Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 21 DV Sport Fimm KR-stúlkur saman komnar með bikarinn. Talið frá vinstri: Helena Ólafsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Olga Færseth, Guðlaug Jónsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Kristinn Jónsson, formaður KR, lét sig ekki vanta hjá stelpunum frekar en hjá strákunum daginn áður og hér óskar hann Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur til hamningju með bikarmeistaratitilinn. DV-myndir E.ÓI. Vanda Sigurgeirsdóttir skilaði tveimur bikurum f vesturbæinn á fyrsta ári sínu sem þjálfari KR-kvenna og hlaut að launum tolleringu lærikvenna sinna í leikslok. Hún vann einnig tvöfalt þegar hún stjórnaði Blikum síðast sumarið 1996. - KR-stúlkur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn eftir sigur á Breiðabliki Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR, lyftir hér öðrum bikarnum á einni viku en KR- konur fögnuðu bikarmeistaratitlinum í fyrsta sinn í sögu félagsins í gær þegar þær unnu Breiðablik, 3-1, í úrslitaleik. DV-mynd E.ÓI. 0-1 Kristrún Lilja Daöadóttir (46.) 1- 1 Helena Ólafsdóttir (65.) 2- 1 Guölaug Jónsdóttir (75.) 3- lGuðlaug Jónsdóttir (80.) Á laugardaginn voru það KR- karlamir sem voru í sviðsljósinu eftir að hafa tryggt sér íslandsmeistara- titilinn en í gær var komið að KR- konum. Þær luku glæsilegu keppnis- tímabili með stæl með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn þegar þær lögðu Breiðablik, 3-1, í skemmtilegum úrsbtaleik á Laugardalsvelli. Þar með tókst KR-ingum að hrista bikar- grýluna af sér en í þremur úrslita- leikjum áður en að þessum kom höfðu þær alltaf látið í minni pokann. BUkamir áttu hins vegar möguleika á að hampa sínum 8. bikarmeistaratitli og vinna bikarinn fjórða árið í röð. Hið unga og stórefnilega lið Breiðabliks náði að standa uppi í hárinu á meisturunum lengi vel. Blikamir vora miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og einungis góð markvarsla Sigríðar i marki KR kom í veg fyrir Blikamark. Síðari hálfleikurinn var ekki nema tæplega mínútu gamall þegar Kristrún Lilja Daðadóttir kom Breiðabliki yflr eftir góðan undirbúning Rakelar Ögmundsdóttur. Eftir markið gerðu Blikastúlkur þá skyssu að bakka aftar á völlinn og við það náðu KR-ingar undirtökunum í leiknum. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR, gerði breytingu á liði sínu á 60. mínútu. Skiptingin breytti miklu Hún setti Emblu Grétarsdóttur inn á og um leið breytti hún leikaðferð liðsins, fækkaði vamarmönnum um einn og bætti við leikmanni á miðjuna. Þessi skipting skilaði sér heldur betur því 5 mínútum síðar jafnaði Helena Ólafsdóttir metin. Hún fékk góða sendingu frá Guðrúnu Jónu og afgreiddi boltann í netið eins og henni er lagið. Eftir markið var pressunni létt af KR og það sem eftir lifði leiksins áttu Blikar í vök að verjast. Það kom í hlut Guðlaugar Jónsdóttur að innsigla sigur KR- liðsins. Hún kom sinu liði yfir á 75. mínútu eftir mikinn atgang i vítateig Blika og bætti við öðru 5 mínútum síðar af stuttu færi eftir sendingu Olgu Færseth. Frábært tímabil hjá KR Þar með settu KR-stúlkur punktinn fyrir aftan frábært tímabil. Þær töpuðu ekki leik í sumar og eru verðugir íslands- og bikarmeistarar. Guðlaug, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Sigríður markvörður vora bestar i annars jöfnu KR-liði. Blikastúlkur geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. Þær léku geysilega vel og af miklu öryggi fyrsta klukkutímann en eftir að KR jafnaði metin virtust þær missa trú á sjálfar sig. Rakel Ögmundsdóttir sýndi á köflum frábær tilþrif í liði Blika og var þeirra langbesti leikmaður og eins áttu Þóra Helgadóttir markvörður og Helga Ósk Hannesdóttir góðan leik. -GH Sagt eftir bikarúrslitaleikinn: Auðvitað sárt að missa bikarinn „Það er auðvitað sárt að missa bikar- inn. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálf- leiknum og í byrjun þess síðari en mjög illa síð- asta háiftim- ann. Við gerðum þá vitleysu að bakka allt of mikið eftir markið í stað þess að keyra á þær áfram. Ég hélt í stöð- unni 1-1 að við myndum skora en eftir að KR komst yfir var þetta orð- ið mjög erfitt. KR er með besta lið- Helga ósk Hannes- dóttir hjá Breiðabliki. ið, á því leikur enginn vafi. Fram- tíðin er björt hjá Breiðabliki. Það er fullt af ungum og efnilegum stelp- um að koma upp og við verð- um sterkar á naesta tima- bili,“ sagði Helga Ósk Hann- esdóttir, leikmaður Breiða- bliks. Gaman að skora Guðlaug Jónsdóttir hefur átt einstaklega gott tímabil með KR í sumar. Hún hefur lagt upp ófá mörk KR-liðsins undanfarið en í þessum leik var hún i hlutverki marka- skorarans. „Það mjög var gaman að skora þessi mörk og tryggja KR þennan skulda það að skora eftir að hafa misnotað gott færi í fyrri hálfleik. Við vorum alveg búnar að búa okk- ur undir erfiðan leik og það kom á daginn. Blikamir voru betri í fyrri hálfleik en við fórum ekki almenni- lega í gang fyrr en við jöfnuðum leikinn. Þetta er búið að vera einstakt sumar. Við erum með frábæran þjálfara og öll um- gjörðin eins hún ger- ist best. Ég get ekki séð ann- Guðlaug Jónsdóttir skoraði tvö fyrir KR. að en við mætum jafnsterkar til leiks á næsta tímabili,“ sagði Guð- langþráða bikar og mér fannst ég laug við DV eftir leikinn. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.