Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 fréttir Ofbeldi í ÁTVR í Austurstræti: Ráðist á starfsmenn - öryggismál í ólestri, segir verslunarstjóri Margrét Erludóttir og Erling Ólafsson telja öryggi starfsmanna í verslunum ÁTVR ótryggt. DV-mynd Teitur „Þegar ég kom heim í gær frá slysa- deildinni og varð orðin rólegri kom óhugur í mig. Ég fór að hugsa: ef ég hitti hann aftur, hvað þá?“ sagði Mar- grét Erludóttir, starfsstúlka í ÁTVR í Austurstræti, en hún lenti í átökum við óánægðan viðskiptavin á fimmtu- dag. Ungur þeldökkur maður, sem mun hafa talið sér misboðið er hann var beðinn að framvísa persónuskil- ríkjum, á nú yfir höfði sér kæru vegna líkamsárásar. Starfsstúlka á kassa hugðist ganga úr skugga um aldur unga mannsins en hann taldi hana sýna sér kynþátta- fordóma með beiðninni um skilríkin. Hann lagði peninga á borðið fyrir bjórkippu í glerflöskum sem hann ætl- aði að kaupa og gerði sig líklegan til að halda á braut. Ruddi sér leið út Margrét, sem var á lagernum þeg- ar ósættið kom upp, segist hafa heyrt mikinn fyrirgang og hraðað sér á staðinn. Hún sagðist hafa reynt að tala piltinn til, m.a. með því að reifa lagalegan bakgrunn málsins og skyldur starfsfólks, en að deilan hefði stigmagnast þar til hann henti bjórnum í gólfið og réðst til atlögu á hana og síðar á Erling Ólafsson verslunarstjóra þegar þau freistuðu þess að varna honum útgöngu. Hún meiddist á handlegg en Er- ling á hné við þann atgang. Mannin- um tókst þó að komast út úr versl- uninni og í bíl tveggja félaga sinna sem biðu fyrir utan en kom fljótlega tii baka þar sem hann hafði gleymt farsíma í versluninni. Þá var lög- regla komin á staðinn og voru þre- menningarnar færðir á lögreglustöð Austfirðir: Vegir færir Vegurinn um Hólmaströnd, um tvo kílómetra utan við Eskifjarð- arkaupstað, var opnaður af Vega- geröinni um hálftvöleytið í gær en vegurinn hafði verið ófær frá því um nóttina vegna aurskriðna. Síðdegis i gær var þó enn verið aö vinna að því að hreinsa veginn. Bundið slitlag er á veginum á þessum slóðum og sagði Guðjón Þórarinsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, að svo virtist sem skemmdir á vegin- um væru tiltölulega litlar. Erfitt mun vera að henda reiður á hversu margar skriður féUu á Hólmaströnd en þær voru a.m.k. sex talsins á um 1,5 kílómetra kafla. Hringvegurinn um Breiðdal skemmdist á þremur stöðum og rofnaði við Höskuldarstaðasel snemma i gærmorgun en Vega- gerðin hafði náð að opna hann um kafíileytið, að sögn Guðjóns. Þá sagði Guöjón að vegurinn viö Tóarsel í Norðurdal í Breiðdal hefði verið ruddur en aurskriða féll umhverfis bæjarhúsin og á veginn í bítið í gær. Hann sagði nokkrar vatnaskemmdir hafa orð- ið við Þorvaldsstaði gegnt Tóar- seli handan Norðurdalsárinnar. -GAR til yfirheyrslu en síðan sleppt. Árás- armaðurinn á lögheimili i Reykja- vík og er 24 ára gamall. Margrét segir unga manninn hafa kýlt sig í öxlina og siðan marðist hún og tognaði á hendi þegar mað- urinn var að reyna að komast út um dyrnar. Þrir menn réðust inn í matvöru- verslunina Strax í Kópavogi í gær og slógu eldri mann og hrintu tveimur konum áður en þeir flúðu með ránsfeng sinn, 100 þúsund krónur í peningum. Það var klukkan korter yfir þrjú sem mennirnir komu inn í verslun- ina og hrintu afgreiðslukonu og Meira öryggi í sjoppum „Sannleikurinn er sá að öryggis- málin hér eru í lamasessi. Ég er bú- inn að biðja um að öryggisþátturinn verði lagaður en það er ekki hlustað á mig,“ sagði Erlingur Ólafsson verslunarstjóri. „Þegar heimurinn er orðinn svona harður þyrfti að stúlku, sem stödd var í versluninni, í gólfið og skipuðu þeim að liggja þar. Þá slógu þeir fullorðinn karl- mann svo hann féll einnig í gólfið. Ræningjamir hirtu að þessu loknu fé úr tveimur afgreiðslukössum Strax og létu einnig greipar sópa um peningaskáp í bakherbergi. Talið er að ræningjamir hafi kom- vera hér lögreglumaður, maður sem getur