Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 45 Þorvaldur Þorsteinsson við eitt málverka sinna. Tvær sýning- ar Þorvalds Laugardaginn 4. september var sjónþing Þorvalds Þorsteinsson í Gerðubergi og um leið voru opn- aðar tvær sýningar með verkum eftir hann, önnur í Gerðubergi, hin í Galleríi Sævars Karls. Á myndlistarsýningunni í Gerðu- bergi má skoða úrval myndverka Þorvalds alveg frá árinu 1987. Sýningin stendur til 17. október og er opin kl. 9-21 mánudaga til fimmtudaga, frá 9-19 fóstudaga en frá 12-16 um helgar. Sýningin í Galleríi Sævars Karls við Banka- stræti, sem nefnist Heimsóknar- tími, er opin á verslunartíma til 24. september. Sýningar Þorvaldur hefur haldið á þriðja tug einkasýninga á íslandi, í Hollandi, Þýskalandi og Frakk- landi, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Myndlist hans hefur vekið athygli og aflað honum viðurkenningar en verk hans þykja í senn frumleg og aðgengileg, gamansöm og íhug- ul. Þorvaldur hefur einnig unnið að ritstörfum, hefur samið leikrit og þætti fyrir sjónvarp og útvarp, hátt í tug sviðsverka og skrifað nokkrar bækur, meðal annars Engil meðal áhorfenda og Ég heiti Blíðfinnur. í Kaffileikhúsinu er verið að sýna nýjasta leikrit hans, Ævintýrið um ástina. Gaukur á Stöng: Óskar kveður í kvöld eru síðustu forvöð að sjá saxófónsnill- inginn okkar, Óskar Guðjónsson, á sviði hér á landi, allavega um tíma, en hann er á leiðinni til London þar sem hann ætlar að reyna fyrir sér. Kemur hann fram á Gauki á Stöng ásamt félög- um en þessi sveit hans hefur slegið i gegn í sum- ar með acid-jazz-fönk-Stevie Wonder-prógramm, enda engin furða því auk Óskars eru snillingar í hverjum bás: Jóhann Ásmundsson á bassa, Þórir Baldursson á Hammond og Birgir Baldurs- son á trommur. Skemmtanir Óskar hefur í nokkur ár verið einn vinsælasti djassleikari okkar. Hann hefúr verið valinn blásturshljóðfæraleikari ársins þrjú ár í röð en hann var einnig valinn djassleikari ársins 1998. Á útskriftartónleikum sínum 1997 lék Óskar ein- ungis frumsamin lög sem hann hljóðritaði síðar undir upptökustjórn Skúla Sverrissonar. Þessi fyrsta plata Óskars hlaut nafnið FAR og hlaut góðar viðtökur. Á Gauknum annað kvöld fáum við for- smekkinn af nýju efni frá Quarashi & Súrefni. Litið hefur sést til beggja þessara hljómsveita undanfarið enda verið í æfinga-sumarbúðum í nágrenni Vatnaskógar. Óskar Guðjónsson leikur ásamt félögum sínum fönkaða tónlist á Gauknum í kvöld. Hæg breyti- leg eða austlæg átt í dag er útlit fyrir hæga breyti- lega eða austlæga átt. Úrkomulaust verður að mestu vestanlands en skúrir austanlands. Sólarlag í Reykjavík: 20.13 Sólarupprás á morgun: 06.37 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.50 Árdegisflóð á morgun: 07.12 Veðrið í dag Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifdx Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington úrkoma í grennd 4 skýjaö 3 skýjaó 3 1 skúr 5 skýjað 4 súld 5 skýjað 4 úrkoma í grennd 7 skýjaó 12 þokumóóa 15 skýjaó 16 hálfskýjað 8 14 skúr á síó. kls. 11 þoka á síó. kls. 6 heióskírt 24 skýjað 17 léttskýjaö 21 léttskýjaö 16 heiöskírt 12 léttskýjaö 12 þokumóöa 20 léttskýjaö 15 súld 7 lágþokublettir 12 léttskýjaö 17 heiöskírt 17 heiöskírt 21 heiöskírt 1 rigning 22 þokumóóa 25 þokumóóa 15 þokumóöa 20 léttskýjaó 17 þokumóöa 19 Litagleði og lífsfylling Síðari hluta þessa mánaðar hefj- ast ný námskeið hjá Mynd-Máli, myndlistaskóla Rúnu Gísladóttur listmálara. Hún