Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 27 * DV Sport r Sterkir saman Sveit Eyfirðinga UMSE b (Funi) sigraði á bikarmóti Norðurlands. Mikil barátta var um sigurinn og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu greininni. Sigursveitin fékk 1294,02 stig. ÍBA (Akureyringar) fékk 1267,12 stig, UMSS (Skagfirðingar) fengu 1235,00 stig, USH (Húnvetningar) fengu 1051,27 stig og UMSE a (Hringur) fékk 903,58 stig. Sveit ÍBA hefur verið nánast ósigrandi í sveita- keppninni og var sigurinn því kærkominn Eyfiröing- um. Stigahæstu einstaklingamir héldu keppninni áfram og stóð efst í fjórgangi unglinga Heiðrún Ó. Eymundsdóttir (UMSS) á Dreyra frá Saurbæ en hún sigraði einning í hindrunastökki í opnum flokki. í tölti unglinga sigraði Ragnhildur Haraldsdótth’ (ÍBA) á Gauta frá Akureyri. Úlfhildur Sigurðardóttir (ÍBA) sigraði í tölti og fjórgangi í opnum flokki á Skugga frá Tumabrekku. Baldvin A. Guðlaugsson (ÍBA) sigraði í frmmgangi og gæðinga- skeiði á Geysi frá Dalsmynni. Halldór G. Guðnason (USH) sigraði í fimi á Nökkva frá Gauksmýri og Tryggvi Björnsson (USH) sigraði í 150 metra skeiði á Von frá Steinnesi á 15,15 sek. -EJ Stígur Sæland og Vin- frá Stóra-Fijóti sigurvegarar í 350 metra stökki. DV-mynd E.J. --' ' " I Hestamolar Tvœr hryssur fengu hærri aðalein- kunn en 8,00 á siðsumarsýningu í Hedeland í Danmörku. Ágúst Sigurðs- son landsráðunautur var einn dóm- enda. Sex vetra hryssan Hekla frá Skammbeinsstöðum, undan Ásaþór frá Stóra-Hofi og Fifu frá Eyjarhólum, fékk 8,09 í aðaleinkunn og sjö vetra hryssan Silkisif frá Birkholm, undan Glað frá Ytra-Skörðugili og Mýslu frá S.I.C., fékk 8,13. Jónas Kristjánsson ritstjóri hefur tekið saman ýmsar töl- fræðilegar staðreynd- ir vegna útkomu bók- ar sinnar, Víkingar I, sem kemur út 1. nóv- ember. Þar sést að ættbókarárangur, 7,75 fyrir stóðhesta og 7,50 fyrir merar, náðist 720 sinnum á kynbótasýningum sumarsins á íslandi. Skipting eftir landshlutum er þessi: Suðurland 46%, Norðurland 22%, Austurland 12%, Vesturland 11% og Suðvesturland 10%. Rœktunarhross voru dæmd í Sviss 9. júlí og náðu þar tvær hryssur ættbók- arlágmarki, Kylja frá Auas-Sparsas og Mánadís frá Lindenhof. Kylja, undan Jarli frá Arnþórsholti og Margréti frá Kolkuósi, fékk 7,55 í aðaleinkunn. Mánadís, undan Tý frá Rappenhof og Skjöldu frá Reusstal, fékk 7,78 í aðal- einkunn. Reiknað er með annarri sýn- ingu í Sviss í október ef þátttaka fæst. í samantekt Jónasar Kristjánssonar ritstjóra um niðurstöður kynbóta- hrossadóma sumarsins vegna útkomu bókarinnar Vikingar I sést að Rangár- vallasýsla er að belgjast út sem hrossaræktarsvæði og á meirihlutann í hrossum sem ná ættbókarárangri á sýningum á Suðurlandi. Vesturland og Austurland eru að sækja í sig veðr- ið eftir langvinna lægð í hrossarækt. Skiptingin á Norðurlandi er sú aö Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur eru með 9% ættbókarfærðra hrossa, SkagaQörður er með sama hlutfall en hefur verið með 15% áður og Húna- vatnssýslur eru með 4%. -EJ - á fyrstu veðreiðunum af fernum á vegum Fáksmanna í ár í fyrrasumar héldu Fáksmenn nokkrar veðreiðar á Víðivöllum. Keppt var i skeiði og stökki. Nú hafa þeir gert samning við íslenskar getraunir um getraunaleik á Inter- netinu og