Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 7 DV Fréttir Víkingasveit yfirbugar Hafnfírðing með slökkvitæki innan klæða: Stakk tvo og grýtti lögreglukonu - nýlega laus úr fangelsi vegna líkamsárásar „Hann sveiflaði hnífnum með annarri hendinni og slökkvitækinu með hinni og hafði í hótunum," sagði Gísli Þorsteinsson, rannsóknarlög- reglumaður i Hafnarfírði, er hann lýsti því þegar æði rann á tæplega 23 ára gamlan Hafnfirðing á Áiftanesvegi við Presthól snemma á sunnudagsmorgun. Stakk maðurinn hníf í læri félaga síns, kastaði síðan grjóti í höfuð lögreglu- konu og stakk loks félaga hennar í upp- handlegg. Sjálfur handleggsbrotnaði maðurinn í átökunum. Hann hefur ný- verið setið í fangelsi vegna dóms sem hann fékk fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur fyrir stuttu. Málið telst upplýst og er maðurinn laus úr varð- haldi en á yfir höfði sér fiölbreyttar kærur. Slökkti í félögunum „Hann var viti sínu fiær af bræði og virtist í einhvers konar vímu,“ sagði Gísli um ástand hnífamannsins sem var fótgangandi á leið í samkvæmi þar sem hann taldi að kunningjar sínir væru. Hann mætti kunningjunum, sem voru á bil á leið úr umræddu sam- kvæmi, og tóku þeir tal saman. Fljót- lega sauð upp úr og var árásarmaður- inn skyndilega kominn með hníf og slökkvitæki sem hann haföi falið inn- Lögreglan í Hafnarfirði er með slökkvitækið sem maðurinn notaði sem árásarvopn. DV-mynd Hilmar Þór an klæða. „Þetta var sæmi- lega öflugt dufttæki, svipað og oft eru í sameignarhúsum," sagði Gísli, en tækið hafði maðurinn tekið í fiölbýlishúsi við Breiðvang. Engu togum skipti að of- beldismaðurinn sprautaði úr tækinu inn í bílinn og yfir þá sem í honum voru. Er menn- irnir í bílnum reyndu að yfir- buga manninn stakk hann einn þeir djúpt í lærið og rispaði annan á hné. Sá er hlaut áverkann á lærið mun ekki alvarlega slasaður en er þó ekki ferðafær. Ekki er vitað hvers vegna árásarmaðurinn var með slökkvitækið með sér. Þó er Ijóst að ekki var um að ræða fyrirhyggjusaman skáta sem hugðist slökkva tilfallandi elda á leið sinni. „Nei, það er langur vegur frá því. Hann hefur gefið skýringu á slökkvitækinu en hún var þó ekki trúverðug," sagði Gísli. Kópavogslögreglan óvíg Er hér var komið við sögu hafði drif- ið af hóp vegfarenda og hafði einn úr þeirra hópi kallað til lögreglu og komu tveir lögreglumenn úr Hafnarfirði á vettvang. „Þegar lögreglumennirnir komu hótaði hann öllu illu svo þeir kölluðu strax á aðstoð enda töluvert af fólki á staðnum og staðan óljós,“ sagði Gísli. Aðstoð barst frá lögregl- unni úr Kópavogi sem sendi tvö lögreglumenn á staðinn, karl og konu. Ber- serkurinn tók þá til við að kasta grjóti í lögreglu- mennina og lögreglubílana og fékk lögreglukonan úr Kópavoginum stóran stein í höfuðið neðan við eyrað þannig að skurður hlaust af og varð að sauma hann saman. Nú hafði maðurinn far- ið úr að ofan og lét svo ófriðlega að lögreglan af- réð að kalla til menn úr Víkingasveitinni og komu þeir á staðinn úr höfuð- borginni með skildi og öfl- ugt mace-úðatæki. Og það var ekki seinna vænna. „Hann var þá kominn inn í Kópavogslögreglubílinn en lögreglumaðurinn úr Kópavoginum og víkingasveitarmennimir hlupu til og handtóku hann en í átökunum varð sá úr Kópavoginum fyrir hnífsstungu í upphandlegg," sagði Gísli. „Það var margt fólk þarna og maður hugsar með skelfingu tO þess ef hann hefði ekið bílnum beint inn i hópinn," bætti hann við. Handleggsbrotinn og minnislaus Árasarmaðurinn var að lokum færð- ur í fangageymslur en ekki yfirheyrð- ur fyrr en daginn eftir og bar þá fyrir sig minnisleysi um suma atburði næt- urinnar. Málið telst hins vegar að mestu upplýst og á maðurinn yfir höfði sér kæru fyrir þrjár líkamsárásair, hótanir og skemmdarverk, en lögreglu- bilarnir skemmdust nokkuð i at- ganginunum, m.a. brotnaði rúða í ein- um þeirra. Maðurinn gekkst undir skoðun að lokinni handtöku en þó kom ekki í ljós fyrr en daginn eftir að hann var handleggsbrotinn en Gísli sagði ekki vitað hvernig það bar að. „Hann hafði lent í átökum við félaga sína og var síöan kolvitlaus í höndunum á lög- reglunni." Ofbeldismaðurinn mun ekki eiga langan afbrotaferil að baki en er þó þekktur viðskiptavinur lögreglunnar og hafði t.d. nýverið afplánað dóm fyr- ir líkamsárás í miðborg Reykjavtkur. -GAR Lokað á morgun Föstudaginn 1 7. september tökum við í notkun nýtt upplýsingakerfi og getum því ekki sinnt afgreiðslu eða símaþjónustu þann dag. Starfsemin hefst aftur á mánudag en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði meðan starfsfólkið nær tökum á nýja kerfinu. Opnað aftur á mánudaginn Orkuveita Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.