Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 13 Hvar er nefndin? í stjórnarsáttmála var flví lofa> a> skipu> yr>i nefnd til a> endursko>a fiskveÞistjórnunina. Hinn n$i sjávarútvegsrá>herra hefur hins vegar ekk- ert hreyft sig í málinu, segir Gu>m. G. fiórarinsson. Undanfartn misseri hefur verið mikil um- ræða í þjóðfélaginu um stjórn fiskveiða. Það sló nokkuð á umræðuna þegar forsætisráðherra lýsti því yflr að ríkis- stjómin mundi taka vel á móti öllum tillögum til breytinga og athuga þær. Almennt hygg ég að menn séu þeirrar skoðunar að Davíð sé maður sem standi við orð sín, hvar í flokki sem þeir standa. Því var það að margir sem telja fiskveiðistjórnun- ina þurfa gagngerra breytinga við, urðu ró- legri. Þessu fylgdu stjómarflokkamir eftir með því að lofa því i stjómarsátt- mála að skipuð yrði nefnd sem endurskoðaði málin. Stjórnar- myndun var lokið fyrir mailok en enn bólar ekkert á nefndinni. Það er reyndar alþekkt bragð í stjóm- málum að setja óþægilegt mál í nefnd. Eigi að síður bundu margir vonir við að hugur fylgdi máli. Forsætisráðherra talaði um að finna þjóðarsátt. Hinn nýi sjávar- útvegsráðherra hefur hins vegar ekkert hreyft sig í málinu. Við rit- uðum honum bréf nokkrir í áhugahópi um auðlindir í al- mannaþágu og óskuðum eftir við- ræðum en höfum ekki einu sinni fengið svar, í 3 mánuði. Þeir eru uppteknir þessir menn. Þetta finnst mér ekki vel lagt af stað hjá ungum ráð- herra. Það er auð- velt að afla sér and- stæðinga með þessu móti. Aðalatriðið er þó það að því var lofað að setja af stað vinnu til að takast á við málið og freista þess að ná sáttum. Eftir rúma þrjá mánuði hefur enn ekki tekist að skipa nefndina. Fjármunir út úr greininni Það hlýtur að veikja greinina þegar hún verður að axla greiðsl- ur upp á marga milljarða. Það skeður þegar núverandi eigendur hverfa út úr útgerð og selja kvóta sinn, réttinn til veiða. Utanríkis- ráðherra lét svo ummælt fyrir kosningar að fólki væri misboðið þegar útgerðamenn hætta og yfir- gefa greinina með gríðarlegar fjárhæðir. Fjár- hæðir sem koma fram við sölu á fiskveiðiréttind- um sem eru þjóð- areign sam- kvæmt lögum. Hann talaði um sérstaka skatt- lagningu á slíkan söluhagnað. Ekki hefur heyrst meira af því máli. Og við erum að tapa á tíma. Menn eru óðum að ná til sínum þessum gróða. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir ríkissjóð að ná þama til sín fjármunum en lækka í staðinn skattana á bensínið? Meginmálið er að í ljós kom fyrir kosningar að þjóðin er klofin i herðar niður i fiskveiðistjómunarmálinu. Stjórn- völd lofuðu að vinna að sáttum. Ekkert hefur enn verið gert. Með þessari grein er skorað á forsætis- ráðherra að hann ýti við sjávarút- vegsráðherra sínum og láti skipa nefndina þannig að vinna geti haf- ist. Davíð hefur ósjaldan gripið inn í gang mála og það er i raun hlutverk verkstjórans að gera það. Þeir eru reyndar til sem binda mestar vonir við að hæstiréttur dæmi á ný og knýi Alþingi til að breyta lögunum. Mér er tjáð að verið sé að undirbúa málsókn sem getur haft enn meiri afleiðingar en sú fyrri, þegar grípa varð til breyt- inga á lögimum. Sjálfum er mér raunar óskiljan- legt að stjómmálamenn skuli ekki sjá hvílík óhæfa er að þeir sem áttu veiðireynslu 3-4 á fýrir nær- fellt tveim áratugum skuli geta selt veiðiréttindi við ísland eins og þau væru þeirra eign og þegið fyr- ir hundruð milljarða. Guðm. G. Þórarinsson Kjallarinn Gu>m. G. fiórarinsson verkfrædngur „Meginmálið er að í gós kom fyr- ir kosningar að þjóðin er klofin í herðar niður í fiskveiðistjórnun- armálinu. Stjórnvöld lofuðu að vinna að sáttum. Ekkert