Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1999, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1999 Blcmd i Sport Hin 17 ára gamla Serena Williams sigraði á opna bandariska meistara- mótinu í tennis. Hún lagði sviss- nesku stúlk- una Martinu Hingis í úr- slitum, 6-3 og 7-6, en Hingis er efst á styrk- leikalistanum i dag. Willi- ams er fyrsta blökkukonan til að bera sigur úr býtum i einum af fjórum stærstu mótunum í tennis í 41 ár. Williams þykir mikið efni og verð- ur spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Þess má geta að systir hennar, Venus, sigraði í tvíliðaleik kvenna. Úrslitaleiknum i karlaflokki á milli Andre Agassi og Todd Martin var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Real Madrid varð einum manni færra í leiknum gegn Bilbao í spænsku knattspymunni í gærkvöld en náði engu að síður jafntefli, 2-2. Michel Salgado fékk rauða spjaldiö á 28. mínútu. MacManaman og Guti- errez skoruðu mörk Madrídar-liðs- ins. Barcelona sigraði Espanyol, 3-0, og er í efsta sætinu ásamt Rayo Val- lecano með 9 stig. Rivaldo gerði tvö af mörkum liðsins og Patrick Kluivert eitt. Rayo Vallecano sigraði Real Sociedad, 2-1. Deportivo og Real Ma- drid eru jöfn í 3.-4. sæti með 7 stig. Bandariski kylfingurinn Bob May sigraði í bresku masterskeppnin í golfi sem fram fór í Wobum á Englandi. May lék hringina tjóra á 269 höggum. Colin Montgomerie varö annar á 270 höggum og Svíinnn Christopher Hanell lenti í þriðja sæti á 272 höggum. ítalir uróu í gærkvöld Evr- ópumeistarar í blaki karla þegar þeir lögðu Rússa í úrslitaleik sem fram fór í Vínar- borg. Lokatölur urðu, 3-1. Hió árlega mót KA-manna f hand- bolta var haldið um helgina í sam- vinnu við Sjallann. KA-menn unnu mótið. Sex lið tóku þátt; KA, Þór, Stjaman, HK, Valur og Vikingur. Leikimir fóm þannig: KA-Þór ....................20-10 StjamaHK ................. 15-15 Valur-Víkingur .........12-13 KA-Stjarnan............... 17-15 Þór- Víkingur ........ 10-24 HK-Valur.................. 18-11 Þór-Valur ................ 10-15 KAv-HK ................... 14-11 Víkingur -Stjaman..........19-12 HK-Þór............;. 18-12 Vfkingur-KA . . . . ...... 9-20 Stjaman-Valur . . ..... 15-12 HK-Víkingur ............. 17-15 Þór-Stjarnan ............ 16-25 KA-Valur........... 17-20 -JKS/JJ Gústaf Bjarnason skorar eitt af sjö mörkum sínum úr hraðaupphlaupi gegn Makedóníumönnum í Kaplakrika i gærkvöld. Á innfelldu myndinni kemur Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari skilaboðum til sinna manna. DV-myndir Hilmar Þór 9 möik með út - ísland sigraði Makedóníu, 32-23, í fyrri leik þjóðanna í forkeppni EM í handbolta íslenska landsliðið í handknatt- leik vann öruggan sigur, 32-23, á frekctr slöku liði Makedóníu i leik um sæti i Evrópukeppni landsliða í Kaplakrika í gærkvöld. Níu mörk eru ágætt veganesti í erfiðan leik í Makedóníu en strákamir geta þó nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki náð stærri sigri því tækifærin til þess voru vissulega fyrir hendi. Byrjunin var kröftug íslenska liði byrjaöi vel og gerði fjögur fyrstu mörk leiksins. Makedóníumenn virtust taugaveikl- aðir og sendingar þeirra rötuðu hvað eftir annað í hendur íslenskra varnarmanna sem reyndar tókst ágætlega að trufla sóknarleik þeirra. Fyrsta mark þeirra kom þeg- ar um níu og hálf mínúta var liðin af leiknum. Þrátt fyrir mótlætið gáfust þeir þó ekki upp og náðu alltaf að narta í hælana