Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1999, Blaðsíða 33
UV FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 37 Sigurrós skemmtir á tónleikum í Iðnó f kvöld. Sigurrós, Maggi Eiríks ogKK Blásið verður til stórtónleika í Iðnó í kvöld. Þar mæta til leiks hljómsveitin Sigurrós og hins veg- ar félagamir Magnús Eiríksson og KK, Kristján Kristjánsson. Enginn vafi er að Sigurrós er sú hljóm- sveit islensk sem rís hæst um þessar mundir og eru margir á því að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hún bankar á dyr í út- löndum. Hljómsveitin hefur að undanförnu verið á hljómleika- ferð um landsbyggðina og ljúka þeir félagar þessari tónleikaferð með tónleikunum í Iðnó. Skemmtanir Félagamir Maggi Eiríks og KK hafa einnig verið á tónleikaferð um landið, undir yfirskriftinni Óbyggðirnar kalla, og er þeirri tónleikaferð ekki lokið. Þeir era meðal bestu og vinsælustu tónlist- armanna í léttari geiranum og eiga að baki marga viðburði sem fest hafa í minningunni. Báðir hafa þeir verið iðnir við að leika blúsinn í gegnum tíðina og þegar þeir sameina krafta sína í þessari skemmtilegu tónlist eiga gestir von á góðu. Auk blúsins leika þeir eigin lög og væntanlega verða þeir með ný lög sem koma út á vænt- anlegri plötu með honum. Fíkn og vímu- efnaneysla Hér á landi er staddur dr. Albert Ellis, heimsþekktur sálfræðingur frá Bandaríkjunum, til að halda námskeið um sálræna meðferð í tengslum við félög íslenskra félags- ráðgjafa, geðlækna, hjúkrunarfræð- inga og sálfræðinga. Hann heldur opinn fræðslufyrirlestur um fíkn og vímuefnaneyslu fyrir fagfólk og al- menning í íþróttahúsi Víðistaða- skóla í Hafnarfirði, í kvöld kl. 19.30. Allt áhugafólk um áfengis- og vímu- efnamál er hvatt til þess að mæta á fúndinn. Fundarstjóri er Gunnar H. Birgisson sálfræðingm'. Um orðræður og völd Amdís Guðmundsdóttir mann- fræðingur verður með rabh á veg- um Rannsóknastofu í kvennafræð- um í dag kl. 12-13 í stofú 101, Odda. Rabbið ber yfirskriftina: Um orð- Samkomur ræður og völd. Tvær konur og kvennabarátta í kringum aldamótin 1900. Fjallað verður um baráttu Ingibjargar H. Bjamason (1868-1941) og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940) fyrir bættri stöðu kvenna í íslensku samfélagi um og eftir aldamótin 1900 og hvemig þær rufu þá þögn sem umlukið hafði konur ffarn að þeim tíma. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins eru birtar myndir af ungbömum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. Háskólabíó: Dauðasyndirnar sjö hjá Sinfóníunni Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á starfsárinu verða í Háskólabíó í kvöld, kl. 20. í vetur mun Sinfóníuhljómsveitin halda upp á áramótin með tónleikaröð þar sem tónlist tuttugustu aldarinnar verða gerð skil. Varla er til hliðstæða við aðra öld í tónlistarsögunni hvað fjölbreytni varðar enda er útkoman spennandi og kemur sífellt á óvart. A tónleikunum á fimmtudaginn verða flutt verk eftir tvö framsækin tónskáld: Die sieben________________ Todsúnden eftir Kurt Weill og Apollon musa- gete eftir Igor Stravinsky. Um er að ræða balletttónlist frá milli- stríðsárunum - miklum umbrotatím- um í listum og menningu. Með Dauða- syndunum hóf Kurt Weill aftur sam- Tónleikar starf við Bertolt Brecht sem áður hafði m.a. skilað frá sér hinni sivin- _________sælu Túskildingsóperu. Hvorugt verkanna hefur verið flutt áður á íslandi. Hljómsveitarstjóri verður Anne Manson og einsöngvarar Marie McLaughlin, Gunnar Guðbjömsson, Guðbjörn Guðbjörnsson, Thomas Mohr og Nicholas Garrett. Anne Manson stjórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á æfingu í gær. Skýjaö meö köflum Austlæg átt, víða 5-8 m/s, en sums staðar 10-15 austantil. Skýjað með köflum og þurrt að mestu vest- Veðrið í dag anlands fram á kvöld, en annars rigning eða súld um land allt. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi. Höfuðborgarsvæðið: Austlæg átt 5-8 m/s og skýjað með köflum, en fer að rigna í nótt. Hiti 10 til 15 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.52 Sólarupprás á morgun: 06.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.34 Árdegisflóð á morgun: 11.07 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 9 Bergstaöir rigning og súld 8 Bolungarvík rigning 8 Egilsstaöir 10 Kirkjubœjarkl. rigning 10 Keflavíkurflv. rigning 10 Raufarhöfn alskýjaö 9 Reykjavíic súld 10 Stórhöfói súld 9 Bergen Helsinki heiöskírt 2 Kaupmhöfn skýjaó 14 Ósló alskýjaö 12 Stokkhólmur súld 10 Þórshöfn alskýjaö 11 Þrándheimur þokuruöningur 10 Algarve heiöskírt 18 Amsterdam þokumóöa 14 Barcelona léttskýjaö 20 Berlín léttskýjaö 13 Chicago skýjað 17 Dublin rigning 15 Halifax skúr á síö. kls. 19 Frankfurt alskýjaö 20 Hamborg skýjaó 16 Jan Mayen súld 4 London léttskýjaö 10 Lúxemborg skúr á síö. kls. 12 Mallorca léttskýjaö 17 Montreal léttskýjaö 20 Narssarssuaq léttskýjaö 5 New York rigning 21 Orlando skýjaö 27 París heiöskírt 11 Róm rigning 18 Vín heiöskírt 17 Washington rigning 17 Winnipeg heiöskírt 15 Helstu vegir um hálendið færir Helstu vegir um hálendið era nú færir. Það skal áréttað að þótt vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við að þeir séu færir jeppum og öðr- um vel útbúnum fjallabílum. Færð á vegum Vegimir um Kjöl, Kaldadal og yfir í Landmanna- laugar frá Sigöldu em þó færir öllum bílum. dVSkafrenningur m Steinkast Hálka Qd Ófært Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmark m Þungfært (g) Fært fjallabtlum Ástand vega Daníel Már Litli drengurirm sem faðir hans heldur á hefur fengið nafiiið Daní- el Már. Hann fæddist á Bærum- Barn dagsins sjúkrahúsinu í Noregi 19. júlí síð- astliðinn. Við fæðingu var hann 3180 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans era Irene Maud Kristiansen og Jakob Elías Jak- obsson. Fjölskyldan býr í Noregi. Sean Gullette leikur stærðfræði- snillinginn Maximillian. Bíóborgin sýnir bandaríska vís- indatryllinn Pí, en myndin var frumsýnd í lok Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Aðapersónan er Maxi- millian Coen, gáfaður maður, stærðfræðisnillingur sem veit ekk- ert skemmtilegra en ráða stærð- fræðiformúlur, en hann gengur ekki heill til skógar, er veikur á sinni og sú veiki ágerist. Hann hef- ur í langan tíma verið að vinna að formúlu sem myndi gjörbreyta hlutabréfamarkaðnum. Max finn- ur að ef honum á að takast að finna lausnina áöur en geðveikin nær tökum á honum verður hann að vinna hratt. í örvænting- arfullri leit sinni í , torráðnum tölum '////////, Kvikmyndir '^H|. tekst honum óvænt að komast að leyndarmáli sem allir eru tilbúnir að drepa fyrir til aö komast yfir. Pí var fyrst frumsýnd á Sund- ance-kvikmyndahátíöinni og fékk leikstjóri myndarinnar, Darren Aronofsky, leikstjórnarverðlaun en Pí er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Inspector Gadget Saga-Bíó: Wild Wild West Bíóborgin: Pí Háskólabíó: The Bride of Chucky Háskólabíó: Svartur köttur, hvítur köttur Kringlubíó: Analyze This Laugarásbíó: Thomas Crown Affair Regnboginn: Star Wars: Episode I Stjörnubió: Big Daddy Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 loga, 8 hól, 9 rif, 10 fram- andi, 11 lofa, 13 utan, 15 ötull, 17 mynni, 19 kvahb, 20 bæti, 21 snemma, 22 lærdómurinn. Lóðrétt: 1 rauða, 2 hlemmur, 3 mjög, 4 sviðið, 5 afkomenduma, 6 karlmannsnafn, 7 ósköp, 12 fugl, 14 nægilegi, 16 starf, 18 venju, 19 leit, 20 féll. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 bústins, 8 árla, 9 lán, 10 stóll, 11 ró, 12 bar, 14 autt, 16 Ok, 17 ögrar, 20 ris, 21 afli, 23 autt, 24 ást. <■ Lóðrétt: 1 bás, 2 úrtaki, 3 sló, 4 tala, 5 illur, 6 nár, 7 snót, 12 bora, 13 röst, 15 tals, 18 gat, 19 rit, 22 fá. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.