hefur enn verið gert. Með þessari grein er skorað á forsætisráðherra að hann ýti við sjávarútvegsráð- herra sínum og láti skipa nefnd- ina þannig að vinna geti hafíst. “ Stéttarfélögin eru í sjálfheldu Þegar kjaraviðræður eru í gangi veifa stéttarfélögin gjaman töxt- um sínum og úthrópa atvinnurek- endur fyrir að borga ekki mann- sæmandi laun. En í þessu, eins og svo mörgu öðra era fleiri hliðar á málinu. Þegar vel er að gáð, lifir hverfandi minnihluti á lágmarks- launum. Þeirra hlutur er þeim mun skarðari. í flestum tilvikum segja taxtamir ekki neitt. Nýlegt dæmi era reykvískir lögreglu- menn. Þegar þeir skára upp herör gegn niðurskurði og meðfylgjandi launalækkun, upplýsti dómsmála- ráðherra að heildarlaun þessara manna væra um 240-250.000 krón- ur á mánuði. Hér er því ekki um neina smápeninga að ræða. Athyglisvert er þó að á svipuð- um tíma og lögreglumenn fara hamförum, birtir kjararannsókn- amefnd niðurstöður sínar um laun manna í landinu. Meðan karlastéttin, lögreglumenn, er með um 240.000 kr. á mánuði, nær að- eins tæp 2 % allra kvenna á vinnu- markaði þessari tölu. Meirihluti kvenna eða 70 % nær ekki hærra en í 90-100.000 krónur, þó að allt sé tínt saman, vaktaálag, yfirvinna og önnur hlunnindi. fireytt fólk vinnur ekki vel Nú á kannski ekki að amast við þessari staðreynd, karlmaðurinn hefur jú skyldum að gegna og er höfuð fjölskyld- unnar. Spyrja má þó, hvort maður sem vinn- ur þessa gífur- lega yfirvinnu sé yfir höfuð fær um að takast á við jafn erfitt starf og löggæsl- an er. Þreytt fólk missir frekar stjóm á sér og tekur hvatvísleg- ar ákvarðanir. Þegar þar við bætist að fréttir hafa borist af steranotkun lögreglumanna, má almenningur vera uggandi. Sama gildir auðvitað um lækna, hjúkr- unarfræðinga og fleiri stéttir. Hver þyrði að láta vansvefta lækni skera sig upp? Það má því með sanni segja, að þessi sérkennilega kjarabarátta hefur leitt íslenska launamenn í sjálf- heldu: Til að lifa af lágu taxtakaupi þarf að vinna gíf- urlega yfirvinnu. En þreyttur maður afkastar minna en úthvíldur maður. Afköstin á tíma era því minni og því finnst vinnu- veitandanum ekki ástæða til að borga hærri laun. Séríslensk stefna í kjaramálum Þegar stefna annars staðar í Evrópu hefur í áratugi verið sú að krefjast sem hæsts kaups fyrir sem stystan vinnutima, ganga ís- lenskir laimamenn með kröfu- spjöld og heimta fleiri yfirvinnu- tíma. Þeir jafnvel montast af því að vera yfirmáta vinnusamir. Þannig hafa mörg stór stéttarfé- lög lent í vítahring sem enginn virðist geta rofið. Því að opinber- lega getur jú enginn viðurkennt að hann afkasti ekki nógu miklu. Slíka skömm vill enginn taka á sig. Það má heldur ekki rjúfa sameiginlega þögn og láta þannig mótspilarann fá tromp upp í hendurnar. Alvarlegar aflei>ingar Afleiðingar þessarar kolvitlausu kjarastefnu era þó víðtækari. Mest bitnar hún á bömunum. Foreldrar eru sjaldan heima og þá oftast of þreyttir til að sinna öðru en frumþörfum barnanna. Það er því engin tilviljun að orða- forði íslenskra barna er fátæklegri nú en fyrir 20 árum. Sjónvarpið er aðalmiðill þeirra og þar læra þau kjarnyrta nútíma íslensku: „Fökk jú“, „sjitt“ og „damm“. Fleira þurfa þau ekki. Og ef þeim verður orðafátt, grípa þau bara til hnef- anna og kýla viðmælandann af krafti. Það virðist hverjum hugsandi manni augljóst, að ef ekki tekst að vinna bug á þessari víxlverkun lágra launa og gífurlegrar yfir- vinnu, verður ísland viðundur heims í fleiri en einni merkingu. Marjatta ísberg „Afleiðingar þessarar kolvitlausu kjarastefnu eru þó víðtækari. Mest bitnar hún á börnunum. For- eldrar eru sjaldan heima og þá