Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Afmæli_________________ Sveinn Guðmmidsson Sveinn Guðmundsson verkfræð- ingur, Háteigsvegi 2, Reykjavík, með lögheimili að Eyrargötu 8b, Eyrarbakka, varð sjötugur í gær. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst upp i Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófl frá MR 1949, stundaði nám við HÍ, stundaði verkfræðinám við Technische Hochschule í Múnchen í Þýskalandi þar sem hann lauk verkfræðiprófi í sjálf- virkni og stýritækni 1960. Sveinn var sjálfstæður ráðgjafi 1960-64. Hann stofnaði verkfræði- fyrirtækið Sjálfvirkni 1960 og smá- sölu- og heildsölufyrirtækið Hverfitóna 1962 sem hann og eigin- kona hans starfræktu. Sveinn var verkfræðingur hjá bandaríska hemum á Kefiavíkur- flugvelli 1964-82 og aftur frá 1987 þar sem hann starfar enn. Þess á milli var hann sveitarstóri á Eyrar- bakka og starfaði síðan hjá Rafmagnseftirliti rík- isins. Sveinn hefur tekið þátt í félagsstörfum og verið formaður í ýmsum félög- um, þ.á.m. íslendingafé- lagi í Múnchen, Raf- magnsverkffæðingadeild VFÍ, Toastmasters, Kiwanis og Félagi ís- lenzkra radíóamatöra en þar er hann heiðursfélagi. Fjölskylda Sveinn kvæntist 13.10. 1957 Ingrid Gisela Gudmundsson, f. Bauer 21.5. 1938, húsmóður. Hún er dóttir Hedwig og Kurt Bauer í Þýzkalandi sem bæði eru látin. Böm Sveins og Ingrid era Sólveig Sveinsdóttir, f. 8.2. 1958; Guðmund- ur Sveinsson, f. 4.6. 1959; Sigrún Sveinsdóttir, f. 30.8. 1960; Sveinn Ingi Sveinsson, f. 11.5. 1964; Rík- harður Sveinsson, f. 28.12. 1966; Benedikt Sveinsson, f. 3.1. 1976. Systkini Sveins eru Ása Guðmundsdóttir de Groote, f. 1918, húsmóðir i Oregon í Bandaríkjun- um; Jóhannes Guð- mundsson, f. 1919, nú lát- inn; Þórunn Guðmunds- dóttir Jensen, f. 1920, fyrrv. kaupkona 1 Dan- mörku; Harald Guð- mundsson, f. 1921, búsett- ur í Reykjavík; Sigríður Guðmundsdóttir Brown, f. 1924, húsmóðir í Arizona í Banda- ríkjunum. Foreldrar Sveins vora Guðmund- ur Sveinsson, f. 12.9. 1886, togara- skipstjóri í Reykjavík, m.a. á Skalla- grími á stríðsárunum er hann og áhöfn hans björguðu 353 breskum sjóliðum, og k.h., Ingibjörg Bjöms- dóttir, f. 6.6. 1886, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Sveins, skipstjóra á Hvilft Rósinkranzsonar, b. í Tröð í Önundarfirði Kjartans- sonar, b. í Tröð Ólafssonar, frá Eyri í Önundarfirði. Ingibjörg var dóttir Bjöms, b. á Syðri-Þverá Jónssonar, alþm. og pr. á Þórðarstöðum í Fnjóskadal, bróð- ur Benedikts alþm. og Kristjáns alþm., langafa Helga Bergs, fyrrv. alþm. og bankastjóra. Systir Jóns var Kristbjörg, amma Kristbjargar, konu Sigurðar á Ystafelli. Krist- björg eldri var einnig amma Árna, alþm. frá Múla, föður Jónasar, alþm. og rithöfundar, og Jóns Múla, tónskálds og útvarpsmanns. Jón á Þórðarstöðum var sonur Kristjáns, dbrm og umboðsmanns á Illugastöðum Jónssonar, b. á Veisu Kolbeinssonar. Móðir Jóns var