Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 18
18 7% Qfsláttur í 7 mánuði 7% afsláttur í 7 mánuði af aukahlutum, varahlutum og þjónustu. FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Fréttir_________________________________pv Mörg augu hvíla á erfiðum nágranna - vakta þarf Kötlu til aö íbúar fái meiri tíma til aö yfirgefa svæöiö Mikill mannfjöldi sótti fundinn f Vík eins og sjá má á myndinni. að því að mæla sem fyrst mæli- punkta sem eru uppi á jöklinum sjálfum sem gætu gefið betri vís- bendjngar um umbrot en punktur- inn sem er í Höfðabrekkuheiði, spottakorn frá eldstöðinni. Fylgjast á með vatnsföllum sem renna undan jöklinum. Við þau á að koma fyrir síritandi mælum sem gefa upplýsingar um rennslis- breytingar. Þá á að fylgjast með efnasamsetningu vatnsins sem rennur frá jöklinum, með tilliti til breytinga á efnainnihaldi þess, sem vonast menn til að hægt verði að koma skilaboðum til fólks fyrr og hindra með því það að hún valdi meiri skaða en þörf er. „Þetta getur farið á hvaða veg sem er. Öðru hverju verður alltaf viðbúnaður og Katla ofarlega í huga fólks. Ég held að allir reyni að gera sitt besta en ég veit ekki hvort fyrirvarinn næst verður lengri en síðast,“ sagði Magnús Tmni Guð- mundsson í lokaorðum sínum á borgarafundinum í Vík í Mýrdal. -NH Ljóst er að auka þarf alla vöktun á Kötlu og nánasta umhverfi hennar þannig að bregðast megi við í tíma ef náttúruhamfarir verða. Það sýnir áhuga heimamanna að um 200 íbúar Víkur í Mýrdal og nágrennis voru á borgarafundi sem haldinn var í félags- heimilinu i Vík á mánudagskvöld. Fundurinn var haldinn til að koma upplýsingum um Kötlu á framfæri til almennings, sérstaklega i ljósi þeirra atburða sem hafa verið aö gerast í Mýrdalsjökli, allt frá því að óvænt hlaup kom í Jökulsá á Sólheimasandi 18. júlí í sumar. Á fundinum voru mættir frummæl- endur frá Raunvísindastofnun Há- skólans, Norrænu eldfjallastöðinni, Orkustofnun, Veðurstofunni og Al- mannavörnum. í máli allra frummæl- enda kom einmitt fram að auka þarf alla vöktun á svæðinu með tilliti til jarðskorpuhreyfinga, vatnssöfnunar undir jöklinum, rennsli og breyting- um á ám sem undan honum renna. 110 ferkílómetra askja með þrem opum Helgi Björnsson jöklafræðingur sagði að nauðsynlegt væri að heima- menn gættu að öllum breytingum sem yrðu á jöklinum og ánum og í því efni yrði að taka tillit til sögunnar. Heim- ildir eru um að ár sem renna undan Mýrdalsjökli hafi þomað eða orðið vatnslitlar fyrir gos. Á fundinum kom fram að þetta gæti átt sér skýringu í því að þegar þetta gerðist hafi vatn safnast saman undir jöklinum vegna þess að þegar jökullinn fór að bráðna fyrir tilstuðlan aukins hita hafi hann getað skriðið fram og aukinn jökul- þungi myndað farg sem lokað hafi fyr- ir útrásir úr Kötluöskjunni. Með mælingum og rannsóknum með íssjá hefur komið í ljós að undir Mýrdalsjökli er askja sem er 110 fer- kílómetrar að stærð og botn hennar er 700 metra yfir sjó. Út úr öskjunni eru þijú meginop. Það sem er lægst er gáttin niður á Mýrdalssand sem er um 800 metra yfir sjó, hin opin úr öskjunni eru að Sólheimajökli og þar sem Entujökull fellur norður úr hon- um. Á Mýrdalssand hafa komið hlaup í flestum þekktum Kötlugosum en á Sólheima- og Skógasand hafa einnig komið hlaup og skýr ummerki eru í gljúfrum Markarfljóts eftir hamfara- hlaup. Þjóðvegunum lokað Þegar til tíðinda dregur í Kötlu er Innlent fréttaljós Njörtlur Helgason þjóðvegunum lokað á þrem stöðum: yfir Mýrdalssand, á Sólheimasandi og á Markarfljótsaurum. Hlaupin sem koma á Mýrdalssand eru kunn af frásögnum og heimildum, skrif- uðum og munnlegum. Á Sólheima- sandi og Markarfljótsaurum hafa menn ekki orðið vitni að hamfara- hlaupum en á Sólheimasandi og Skógasandi eru víða stór björg sem hafa tæplega borist fram nema í miklu flóði. Rafmagnshleðsla og elding- ar ollu dauðsföllum Eitt af því sem kom fram á fundin- um var að í gosmekki Kötlugosa verð- ur mikil rafmagnshleðsla og þar sem mökkurinn fer yfir fylgja honum miklar eldingar og skruggur. í heimildum eru einu dauðsfollin sem þekkt eru af völdum Kötlugosa vegna eldinga sem laust niður í fólk í Skaftártungu. Þessi rafmagnshleðsla í loftinu veldur mörgum áhyggjum Umferð um sandana verður lokað með skiltum eins og hér sést þyki ástæða tll. Fram kom hjá Freysteini Sig- mundssyni að flúrmengun Kötlu- gjósku væri 1/3 af því sem mældist í Heklugjósku en samt yrðu bændur að forða búpeningi á hús þar sem aska færi yfir til að komast hjá skaða. gæti bent til umbrota eða aukinnar hveravirkni. Það á að fljúga reglu- lega yfir jökulinn og mæla allar breytingar sem á honum verða, auk þess sem gervitunglamyndir verða notaðar í þeim tilgangi. í Guðrún Larsen, Helgi Björnsson, Páll Einarsson og Freysteinn Sigmundsson á borgarafundinum í Vík. vegna þess að líklegt er að henni fylgi rafmagnsleysi og að allt símasamband detti út á því svæði sem mökkurinn fer yfir. Mýrdælingar hafa sumir hveijir áhyggjur af því hvort neyðar- kerfið haldi ef gosmökkur með ösku- falli og eldingum leggst yfir svæðið í gosbyijun. Viðamikil áætlun um rann- sóknir á svæðinu Á Kötlusvæðinu er nú í undir- búningi og komin af stað viðamikil áætlun sem stefnir að því að auka alla vöktun vegna yfirvofandi at- burða. Á og við jökulinn eru þekkt- ir mælipunktar sem mældir verða upp á nýtt með nákvæmum mæli- tækjum. Einn þeirra, sem er í Höfðabrekkuheiði, var mældur á mánudag og þá komu fram hverf- andi breytingar á honum. Stefnt er kringum Mýrdalsjökul er þétt net jarðskjálftamæla sem nema minnstu hreyfingar. Undanfari Kötlugosa er yfirleitt snarpur jarð- skjáifti sem finnst í byggð um 1 til 8 stundum áður en goss verður vart. Með jarðskjálftamælingum vonast menn til að sjá fyrr aðdrag- anda goss og að hægt verði að koma skilaboðum fyrr til íbúa. Katla er erfiður nágranni þeim sem nálægt henni búa. Með aukinni þekkingu og rannsóknum á henni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.