Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 11
UV ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Íéenning „ Ljóðræn tilfinning Þess er nú minnst að 150 eru liðin frá því pólska tón- skáldið Frederick Chopin lést. Þótt hann hafi aðeins verið 39 ára þegar hann lést í París, 17. október árið 1849, skildi hann eftir sig ógrynni af píanótón- list. Hann hóf veg píanósins upp til hæstu hæða með verk- um sínum og er að margra mati ókrýndur konungur róm- antískrar píanótónlistar. Á tónleikum fyrstu Tí- brárraðarinnar í Salnum á sunnudagskvöld var það franski píanóleikarinn Desiré N’Kaoua sem lék efnisskrá helgaða verkum Chopins, bæði stórum og smáum. N’Ka- oua er íslendingum ekki að öllu ókunnur þvi hann hélt einleikstónleika í Digranes- kirkju fyrir um tveimur árum og í efnis- skránni kemur fram að hann hafi haldið fjölda tónleika víða um heim, hlotið hinar ýmsu viðurkenningar og verðlaun og sé virt- ur kennari og pianóleikari í sínu heimalandi. Fyrst á efnisskrá voru tvær noctúmur eða næturljóð ópus 27 nr. 1 og 2 þar sem fallegur syngjandi tónn N’Kaoua og óbrigðul tiifinn- ingin fyrir hinu ljóðræna naut sin vel í dreymandi og angurværum laglínunum. Það er auðvelt fyrir píanóleikara sem leika þessi yndisfógra verk að láta tilfinningarnar bera sig ofurliði og skjóta yfir markið en N’Kaoua sneiddi listilega fram hjá slíkum gryfjum og lék verkin einkar fallega án allrar væmni. Þar á eftir komu tvær Polonaisur ópus 26 nr. 1 og 2, en eins og nafnið bendir til er þetta í raun pólskur dans í þrískiptum takti og not- færði tónskáldið sér það sem vettvang fyrir Desiré N’Kaoua lék Chopin í Salnum. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir sínar dýpstu þjóðernislegu tilfinningar. Polonaisurnar voru í heild ágætlega leiknar af N’Kaoua með finlegum blæbrigðum, þó að stundum saknaði gagnrýnandi svolítið meiri festu, krafts og ákafa, sérlega í þeirri síðari. Það var líkt og þær væru einum of úthugsað- ar þannig að spontanitetið fékk kannski ekki notið sín til fulls. B-moll sónata Chopins ópus 35 fylgdi á eft- ir en hún er sú frægasta af þeim þremur sem hann samdi, ekki síst vegna þriðja kaflans sem er hinn undurfagri sorgarmars. Sónatan er í 0órum köflum og kallaði Schumann þá óþekktar- ormana hans Chopins þar sem þeir eru allir vandmeð- farnir og töluvert snúnir. Þessi dökka og dramatíska sónata býður upp á ýmsar til- finningasveiflur sem á köfl- um voru svolítið varfæmis- legar hjá N’Kaoua í fyrsta kaflanum og dálítið eins og klippt væri á flæðið með óvenjulegri tímatöku á ýms- um stöðum, svona eins og til að passa að allt færi nú ekki úr böndunum. En þessi kafli býður einmitt upp á að flytj- andinn sleppi sér svolítið sem N’Kaoua hefði mátt gera meira af. Sömu sögu er að segja um skertsóið þar sem snerpan og krafturinn hefðu einnig mátt vera meiri, þó að hinn ljóðræni miðkafli þáttarins hljómaði fagurlega í með- fórum hans. Sorgarmarsinn var hrifandi en miðkafli hans var þó einum of blátt áfram fyrir smekk gagnrýnanda. Hinn ótrúlegi lokakafli var svo leikinn af miklu öryggi og þokkalegum draugagusti. Eftir hlé komu allar ballöðurnar fiórar og voru þær hver annarri fegurri í meðförum píanóleikarans sem náði að móta karakter hverrar fyrir sig eins og sá sem valdið og reynsluna hefur með miklu músíkölsku inn- sæi og dúnmjúkum áslætti sem hvergi varð harður eða hvell. Náði sú upplifun hámarki í síðustu ballöðunni þar sem hömlulausum til- finningum var gefinn laus taumurinn svo að hrein unun var á að hlýða og var það prýðis- góður endir á skemmtilegum tónleikum. DV-mynd S Leynist líf í sálmum? Á sunnudaginn voru haldnir djasshátíðar- tónleikar í Hallgrímskirkju undir yfirskrift- inni Sálmar lífsins. Um var að ræða kirkju- lega tónlist og voru flytjendur hennar Gunn- ar Gunnarsson á orgel og Sigurður Flosason á saxófóna. Báðir eru þeir