sjónvarpsstöðina Sýn um sýningar á veðreiðunum í sjón- VEUTIÍ. í gær voru haldnar fyrstu veð- reiðamar af femum á þessu hausti. Mögulegt var að veðja á sex hesta í fjórum greinum: 150 og 250 metra skeiði og 350 og 800 metra stökki. Einungis var veðjaö á einn riðil í hverri grein og var tippað á sigur- vegara hverrar greinar. Stuðlar vom hlaupandi, hækkuðu og lækk- uðu eftir því á hvem var tippað. í 150 metra skeiði voru sex riðlar, hver með sex hestum, en einungis einn þessara riðla tengdist hinu sameiginlega veðhlaupi. í þann riðil voru valdir sex hestar með bestu tíma þeirra hrossa sem vom skráð til keppni. Hið sama gilti um 250 metra skeiö, 350 metra stökk og 800 metra stökk. í 150 metra skeiði í veðriðli sigr- uðu Hraði frá Sauðárkróki og Logi Laxdal og var stuðullinn á Hraða 2,44. Þeir sem settu 1000 krónur á Hraða fengu því 2440 krónur til baka. í 250 metra skeiði í veðriðli sigmðu Ósk frá Litla-Dal og Sigur- björn Bárðarson með stuðulinn 2,46, i 350 metra stökki sigmðu Vinur frá Stóra-Fljóti og Stígur Sæland með stuðulinn 1,60 og í 800 metra stökki sigmðu Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland með stuðulinn 2,66. Þeir sex hestar sem náðu bestum tíma í hverri grein komust í úrslit og voru verðlaun 50.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 25.000 kr. fyrir annað sæti og 15.000 krónur fyrir þriðja sætið. í úrslitum í 150 og 250 metra skeiði lágu einungis tveir hestar. Ölver frá Stokkseyri og Sigurður V. Matthíasson sigmðu á 15,30 sek. í 150 metra skeiði en Hraði frá Sauð- árkróki og Logi Laxdal fóm á 17,16 sek. í 250 metra skeiði sigmðu Katrín frá Kjamholtum og Magnús Benediktsson á 24,57 sek. en Óðinn frá Efsta-Dal og Logi Laxdal fóm á 24,93. Logi var með þrjá hesta af þeim fjómm sem mnnu skeiðið í úr- slitum. I 350 metra stökki sigraðu Vinur frá Stóra-Fljóti og Stígur Sæland á 24,77 sek., Sproti frá Árbakka og Aníta Aradóttir fóru á 26,10 sek. og Gáska frá Þorkelshóli og Kolbrún S. Indriðadóttir fóru á 26,11 sek. í 800 metra stökki sigraði Leiser frá Skálakoti og Sylvía Sigurbjörnsdótt- ir á 75,75 sek., Trausti frá Hvítár- holti og Sigurður St. Pálsson fóru á 76,99 sek. og Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland á 77,19 sek. -EJ Þrír efstu knaparnir í tölti í opnum flokki: Úlfhildur Siguröardóttir, Baldvin Ari Guðlaugsson og Stefán Friðgeirsson. DV-mynd Halldór I. Ásgeirsson JIU-JITSU sjálfsvörn • Jiu Jitsu kennir þér að verjast á öruggan hátt ýmsum árásum eins og kýlingum kyrkingum og úlnliðsgripum og að ná stjórn á andstæðingum með mismunandi lásum. Komdu eins og þú ert. • Jiu Jitsu byggist ekki á líkamlegum styrk heldur 100% tækni. • Jiu Jitsu styrkir þig líkamlega og andlega • Jiu Jitsu eykur sjálfstraust þitt. • Jiu Jitsu hefur verið kennt á íslandi síðan 1991. Yfirkennari sensei: Alan Campbell 8. dan, National Coach of England NÁMSKEIÐIN ERU HAFIN FRÍR PRIIFIITÍMI! KOMDU OB PRDFARU! ÍR Skógarseli 12, Reykjavík Sími 863 2801,863 2802 Mánudaga kl. 19:30 Fimmtudaga kl. 19:30 ÁRMANN Einholti 6, Reykjavík Sími 863 2801,863 2802 Þriðjudaga kl. 21:00 Fimmtudaga kl. 21:00 UMF. BISK. Reykholti, Biskupstungum Sími 486 8699 Mánudaga kl. 19:30 Fimmtudaga kl. 19:30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.