Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Innbrot í bíla: Tuga eða jafnvel undraða þúsunda tjón - sé brotist inn í bílinn þinn bílnum og stórskemmt rafkerfið, í atganginum hefur hann kannski líka rifið sætaáklæðið þannig að bíllinn er gersamlega i rúst að inn- an og óökufær. Slíkt innbrot getur kostað hundruð þúsunda króna. Ekki nærri allir nýir bílar eru búnir þjófavamarkerfi sem fer í gang þegar brotist er inn í bíl, eða tilraun gerð til þess. Flestir þeirra eru búnir þjófnaðarvörn sem hefur þann megintilgang að hindra að öll- um heila bílnum sé stolið. Flest vinna þau þannig að kveikjuláslyk- illinn er forritaður, þannig að þýð- ingarlaust á að vera að brjóta upp stýrislásinn, slíta leiðslumar úr kveikilásnum, snúa kveikjuvirana saman og starta bílnum síðan. DV hefur rætt við forsvarsmenn tveggja fyrirtækja í Reykjavík sem hafa á boðstólum innbrotsvamar- kerfi fyrir bíla og reyndar hús einnig. Fyrirtæki í þessum geira eru allmörg og framboð fiölbreytt af þessari vöra, enda innbrot útbreitt og vaxandi vandamál. Það eru vissulega hyggindi sem í hag koma að fá sér innbrotsvörn í bílinn sinn eins og kemur fram í máli þeirra Ingimundar Þórs Þorsteinssonar og Jónínu Jónsdóttur hér á síðunni. -SÁ Hvernig verður þeim við sem kemur að bílnum sínum með brotna rúðu, búið að traðka hann allan út að innan, stela öllu lauslegu sem í honum var, far- tölvu, vönd- uðum barnastól og vönduðu út- varpstæki, með geislaspilara og fiór- um hátölurum? Tjón af innbroti í fiölskyldubílinn getur hlaupið á fleiri hundruðum þúsunda króna. Ef sæmilega dann- aður þjófur hefur brotist inn í venjulegan fiölskyldubil er kannski ein hliðarrúða brotin og búið að fiarlægja útvarpið án þess að miklu meiri skemmdir hafi verið unnar. Slíkt innbrot kost- ar kannski 60-80 þúsund krónur. En oftast er skaðinn miklu meiri, þvi að þjófur- inn hefur beitt kúbeini eða öðrum grófgerðum verkfærum til að spenna útvarpið úr og eyðilagt mælaborðið og stóran hluta innrétt- ingarinnar i - enginn er óhultur, segir Ingimundur Þór Þorsteinsson Guðmundur Ragnarsson með þjófafælu til að setja í bíla. Þjófavörn í bílum: DV-mynd Pjetur Þjófar fældir á brott „Við viljum kalla þau kerfi sem við setjum i bílana þjófavörn, sem er ekki það sama og almennt er kallað þjófnaðarvöm. Þjófnaðar- vöm er fyrst og fremst búnaður til að hindra að bílnum sé stolið í heilu lagi. Þjófavöm sem við setjum í bíla gerir hins vegar tvennt; verja bílinn. gegn því að honum sé stolið í heilu lagi, en fyrst og fremst era þær fælur til að hindra að brotist sé inn í bílana og þeir stór- skemmdir auk þess sem að stolið er úr þeim verðmætum," segja Jónina Jónsdóttir og Guð- mundur Ragnarsson, eigendur Nesradíós í Síðumúlanum. Hjá Nesradíó eru í boði þjófavarnarkerfi á verðbilinu frá 25-50 þúsund krónur komið í bílinn. Verðið ræðst af því hversu margir skynjarar fylgja kerfinu og að nokkra fyrir hvaða gerðir bíla kerfin era. Ódýrastu kerfin eru búin tvöfoldum höggskynjara, ljósdíóðu og sírenu. Ljósdíóðan er á áberandi stað inni í bílnum, venjulega á mælaborðinu innan við framrúðuna og blikkar reglulega þegar kerfið er virkt. Enn fremur er bíllinn meö merkingu á áberandi stað þar sem segir að í honum sé þjófavarnarkerfi. Allt