Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niðurstöður fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 50% 9/1'99 13/09 '99 I-------------------->-l 9/l'99 13/09 '99 I---------------->1 9/1'" 13/09 '99 (§ Kosningar 8/5 '99 © Samfylkingin i---------------->i 9/1'" 13/09 '99 5 SKODANSKÖNNUN DV i------------------------- 9/1'99 13/09 '99 Skoðanakönnun DV á fylgi stjórnmálaflokkanna: Samfylkingin hrapar niður fyrir Framsókn - Sjálfstæðisflokkur bætir mjög við sig fylgi Fylgið hrynur af Samfylkingunni frá því í alþingiskosningunum í vor meðan allir aðrir flokkar á þingi bæta við sig fylgi, Sjálfstæðisflokkur þó sýnu mest, fengi tæplega helming at- kvæða ef kosið yrði nú. Er svo komið að Framsóknarflokkurinn er með næstmesta fylgi stjórnmálaflokkanna. Stjórnarflokkarnir styrkja því stöðu sína rúmum fjórum mánuðum eftir al- þingiskosningarnar. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV um fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var í gærkvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: „Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Miðað við svör allra í könnuninni fengi Framsóknarflokkur 12,2% fylgi ef kosið yrði nú, Sjálfstæðisflokkur fengi 31,5% fylgi, Frjálslyndi flokkur- inn 3%, Samfylkingin 11% og Vinstri- hreyfíngin - grænt framhoð 6,3% fylgi. Húmanistar og Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn mælast með 0,2% fylgi hvor. Fylgi anarkista mælist ekki. Óákveðnir í þessari könnun voru 29,1% og 6,5% neituðu að svara eöa samtals 35,7%. Svarhlutfallið er svip- að og f skoðanakönnunum DV frá ára- mótum og fram undir kosningar. Sé einungis miðað við þá sem af- stöðu tóku í þessari skoðanakönnun DV sögðust 18,9% kjósa Framsóknar- flokkinn, 48,9% Sjálfstæðisflokkinn, 4,7% Fijálslynda flokkinn, 17,1% Sam- fylkinguna og 9,8% Vinstrihreyfing- una - grænt framboð. Aðrir fengju samtals 0,6% fylgi. Skipting þingsæta Skipting þingsæta samkvæmt at- kvæðafjölda í könnun DV er þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31 þing- mann kjörinn miðað við 26 í kosning- unum 8. maí. Framsókn fengi 12 menn kjörna eins og í kosningunum. Sam- kvæmt þessu fengju ríkisstjórnar- flokkarnir 43 þingmenn en ráða yfir 38 þingsætum í dag. Samfylkingin fengi 11 þingmenn samkvæmt könnun DV nú, tapaði sex mönnum frá kosningunum í maí. Samfylkingin mældist mest með 23 þingmenn í könnun DV í febrúar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 6 þingmenn eins og í kosningun- um. Loks fengi Frjálslyndi flokkurinn 3 þingmenn kjörna en hefur nú 2 menn á þingi. Karlar lyfta Framsókn Fylgi flokkanna var skoðað eftir kynjum. Ef einungis er litið á úrtak karlanna skiptist fylgi flokkanna þannig að Framsókn fengi 22%, Sjálf- stæðisflokkur 46,3%, Frjálslyndi flokkurinn 6,8%, Samfylkingin 15,6% og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð 9,3% fylgi. En sé hins vegar litið á konurnar skiptist fylgi flokkanna þannig að Framsókn fengi 15,5%, Sjálfstæðis- flokkur 51,9%, Frjálslyndi flokkurinn 2,2%, Samfylkingin 18,8%, Vinstri- hreyfingin - grænt framboð 10,5% en aðrir 1,1% fylgi. Búseta og kyn Ef horft er sérstaklega á kynja- og búsetuskiptingu innan stuðnings- mannahópa flokkanna kemur í ljós að 74% stuðningsmanna Framsóknar eru af landsbyggðinni. Meðal fylgismanna Framsóknar eru 62% karlar en 38% konur. Skipting eftir kynjum er jöfn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Hins vegar eru 55% stuðningsmanna VG af landsbyggðinni, 52% samfylkingar- manna en 38% sjálfstæðismanna. Karlar eru í miklum í meirihluta í stuðningsmannaliði Frjálslynda flokksins, 78%, en hlutfall höfuðborg- arbúa er þar hærra en landsbyggðar- manna, eða 56% á móti 44%. -hlh Skipan þingsæta ffgggj — samkvæmt atkvæðafjölda — \ Y„ 35 30 25 20 15 10 5 O Kosningar DV 13/09 '99 u 121 S2J. 31 © rín JÍ. irrr Samfylkingin n u Eiginkona Ragnars Sigurjónssonar: Hef ekkert heyrt „Ég hef ekkert heyrt frá Ragnari og vfl ekki ræða þetta frekar," sagði eig- inkona Ragnars Sigurjónssonar fram- kvæmdastjóra sem lét sig hverfa spor- laust fyrir nokkrum mánuðum af heimOi þeirra hjóna í