Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 sí baa _ _ 21 Það munu án efa margir bíða spenntir eftir að Warcraft III komi á markað. Warcraft III kominn í framleiöslu: Byltingarkenndar breytingar - verður meira í ætt við hlutverkaleiki Meðal þess forvitnileg- asta sem kynnt var á ECTS var yf- irlýsing frá Blizzard Entertainment um að fyrirtækið væri byrjað að hanna tölvuleik- inn Warcraft III. Þetta ætti að vera ánægjulegt fyrir fjöida tölvu- leikjaunnenda því Warcraft II er einn af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar og finnst mörgum löngu kominn tími á framhaldið, enda heil fjögur ár síðan Warcraft II kom út. Það er hins vegar alveg ljóst af því sem Blizzard lét uppi um framhaldsleikinn að hann verður ekki bara sami gamli leikurinn með örfáum nýjungum heldur verður hann hugsaður nær al- gjörlega upp á nýtt. I stað þess að vera einfaldur herkænskuleikur (Real Time Strategy) í anda Command & Conquer verður boð- ið upp á ýmsar nýjungar sem þekktar eru úr hlutverkjaleikjun- um (Role Playing Games). Hönn- uðimir kalla þetta „roleplaying stragedy game“ sem gæti útlagst á íslensku „hlutverkaleikur með herkænskuívafi". Heppilegra væri þó að finna eitthvað þjálla nafn á þetta nýja hugtak innan leikjageirans. Nýtt útlit Helsta breytingin frá fyrri út- gáfu er sú að í Warcraft III er ekki verið að byggja upp þorp og safna saman stómm her, eins og gengur og gerist í venjulegum herkænskuleikjum. Nú mun spil- Helsta breytingin er sú að í Warcraft III er ekki verið að byggja upp þorp og safna saman stórum her eins og gengur og gerist í venjulegum herkænskuleikjum. Nú mun spilarinn ráða yfir mun færri mönnum sem allir styrkjast eftir þvi sem reynsla þeirra eykst. arinn ráða yfir mun færri mönn- um sem allir styrkjast eftir því sem reynsla þeirra eykst. Hægt er að bæta mönnum í hópinn smám saman því einhver áhersla verð- ur lögð á að hægt verði að spjalla við hinar ýmsu skepnur sem gengið er fram á í landinu Azer- oth, þar sem Warcraft-leikirnir gerast. Warcraft mun jafnframt fá nýtt útlit í þriðju útgáfunni, leikurinn verður í þrívídd svipaðri þeirri sem við höfum kynnst í Myth- leikjunum tveimur. Leikurinn lofar vissulega góðu en erfitt er að spá um hvort aðdáendur gömlu leikjanna verða ánægðir með breytinguna. Þeir hafa þó nægan tíma til að hugsa sig um, því ekki er áætlaö að Warcraft III komi á markað fyrr en undir lok næsta árs. Keppni atvinnumanna í Quake III: Kaninn marði sigur Meðal þess sem boðið var upp á meðan á ECTS- sýningunni stóð var 16 manna keppni I Quake III, þar sem kepptu nokkrir af fær- ustu Quake-spilurum í heiminum og þar á meðal nokkrir atvinnu- menn í greininni. Það var Logitech- músaframleiðandinn sem bauð til keppninnar og pungaði út heilum 1.000 dollurum (um 75.000 kr.) í verðlaun fyrir fyrsta sætið. Kepp- endur komu frá hinum ýmsu lönd- um og þar á meðal voru tveir Svíar úr hinu alræmda 9-klani. Þeir áttu samt ekki góðan dag og komst hvor- ugur þeirra í undanúrslit. Það gerðu hins vegar báðir Bandarikja- mennirnir, Rix og Batch, og drógust þeir saman í undanúrslitunum. Leikur þeirra varð mjög undarlegur þar sem Batch hafði 14-5 „fragga" forystu þegar fimm mínútur voru eftir af 15 mínútna leik. Rix átti hins vegar rosalegan endasprett sem dugði þó ekki, þvi Batch vann naumt 15 - 14. Úr hinum undanúr- slitunum komst Bretinn Sujoy auð- veldlega áfram og því varð úrslita- leikurinn að baráttu milli Evrópu og Ameríku. Sujoy byrjaði betur, en um miðjan leikinn vann Batch á, náði forystunni og hélt henni af ör- yggi til loka, 14 -11. Bandaríkjamaðurinn Eric, sem gengur undir nafninu Batch í Quake-heimi, sigraði í erfiðri keppni Quake lll-spilara á ECTS. Thief 2 lofar góðu: Endurbætt grafikvél Meðal þeirra leikja sem lof- uðu góðu á ECTS var Thief 2, framhaldið af leiknum Thief, sem kom leikjaunnendum skemmti- lega á óvart þegar snillingarnir í Looking Glass gáfu hann út í fyrra. Thief 2 mun líta umtals- vert beto út en fyrri leikur- inn og er það sérstaklega að þakka nýju System Shock 2- grafíkvélinni sem Looking Glass hannaði upp úr leifum gömlu Thief-vélarinnar. Nú verður allur feluleikur í myrk- um skúmaskotum mun skemmtilegri