Guð- rún Halldórsdóttir, b. á Reykjum í Fnjóskadal Jónssonar. Sveinn Guðmundsson. Oddur Björnsson Oddur Björnsson hljómlistarmað- ur, fyrsti básúnuleikari Sinfóníu- hljómsveitar íslands, til heimilis að Mjóstræti 2B, Reykjavík, varð fer- tugur í gær. Starfsferill Oddur fæddist í Reykjavík og ólst upp í Þingholtunum. Oddur nam slagverksleik við Berklee Tónlistar- háskólann í Boston 1978, sótti einka- tíma í básúnuleik í Boston sumrin 1979 og 1980, útskrifaðist úr kenn- aradeild Tónlistarskólans í Reykja- vík 1981, lauk BM-prófi í básúnuleik frá New England Conservartory 1 Boston, Massachusetts 1985, eftir fjögurra ára nám þar, og sótti sum- amámskeið til Aspen í Colorado 1987 og Tanglewood í Berkshire- fjöllunum í Massachusetts 1983. Oddur hefur sótt alþjóðleg þing básúnuleikara 1989, 1991, 1994 og 1997 austan hafs og vestan og var gestur Roy Pickering prófessors við University of Central Florida í Or- lando vorið 1998. Oddur hefur verið fyrsti básúnu- leikari Sinfóníuhljómsveitar íslands frá 1985, en hann lék fyrst með Sin- fóníuhljómsveitinni á áslátturs- hljóðfæri við hljóðritun Sögusinfón- íu Jóns Leifs 1975 undir stjórn fmnska hljómsveitarstjórans Jussi Jallas. Oddur er einn af stofnend- um Hljómskálakvintettsins en hóp- urinn fagnar tuttugu og fimm ára starfsafmæli innan tíðar. Oddur hefur kennt við Tónlistar- skólann í Reykjavík frá 1985 og við Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá 1988. Oddur sat í stjórn Starfsmannafé- lags SÍ 1988-93, þar af formaður fé- lagsins i þrjú ár og hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir íbúasamtök Grjóta- þorps. Fjölskylda Oddur kvæntist 27.5. 1989 Ástu Kristínu Gunn- arsdóttur, f. 17.7. 1961, hjúkrunarfræðingi og flugfreyju hjá Flugleiðum siðan 1985. Hún er dóttir Gunnars S. Hvammdal, veðurfræðings í Reykja- vík, og Ástríðar Magnúsdóttur hús- freyju. Systur Ástu Kristínar eru Guð- rún Ingibjörg, húsmóðir í Orlando í Flórída, og Helga, húsmóðir í Sacra- mento, Kalíforníu. Börn Odds og Ástu Kristínar eru Hildur, f. 30.11.1992; Baldvin, f. 12.7. 1994, bæði nemendur við Landakotsskólann í Reykjavík. Systkini Odds era Gunn- ar, 15.10. 1944, sellóleik- ari og sóknarprestur í Holti í Önundarfirði; Björn, 26.1. 1948, eigandi Postmac á Kjalarnesi; Ragnar, 3.1.1949, búfræð- ingur og framreiðslumað- ur, sölumaður Becks á ís- landi; Ragnheiður, 26.12. 1952, gleraugnasmiður og húsmóðir í Reykjavík. Hálfbróðir Odds, samfeðra, er Jón, f. 7.9. 1941, húsasmiður og bil- stjóri i Reykjavík. Foreldrar Odds: Bjöm R. Einarsson, f. 16.5. 1923, hljómlistarmaður í Reykjavík, og k.h., Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 28.3. 