Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 4
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 Vöxtur tölvuleikjabransans hefur veriö ótrúlega mikill undanfarin ár og er allt útlit fyrir að hann muni halda áfram nœstu ár meö sífellt full- komnari og áhugaveröari tœkni. Veltan er orðin gríöarlega mikil í þessum iðnaði og farin að slaga hátt í veltu kvikmyndaiðnaðarins enda eru tölvuleikir mjög áhugaverð afþreying bœði fyrir unga og aldna. í síðustu viku var haldin í London hin árlega ECTS-sýning þar sem flestir af helstu framleiðendum tölvuleikja, auk annarra fyrirtœkja sem tengjast tölvuleikjum á einhvern hátt, komu saman til að sýna vörur sínar og sjá annarra. Þetta er stœrsta tölvuleikjasýning sem haldin er utan Bandaríkjanna og auðvitað var DV-Heimur á staðnum til að reyna að átta sig á því helsta sem er að gerast í bransanum um þessar mundir og sjá forsmekkinn af því sem koma skal á nœstunni. Margt áhugavert bar fyrir augu og vœri vonlaust að gera því öllu skil en hér á síðunum er að finna það sem vakti hvað mestan áhuga heimsmanns DV. Leikjatölvurnar áberandi á ECTS: Spennandi tímar fram undan - gríðarlegur íjöldi áhugaverðra leikja væntanlegur Soul Calibur fyrir Dreamcast-leikjatölvuna lítur geysilega vel út og gefur góð fyrirheit fyrir hina glænýju leikjatölvu frá Sega. Dreamcast athyglisverð Þó svo Sega-fyrirtækið hafi ekki Fótboltaleikurinn ISS Pro Evolution var valinn besti leikur ECTS. Hér tekur fulltrúi Konami við verðlaununum fyrir leikinn. Það úir og grúir af fólki og sýningarbásum af ýmsu tagi á sýningargólfi ECTS. Mikil samkeppni er um athygli gestanna og er hávaðinn frá sýningarbásunum mjög yfirþyrmandi á köflum. DV-myndir KJA Flott hjá Sony PlayStation er langvinsælasta leikjatölvan í Evrópu og hefur hún miklu hærri markaðshlutdeild á þeim markaði en í Bandaríkjunum. Markaðssérfræðingarnir í Sony voru enda með gríöarlega stóran og vel heppnaðan bás á sýningunni sem vakti mikla athygli meðal gesta. Fjöl- margir PlayStation-leikir voru sýnd- ir sýningargestum og þeir sem gerðu hvað mesta lukku voru Gran Turis- mo II, Final Fantasy VIII, Resident Evil III og Dino Crisis. Það var PlayStation-leikur sem var valinn besti leikur ECTS-sýningar- innar allrar, en það var leikurinn ISS Evolution, sem er fótboltaleikur frá Konami-fyrirtækinu. Konami er ann- ars þekkt fyrir að dæla út skemmti- legum leikjum fyrir PlayStation og er skemmst að minnast hins frábæra Metal Gear Solid. Sony er strax byrjað að hita upp fyrir útkomu PlayStation 2-tölvunn- ar og það var svo sannarlega gert í Sony-básnum, þar sem stöðugt voru sýndar myndir af því sem næsta kynslóð PlayStation-tölvunnar á að geta afrekað. Sú sýning vakti mikla athygli gestanna enda líta kynning- armyndböndin geysilega vel út og verður gaman að sjá hvort tölvan verður í rauninni fær um að keyra leiki sem eru jafn flottir og Sony vill vera láta. Pokémon og Donkey Kong Nintendo var með talsvert stóran bás á sýningunni og sýndi þar fjölda nýrra leikja fyrir Nintendo 64- leikjatölvuna og GameBoy-hand- tölvuna. Mikla athygli vöktu Poké- mon-kvikindin frá Nintendo sem hafa náð gríðarlegum vinsældum í Ameríku, en þau voru kynnt fyrir Evrópumarkað í fyrsta sinn á ECTS og verður athyglisvert að sjá hvort Evrópubúar verða jafn ginnkeyptir fyrir þeim. Leikurinn Smart Brothers var sýndur meðal annarra á sýningunni og leit hann talsvert vel út og Per- fect