Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir Hassið sem fannst um borð í tyrkneska leiguskipinu og leiddi til enn frekari fundar á fíkniefnum í húsi í Breiðholtinu. DV-myndS gerði upptækan í sambandi við rannsókn fíkniefnamálsins var merktur kjötiðnaðarfyrirtækinu Rimax sem hefur aðsetur við Elds- höfða í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfaði einmitt einn hinna hand- teknu, Sverrir Þór Gunnarsson, þekktur í undirheimum Reykjavik- ur sem Sveddi tönn. Hvers manns hugljúfi „Sverrir var búinn að starfa hér í mánuð og var hvers manns hug- ljúfi. Mér dauðbrá þegar mér var sagt að búið væri að hneppa hann í gæsluvarðhald vegna þessa fíkni- efnamáls. Hann hefði fengið bílinn okkar lánaðan á föstudaginn vegna þess að hann var að flytja í nýja íbúð og ætlaði að nota bílinn til þess,“ sagði Hannes Ivarsson, fram- kvæmdastjóri Rimax, sem hafði reyndar gefið Sverri Þór frí á fostu- daginn vegna samkvæmis sem sá síðamefndi ætlaði að halda í nýju íbúðinni sinni. „Ég verð að viður- kenna að Sverrir barst töluvert á, var á fínum bíl og var að flytja í fina íbúð en þegar ég talaði við hann á fostudaginn var hann salla- rólegur. Ég hefði haldið að menn Ómar Smári Ármannsson, talsmað- ur iögreglunnar: - Yfirlýsing í lok vikunnar. væru búnir að naga sig upp að oln- boga ef þeir væru með eitthvað á samviskunni í líkingu við það sem maður heyrir núna. Sverrir starfaði hér við flesta hluti, frá skrifstofu- vinnu til útkeyrslu. Eigandi fyrir- tækisins réð hann hingað," sagði Hannes ívarsson í Rimax sem fékk sendibíl fyrirtækisins aftur þegar Sendibifreið kjötvinnslufyrirtækisins Rimax sem Sverrir Þór fékk lánaða til að flytja í nýinnréttaða íbúð sína við Sporðagrunn daginn sem hann var handtekinn. DV-mynd S Tyrkneska leiguskipið í Sundahöfn þar sem stóra fíkniefnamálið hófst í síðustu viku. DV-mynd S lögreglan hafði gengið úr skugga um að bifreiðin tengdist málinu ekki frekar. Vildi hafa fínt hjá sér Þó svo Sverrir Þór hafi fengið fyr- irtækisbilinn lánaðan til flutninga og frí í vinnunni vegna innflutn- ingspartís á fostudagskvöldið varð lítið um gleðskap í Sporðagrunni 4 þangað sem Sverrir hugðist flytja ásamt kærustu sinni sem reynar vildi ekki ræða málið við DV þegar haft var við hana samband: „Ég vil ekkert segja á meðan Sverrir Þór situr inni. Ég var ekki handtekin með honum og ég veit ekki hvenær við getum flutt,“ sagði kærastan sem var búin að skrá sig til heimil- is í Sporðagrunninu þegar líf henn- ar tók óvænta stefnu. Aðrir íbúar í húsinu að Sporðagrunni 4 báru nýj- um eiganda vel söguna þó þeir hefðu ekki náð því að kynnast hon- um vel því hann var nýbúinn að kaupa íbúðina: „Þessi strákur kom vel fyrir og var að endumýja alla íbúðina því hann sagðist vilja hafa fint hjá sér,“ sagði kona sem býr á fyrstu hæð í Sporðagrunni 4. Eldri maður á miðhæðinni tók undir með nágranna sínum og sagði sér hafa litist vel á Sverri Þór: „Hann var alltaf frískur og hress og lék við hvem sinn fingur." í risinu að Sporðagrunni 4 var Sverrir Þór svo að koma sér fyrir þegar hann var handtekinn í tengslum við fíkni- efnamálið um síðustu helgi. Fíkni- efnin fundust ekki þar heldur í húsi í Breiðholti. Uppljóstrari erlendis? Bifreiðamar sem lögreglan lagði hald á vegna rannsóknar málsins eru af BMW-gerð og átti Sverrir Þór sjálfur þá stærstu og dýmstu, BMW 750i AL. Annar BMW 750i A, sem er í vörslu lögreglunnar, er skráður á nafn móður manns sem var um- svifamikill í fikniefnasölu hér á landi fyrir nokkrum árum ... en varð svo stór að hann flutti úr landi og býr nú í Danmörku,“ eins og einn heimildarmanna DV orðaði það. Sá maður er til rannsóknar vegna gmns um að hann hafi sent þau 7 kíló af hassi sem fundust í tyrkneska leiguskipinu í Sundahöfn hingað til lands og varð kveikjan að málinu öllu. Móðirin segist hafa fest kaup á bifreiðinni erlendis með dóttur sinni þar sem bíllinn hafl verið beyglaður og græða mætti á viðskiptunum ef gert væri við hann hér heima. Þriðji BMW-inn, 735i, er í eigu manns í Vestmannaeyjum. „Mágur minn fékk bílinn til að selja hann í Reykjavík," sagði eiginkona bíleig- andans. Hún sagði máginn einn þeirra sem nú sætu í gæsluvarð- haldi en að flkniefnamálið væri þeim hjónum óviðkomandi. „Ég tel fullvíst að lögreglan hafi vitað af hassinu í tyrkneska leigu- skipinu því ella hefði hún aldrei gef- ið út yfirlýsingu þess efnis að áhöfn- in tengdist málinu ekkert. Lögregl- an gekk beint að gámnum þar sem hassið var og tíndi svo upp söku- dólgana. Reykvískir undirheimar titra vegna þessa og ómögulegt að segja til um hvað gerist í framhald- inu,“ sagði einn heimildarmanna DV og var ekki í vafa um að upp- ljóstrari erlendis hefði unnið með lögreglunni að þessu máli. Vinnu- brögðin og árangurinn sýndu að svo hlyti að hafa verið. -EIR/-GAR I I flLBÖÐSDAGAR J_____I____I I III I I I Grand Cherokee Limited 5,9 '98, ek. 21 þús. km. Ásett verð 4.790.000. Tilboðsverð 4.590.000. Plymouth Voyager 4x4 '93, ek.100 þús. km. Ásett verð 1.790.000. Tilboðsverð 1.590.000. Peugeot 405 station '95, ek. 62 þús. km. Ásett verð 990.000. Tilboðsverð 890.000. Plymouth Breeze (stratus) '98, ek. 8 þús. km. Ásett verð 1.990.000. Tilboosverð 1.890. Toyota Corolla Gli '94, ek. 85 þús. km. Ásett verð 890.000. Tilboðsverð 770.000. IMC Lancer '92, ek. 149 þús. km. sett verð 550.000. Tilboðsverð 390.000. Mazda 626 coupé '88, ek. 156 þús. km. Ásett verð 480.000. Tilboðsverð 390.000. VW Jetta '92, ek. 123 þús. km. Ásett verð 590.000. Tilboðsverð 470.000. NÝBÝLAVEG UR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.