Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VPÍ 1.530 m.kr. ... Mest með, húsbréf 830 m.kr. ... Hlutabréf 174 m.kr. ... Úrvalsvísitala hækkaði um 0,86% og er nú 1.343,6 stig ... Marel hækkaði um 3,8% í 40 m.kr. viðskiptum ... Marel hefur hækkað um 160% frá áramótum ... OLÍS hækkar um 10% ... KASK fjarlægist samvinnuna DV, Hö&i í Hornafirði: Á skömmum tíma hefur KASK stigið stórt skref í þá átt að sér- greina aðalstarfsemi félagsins í slát- urhúsarekstri og verslun frá sam- vinnufélagsforminu með því að ganga til samstarfs við stærri hluta- félög í sömu rekstrargreinum. Nú síðast gekk KASK inn í næststærstu matvörudreifingu landsins, Kaupási. Næststærstir í slátrun KASK keypti nýlega meirihluta hlutaijár í Sláturfélaginu Þríhym- ingi hf. sem er með starfsemi á Suð- urlandi og frá og með 1. september síðastliðinn er rekstur Sláturhúss KASK orðinn hluti af starfsemi Þrí- hymings. Við sammna er félagið orðið annar stærsti sláturleyfishafi landsins með yfir 3000 tonn af kjöti. Auk þess að versla með sláturafurð- ir verður Þríhymingur hf. með sölu á ýmsum rekstrarvörum til bænda s.s. fóður og áburð og stefnt er að því að sá þáttur KASK sameinist inn í félagið um næstu áramót. Það sem eftir stendur hjá KASK er rekstur brauðgerðar, bygginga- vöruverslunar, flutninga- og skipa- afgreiðslu, rekstur söluskála Esso á Fagurhólsmýri og Höfn og umboð fyrir Olíufélagið hf. ásamt eignaum- sýslu. Stjóm kaupfélagsins mun á næstu mánuðum skoða hagkvæmni þess að stofna sérstök hlutafélög um rekstur þeirra deilda sem eftir em í rekstri hjá félaginu. Ef það nær fram að ganga þá mun samvinnufé- lagið KASK fyrst og fremst vera í eignaumsýslu í framtíðinni en reksturinn í höndum sérgreindra hlutafélaga. Sterk staða segir kaupfé- lagsstjórinn Pálmi Guðmundsson, kaupfélags- stjóri KASK, segir að efnahagsleg um. í byrjun þessa árs seldi KASK öll hlutabréf sín í Borgey hf. til Skinneyjar hf. og Þinganess ehf. sem eru tvö af öflugustu útgerðar- fyrirtækjunum á Höfn. Með sölunni stuðlaði KASK að miklum og já- kvæðum breytingum í sjávarútvegi á Hornafirði þar sem þessi þrjú fé- lög vora sameinuð í eitt öflugt sjáv- arútvegsfyrirtæki. Frá aðalfundi í vor hefur stjóm KASK ásamt kaup- félagsstjóra unnið að grundvallar- breytingu á starfsemi félagsins með það að leiðarljósi að efla og styrkja þær rekstrargreinar sem félagið stundar í dag. Á aðalfundi kaupfé- lagsins í vor voru kynnt áform um sérgreiningu á starfsemi sláturhúss- ins og nú er sá áfangi í höfn og seg- ir Pálmi að ákveðið sé að halda sér- stakan fulltrúafund hjá KASK fyrir lok október til að kynna nánar þær breytingar sem hafa orðið á rekstri félagsins á árinu og hvernig fram- tíðarskipulag þess verður. -JI Pálmi Guðmundsson, kaupfélags- stjóri KASK. staða kaupfélagsins sé sterk þar sem félagið hafi selt talsvert af eign- Horfur á hagnaði hjá Norðuráli Afkoma Norðuráis hf. veltur eðlilega nokkuð á álverð. Það sem af er þessu ári hefur rekstur Norðuráls hf. gengið vel. Staða fyrirtækisins er jafnvel betri nú en stjórnendur þess þorðu að vona. Þetta kom fram í Viðskipta- blaðinu í gær. Börn Högdahl, fram- kvæmdastjóri Norðuráls, segir að