Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 18
-* 26 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Sport unglinga KR-ingar fögnuðu sigri í bikarkeppni 3. flokks karla á Suðvesturlandi í ár en úrslita- leikurinn fór fram í Garðinum 4. september síðastliðinn. KR-ingar unnu nú þessa keppni í fyrsta sinn í sjö ár og þriðja skiptið frá upphafí en oftast hafa Framarar unnið bikarinn fyrir suðvestan í þessum aldursflokki eða alls sex sinnum frá 1986. KR-ingar unnu Skagamenn í úrslitaleikn- um, 3-0, en þetta var viss upphefð fyrir fyrir —strákana sem ekki komust í —úrslit ís- landsmóts flokksins í Umsjón Oskar 0. Jónsson ár. Vigfús Amar Jósepsson kom KR-ingum á sporið og Jón Skaptason bætti síðan tveimur mörkum við sínu hvorum megin við leikhléið. Fögnuðu saman á Rauða Ijóninu Þór Ólafsson er fyrirliöi 3. flokks liðs KR og * hann fannst sigurinn á Skagamönnum vera öruggur en KR-liðið hagaði undirbúningi liðs- ins eins og um hvem annan leik væri að ræða. „Menn fóm bara í leikinn eins og alla aðra með því hugafari að vinna hann,“ sagði Þór í viðtali við Unglingasíðu DV. Eftir leikinn fagnaði KR-liðið titilinum sam- an á Rauða ljóninu og fengu sér aflir bragðsgóðar pitsur en á Rauöa ljónið hefur verið hefð fyrir KR-inga að fara vinnist titlar hjá félaginu. Það hefur gengið ágætlega i sumar að mati Þórs en hann játti því þó að menn væm ekki nógu ánægðir með árangurinn og vildu gera bet- ur. KR-ingar komust ekki í úr- slit íslandsmótsins í ár en þeir vora með sterku FH-liði í riðli og aðeins eitt lið fór upp og það dugði ekki KR-lið- inu að vinna annan leikinn gegn FH-ingum sem fóra i úrslitin. Búinn að æfa í 12 ár hjá KR Þór er búinn að æfa fót- bolta í 12 ár með KR og segist hafa verið sendur af fóður sínum á knattspymunám- skeið þar sem hann vildi fá strákinn til að vera meira úti við og knattspyrnuiðkun var alveg tilvalin leið til þess. Þór var einnig í handbolta en af hverju varð fótboltinn fljótt ofan á? „Þetta er bara yndisleg íþrótt, félags- skapurinn er góður og alltaf gaman að vinna. Það er líka alltaf gaman í KR og í raun mikil- vægur partur af lífinu að fara á völlinn og sjá KR-liðið vinna. Það má segja að þeir sem era á annað borö í félaginu lifi fyrir klúbbinn." Aðspurður um bikarúrslitaleikinn við ÍA og gang hans sagði Þór að veðrið hefði haft mikil áhrif á hann. „Þetta var barátta við vindinn hjá báðum liðum en við komumst 2-0 yfir fyrir hlé og innsigluðum síðan sigurinn í seinni hálfleik. Það munaði mikið um góða framgöngu mark- varðar okkar, Jóhannesar Kristjánssonar, sem stóð sig alveg frábærlega. Hann varði oft skemmtilega og náði að halda hreinu í leiknum". Nú tekur við haustmót hjá Þór og félögum, þar sem halda á sigurgöngunni áfram en eftir það gengur Þór upp í annan flokk og hann gerir sér grein fyrir að þar en komin meiri al- vara í málin og æfingamar orðnar erfiöari en hann ætlar sér á fullum krafti inn á.ný mið og er bjartsýnn á framhaldið hjá KR. -ÓÓJ Hér til hliðar eru, frá vinstri: Vigfús Arnar Jósepsson, Þór Ólafsson, fyrirliði, og Jón Skaptason sem allir fögnuðu vel bikarsigri KR í 3. flokki karla. DV-mynd óskar Bikarmeistarar KA fra Akureyri í 3. flokki karla á Norðurlandi. KA vann í tíunda sinn á síðustu 13 árum. KA sneri við blaðinu DV, Akureyri: Erkiijendurnir Þór og KA mættust í úrslitum bikarkeppni Norðurlands á vegum KSÍ á Akureyrarvelli á dögunum Þór vann KA í öllum karlaflokkum í Akureyrarmótinu í ár og var reiknaö með að þessi leikur yrði engin undantekning. En það er alveg sama hvernig fyrri leikir hafi farið þegar þú ert kominn í bikarkeppnina og þar hafði kannski bikarhefð KA- manna mikið að segja en þeir unnu hér sinn 10. bikar á síðustu 13 áram. KA-menn náðu fljótlega forystu en Þórsarar jöfnuðu strax á eftir. KA-menn bættu svo við öðra marki í byrjun seinni hálfleiks og náðu að innsigla sigurinn þegar um tíu mínútur vora eftir. KA-menn vora að vonum ánægðir eftir leikinn, að hafa unnið Þórsara, 3-1. Það var svo Egill Daði Angantýsson, fyrirliði KA-manna, sem tók við bikamum fyrir hönd KA. Mörk KA gerðu þeir Sigurður Skúli Eyjólfsson, Atli Sigþórsson og Andrés Vilhjálmsson en mark Þórsara var sjálfsmark. -JJ > W m. JL\ V isáifc' 1 Wt.. 111 . ..%* . /1 1» 1 é k 1 \ÍÆi . i 1 - —n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.