klassískt menntað- ir auk þess að vera djassleikarar og geta því nálgast efniviðinn úr báðum áttinn eða jafn- vel öllum áttum. í ljós kom að þeir félagar höfðu verið býsna fundvísir á hárfint jafn- vægi milli hins hefðbundna og óheföbundna, hins skrifaða og spunans. í meðfórum þeirra gengu ýmis gömul verk í endurnýjun lífdag- anna á mismunandi máta og nýrri verk fengu á sig foman blæ. Reyndar geyma verk Þorkels Sigurbjömssonar, Heyr himnasmið- ur og Til þín Drottinn, í sér þjóðlega stemn- ingu en ekki djassþáttinn sem þó auðveldlega smó í þau í þessum útsetningum. Elstu verk- in, Jesú Kristur lífsins ljómi og Um Kristí Djass Ingvi Þór Kormáksson greftran, voru full af dulardómum og forn- eskju ásamt hinu kristilega. Sá vondi ekki eins fjarlægur í þá daga. Vottaði fyrir flokki þursa í fyrra laginu. Byrjað var nokkuð bratt á Höfuð dreyra kvíða, þar sem lagið birtist seint og hljómarn- ir voru eins ómstríðir og frekast virtist unnt, en á öllu slaknaði í næsta lagi, Fögur er fold- in. Hljómsetningin á Heims um blús (sic) var eins og hún gerist venjulegust í blúskenndum standörðum, litlar sjöundir og níundir áber- andi og svo aðeins aukið við hljómana í org- elsólói. Ó Jesú bróðir besti var fima fallegt og trúlegt að hjá mörgum hafi tár glitrað á hvörmum við slíkan snilldarflutning. Frá upphafi til enda vora þessir tónleikar með eindæmum hrífandi. Sigurður er einhver besti djassleikari og djasshugsuður þessarar þjóðar og sýndi enn einu sinni hvers hann er megnugur. Hljómburður kirkjunnar er líka sérlega velviljaður hljóðfærum hans. Gunnar hefur áður orðið uppvís að sálmaútsetningum sem ekki era af venjulegasta tagi auk þess að vera ágætur djasspíanisti. Hér eftir verður vart hægt að láta sér koma til hugar djass á kirkjuorgel án þess að frábærlega smekk- vís flutningur hans komi upp í hugann. Bravó! Fyrirmyndar5tiwiZdi7cMr Cord Heineking bassaleikari og Agnar Már Magnússon við pí- anóið. DV-mynd Teitur Agnar Már Magnússon er 25 ára gamall, útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH fyrir nokkrum áram, og hefur nú lokið námi í Listaháskólanum í Amsterdam. Hann hélt tónleika á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur í Sölvasal Sólons íslanduss á fimmtudags- kvöld. Með honum léku tveir þýskir félagar hans sem hann kynntist úti í Hollandi, bassaleikarinn Cord Heineking og trommar- inn Jens Duppe. Það er skemmst frá því að segja, að þetta tríó heiUaði viðstadda frá byrjun með fág- uðum leik sínum. Efnisskráin var vel sam- sett og æfð, blanda af þeirra eigin tónsmíð- um, sem voru uppistaðan fyrripart tónleik- anna, og síðan þekktum djasslögum, stil- færðum að hætti tríósins. „Are You Nuts“ eftir Agnar var upphafsstef tónleikanna, í fimmskiptum takti, en þeir töldu oftar en ekki í taktinn með odda- tölum. „DNA“ og „Spring Song“ eftir Cord fylgdu í kjölfarið, hið seinna fal- leg „baUaða". Vals MjaU- hvítar, „Someday My Prince WiU Come“ fékk aukaslag inn í annan- hvem takt svo úr varð 7/4 taktur (4+3) og gekk svo eðlilega fyrir sig að það var eins og það hefði aldrei verið hugsað öðra- vísi, og „There Is No Great- er Love“ fluttu þeir í 5/4. Agnar hefur snaggaraleg- an áslátt, spinnur mikið í áttundum og er aldrei yfir- drifinn heldur spUar af fág- un og smekkvísi. Félagar hans vora mjög góðir, og mættu margir taka þá sér tfl fyrirmyndar hvað varðar samleik, en það lá við að maður fengi stundum þá tfl- fiuningu að Agnar væri að spara sig á píanóinu svo það heyrðist í trommunum. Frábærir og gefandi tón- leikar. í Tjarnarbíói var til- raimaeldhúsið með heitt á hlóðunum fimmtudags- og föstudagskvöld. Frábært andrúmsloft var seinna kvöldið, en þá var það „Spennuveld- ið“ sem hóf eldamennskuna af krafti, þeir Óli Bjöm Ólafsson, Hlynur Aðils Vilmundar- son, Böðvar Jakobsson, Smári Jósepsson og Djass Ársæll Másson Jóel Pálsson - svolítið einhæfur rafgrautur i mínum eyrum. Tenu Palmer og Gunnari Tynes tókst vel upp þegar þau voru óvænt dregin upp á svið í svonefndri spunaglímu. Kvöldið endaði með Helvítis Gítarsymfóní- unni. Fjórtán gítarleikarar tóku þátt í flutn- ingi hennar, en hún var i fjórum þáttum, hafði ágætan stíganda og snerist mikið í kringrun „grunntón" gítarsins, E. Það var skemmtileg stemming þetta kvöld, og má benda á að Tilraunaeldhúsið mun framreiða fleiri samkomur af þessu tagi í vetur. Grandavegur sýndur Svíum í tflefni af greininni í dag (bls. 7) um svið- ;/ setningu Engla alheims- | ins í Kaupmannahöfn má Iláta fréttast að Kjartan Ragnarsson leikstjóri er ■ um þessar mundir að setja upp Grandaveg 7, | leikgerð þeirra Sigríðar B Margrétar Guðmundsdótt- | ur af verðlaunaskáldsögu 1 Vigdísar Grímsdóttur, í Gautaborg í Svíþjóð. Leikritið var sýnt í | Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir leikárið g 1997-8. I IStúlknakór Reykjavíkur Telpna- og stúlknakorar Reykjavíkur hafa starfað undanfarin þrjú ár undir vemdar- I væng Kvennakórs Reykjavíkur og Margrétar J. Pálmadóttur. Stjórnendur auk Margrétar Ihafa verið Ástríður Haraldsdóttir og Jensína Waage. . í vetur verður einn kór starfræktur fyrir stúlkur á aldrinum 9-13 ára og fjöldi félaga Ium 45 talsins. Aðaláhersla er lögð á raddbeit- ingu, samsöng og tónfræði en einnig fá stúlk- umar tíma í afródansi og leiklist. Kórinn fær að koma fram á jólatónleikum með Vox Fem- inae og verður með Gospelsystrum í afró- sveiflu á vorönn. Stjómandi kórsins er Mar- grét J. Pálmadóttir. Kórinn er ekki alveg fuU- skipaður og er rúm fyrir nokkrar stúlkur í I viðbót. Minningartónleikar | Á fimmtudaginn kl. 20.30 verða haldnir H tónleikar í Fella- og Hólakirkju í tUefhi þess „i að þann 18. þessa mánaðar hefði Jóhann Pét- ur Sveinsson lögfræðingur, sem lést áriö I 1994, orðiö fertugur. AUur ágóði af tónleikun- | um rennur i minningarsjóð um Jóhann Pét- ur, sem stofnaður var við fráfaU hans og hef- | ur m.a. það markmið að styrkja fatlaða tU náms. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og meðal flytjenda eru Skagfirska söngsveitin í Reykjavík og sönghópurinn Veirurnar en með báðum þess- um hópum starfaði Jóhann öt- ullega um árabil. Þá koma fram fimm skagfirskir ein- söngvarar, Ásgeir Eiríksson / bassi, Margrét S. Stefánsdóttir sópran, Ólaf- | ur Sveinsson barítón, Óskar Pétursson tenór og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson barítón (á mynd). Forsala aðgöngumiða er í Pennan- um Hallarmúla. Á sjálfan afmælisdaginn, 18.september, verða tónleikamir endurteknfr í Miögarði í Skagafirði með þeirri breytingu að í stað Skagfirsku söngsveitarinnar syngja Álfta- gerðisbræður. Þeir tónleikar hefjast klukkan 21.00. Orgeltónleikar í Hallgríms- kirkju Norrænir orgeldagar verða haldnir í HaU- j grímskirkju í Reykjavík 16.-19. september. Þeir eru nokkurs konar þing norrænna j kirkjuorganista og eru haldnir í framhaldi af vel heppnuðum orgeldögum í Östersund í Sví- I þjóð fyrir tveimur áram. Haldnir verða fimm orgeltónleikar í HaU- grímskirkju í tengslum við mótið þar sem norrænni orgeltónlist verður gert hátt undir Íhöfði. Á fimmtudaginn verður mótið sett kl. 20 og við það tækifæri mun Hörður Áskels- son, organisti Hallgrímskirkju (á mynd), flytja tvö glæsileg norræn orgelverk eftir Kjell Mork Karlsen og Jón Nordal. Aðrir tónleikar | verða á hádegi fóstudags og þá um kvöldið, á Ihádegi laugardags og loks stórtónleikar að = kvöldi laugardags þar sem Hans-Ola Ericsson frá Piteá flytur Livre du Saint Sacrement I (Bókina um heilagt sakramenti) eftir Olivier I Messiaen, mikilfenglegt verk sem tekur um / tvo tíma í flutningi. Norrænir orgeldagar 1999 eru samstarfs- 1 verkefni Listvinafélags Hallgrímskirkju og / Félags íslenskra organleikara. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.