1925, húsmóðir. Oddur Björnsson. Jón Friðjónsson Jón Friðjónsson, bóndi á Hofsstöðum í Álftaneshreppi, er sex- tugur í dag. Starfsferill Jón fæddist að Hofs- stöðum, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hann lauk barnaskólanámi í far- skóla í Hraun- og Álfta- nesskólahverfis 1953. Jón stundaði land- búnaðarstörf frá unga aldri, hóf búrekstur með foreldrum sínum á þrítugsaldri, starfaði hluta úr tveimur vertíðum í Ólafsvík 1962-64, vann við haustslátran í sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga nokkuð á annan áratug frá sautján ára aldri, var starfsmaður í Kjöt- mjölsverksmiðju Kaupfélags Borg- firðinga um níu ára skeið og verk- stjóri þar meira og minna. Jón starfaði i ungmenna- félaginu Agli Skallagríms- syni frá unglingsáram, er félagi í hestamannafélag- inu Faxa frá 1970 og hefur unnið ýmis störf á vegum félagsins, og er félagi í Félagi harmonikuunn- enda á Vesturlandi. Hann sótti endurmenntunar- námskeið á Hvanneyri, námskeið í leðuriðnaði og hefur nokkuð stundað þá iðju, og sótti námskeið til 30 tonna skipstjómarréttinda 1995. Jón er áhugamaður um hesta- mennsku og hrossarækt og hefur auk þess áhuga á bókum, lausavís- um, sjómennsku og veiðiskap. Fjölskylda Systkini Jóns eru Gestur, f. 27.6. 1928, fyrrv. svæðisstjóri Vinnueft- irlits ríkisins á Suðurnesjum, kvæntur Nönnu Jóhannsdóttur, f. 20.4. 1936 og eiga þau fjögur höm; Ólöf, f. 22.1. 1930, var gift Guð- mundi Hannesi Einarssyni, f. 20.3. 1920, d. 1.5. 1999, bónda í Eystri- Leirárgörðum og era börn þeirra þrjú; Friðgeir, f. 1.10. 1931, d. 16.1. 1994, ýtustjóri, var kvæntur Sigríði Björk Einarsdóttur en þau eignuð- ust fíögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Foreldrar Jóns voru Friðjón Jónsson, f. 7.11. 1895, d. 15.2. 1976, bóndi á Hofsstöðum, og k.h., Ingi- björg Friðgeirsdóttir, f. 14.10. 1906, d. 19.4. 1998. Þau bjuggu allan sinn búskap á Hofsstöðum. Eftir lát manns sins hélt Ingibjörg heimOi með Jóni syni sínum til dauðadags. Ætt Friðjón var sonur Jóns, b. á Hofs- stöðum Samúelssonar, vinnumanns í Knarramesi Brandssonar. Móðir Jóns var Ólöf Guðrún Jónsdóttir. Móðir Friðjóns var Sesselja Jóns- dóttir, b. í Einarsnesi Þorvaldsson- ar. Móðir Sesselju var Oddfríður Sigurðardóttir. Ingibjörg var dóttir Friðgeirs, verslunarmanns í Borgarnesi Svein- björnssonar, b. í Vogalæk og víðar Sigurðssonar. Móðir Friðgeirs var Þórdís Guðmundsdóttir. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Lífgjarnsdóttir, b. á Syðri-Rauðamel og víðar Hallgrímssonar, b. á Ur- riðaá Úlfarssonar, Lífgjamssonar, b. í Þernuvík við Djúp Jónssonar. Móðir Úlfars var Ingibjörg Tómas- dóttir. Móðir Hallgríms var Kristín Eiríksdóttir. Móðir Lífgjarns á Syðri-Rauðamel var Ingveldur Jóns- dóttir. Móðir Ingibjargar Lífgjams- dóttur var Ingveldur Jónsdóttir. Jón er að heiman á afmælisdag- inn. Jón Friðjónsson. Steinunn Júlíusdóttir Steinunn Júlíusdóttir, baðvörður - og leiðbeinandi, Háarifi 61, Snæ- fellsbæ, er fimmtug í dag. Fjölskylda Steinunn fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún giftist 30.5. 1969 Hafsteini Þórarni Björnssyni, f. 19.5. 