Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 33 Myndasögur Veiðivon Hilmar Hansson með laxa úr Svartá en heldur rólegt hefur verið í veiðiskapnum þar í sumar og engir bændadagar verða í ánni þetta árið. DV-mynd FG Lax- og skotveiðin: Engar græjur lengur Umsjón Gunnar Bender Til leggja áherslu á mál sitt fór hann með hóp veiðimanna út úr einu veiðihúsi landsins fyrir skömmu og sýndi þeim þetta svart á hvítu. Þetta var kannski ekki alveg að marka, klukkan var þrjú að nóttu og maður- inn kannski ekki alveg edrú. Sem betur fer voru fáir á ferli í sveitinni, en einhverjum þótti hljóðin sem heyrðust um sveitina einkennileg og hreyfingarnar líka. Laxá á Refasveit „Þetta gekk vel hjá okkur félögun- um en við veiddum flmm laxa í Laxá og sá stærsti var 20 pund. Við fengum alla fiskana á maðk,“ sagði Bjöm K. Rúnarsson en hann var að koma úr Laxá með Ríkarði Gústafssyni og það lágu fhnm vænir laxar. „Veðurfarið var ekki gott, þriggja stiga hiti og áin lituð. Við fengum fjóra fyrir hádegi en einn eftir það. Stærsti laxinn var 20 pund en við fengum einn 11 punda, tvo 13 punda og einn 14 punda, meðalþyngdin var mjög góð hjá okkur,“ sagði Bjöm enn fremur. Laxá á Refasveit er komin í rétt 100 + laxa og vænu laxarnir hafa aðeins verið að gefa sig í henni síðustu daga. Þeir eru víst nokkrir vænir þar. Veiðieyrað Síðustu veiðidagar hafa verið held- ur kuldalegir og veiðin lítil, en einn og einn fiskur hefur veiðst. Við frétt- um af veiðimönnum sem fóru vestur og veiddu í mesta kuldanum fyrir helgi, þegar snjóaði og rokið var sem rosalegast. En þrátt fyrh' það veiddist vænn lax og hann var nýgenginn, en það þurfti kraftaverk að nenna að standa við veiðiskapinn. Það var frost ’ og rok, sem ekki bætti það upp. Það vantar ekki að veiðiheimurinn er skemmtilegur stundum. Einn og einn veiðimaður kemur alltaf með fróðlegt innlegg í hann. Veiða og sleppa hefur mikið verið rætt meðal veiðimanna í sumar og var það ekki sumarið þar áður líka. Og hugmyndin er alveg ný af nálinni og fjarska athyglisverð og róttæk. Hún gengur út á það að hætta að taka stöng og byssu með sér í veiðitúrinn. Svo einkennilega sem það kann nú að hljóma við fyrstu sýn. Veiðimaðurinn þykir nokkuð róttækur í sínum gerð- um og aðgerðum, en hann veiðir bæði á stöng og byssu. En hann vill hætta þeim veiðiskap og þá um leið væri hægt að leggja niður veiðibúðimar allar með tölu. Og menn þurfa varla að kaupa veiðileyfi lengur. Hann viil nota talfærin og hendur til að leika at- burðinn. Sendlar óskast á afgreiöslu blaðsins á aldrinum 13-15 ára. Vinnutími kl. 13-18. Mjög hentugur vinnutími með skólanum. Upplýsingar í síma 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.