þetta segir þjófinum það að eitthvað muni gerast fikti hann við bíl- inn. Hægt er að fá margs konar aðra skynjara, t.d. skynjara sem heyra ef komið er við rúðurnar og skynjarar sem skynja hreyf- ingu inni í bílnum og einnig utan við hann. Endanlegt verð þjófavamarkerfisins ræðst af því hversu marga slíka aukaskynjara menn vilja fá í bílinn. „Allt þetta gerir það að verkum aö þjófur- inn eða skemmdarvargurinn sem kemur að bílnum í þeim tilgangi að stela úr honum geislaspilara eða farsíma lætur bílinn vera, enda úr nógum óvörðum bílum að moða,“ seg- ir Jónína í samtali við DV. Þess vegna sé það sjálfsagt fyrir fólk sem fær sér t.d. einfaldan geislaspilara í bílinn sinn að fá sér þjófnaðar- vörn um leið, því að einfaldur geislaspilari er í flestum tilfellum dýrari en þjófavömin. Þjófavörnin mun hins vegar að öllum líkind- um koma í veg fyrir að reynt verði að stela úr bílnum. -SÁ Ingimundur Þór Þorsteinsson meö fjarstýringu fyrir þjófavörn. DV-mynd Pjetur „Staðreyndin er því miður sú að það er brotist inn í allar tegundir og gerðir bíla. Það er ekkert til sem heitir drasla í augum þess- ara manna sem þetta stunda og þeim er alveg sama hver eigandinn er. Það er heldur ekkert til sem heitir rólegt eða öraggt hverfi, því miður. Það er heldur ekkert tæki í bíl svo ómerkilegt að þjófum þyki ekki taka þvi að stela þvi,“ segir Ingimundur Þór Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Aukarafs, í Skeifunni. Hjá Aukarafi fást þjófavamarkerfi fyrir bíla í 10 mismunandi gerðum/útfærslum. Verðið ræðst af því hversu margir og margs konar skynjarar eru tengdir miðstöð kerfisins og hve öflug hún er, en einnig að nokkra af því hverrar tegundar og gerðar bíllinn er. Þá ræðst verðið einnig af því hversu öflugt kerfi er valið. Ódýrastu og jafnframt einföldustu kerfin, sem kalla mætti lágmarkskerfi, kosta komin í bílinn í kringum 20 þúsund krónur. Verðið ræðst þónokkuð af því hverrar tegund- ar og gerðar bíllinn er. En öflugustu kerfin kosta talsvert meir enda era mun fleiri skynjarar tengdir við þau: bæði högg-, um- hverfis- og hljóðskynjarar sem nema snert- ingu við bílinn og hreyfingu í kring um hann. Þau gefa frá sér hljóð þegar einhverjir nálgast bílinn. Ef þeir taka ekki mark á þessum að- vörunum sem kerfin gefa frá sér er viðbúið að mjög hávær sírena fari í gang. Hún gefur frá sér um 120 decibela hljóðstyrk sem er ámóta og hávaöinn í talsvert öflugri rokkhljómsveit og vekur rækilega athygli á þeim sem eru að paufast í kringum bílinn eða aö munda verk- færi til að brjótast inn í hann. Vönduðustu og öflugustu varnarkerfin er auk þess hægt að láta stjórna öllu mögulegu í bílnum, eins og samlæsingunni, opna og loka farangursrýminu og jafnvel að setja bílinn í gang á köldum vetrarmorgni og láta hann ná að hitna og bræða ísingu af rúðunum áður en ekið er af stað. Ingimundur sagði að mögu- leikamir í þessum efnum væra fjölmargir og starfsmenn hans gæfu lesendum Hagsýni í DV allar upplýsingar. „Það er ekkert flókið að kaupa þjófavamarkerfi. Fólk kemur hér inn og segir okkur hvers það óskar og við sjáum um leið hvers það þarfn- ast,“ sagði Ingi- mundur Þór Þorsteinsson. Það er brotist inn í allar gerðir bfla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.