Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV sandkorn Skoöanakönnun DV um afstööu til uppistöðulóns í Eyjabökkum: Ekki aftur til Stöðvar 2 Andstæðingum hefur fækkað - mun fleiri óákveðnir eða sem svara ekki en í janúar Andstæðingum virkjunarlóns i Eyjabökkum fer fækkandi en eru þó fleiri en fylgjendur lóns. Óákveðn- um fjölgar. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV sem gerð var á mánudagskvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða ar.dvígur uppistöðulónum orkuvera í Eyjabökkum, norðan Vatnajökuls?“ Miðað við allt úrtakið sögðust 33% kjósenda vera fylgjandi uppi- stöðulóni í Eyjabökkum en 40,8% voru andvíg. 23,3% voru óákveðin og 2,9% neituðu að svara spuming- unni. Það þýðir að 73,8% aðspurðra tóku afstöðu. Ef einungis er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu voru 44,7,1% fylgj- andi uppistöðulóni en 55,3% andvíg. í könnun DV í janúar sögðust 28,7% vera fylgjandi uppistöðulóni i Eyjabökkum en 55,5% andvíg. 13,5% voru óákveðin og 2,3% neituðu að svara. Afstöðu tóku 84,2% að- spurðra. Ef einungis er tekið mið af þeim sem tóku afstöðu í janúar voru 34,1% fylgjandi uppistöðulóni en 65,9% andvíg, eða tveir af hverjum þremur. Kariar vilja frekar virkja Töluverður munur er á afstöðu kynjanna til spurningarinnar. Sé einungis litið á karlana þá eru 53 prósent þeirra fylgjandi uppistöðu- lóni í Eyjabökkum en 47% andvíg. Hjá konunum snýst þetta við. 34,5 prósent þeirra eru fylgjandi lóni en 65,5 prósent andvíg. Meirihluti karla á höfuðborgar- svæðinu er á móti því að Eyjabakk- ar fari á kaf en meirihluti lands- byggðarkarla vill virkja og sökkva Eyjabökkum. Hjá konunum eru andstæðingar uppistöðulóns í meirihluta, hvort sem litið er á höfuðborgarsvæðið eða landsbyggðina. Ef litið er á afstöðu kjósenda eftir búsetu kemur í Ijós að meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins eru sex af hverjum tíu andvígir uppistöðulóni í Eyjabökkum. Á landsbyggðinni eru andstæðingar lóns hins vegar í minnihluta en munurinn er vart marktækur. í janúarkönnun DV var 61% karla fylgjandi uppistöðulóni en 39% andvíg. í hópi kvenna snerist þetta við, 45,6% voru fylgjandi en 54,4% andvíg. Stuðningur Framsóknar Afstaðan til uppistöðulóns í Eyja- bökkum var einnig greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokkanna samkvæmt könnun DV. Tæpur helmingur framsóknarmanna er fylgjandi uppistöðulóni í Eyjabökk- um en 23,3 prósent andvíg. Stuðning- ur við uppistöðulón er minni meðal sjálfstæðismanna, 40,2 prósent, en 30,7 prósent þeirra eru andvíg lóni. Ef litið er á afstöðu stuðnings- manna stjómarflokkanna sem heild- ar eru 42,8 prósent fylgjandi uppi- stöðulóni, 28,6 prósent andvíg og 28,6 prósent óákveðin eða svara ekki. Andstaðan er mest meðal stuðn- ingsmanna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þar sem 76,3 pró- sent eru andvíg uppistöðulóni en einungis 10,5 prósent fylgjandi. Hjá samfylkingarmönnum er andstaðan einnig öflug, 60,6 prósent, en 19,7 prósent eru fylgjandi lóni. Helmingur stuðningsmanna Frjálslynda flokksins er andvígur lóni en þriðjungur fylgjandi. Þegar litið er á afstöðu þeirra - sem ekki tóku afstöðu til stjómmála- flokkanna, voru óákveðnir eða svör- uðu ekki flokkaspumingunni - eru 43,5% andvíg uppistöðulóni í Eyja- bökkum, 28 prósent fylgjandi og 28,5 prósent óákveðin eða svara ekki. Afstaða eftir stuðningi við flokka u 4^ Æ '■,SJ 2j 23,3% 1 49,3% lí'"# 40,2% ' 30,7% ; \ ' 33,3% Óákveönir/svara ekki % Fyigjandi ^ Andvígir 0 V í 19,7% 10,5% Þeir sem ekki tóku fram stuðnlng við nelnn flokk 50,0% 60,6% ‘ 28,0% ' 43,5% Með fullri reisn Zj Þeir hafa þegar haldið tvo fundi og sá þriðji er í bígerð. Talsmaður segir fundina haldna til aö stilla saman strengi og brjóta heilann í samein- ingu um hvemig standa megi að bættri ímynd rekstrarins. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Hér eru hins vegar engir venjulegir viðskiptajöfrar á ferð og það er enginn venjulegur rekstur sem er til umræðu. Þama fara klámkóngcir Reykjavíkur. Þeir hafa uppgötvað að ímynd nektkar- klúbbanna er orðin heldur léleg. Þeir era hins vegar staðráðnir í að heíja starfsemina sina til vegs og virðingar. Þeir vilja bera höfuðið hátt, vera klámkóngar með rentu. En eiga drjúgt verk fyrir höndum. Klámkóngar hafa átt í vök að verj- ast enda sakaðir um að hýsa ljós- fælna starfsemi af ýmsu tagi. Dans- meyjar eru sakaðar um að stunda vændi og fullyrt er að erlendar glæpaklíkur skaffi striplingana. Ýjað er að því að á nektarklúbbum eigi lostafúsir karlar helst á hættu að smitast af kyn- sjúkdómum. Voðaverk hafa átt sér stað og til að kóróna aflt saman eru nágrannar æfir yfir að striplið trufli nætursvefninn. Hafa heimtað einn klúbbinn burt. En svefnvana nágrannar gamalla hverfa hafa ekki haft árangur sem erfiði, þökk sé viðsýni forseta borgarstjómar. En víðsýni borg- aranna er takmörkuð ems og dæmin sanna. Því verður að beita sjónhverfingum, setja striplið í slíkar umbúðir að allir verði sáttir og úrilla ná- granna dreymi betur. Klámkóngar Reykjavíkur era víðsýnir menn. Þeir era sammála um að nektardans sé ekki klámgjörningur heldur list og strípalingana, sem eru sammála kóngunum sínum, beri að skoða sem listamenn. Dagfari, sem er með afbrigðum víðsýnn og for- dómalaus, er hvumsa yfir að þessi víð- sýni klámkónganna skuli ekki hafa skotið rótum í hugum ímyndarfræð- inga og að þeir hafi ekki fyrir löngu komið klámkóngunum til hjálpar. Tónlist, fórðun, fatahönnun og dans eru þama upphafm í æðra veldi svo þakklátur neytandinn beinlínis slefar af hrifningu. ímyndarfræðingar hafa fyrir löngu dottið niður á þá hugmynd að um- hverfið ljái gjömingnum aukið vægi. Enda leggja viðskiptajöfrar undir sig listasöfn og verðlaunaða veitingastaði við undirritun og handsal samninga, gjarnan með einhvem af æðstu ráða- mönnum þjóðarinnar á milli sín til að handlanga penna með bros á vör. Þama er lag fyrir áhyggjufulla klám- kónga og ímyndarfræðinga. Að flytja nektarklúbbanna út tfl fólksins; í leik- hús, listasöfn og verðlaunaða veitinga- staði. Þar munu strípalingar laða það besta frarn í viðskiptajöfrum og ráðamenn, þreyttir á að handlanga penna og þerripappír, fá útrás fyrir listþrána, losa króka og handleika rennilása listi- lega með bros á vör. Samningar verða undirritað- ir og handsalaðir með fuflri reisn. Dagfari Það mun vera frágengið mál að hinn vinsæli Egill Helgason blaða- og fréttamaður verði með fréttamagasínþátt á hinni nýju sjónvarpsstöð, Skjá 1 þegar hún fer í loftið á ný innan skamms. Forráða- <4 'vPll nienn Stöðvar 2 * jgft munu hafa frétt af þessum væntan- lega þætti Egils fyrir nokkru og farið þegar í stað á fjörarnar við hann að hætta við og koma frekar aftur á Stöð 2. Buðu þeir Agli gull og græna skóga ef hann hætti við að vera á Skjá 1. Egill er sagður hafa svarað um síðir að hann kæmi ekki aftur til fjöl- miðlafyrirtækja ÍÚ þótt öll dýrð heimsins væri í boði... Sveinn hugsar málið Samtök verslunarinnar ætla að kæra hin nýstofnuðu samtök, Samtök verslunar og þjónustu, fyrir að stela nafni sinu. En ekki nóg með það: Nýju samtökin skamm- stafa nafn sitt SVÞ, eins og hinn ást- sæli fréttaljós- myndari DV, Sveinn Þor- móðsson, gerði þegar hann starf- aði á Morgun- blaðinu á árum áður. Nú hefur heyrst að Sveinn sé líka að hugsa um að kæra sam- tökin fyrir að stela þessu gamla vörumerki sínu ... Tilfinningamál Svo virðist sem Guðný Hall- dórsdóttir, forstjóri kvikmynda- félagsins Umba, telji að hin nýja mynd félagsins, Ungfrain góða og húsið, muni vekja upp sterkar tilfinn- ingar í hugskoti bíógesta. Myndin verður frumsýnd í Háskólabíói á næstunni og er þessa dagana ver- ið að senda frumsýningaúr- valsfólki þjóðar- innar boðsmiða á sýninguna og framsýningarpartíið sem haldið verður úti á landsbyggðinni, í Hlégarði í Mosfellsbæ. Hverjum miða fylgir pakki af pappírs- snýtuklútum svo bíógestir geti þun-kað tárin úr augunum og snýtt sér þegar tilfinningarnar bera þá ofurliði... Blanda góð Nú fer að líða að því að lax- veiðimenn pakki saman' eftir fremur bragðdauft sumar að minnsta kosti sé miðað við spár bjartsýnismanna á liðnu vori. Þegar veiðitölur verða gerðar endanlega gerðar upp kem- ur í ljós hvaða veiðiá hefur ver- ið fengsælust. Sú á sem stend- ur þó upp úr hvað væntingar, veiði varðar er Blanda, sem hefur gjörbreyst eftir virkjun. Nú heyr- ast svo þær gleðifréttir fyrir að- dáendur Blöndu að fiskur sé far- inn að hrygna ofarlega í ánni og raunar séu þar einhverjar bestu aðstæður sem þekkjast hér á landi. Þeir sem best þekkja telja því Blöndu eiga eftfr að slá held- ur betur í gegn á komandi árum, allt Landsvirkjun að þakka. Besti vinur laxveiðimannsins hlýtur því að vera Friðrik Sophusson, sem hefur fram til þessa ekki verið þekktur fyrir veiði- mennsku ... Umsjón: Stefán Ásgrímsson ...... Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.