Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1999, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 1999 néiiiiui Þær ganga svo léttar í lundu: Konur bjarga hjartanu með reglulegum gönguferðum Konur geta dregið verulega úr líkum á hjartaáfalli með því að ganga reglu- lega. Áfram gakk, einn, tveir, þrír. Konur sem ganga rösklega í þrjár klukku- stundir á viku hverri draga úr líkunum á hjarta- sjúkdómum um 30 til 40 prósent. Sé gengið lengur minnka líkurnar enn frekar. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar hóps vísindamanna við Brigham- og kvennasjúkrahúsið í Boston, sem JoAnn Manson veitti forystu. „Rekja má þriðjung allra hjartatilfella meðal miðaldra kvenna í Bandaríkjunum til kyrr- setu,“ segja Manson og félagar hennar. Læknar hafa lengi vitað að lík- amsrækt þar sem hraustlega er tek- ið á getur dregiö úr hættunni á hjartasjúkdómum. Flestar rann- sóknirnar hafa hins vegar verið gerðar á karlmönnum. Þar við bæt- ist að vísindamenn hafa ekki alltaf kannað gaumgæfilega hvort göngu- ferðir séu jafnárangursríkar og öllu áreynslumeiri líkamsrækt. Manson og hópur hennar fóru í saumana á gögnum úr viðamikilli rannsókn á meira en 121 þúsund hjúkrunarkonum í Bandaríkjunum sem hófst árið 1976. Hópurinn komst að því að það skipti máli hversu miklum tíma var varið í lík- amsræktina. Miðað við fimm kíló- metra stöðugan gönguhraða á klukkustund drógu þær konur sem gengu í eina til þrjár stundir á viku um 30 prósent úr líkunum á hjarta- sjúkdómum, miðað við þær konur sem sátu bara á rassinum. Konur sem gengu lengur en Konursemgengu lengur en þrjár stundir á viku drógu úr iíkunum á hjarta- sjúkdómum um 35 prósent. þrjár stundir á viku drógu úr lík- unum um 35 prósent. Gönguhraðinn skiptir einnig máli. Konur sem gengu á þriggja kílómetra hraða drógu úr líkunum á hjarta- sjúkdómum um 25 prósent en sú tala komst í 36 prósent hjá þeim sem gengu öllu rösklegar, eða á fhnm kílómetra hraða á klukkustund. Gönguferðir gera sem sagt mik- . ið gagn því við þær lækkar blóð- þrýstingurinn og kólesterólmagn- ið í blóðinu minnkar. Þá draga þær úr blóðtappamyndun og magni blóðsykurs og auka jafn- framt næmi líkamans fyrir insúl- íni. Allt þetta dregiu* svo úr líkun- um á því að maður fái hjartasjúk- dóma, segir JoAnn Manson. HHHBHHHflHHBaHBBHHHSHBHHHI Blessaðar risaeðlurnar urðu að þola spendýr sér við hlið á jörðinni í meira en eitt hundrað milljon ár áður en þær dóu svo loks út. Örsmáar tennur frá Madagaskar segja nýja sögu: Spendýr og risaeðlur lifðu hlið við hlið Risaeðlumar vom ekki einar í heiminum. Ör- smáar tennur úr forsögulegu dýri sem fundust í kjálkabeini á Madagaskar þykja ótvíræð sönnun þess að spendýr og risaeðlur hafi ráfað saman um jörð- ina fyrir meira en eitt hundrað milljón ámm. Vísindamenn héldu fram að þessu að spendýr heföu ekki komið fram á sjónarsviöið fyrr en eftir að risaeðlurnar dóu út. Nýjustu rann- sóknir, sem greint er frá í tímarit- inu Nature, segja hins vegar aðra sögu, nefnilega þá að spendýr voru uppi miklu fyrr en talið var. „Forfeður okkar vom líka til á blómaskeiði risaeðlanna. Þau voru bara lítil og lítt áberandi," segir Andre Wyss, jarðfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, einn höfunda greinarinnar í Nat- ure. Umrætt spendýr var loðið og á stærð við mús. Það tilheyrði flokki spendýra sem lifðu á Madagaskar fyrir um 165 milljón ámm. Tenn- urnar sem fundust eru meira en tvöfalt eldri en elsta þekkta spen- dýriö frá Madagaskar. „Mest áberandi landdýrin á mið- lífsöld, og þar af leiðandi þau fræg- ustu, voru að sjálfsögðu risaeðlurn- ar,“ segir Wyss. „Sú staðreynd að loðin dýr, eða spendýr, og risaeðlur komu fram á svipuðum tíma í þró- unarsögunni er ekki jafnkunn. Dýraflokkar þessir tveir lifðu hlið við hlið í meira en eitt hundrað milljón ár.“ Vísindamennirnir segja í grein sinni í Nature að niðurstöður þeirra sýni að undirflokkur spendýra hafi þróast fyrr á suðurhveli jarðar en nokkuð á norðurhvelinu. Auk Wyss og samstarfsmanna hans tóku þátt í rannsókninni vís- indamenn frá Field náttúmsögu- safninu í Chicago, háskólanum í Norður-Illinois og Antananarivohá- skóla á Madagaskar. Vísindamenn héldu fram að þessu að spendýr hefðu ekki komið fram á sjónarsviðið fyrr en eftir að risaeðlurnar dóu út. Nýjustu rannsóknir, sem greint er frá í timaritinu Nature, segja hins vegar aðra sögu, nefnilega þá að spendýr voru uppi miklu fyrr en talið var. Ekki er allt sem sýnist í umferðinni: Bílarnir á hinni akreininni fara ekkert hraðar I* Ekki skipta um akrein. Bílarnir á ^JUJJ-1 akreininni við hliðina fara ekk- | ert hraðar þótt ............ þér sýnist það. „Þetta er bara sjónhverfing," segir Don Redelmeier, prófessor í læknis- fræði við Torontoháskóla. Hann ætti að vita það. Hann rannsakaði fyrir- bærið í þrjú ár. Menn skyldu því hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að sikksakka. En ekki er þar með sagt að hinn venjulegi ökumaður leggi trúnað á það þegar hann sér ekki betur en bíl- arnir í næstu akrein æði áfram en hann fer ekki nema fetið. „Bilið milli bílanna eykst þegar þeir fara hratt en þegar þeir fara hægt em þeir þéttar saman. Bílstjóri getur því farið fram úr mörgum farartækjum á skömmum tima en það tekur hins veg- ar miklu lengri tíma fyrir jafnmarga bUa að fara fram úr honum. Sjónhverf- ingin versnar bara ef umferð er þung eða bUarnir em mjög nálægt hver öðr- um,“ segir Redelmeier. Annað sem eykur á áhrif sjónhverf- ingarinnar er sú einfalda staðreynd að fólk horfir meira fram fyrir sig en aftur, sem kannski vonlegt er. Bílar sem maður fer fram úr eru því fljótir að hverfa en maður hefur hina, þá sem fara fram úr manni sjálfum, áUtaf fyrir augunum. Redelmeier og samverkamenn hans notuðu tölvulíkön og myndbandsupp- tökur af umferðinni í Toronto til að kanna hversu vel fólki gekk að meta ökuhraða. Þeir segja frá niðurstöðun- um í vísindaritinu Nature. Þegar tilraunadýrin skoðuðu mynd- bandsupptökur og tölvulíkön héldu þau að umferðin í næstu akrein færi hraðar, jafnvel þótt hún væri jafn- hröð, eöa jafnvel hægari. „Fólk ætti að átta sig á sjón- hverfingunni og standast þá freist- ingu að skipta um akrein. Ávinn- ingurinn kann að vera blekking ein en hættan er alltaf fyrir hendi," segir Redelmeier og bendir á að umferðarslys verði allajafna vegna mannlegra mistaka en ekki vegna bilana í bílnum. Langoftast borgar sig ekkert að vera að skipta um akrein þótt manni sýnist bílarnir við hliðina fara hraðar en maður sjálfur. Það er bara sjónhverfing. ■■■■■■■■■■■■■■ C-vítamínið róar C-vítamín getur í hugsanlega komið í veg fyr- ir allrahanda sjúkdóma, allt frá kvefpestum til krabba- meins, með því að draga úr áhrifum streitu á líkamann. Vísindamenn við Alabama- háskóla gáfu tilraunarottum ofurskammta af vítamíninu og reyndist það draga talsvert úr streituhormónum í blóðinu. Rotturnar fengu C-vítamín í magni sem samsvarar nokkur þúsund millígrömmum hjá manninum. Síðan voru þær settar í búr þar sem þær gátu enga björg sér veitt og urðu stressaðar fyrir vikið. Því næst voru rottumar drepnar og leit- að að streituhormónum í blóði þeirra. Vísindamennirnir bentu á það á ráðstefnu bandarískra efnafræðinga að núverandi ráðlagðir skammtar af C- vítamíni miöuðust við að koma í veg fyrir skyrbjúg. Til að njóta allra kosta þess þyrfti hins vegar að borða meira af því. Ferja ógnar höfrungum Grænfriðungar hafa áhyggjur af nýrri hrað- skreiðri ferju sem siglir milli tveggja eyja á Kanaríeyjum. Á fyrstu tveimur vikunum drápust tveir grindhvalir af völdum ferjunnar og því er haldið fram að höfrungastofn- um á svæðinu stafi hætta af henni. Að sögn þeirra grænfrið- unga heldur grindhvalastofn- inn sig á siglingaleið ferjunnar og þar eru einnig fjórtán af tuttugu og sex. höfrungateg- undum sem finnast við Kanarí- eyjar. Tvær höfrungategund- imar eru taldar vera á við- kvæmu stigi, næsta þrepi frá því að vera í útrýmingarhættu. Brjóstsviði arfgengur Læknar við Mayo-sjúkra- húsið í Minnesota telja hugsanlegt að hinn hvimleiði brjóstsviði sé arfgengur. Rannsókn sem gerð var á 1.524 manneskjum í sýslu einni í Minnesota leiddi í ljós að þeir sem áttu foreldra, systkini eða börn með erfiðan brjóstsviða eða sjúkdóma í vélinda eða maga voru tvisvar sinnum lík- legri til að hafa þurft að glíma við sama sjúkdóm sjálfir. G. Richard Locke, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að þótt ýmis- legt benti til að erfðaþættir ættu hlut að máli væri nauðsynlegt að gera ítarlegri rannsóknir á erfða- mengi mannsins áður en hægt væri að kveða upp úr um það. lÁínlúú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.