Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir Þingmenn Vestfiröinga: Enginn formlegur fundur boðaður - um vanda Þingeyrar, segir Guðjón Arnar Kristjánsson vegna ummæla Einars Guöfinnssonar í DV Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þing- maður VestFirðinga, sagði í DV á mánudag að þvert á það sem haldið hafi verið fram af Ragnheiði Ólafs- dóttur á Þingeyri þá hafi þingmenn Vestfjarða fjallaö formlega um mál- efni Þingeyrar í vor. Eins hafi þeir margoft rætt þessi mál á óformleg- um fundum. Guðjón Amar Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins á Vest- fjörðum, kannast ekki við að form- legur fundur hafi verið haldinn um málefni Þingeyrar. „Mér fmnst hann ekki geta hald- ið því fram að boðaður hafi verið formlegur fundur um þessi mál. Það var boðaður einn fundur í vor þar sem tekin vora fyrir flugvallamál á ísafirði og Þingeyri. Þar var einnig rætt um fyrsta bréfið sem íbúa- samtökin Átak á Þingeyri sendu frá sér. Ég minn- ist þess ekki að það hafi verið boðaður sérstakur Guðjón Arnar fundur meðal Kristjánsson. þingmanna Vest- fjarða sérstaklega um þessi Þingeyr- armál. Við hittumst einu sinni í Vegagerðinni að frumkvæði Einars Kristins og höfum verið boðaðir á fundi vestur, t.d. snemma i sumar á Þingeyri. Á Núpi vorum við líka en það var fundur á vegum Fjórðungs- sambands Vestfirðinga og Þróunar- félagsins sem sveitarstjómarmenn á Vestfjörðum sátu líka. Að vísu var ég í sumarfríi í 14 daga í sumar og veit ekki hvað gerðist þá,“ sagði Guðjón Amar Kristjánsson. Sam- kvæmt upplýsingum DV er engin skrá hcddin um fundi þingmanna einstakra kjördæma á Alþingi og því ekki hægt að sannreyna fjölda boðaðra funda þessara þingmanna öðruvísi en hjá þeim sjáUúm. -HKr Þingeyri: Þeir höfðu ekki áhuga á fiskinum - segir útgerðarmaður Málefni Þingeyrar hafa verið mikið í umræðunni vestra síðustu daga. Ragnheiður Ólafsdóttir, fráfarandi formaður íbúasamtakanna Átaks, hef- ur gagnrýnt harðlega vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið af hálfu bæjaryfir- valda vegna ástandsins á Þingeyri. Þar hefur hún ekki hvað síst beint skeytum sínum að ráðgjafa bæjarins, Haraldi L. Haraldssyni og sagt að hunsaðar hafi verið allar hugmyndir Þingeyringa um úrbætur í atvinnu- málum. Magnús Reynir Guðmundsson. Á meðan undirbúningur að stofnun á nýju sjávarútvegsfyrirtæki á Þing- eyri fór fram í sumar bauð Magnús Reynir Guðmundsson, útgerðarmaður togarans Cristina Logos, aðgengi að afla togarans úr Barentshafi. „Ég og Jón Guölaugur Magnússon hittum Harald Líndal og spurðum hvort afli togarans gæti orðið eitt- hvert innlegg í málefni Þingeyrar. Ég vildi gefa mönnum kost á því að eiga öruggan aðgang að afla. Haraldur tók sér frest til að skoða það en svaraði því svo að þeir hefðu ekki áhuga á þessum fiski. Þeir voru þá með aðrar hugmyndir," sagði Magnús Reynir Guðmundsson. Togarinn Cristina Logos er nú gerð- ur út frá Noregi í samvinnu við Rússa og veiðir rússneskan kvóta í Barents- hafi. Fjórir íslendingar eru um borð ásamt 14 Rússum og leggur togarinn upp nyrst í Noregi. Upphaflega var hugmyndin að togarinn aflaði viðbót- arhráefnis fyrir íshúsfélag ísfirðinga en eftir að starfsemi var hætt i húsinu var ekki lengur þörf á þeim afla. Skip- ið er núna á rækjuveiðum í Barents- hafi og hefur, að sögn Magnúsar Reynis, gengið vel. -HKr. Rækjuveiðar: Ætla að fylla í Barentshafi Frystitogarinn Hólmadrangur ST 70 landaði þokkalegum rækjuafla af heimamiðum nýlega á Hólmavík eftir heldur skamma útiveru. Að því búnu var haldið til veiða í hinu kalda og fjarlæga Barentshafi þar sem ætlunin er að fylla skipið af rækju áður en vetur sveigir að norður þar. -Guðfinnur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.