rekstrartekjur á fyrstu sjö mánuð- um ársins hafi verið um 35 milljón- ir dollara en það jafngildir rúmlega tveimur og hálfum milljarði króna. Að jafnaði veltir fyrirtækið um 365 milljónum króna á mánuði. Því er gert ráð fyrir að velta á árinu verði á bilinu 4,2-4,5 milljarðar króna. Afkoma fyrirtækisins veltur eðli- lega nokkuð á álverði en það hefur hækkað nokkuð frá áramótum. Björn segir í samtali við Viðskipta- blaðið að hann geri ráð fyrir að hagnaður verði af rekstri félagsins þegar árið verður gert upp í heild sinni en uppgjörið fer fram í banda- rískum dolluram. -bmg Samtökin vekja sérstaka athygli á mikilvægi þess að ekki verði frestað undirbún- ingsvinnu vegna vegageróarverkefna. Óráðlegt að fresta jarð- vinnuframkvæmdum - að mati Samtaka iðnaðarins Ríkisstjómin hefur gefið sterklega til kynna að verulega verði skorið niður í ríkisfjármálum til að draga úr þenslu. Undir þessa viðleitni rikis- stjórnarinnar taka Samtök iðnaðar- ins heilshugar en vilja jafnframt vekja athygli á að þenslu gætir ekki í allri mannvirkjagerð. Á jarðvinnumarkaði gætir hennar til dæmis ekki og því er mikilvægt að verkefni, sem eru að verulegum Skipamiðlunin Bátar & Kvóti IJ; Simi: 568 3330 btt|>.//\vww.vorU'x.is/~skip/ hluta jarðvinnuverkefni, verði ekki skorin niður. Langur verktími og jöfn dreifing útboða er að mati Samtakanna heppi- legustu viðbrögð hins opinbera til að draga úr þenslu. Vilja Samtökin vekja sérstaka athygli á mikilvægi þess að ekki verði frestað undirbún- ingsvinnu vegna vegagerðarverkefna og annarra samgöngiunannvirkja. Allt of algengt er að bjóða út verk- efni seint á vormánuðum og með stuttum verktíma. Slíkt leiðir einung- is til yfirspennu yfir hásumarið sem hvorki er til hagsbóta fyrir kaupend- ur né verktaka. Brýnt er, að mati Samtakanna, að fyrirhugaður niður- skurður eða frestun framkvæmda verði ekki of svæðisbundin heldur dreifist sem mest, bæði landfræðilega og eftir tegund verkefna. -bmg Verð á hráolíu féll í gær I gær féll verð á hráol- íu nokkuð eftir að hafa hækkað mikið undan- farna daga. Forsvars- menn íslensku olíufélag- anna sögðu í fyrradag að veralega líkur væru á að koma þyrfti til hækkunar á bensíni vegna þeirra hækkunar sem nú hefur gengið að einhverju leyti til baka. Ástæðan fyrir lækkun nú er sú að hráol- íubirgðir í Bandarikjun- um minnkuðu mun minna en búist var við og því minnkar framboð ekki. Spennandi verður að sjá hver þróunin verð- ur næstu daga og hvort olíufélögin hérlendis þurfa að hækka verðið enn frekar. í síðustu viku sam- þykkti ríkisstjórnin til- lögu Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra um að leggja fyrir Alþingi til- lögu um að lækka gjöld á bensíni um 2 krónur. Ef af hugsanlegri hækkun hjá olíufélögunum verður er allt eins líklegt að lækkun bens- íngjalds geri fátt annað en að vega upp á móti hækkun olíufélaganna. Hins vegar er rétt að benda á að Ástæðan fyrir lækkun nú er sú að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum minnkuðu mun minna en búist var við. mánuðurinn er aðeins hálfnaður og er því, að mati margra, of snemmt að segja til um hvort til hækkunar þurfa að koma. -bmg Ríkissjóður greiðir