1 sumar, þeir gætu geflð viðvörun sem skipti miklu máli. Við gætum hugsað okkur að kæmi hlaup niðm einhverja ána og tæki brú í kafalds- byl i vetm, þá er ekkert gefið að menn sjái það þó þeir komi keyr- andi,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson. -NH Miðb œ Hafnarfirði Teg: Shoox Litur: svart leðm Verð 5.990 Glæsilegrí skór — glsrsilegir fætnr Opið kl. 10-16 laugardaga HMglugginn Fjarðargötu 13-15 - sími 565 4275, 555 1890 -k.upUnSur , il ,ji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.