hefur um fimmtán ára skeið haldiö myndlistarnám- skeið þar sem hún leiðbeinir áhuga- sömum frístundamálurum og þeim sem hyggjast leggja á myndlistar- brautina. Flest árin hefur aðaláherslan ver- ið á kennslu í málun og teiknun en nú er einnig boðið upp á myndvefn- að sem ekki hefur verið á stunda- skránni í nokkur ár. Námskeið Nemendur Rúnu eru á öllum aldri en kennsluskráin er byggð upp með fullorðna nemendur í huga. Sérstök námskeið eru fyrir byrjend- ur og önnur eru ætluð fólki sem hef- ur sótt sér kennslu áður. Einnig sækja þangað nemendur sem árum saman hafa unnið sjálfstætt en vant- ar stuðning og langar að kynnast öðrum sem áhuga hafa á myndlist- inni. Kennt er í hópum, sex til átta manns saman, og er sérstök áhersla lögð á að styðja við persónulega sköpun hvers og eins. Rúna Gísladóttir, sem lærði í málaradeild Myndlista- og handíða- skóla Islands, er einnig kennari að mennt. Kristófer Daði Litli drengurinn, sem fengið hefur nafhið Kristófer Daði og er meö systkinum sínum á mynd- inni, fæddist 9. ágúst síðastliðinn, Barn dagsins kl. 14.25. Við fæðingu var hann 3780 grömm að þyngd og 52 sentí- metra langur. Systkini hans heita Karen Ösp, tólf ára, og Ólafur Ein- ir, níu ára. Foreldrar systkinanna eru Ásdís Erla Ólafsdóttir og Kristján Guðnason. Ejölskyldan býr í Mosfellsbæ. dagslj^ Ewab McGregor leikur eitt aöal- hlutverkið, Jedi-vígamanninn Obi- Wan Kenobi. Stjörnustríð - fyrsti hluti Hér, eins og annars staðar, er nýja stjörnustríðskvikmyndin sýnd við miklar vinsældir. Þær þrjár stjörnustríðsmyndir sem þegar höfðu verið gerðar hafa all- ar unnið sér sess í kvikmyndasög- unni sem klassískar kvikmyndir. í nýju myndinni er farið aftur í tímann til upphafsins og við fylgj- umst með tveimur Jedi-vígamönn- um á ferð um alheiminn til bjarg- ar lýðveldi frá því að lenda í hringiðu þeirri sem stjórnað er af sam- ///////// Kvikmvndir '00' veldinu. Á einni plánetu, þar sem þeir leita viðgerðar á geimskipi sínu, rekast þeir á ungan dreng sem virðist búa yfir einstökum hæfi- leikum og í honum sjá þeir fram- tiðina. Sá heitir Anakin Skywal- ker og á svo eftir að koma mikið við sögu í næstu tveimur kvik- myndum í Stjömustríðsflokknum. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-Bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Pí Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbió: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubíó: Big Daddy Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 borða, 8 fyrirgangur, 9 kyrrð, 10 gramur, 12 not, 14 plöntur, 14 viðkvæm, 16 úrgangur, 18 fljótum, 19 tignasti, 20 geðvondir, 21 öslaði. Lóðrétt: 1 móða, 2 sting, 3 hreina, 4 atviki, 5 fjölleikahús, 6 álíta, 7 samt, 11 fiskum, 13 grænmetið, 15 stúlka, 17 hlóðir, 18 hæð. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 pláss, 6 vó, 8 rót, 9 kvöð, 10 Ómar, 11 orf, 13 falinn, 15 frí, 16 kast, 18 ríkan, 21 ál, 22 ásakaði. Lóðrétt: 1 próf, 2 lómar, 3 áta, 4 skrika, 5 svona, 6 vörn, 7 óð, 12 fitli, 14 líka, 15 frá, 17 sáð, 19 ís, 20 na. Gengið Almennt gengi LÍ10. 09. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Saia Tollqenqi Dollar 72,290 72,650 73,680 Pund 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra. franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg. franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 ít. líra 0,039690 0,03993 0,039790 Aust. sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.