upp bréf Fjármálaráðherra hefur falið Lána- sýslu ríkisins að greiða upp ríkis- verðbréf fyrir allt að 7.000 milljónir króna umfram sölu tO ársloka. Upp- kaup ríkisverðbréfa munu fara fram með uppkaupsút- boðum og kaup- um á eftirmark- aði. Uppkaupin munu taka mið af markaðsaðstæð- um hverju sinni. Á þessu tímabili mun Lánasýsla ríkisins gefa út í byrjun hvers mánaðar stöðu mark- flokka ríkisverðbréfa. Stefnt er að fækkun markflokka á næstu mánuð- um en það mun ráðast af þeim af- gangi sem til ráðstöfunar verður á lánsfjárjöfnuði ríkissjóðs hverju sinni. Baugur kaupir hlut Gaums Baugur hf. hefur keypt hluta Gaumaehf. í Lyfiabúðum hf. fyrir 493 milljónir króna. íslandsbanki, F&M, voru fengnir til að meta fyrirtækið og byggt var á lægsta verðmati þeirra. Baugur á nú 82% hlutafjár. Baugur hyggst á næstunni selja hluta Lyfla- búða til fagfjárfesta og stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað inn- an árs. Kaup þessi eru í samræmi við yfirlýsingu stjórnar Baugs um að skilja beri að fullu milli rekstrar Baugs og Gaums en fyrir skömmu keypti Baugur rekstmr Ferskra kjöt- vara af Gaumi og seldi svo til þriðja aðila. Bandaríkjadollar fellur mikið Gengi Bandaríkjadollars féll skarp- lega, einkum gagnvart jeni, í gær, eft- ir að óvæntar tölur um mikla smá- sölu í Bandarikjunum voru birtar. Einnig voru birtar tölur yfir við- skiptahalla og hefur hann aldrei ver- ið meiri. Inngrip reynd í gær reyndi Japansbanki að grípa inn í þessa þróun með því að kaupa mjög mikið af Bandaríkjadollurum og halda þannig aftur af gengishækk- un jens gagnvart dollara. Ástæðan fyrir því að bankinn gerir þetta er að hátt gengi jensins skaðar verulega allan útflutning frá Japan því hann verður dýrari. Þessi viðleitni Japans- banka virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif því nú er svo komið að gengi dollara gangvart jeni hefur ekki ver- ið lægra í þrjú ár. Reka 9 apótek Lyfjabúðir reka 9 lágvöruverðsapó- tek undir nafninu Apótekið og eru þær allar í nágrenni við eða inni í verslun- um Baugs. Fyrirhug- að er að opna apótek við verslun Nýkaups í Kringlunni 1. októ- ber. Áætluð velta þessa árs er 1400 milljónir króna og áætlaður hagn- aður ársins 2000 er um 70 milljónir króna eftir skatta. Metviðskiptahalli Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum var 80,7 milljarðar Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs og var 17,5% meiri en gert hafði verið ráð fyrir og hefur hann aldrei veirð meiri á einum ársfjórðungi. Skuldabréf og hlutabréf féllu veru- lega í verði í kjölfarið og þegar mörk- uðum var lokað í gær hafði Dow Jo- nes-hlutabréfavísitalan lækkað um 1,09%. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa langra rikisskuldabréfa verulega. Minnkandi ríkissjóðshalli Nú talið að halli á ríkissjóði Frakka verði um 1,8% af landsfram- leiðslu. Það er nokkur minnkun frá þessu ári en reiknað er með að hall- inn á þessu ári verði 2,2% af lands- framleiðslu. Flármálaráðherra Frakklands boðar verulegar skatta- lækkanir, hinar mestu í 10 ár, og seg- ir þær munu hafa jákvæð árif á efna- hag Frakklands. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.