Dark einnig. Aðrir leikir sem sýndir voru á sýningunni voru m.a. Turok: Rage Wars, en hann er fjöl- spilunarafbrigði af hinum vinsælu Turok-leikjum, Ridge Racer 64-bíla- leikurinn sem lítur mjög vel út í Nintendo-útgáfunni og Castlevania II. Leikurinn sem valinn var bestur á ECTS fyrir Nintendo 64-leikjatölv- ’ una var Donkey Kong 64, sem leit ótrúlega vel út á sýningunni, en eins og margir vita hefur Donkey Kong fyrirbærið verið til lengi og útlit fyrir að apinn muni lifa mörg ár í viðbót. Leikjatölvurnar voru áberandi á ECTS-sýning- unni, enda er leikjatölvumark- aðurinn orðinn gríðarlega stór og umtalsvert um- fangsmeiri en markaðurinn fyrir PC-leiki. Stóru fyrirtækin á þessum markaði, Sony og Nintendo, létu fara mikið fyrir sér á sýningunni en einnig mátti sjá bregða fyrir nýj- ustu tölvunni á markaðnum, Dreamcast frá Sega, jafnvel þótt Sega-fyrirtækið sjálft væri ekki með bás á ECTS. Lítum aðeins nánar á hvað fyrirtækin buðu upp á. I-íul'JÍH verið með sérstakan bás á ECTS eins og keppinautamir Nintendo og Sony voru nýir leikir fyrir Dreamcast-leikjatölvu fyrirtækisins vel sýnilegir á sýningunni, enda fjöldi hugbúnaðarframleiðenda að kynna væntanlega Dreamcast-leiki sina. Greinilegt er að leikjaunnend- ur eigi margs að vænta eftir að tölv- an kemur loks á markaðinn. Nokkrir leikir sem sýndir voru eru mjög athyglisverðir og eiga án efa eftir að gera mikla lukku. Þetta eru leikir eins og Sonic Adventure, sem lítur einstaklega vel út, Sega Rally 2, sem er ekki síðri í útliti, Soul Calibur, sem er sennilega sá bardaga- leikur sem kemst næst því að velta Tekken úr sessi, og svo boxleikurinn Let’s Get Ready to Rumble, sem fékk einmitt verðlaun á ECTS sem besti Dreamcast-leikurinn. Neytendur geta ekki annað en glaðst yfir þessari þróun, því harðari samkeppni þýðir að framleiðendur keppast við að gera betrí leiki og koma með spennandi nýjungar. Þeirleikír sem finna mátti á ECTS sýndu að það eru góðir tímar fram undan fyrír leikjatölvueigendur. Framtíðin spennandi Það var greini- legt við skoðun þeirra Dreamcast- leikja sem á sýn- ingunni voru að rætur Sega-fyrir- tækisins í tölvu- leikjum í spila- kössum hafa nokk- ur áhrif á það hvemig fyrstu leik- irnir fyrir tölvuna eru hannaðir. Þeir eru talsvert „spila- kassalegir", þ.e. mikið um hraða og spennu en dýpt leikjanna að sama skapi ekki mikil. Athyglisvert verð- ur að sjá hvort þetta er almennt stefna Dreamcast- leikjahönnuða eða hvort von er á ann- sega kynnti Dreamcast tölvu sína með heljarinnar ars konar leikjum í veislu fyrsta kvöld ECTS-ráðstefnunnar. Mikið var um framtíðinni. dýrðir og mátti sjá ýmsar kynjaverur ráfa um Það er greinilegt salarkynni. að samkeppnin er geysilega hörð á leikjatölvumark- aðnum um þessar mundir og tals- verðar hræringar verða á markaðn- um á næstu missemm í kjölfar þess að ný kynslóð leikjatölva er væntan- leg. Neytendur geta ekki annað en glaðst yfir þessari þróun, því harð- ari samkeppni þýðir að framleið- endur keppast við að gera betri leiki og koma með spennandi nýjungar. Þeir leikir sem finna mátti á ECTS sýndu að það eru góðir tímar fram undan fyrir leikjatölvueigendur. -KJA r-~~ " i iil i m <meh' « ■ l 1 ‘ ,] i 0. - s ' JBm ; F « 1 rllll«»«— t W0 [ W'- [ ! Fjölda sýningargripa af ýmsu tagi er að finna á ECTS og þar á meðal eru tryllitæki á borð við Formúla 1 bíl frá Ferrari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.