oftast of þreyttir til að sinna öðru en frumþörfum barnanna. Það er því engin tilviljun að orðaforði ís- lenskra barna er fátæklegri nú en fyrir 20 árum.u Kjallarinn Marjatta ísberg fil. mag., kennari Með og á móti Hefur Ómar Ragnarsson fréttamaður farið offari í fréttum af náttúruvernd og virkjunarmálum? Austfir>ingar hafa kvarta> undan flví a> fréttir og fréttatengdir flættir Ómars Ragnarssonar fréttamanns um virkjunar- mál á Austurlandi gangi gegn hagsmun- um Austfir>inga. Umfjöllun Ómars Ifsi sko>unum hans sjálfs og sé áró>ur fyrir fleim. Sá áró>ur geti hugsanlega spilit fyrirætlunum um virkjanir nor>an Vatna- jökuls. Ver>i ekki af fleim og fyrirhuga>ri álverksmi>ju í Rey>arfir>i sé atvinna og bygg> á Austurlandi í hættu. Okkur ofbýður Þættir Ómars Ragnarssonar um há- lendið norðan Vatnajökuls undanfama marga mánuði hafa ekki verið neinir fréttaþættir, heldur einhvers konar dagskrárgerð. Það er hverjum manni ljóst sem horfir á þessa þætti að þessi dagskrárgerð, þess- ir þættir, miða að því að reyna að koma í veg fyrir virkjunarfram- kvæmdir norðan Vatnajökuls. Þeir hafa sýnt kosti þessa landsvæðis á ýmsan máta og hvað þar er að finna. Við það hef ég ekkert að at- huga. Hins vegar hefur Ómar ekki gef- ið því neinn gaum hvernig málið snertir íbúa landsins, einkupi Aust- firðinga, ef ekki verður aí þessum virkjunarframkvæmdum. Menn hafa sett spumingar við samklippur Ómars á ýmsu myndefni og ekki síður er erfitt að sjá samhengi í ferð hans vest- ur um haf til að bera saman Yellowsto- ne Park og svæðíð norðan Vatnajök- uls. Þetta er það sem ég hef að segja um málið og svar mitt er já viö spurn- ingunni. Ómar hefur fariö offari með eldhugann að vopni. Hann hefur geng- ið svo langt fram áð mönnum hefur of- boðið hér. Þess vegna rís fólk upp. Einar Rafn Haralds- son, formaöur sam- takanna Afl fyrir Austurland. Samúel Orn Er- lingsson, formaöur Félags frétta- Upplýsingar á framfæri Ómar Ragnarsson hefur ekki farið offari. Hann er frábær fréttamaður, einn besti fréttamaður landsins og það sem sjálfsagt situr i Austfirðingum er að hann hefur sýnt þjóðinni íslenska náttúru sem fæstir höfðu séð áður. Sú vitneskja sem hann og fleiri fréttamenn hafa gefið þjóðinni um íslenska nátt- úru hefur haft þau áhrif að sjónarmið hafa breyst. Ef spurt er i framhald- inu hvort fréttir megi ekki hafa slík áhrif þá verður svarið það sama: Fréttir snúast um það að birta upplýsingar. Ómar er einn þeirra sem hafa komið á framfæri upp- lýsingum sem ekki höfðu áður náð til fólks. í kjölfar upplýsinganna hefur orðið almenn viðhorfsbreyting sem virðist koma ýmsum í opna skjöldu og sumum jafnvel illa. Það vill bara svo til að tíminn líður og það á sér stað þró- un. Það hefur átt sér stað þróun í um- hverfismálum og almenn viðhorf til þeirra hafa breyst. Ómar hefur sinnt landsbyggð og nátttúru íslands alla sína starfstíð. Liklega hefur enginn fréttamaður fjallað jafnmikið og já- kvætt um þessi málefni og hann. Öllum hefur fallið vel I geð það sem hann hef- ur haft fram að færa þar til nú er það er farið að rekast á við hagsmuni hluta af landsbyggðinni. Það er nokkuð und- arlegt að Ómar skuli skyndilega vera orðinn sérútvalinn óvinur þessa til- tekna hluta landsbyggðarinnar fyrir það að segja sannleikann í máli sem íbúar á Austurlandi telja að komi sér illa fyrir þá. Ómar hefur sagt frá einni mestu viðhorfsbreytingu meðal þjóðar- innar sem orðið hefur á skömmum tíma, eða innan við tveimur áratugum, viðhorfinu til stórvirkjana og stóriðju. Fyrir það ætti hann að hljóta viður- kenningu, ekki skammir. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.