Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Flestar stúlkur dreymir einhvern tíma um að vera prinsessur; fá að klæðast dýrindis kjólum, bera kórónu og búa í kastala. í Norræna húsinu stendur nú yfir listsýning sem gengur einmitt út á það að leyfa stúlk- um að vera prinsessur í dagstund. Prinessudagar kallast sýning- in í Norræna húsinu og er hún verk rússnesku lista- mannanna Alexanders Reichstein og Veru Hlebnikovu. Ekki er um hefðbundna listsýningu að ræða heldur sýningu þar sem bömin sjálf era þátttakendur. Tilveran brá sér á Prinsessudaga snemma morguns í síðustu viku og hitti hóp bama frá leikskólanum Holtaborg sem var þangað kominn til að reyna sig við kastalalíf eins og það gerist í ævin- týrunum. Sýningarsalur Norræna hússins hefur tekið á sig ævintýralega mynd og þegar inn er komið blasir við silfraður ævintýrakastali, hund- ruð bleikra gervirósa prýða hallar- garðinn og skammt undan er svana- vatnið. Ógurlegur dreki stendur í einu hominu og aldintrén sem bera gullepli og rauð hjörtu. Rússneska þeman Irma Matsja- variani tók á móti hópnum og sendi piltana að vopnakistunni þar sem þeir skrýddust skikkjum og sverð- um. Stúlknahópurinn var leiddur í gegnum dimm göng sem liggja í meyjaskemmuna en þangað á karl- peningurinn alls ekkert erindi. Meyjaskemman er afar glæsileg og heill veggur þakinn prinsessukjól- um í öllum litum og stærðum. Stúlkumar eyddu góðri stund í að velja sér kjól við hæfi og þeman Irma aðstoðaði þær við að klæöast og velja sér höfuðskraut og gullskó í stíl. Þegar prinsessumar vom tilbún- ar spókuðu þær sig um í hallargarð- inum og virtust satt að segja ekki hafa mikinn áhuga á prinsunum sem æddu um salinn með herópum og sverð á lofti. Prinsessur teknar tali Prinsessumar frá Holtaborg vora á þönum í meyjaskemmunni enda margt að skoða. Þær fengust þó til að segja Tilveranni lítið eitt af hög- um sínum. Þær heita Dagný Dögg Þorsteinsdóttir, Katarína Sif Kjart- ansdóttir, Snædís Ómarsdóttir, Aníta Ýr Pétimsdóttir og Anna Mar- ín Kristinsdóttir. Þær voru fyrst inntar eftir því hvort þær ættu sér einhverja uppáhaldsprinsessu. Ekki stóð á svari og kom í ljós að Mjall- hvít, Öskubuska og Svanaprinsess- an fengu þrjú atkvæði en Díana prinsessa önnur þrjú. Þá velktust þær ekki í vafa um hvemig aivöra prinsessm væra. „Þær era alltaf fínar og passa vel að skemma ekki kjólinn sinn. Þær búa líka í kastala ein- hvers staðar úti í löndum,“ sagði Dagný Dögg. Kat- arína Sif sagðist alls ekki vildu vera alvöru prinsessa þótt það væri gaman að vera í flnum kjól. Aníta Yr Rússneska þernan Irma Matsjavariani aðstoðar Katarínu var þessu með sif og Anítu Ýr að velja sér skart. Aníta Yr og Anna Marín sögðust báðar halda mest upp á Díönu prinsessu. öllu ósammála. „Það er öragglega æðislegt að vera prinsessa en bara ekki í útlöndum. Þaö myndi ég ekki vilja. Ég yrði að byggja mér stóran kastala á íslandi, „ sagöi Anna Marín og ekki annað hægt en að taka undir þá skoðun henn- ar að húsakost- m hér á landi er ekki við hæfi svo finn- ar prinsessu. Prinsessumar sex gáfu ekki mik- v v. ■ • •- - - • - m VY-. , ■ - ■ ■;..■::■ ið fyr- ir kóngafólk nútímans. Þær kváð- ust stundum sjá myndir í dagblöðum af prinsum og prinsessum en efuðust stórlega um að það fólk væri ekta. „Prinsessur era bara til í sög- um,“ sögðu þær einum rómi. Nú var þeman Irma komin og tími til að afklæðast prinsessukjólunum því annar hópm bama var væntanleg- m í Norræna húsið. Þær eru hver annarri glæsilegri prinsessurnar Dagný Dögg Þorsteinsdóttir, Katarína Sif Kjartansdóttir, Snædís Ómarsdóttir, Aníta Ýr Pétursdóttir og Anna Marín Kristinsdóttir. DV-myndir Hilmar Þór Prinsarnir voru að vonum kátir enda búnir að berjast við drekann í góða stund. Þeir heita Ólafur Ingi Jóns- son, ívar Hannes Pétursson, Viðar Ari Jónsson, Róbert Orri Árnason og Sigurður Gunnar Magnússon. Hópminn frá Holtaborg hafði átt skemmtilegan morgun í ævintýra- legu umhverfi og stúlkmnar kvöddu Irmu glaðlega og þökkuðu henni fyrir góða þjónustu. Anna Marín, Aníta Ýr, Snædis, Katarína Sif og Dagný Dögg yfirgáfu Nor- ræna húsið reynslunni ríkari og munu sjálfsagt seint gleyma því hvemig það var að vera prinsessa, þótt ekki væri nema í dagstund. -aþ Prinsessudagamir í Norræna húsinu hafa notið mikilla vin- sælda frá því þeir hófust þann 4. september síðastliðinn. Þetta er í fjórða sinn sem rússnesku listamennirnir Vera Hlebnikova og Alexander Reichstein setja upp slíka sýn- ingu en þúsundir bama og ung- linga hafa sótt Prinsessudaga í Finnlandi. Auk þess að leyfa stúlkum að klæðast prinsessukjólum býðm Norræna húsið upp á tengda dagskrá allan tíméum. Á sunnu- dögum era sýndar ævintýra- myndir frá Norðmlöndum; í kastalanmn er listasmiðja þar sem bömin fá tækifæri til að teikna prinsá og prinsessm eða hvað sem hugmyndaflugið býð- m J)eim. Myndverk bamanna verða síðan til sýnis í Norræna húsinu þegar Prinsessudögum lýkm. Prinsessudagamir standa til 31. október og er öllum velkom- ið að taka þátt. Þótt sýningin sé helguð bömum era foreldrar, ömmur, afar, frænkur og frændm hvött til að koma með bömunum og taka þátt í upp- lifúninni. Um helgar er opið sérstaklega fyrir almenning frá kl. 12-16 og á miðvikudögum kl. 9-18. Aðra daga er tekið á móti hópum á aldrinum 4 til 12 ára; frá leikskólum og grannskól- um, sem panta fyrir fram. Snædís Ómarsdóttir í fal- legum bláum prinsessu- kjól. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.