Garðabæ. Ragn- ar hefur nú verið éftirlýstur af Inter- pol í 177 löndum og starfsmenn er- lendra samskipta hjá ríkislögreglu- stjóra telja sig vita upp á hár hvar Ragnar er niðurkominn. Samkvæmt heimOdum DV hafa þeir verið í síma- sambandi við hinn eftirlýsta og bíða nú viðbragða. Ragnar mun búa á bað- strandarhóteli í Taílandi og þarlend yfirvöld eiga næsta leik í málinu. Krafa um framsal, eins og sú sem sett hefur verið fram í eftirlýsingu Interpol, getur tekið marga mánuði. Kröfuna verður að leggja fyrir dóm- ara í Taílandi sem annað tveggja feOst á framsalskröfuna eða hafnar henni. Verði hún samþykkt verður Ragnar handtekinn og það síðan verkefni ís- lenskra yfirvalda að senda menn utan til að sækja hinn eftirlýsta, færa heim og láta hann svara til saka fyrir meint fjármálaafbrot fyrir íslenkum dóm- stólum. Ekki er ljóst af hverju Ragnar Sig- urjónsson hefur framfærslu sína ytra en, eins og einn rannsóknaraðilanna orðaði það: „Menn geta haft fram- færslu sína af ýnisu úti í hinum stóra heimi. Við verðum hins vegar ■ !> Ragnar Sigurjónsson. að fylgjast með því og reyna að gæta þess að Ragnar flytji sig ekki um set til einhvers lands sem er ekki aðOi að Interpol en þau lönd eru að vísu sára- fá.“ -EIR Valdimar að baki Gunnar Ingi Gunnarsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, seg- ist viö Dag hafa lagst gegn boð- aðri tiOögu í mið- stjórn flokksins um ijárstyrk til handa Valdimar Jóhannessyni, frambjóðanda í Reykjaneskjör- dæmi, vegna aðildar hans að „óhróðursbæklingnum“ svokallaða fyrir síðustu þingkosningar. Meira eftir Útlit er fyrir að rekstrarafgangur ríkissjóðs geti orðið nærri 7,5 mOlj- arðar króna í ár og er það 5 miflj- örðum meira en fjárlög gerðu ráð fyrir. Gísli S. Einarsson alþingis- maður segir við RÚV að þetta sé verðbólgugróði. Matur dýrari Matvöruverð hækkaði um 6% að meðaltali síðustu tólf mánuði, meira en samanlagt síðustu þrjú árin þar á undan, og meira en nokkru sinni síðan árið 1991. Dagur greindi frá. Þórhallur játar ÞórhaOúr Ölver Gunnlaugsson hefur játað að hafa banað Agnari W. Agnarssyni, samkvæmt frétt Stöðv- ar 2. Sterk sönnunargögn fyrir sekt hans hafa einnig fundist. Forseti í heimsókn Lennart Meri, forseti Eistlands, og kona hans, HeOe Meri, komu tO íslands í gær- kvöld en opinber heimsókn þeirra hófst í morgun á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragn- ar Grímsson, for- seti íslands, tók á móti þeim. Ekki drukkinn í frétt í DV í gær var sagt frá útafakstri manns á veginum fyrir ofan Stykkishólm. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu vegna hálsáverka sem hann hlaut við óhappið. í DV kom fram að ölv- un hefði verið orsök slyssins. Það er ekki rétt og leiðréttist hér með. AU- ir hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Þrír milljarðar farnir Samkvæmt yfirliti sem Lands- virkjun hefur sent Degi hafa rann- sóknir og undirbúningur að Fljóts- dalsvirkjun kostað þrjá miOjarða og 80 miOjónir króna frá árinu 1983. Fimm handteknir Lögreglan i Reykjavík fann um tíu grömm af hassi og 6-7 grömm á amfetamíni í þremur fikniefnamál- um sem upp komu í nótt. Samtals voru fimm einstaklingar handtekn- ir, en þeim var sleppt að loknum yf- irheyrslum. Þeir hafa aUir komið við sögu fikniefnamála áður. Landssíma boðið hús Borgaryfirvöld hafa boðið Lands- símanum hús Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut undir höfuð- stöðvar Símans. Alfreð Þorsteins- son, formaður stjómar veitustofn- ana, segir við Stöð 2 að þetta sé far- sæl lausn á þeim vanda sem borgar- yfirvöld standa frammi fyrir vegna úthlutunar lóöar í Laugardal. Út í hött Vegna fréttar DV á mánudag þar sem rætt var við Ómar Ragnarsson, fréttamann Sjón- varps, um gagn- rýni virkjunar- sinna á Aust- fjörðum á hend- ur honum viU hann koma eftir- farandi athuga- semd á framfæri: „Ég óska þess að það komi fram að orðin „mér fmnst þetta mál út í hött ..." sagði ég aldrei i samtali við DV né neitt annað sem skUja mátti á þennan veg og gera úr fyrirsögn." Bætir Ómar því við að fyrirsögn DV hafi því verið út í hött. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.