eitthvað." Öryggisvörður frá öryggisgæslu- fyrirtæki hefur verið sendur í versl- unina og á að vera þar næstu daga, að sögn Erlings. „Nú era þeir hræddir og ég sagði við stjórnendur fyrirtækisins að nú væru þeir komnir í djúpan skít að hafa ekki viijað hlusta á okkur. Starfsfólkið var nýbúið að senda bréf með kvörtun undan öryggisleysinu hér,“ sagði Erlingur. Margrét sagði uppákomuna á fimmtudag ekki vera þá fyrstu af þessum toga og að slíkum viðburð- um færi hratt fjölgandi. T.a.m. hefði Erlingi verslunarstjóra verið veitt hnefahögg í andlit og hrækt á hann fyrir nokkrum vikum og menn hefðu gengið berserksgang og brotið vínflöskur og haft í hótunum. Hún sagðist hafa rætt við forstjóra ÁTVR og að hann hefði lofað úrbótum í ör- yggismálunum. „Það er skrýtið ef ríkisfyrirtæki getur ekki lagt í þenn- an kostnað þegar sjoppueigendur hafa komið sér upp öflugum kerf- um,“ sagði Margrét. -GAR ist undan með 100 þúsund krónur eins og áður sagði. Konurnar tvær hlutu enga áverka en maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sámm hans. Löreglan hafði ekki haft uppi á ræningjunum um kvöld- matarleytið í gær. Þeir huldu ekki andlit sitt við ránið og hefur lögregl- an tiltekna menn grunaða. -GAR Það er líf og fjör og glens og síðast en ekki síst sumargaman í Ijósmyndum þeim sem lesendur hafa sent í Sumar- myndasamkeppni DV. Keppninni er lokið og verðlaunamyndir hafa verið valdar eins og fram kemur aftar í blaðinu í dag. Meðfylgjandi mynd sýnir sumarstemninguna í keppninni en hún var tekin í Bolungarvík í sumar og sýnir tvo afa bíða eftir að barnabarnið komi í heiminn. I fljótu bragöi er hins vegar ekki alveg Ijóst hvar barnið er niðurkomið ef marka á mittismál þelrra sem á myndinni eru._-EiR Kópavogur: Ræningjar beittu ofbeldi Dómur í Æsumáli væntanlegur Vitnaleiðslur og málflutningur fóru fram fyrir Héraðsdómi Vest- flarða í gær í Æsumálinu en það er Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja Harðar Bjamasonar skipstjóra, sem fórst með skipi sínu, sem stefnt hefur út- gerðinni, Skelfiski hf., til greiðslu bóta. Kolbrún unir því ekki að Hörður sé talinn hafa borið ábyrgð á þvi að Æsan sökk fyrir rúmum þremur árum. Þá dregur hún í efa sjóhæfni skipsins eftir margvíslegar breytingar sem gerðar höfðu veriö á því án þess að útgerðin hefði aflað til þess tilskilinna leyfa. Lögmaður Kolbrúnar kallaði tvö vitni fyrir réttinn, þá Róbert Hall- björnsson, fyrrverandi vélstjóra á Æsu, og Rúnar Garðarsson, fyrrver- andi skipstjóra Æsu, en hvorugur þeirra var þó í áhöfn skipsins er það fórst. Skýrsla var tekin af vitnunum í gegnum síma þar sem þeir áttu ekki heimangengt. Kolbrún sagði í sam- tali við DV að þeir hefðu verið kall- aðir fyrir réttinn til að lýsa vinnu- reglu um borð sem laut að því hver hefði átt að dæla sjó úr lest skipsins og loka síðan manngengri lúgu á dekkinu. Hún sagði berlega hafa akomið í ljós í gær að það verk hefði ekki verið í verka- hring skipstjórans en hann hafði einmitt verið átal- inn fyrir van- rækslu vegna þessa í skýrslu Kolbrún Sverris- rannsóknarnefnd- dóttir. ar sjóslysa. Lögmaður Skelfisks sagði m.a. að Hörður hefði borið ábyrgð á slysinu þar sem hann hefði átt að segja vél- stjóra sínum að dæla sjónum úr lest- inni og loka lúgunni. Kolbrún sagðist telja það fráleitt: „Þá ætti skipstjór- inn alveg eins að fyrirskipa kokkin- um að salta fiskinn i pottunum." Hún segir að í sínum huga sé nú endanlega ljóst aö Æsuslysið hafi ekki orðið fyrir vanrækslu eigin- manns síns. Auk Harðar fórst Sverrir Sigurðsson með Æsunni en hann var faðir Kolbrúnar. Málflutningi er lokið og dæmt verður í málinu innan fjöguira vikna. „Það er enginn vafi að ég mun áfrýja tapi ég málinu," sagði Kolbrún. -GAR stuttar fréttir Undirrituðu yfirlýsingu Utanrikisráðherra Rússlands, Igor S. Ivanov, kom í opinbera í heimsókn til landsins í gær í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- s herra. