Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 1
¦ Hakkari ræðstá Ku Klux Klan Bls. 22 ¦¦J t Tölvuleikja- sýning í London heimsótt Bls. 20-21 Styttist í úrskurð í Microsoft- réttar- höldunum Bls.18 PlayStation Tölva í kubbaleik ÍÚlJíií Tölvusérfræðing- ar við Brandeis- háskóla segjast hafa stigið skref í áttina að því að búa til vélmenni sem geta á eigin spýtur þróast og orðið betri með því að gera við og breyta eigin vélbúnaði. Þeir eruþó ekkibúnir að þróa eitthvað í líkingja, við „Hal", tölvuna hryllilega? úr myndinni 2001, heldur er hérna á ferðinni hugbúnaður sem getur hannað brýr og byggingar án nokkurrar hjálpar frá mannin- um. Hugbúnaðurinn notast við Legó-kubba og finnur með því að prófa sem fiestar samsetningar kubbanna hver sér besta leiðin til að byggja ákveðnar byggingar. Tasmaníutígurinn endurvakinn? Visindamenn í Ástralíu segjast geta notað klón- un til að endur- vekja tasmaniu- tígurinn, en hann hefur verið út- dauður i tugi ára. Það er 133 ára gamall tígur sem varðveittur hefur verið i alkóhóli sem á að veita genin sem eiga að geta end- urvakið dýrið. Þeim á síðan að koma fyrir í einhverjum af nán- ustu ættingjum tígursins úr dýra- ríkinu til að vekja öldunginn upp frá dauðum. Ekki eru allir sáttir við þessar fyrirætlanir, sér- staklega vegna þess að þær eru gríðarlega kostnaðarsamar. Gagnrýnendur telja gáfulegra að veita pening- ana til verndunar þeirra dýra sem enn eru ékki fullkomlega út- dauð í stað þess að leika sér með löngu útdauð dýr. JaiJsl/ Sony kynnti hina nýju PlayStation 2 tölvu sína fyrir blaðamönnum í fyrsta sinn í Tokyo í gær. Jafnframt tilkynnti fyrirtækið að tölvan kæmi á markaðinn í Japan í mars á næsta ári en myndi síðan koma til Bandaríkjanna og Evrópu haustið 2000. Hægt verður að spila alla gömlu PlayStation-leikina á nýju tölvunni, auk þess sem hún verður einnig DVD-spilari. Áætlað verð á henni verður 368 dollarar á Bandaríkjamarkaði, eða um 27.000 íslenskar krónur. Þeir sem voru viðstaddir frumsýninguna létu vel af útliti gripsins, sem þykir mjög nýtískulegt og flott. Forsvarsmenn fyrirtækisins voru glaðbeittir við frumsýninguna og tilkynntu að þeir ætluðu sér að selja milljón tölvur í Japan fyrstu vikuna eftir að PlayStation 2 kemur á markaðinn. Gríðarlega hörð sam- keppni er því væntanleg á næstu mánuðum á leikjatölvumarkaðnum, þar sem ný tölva frá Sega, Dreamcast, kom á Bandaríkjamark- að fyrir skömmu og hefur fengið geysilega góðar viðtökur. Sala á henni í Bandaríkjunum hefur t.d. verið tvöfóld á við það sem Sega- menn bjuggust við og verður gaman" að sjá hverjar viðtökur verða við henni þegar hún kemur á markað í Evrópu um miðjan næsta mánuð. Að auki áætlar Nintendo-fyrirtækið að setja nýja leikjatölvu á markað- inn á næsta ári, þannig að hræring- ar eru miklar á þessum ört vaxandi markaði. ! ÞEIR ERU KDMNIR í L tfMM Einn aíbesti Raltý leikurinn! Þú getur valið um Sígildir og sivinsæiir tölvuleikir. Luigi sem gerðu aiit vitlaust \ akstursskii>Tði, umhverfi. veður Hver man ekki eftir: Parachute. sínum tíma. loksins fáanlegir og styrk. Heimet. Chef. Vermin oa Donkev nvirri og endurbættri útgáfu Ert þú til t RALLY? Kong? GAME BOY COLOR. UlfWMiT.rJ* MIKrÐ ÚRUAL LEIKJA FYRIR ALLA ALDURSHDPA Nu eru þeir Dræour Mano og Luigi sem gerðu ailt vitlaust á sinum tíma. loksins fáaniegir í nvirri og endurbættri útgáfu á GAME BOY COLOR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.