1949, vélstjóra. Hann er sonur Björns Kristjánssonar og Guðríðar Hafliða- *■ dóttur sem bæði era látin. Böm Steinunnar og Hafsteins Þór- arins eru Júlíus Bjöm Hafsteinsson, f. 24.10. 1968, kvæntur Lísu Jenny Hafsteinsson, f. 16.2. 1977; Gunnhild- ur Kristný Hafsteinsdóttir, f. 1.7.1970 en maður hennar er Gunnar Berg- mann Traustason, f. 9.8. 1965 og er sonur þeirra Jóhann Steinn Gunn- arsson, f. 30.6. 1998; Viðar Páll Haf- steinsson, f. 21.8. 1974 en kona hans er Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir, f. 17.11.1974 og eru böm þeirra Viktor- ía Sif Viðarsdóttir, f. 30.12. 1994 og Hafsteinn Ingi Viðarsson, f. 26.10. 1997; Hlynur Hafsteinsson, f. 2.5.1976. Systkini Steinunnar eru Sigurður Thoraren- sen, f. 5.4. 1944, búsettur í Reykjavík; Bjami Ólafur Júlíusson, f. 2.6. 1951, bú- settur í Svíþjóð; Ingibjörg Júlíusdóttir, f. 7.4. 1954, búsett í Ólafsvík; Georg Júlíus Júlíusson, f. 23.3. 1956, búsettur í Hafnar- flrði. Foreldrar Steinunnar eru Júlíus Pálsson, f. 12.6. 1922, vélstjóri í Hafnar- firði, og Gunnhildur Ingi- björg Georgsdóttir, f. 11.1. 1923, húsmóðir. Hafsteinn varð fimmtug- ur þann 19.5. sl.. í tilefni af afmælum Steinunnar og Hafsteins taka þau á móti gestum á veitinga- staðnum Svörtuloftum á Hellissandi, föstudaginn Steinunn 1.10. n.k. kl. 20.00—24.00. Júlíusdóttir. Til hamingju með afmælið 16. september 90 ára Þórunn Ágústsdóttir, Dvalarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 19, Akureyri. Þórunn tekur á móti gestum í Hlíð í dag kl. 15.00-18.00. Guðrún Magnúsdóttir, Skúlagötu 72, Reykjavík. 75 ára Gísli Ólafur Emilsson, Hjallabraut 62, Hafnarfirði. Hjálmar Júlíusson, Lundargötu 13 B, Akureyri. Svanhvít Hávarðsdóttir, Múlavegi 28, Seyðisfirði. 70 ára Dagbjört Elíasdóttir, Vogatungu 61, Kópavogi. Margeir Vagnsson, Bæjartúni 11, Ólafsvík. Stella Jónsdóttir, Viðarholti, Akureyri. 60 ára Eyjólfur Jónsson, Krummahólum 10, Reykjavík. Þuriður Tryggvadóttir, Snæfellsási 15, Hellissandi. 50 ára Auður Friðriksdóttir, Teigaseli 11, Reykjavík. Guðmar Sigurðsson, Ljósabergi 36, Hafnarfirði. Hannes Sveinbergsson, Drafnarbraut 10, Dalvík. Hjördís Inga Ólafsdóttir, Frostaskjóli 17, Reykjavík. Jenný Johansen, Skallagrímsgötu 3, Borgarnesi. Sigrún Briem, Bogahlíð 18, Reykjavík. Sólveig Sveinbjömsdóttir, Norðurbraut 3, Höfn. Sólveig Valdemarsdóttir, Vesturtúni 13, Bessastaðahr. Steinþór Magnússon, Ennishlið 3, Ólafsvik. 40 ára Sturla Már Jónasson, útgerðarmaður og skipstjóri, Hjöllum 4, Patreksfirði. Aðalbjörg Jónasson, Gerðhömram 18, Reykjavík. Hlíf Guðmundsdóttir, Goðheimum 20, Reykjavík. Regína Þorkelsdóttir, Holtagerði 3, Húsavík. Sigrún Valgarðsdóttir, Grandargerði 31, Reykjavík. Sigurður Pétur Alfreðsson, Torfastöðum II, Vopnafjarðarhreppi. Valgarður Sigurðsson, Sigurðarstöðum, Öxaifjarðarhreppi. Þórunn Kristjánsdóttir, Tómasarhaga 29, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.