á strákun- um okkar sem virtist ganga erfið- lega að hrista þá almennilega af sér. Minnstur varð munurinn tvö mörk en með góðum endaspretti tókst að auka muninn í átta mörk fyrir hlé. Sá munur hefði þó getað orðið stærri því í hálfleiknum voru mis- notuð tvö víti og tvö hraðupphlaup og slíkt má ekki henda í Makedón- íu. Makedóníumenn komu hins veg- ar mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu að koma í veg fyrir að munurinn ykist að ráöi, ef frá er talinn mjög góður kafli islenska liðsins þar sem þeir gerðu flmm mörk í röð á rúmum 4 mínútum, drifnir áfram af frábærum áhorfendum. Það er alveg ljóst að nýta þyrfti dauðafærin sem Leikmenn Makedóníu voru oft uppvísir að grófum brögðum og oftast var það maðurinn og treyjan sem var takmarkið frekar en boltinn. Hér er Ólafur Stefánsson að reyna að brjótast í gegnum vörn þeirra. misnotuð voru i leiknum í gær í Makedóníu næsta sunnudag. Við getum leikið betri vörn „Ef að við klikkum á jafnmörg- um dauðafærum í leiknum úti og við gerum í fyrri háifleik hér fer illa fyrir okkur. Við eigum hins vegar að geta spilað betri vöm en við gerðum og mér finnst það alltaf auð- veldasti hlutinn að leysa. Við kom- um þvi til með að kryfja þeirra sóknarleik til mergjar, verjast þeim og beita hraðupphlaupum,“ sagði Þorbjöm Jensson. Dagur Sigurðsson lék ekki með landsliðinu í gærkvöld. Þorbjöm Jensson sagði að ástandið á honum væri krítískt og óvíst væri hvort hann yrði til í slaginn í seinni leikn- um i Makedóníu. 100 manns frá Makedóníu mættu á leikinn og létu vel í sér heyra. Undir lokin, þegar einn þeirra manna vaæ rekinn út af fyrir að koma i veg fyrir að íslendingar næðu hraðupphlaupi, lét einn þeirra óánægju sína í ljós með því að gasta plastflösku inn á völlinn. Róbert Duranona var með frábæra skotnýtingu en hann skoraði 12 mörk úr 15 skotum. Fyrsta brottvísun leiksins kom þegar aðeins 2:30 mín. vora búnar af leiknum. Það var Makedóníumað- urinn Rade Stojanovic sem fékk hana en hann hafði fengið áminn- ingu nokkmm sekúndum áður. Makedóníumenn byrjuðu leikinn mjög illa og til marks um það sá þjálfari þeirra ástæðu til aö taka leikhlé þegar aðeins 10:49 mín. vora liðnar af leiknum. Þá var staða 6-1. -HI Yfir 100 Makedóníumenn fylgdu landsliði sínu til íslands á leikinn. Þeir urðu þyngri á brún eftir því sem á leikinn leið. DV-mynd Hilmar Þór Island (16) 32 Makedónía (8) 23 4-0, 6-1, 7-3, 8-6,12-7, (16-8), 17-10, 20-11, 21-15, 23-16, 28-17, 29-22, 32-23. Mörk íslands: Róbert Julian Dura- nona 12/4, Gústaf Bjamason 7, Aron Kristjánsson 4, Ólafur Stefánsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Róbert Sighvats- son 1, Sigurður Bjamason 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 10. Mörk Makedónlu: Kire Popovski 5, Kire Lazarov 5/2, Alexander Zarkov 4, Stevce Alusevski 4, Aleksander Jovic 4, Sergej Turcenko 1. Varin skot: Sandor Hodik 12/1. Brottvísanir: ísland 6 mín., Makedónía 10 mín. Áhorfendur: Um 2.400 Dómarar: Svein Oie og Björn Högs- nes frá Noregi. Mjög góðir. Maður leiksins: Róbert Julian Duranona, fslandi. Úrslit í öðrum leikjum - fyrri leikir: Georgía-Danmörk.............25-32 Austurríki-Spánn............22-28 Tyrkland-Rússland ..........24-29 ftalia-Noregur .............17-26 Portúgal-Júgóslavía.........30-28 Slóvenía-Ungverjaland ......32-29 Pólland-Þýskaland ..........16-26 Rúmenía-Frakkland...........15-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.