þar sem ljós og skuggar verða mun betur gerð en í fyrri leiknum. En leikurinn er ekki bara endurbættur hvað grafík varð- ar, því i honum fær söguhetj- an ný vopn auk þess sem sögu- þráðurinn hefur verið dýpkaður og verður mikilvægari í Thief 2. i nýja leiknum verður mun meiri áhersla á innbrotsverkefnin sem finna mátti í fyrri leiknum en minna verður um yfirnáttúruleg fyrirbæri, sem þóttu ekki setja skemmtilegan svip á fyrri leikinn. Grafíkin er endurbætt í laumupokaleiknum Thief 2. Command & Conquer: Renegades: Fyrstu persónu skotleikur Einn af þeim leikjum sem vöktu mikla athygli á ECTS var Command & Conquer: Renegades. Leikurinn er frá Westwood Studios og gerist hann í hinum Tíberíum-hlaðna Comm- and & Conquer-heimi, en er að nær öllu leyti frábrugðinn hin- um venjulegu C&C-leikjum sem flestir þekkja. Þetta er nefnilega fyrstu per- sónu skotleikur sem verður aðcd- lega hannaður með netspilun í huga í anda Tribes og Team For- tress. Unnið er hörðum höndum að því að gera Renegades að sem bestum netspilunarleik og má í því sambandi nefna að tæknilega - allt aö 256 manns geta spilað í einu séð munu 256 spilarar geta spilað í einu við bestu aðstæður. Leik- urinn lítur ótrúlega vel út á þessu stigi hönnunarinnar og má í honum sjá flest þau farar- tæki og mannvirki sem menn þekkja úr „venjulegu" C&C-leikj- unum þó að sjónarhomið sé allt annað. Það verður hægt að keyra um á flestum farartækjunum í ieikn- um ef menn langar til og geta jafnvel fleiri en einn verið í sama farartæki í einu. Þar geta menn svo skipt með sér verkum, t.d. getur einn séð um að keyra og annar tekið sér stöðu við það vopn sem farartækið hefur yfir að ráða. Búist er við að Command & Conquer: Renegades muni koma Þeir sem spilað hafa eldri Command & Conquer-leikina munu þekkja flestar á markaðinn um mitt næsta ár. byggingar og farartæki í Renegades-útgáfu leiksins. Unreal Tourna- ment flottur Meðal þeirra leikja sem sjá mátti á ECTS var netleikurinn Unreal Tournament, fyrstu persónu skotleikur sem marg- ir hafa lengi beðið eftir. Bar- áttan verður hörð milli leikja af þessu tagi á næstunni, enda von á mörgum slíkum athygl- isverðum leikjum. Miðað við það sem sjá mátti á ECTS verður Quake III að vera veru- lega góður til að slá út UT, svo flottur er hann. Leikurinn lít- ur ekki bara vel út heldur er gervigreind andstæðinga og samherja gríðarlega vel hönn- uð, auk þess sem vopnin sem notuð eru í leiknum eru einnig fyrsta flokks. Því geta aðdáendur fyrstu persónu skotleikja farið að hlakka verulega til vetrarins. Endurbættur Grand Theft Auto Nú fer að styttast í að fram- haldið af bílaleiknum Grand Theft Auto, einum vinsælasta PC-leik allra tíma, fari að koma á markaðinn. GTA 2 var sýndur á ECTS og í ljós kom að búið er að gera ýmsar breytingar og uppbætur á fyrri leiknum þó svo grunnat- riði, eins og hið gamaldags sjónarhorn ofan frá, muni halda sér í nýja leiknum. Helstu breytingar eru þær að talsvert hefur veriö hresst upp á útlit leiksins og fjöl- breytni aukin verulega hvað varðar möguleika spilarans á að gera hvað sem hann langar til. Hann getur ráðið sig í vinnu hjá sex mismunandi bófaflokkum sem hver fyrir sig úthlutar mismunandi verkefnum. Sennilega mun verða vinsælt að ráða sig til starfa hjá brjálæðingunum í Crazies-genginu, en þeir eru nýsloppnir af geðveikrahæli og útdeila því mjög sérkenni- legum verkefnum. Fjóröa leikjatölvan væntanleg? Innan tölvuleikjabransans hefur um nokkurt skeið veriö uppi orðrómur um að fjórða leikjatölvan sé væntanleg á markaðinn sem muni veita Sony, Nintendo og Sega harða samkeppni á næstu árum. Hún er kölluð „The X-Box“ og það sem gerir hana athyglis- verða í alla staði er að það er sjálfur hugbúnaðarrisinn Microsoft sem er talinn standa að baki tölvunni. Enn verjast þó Microsoft-menn allra frétta af málinu og segjast ekkert vita um tölvuna. Því er erfitt að segja til um hvort þessi orðrómur er sannur og von- laust að vita nákvæmlega hvað þessi tölva gerir ef hún þá verður nokkum tímann tiL Menn velta þessu þó auðvitað fyrir sér og telja margir að X- Boxið muni koma til með að geta keyrt venjulega PC-leiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.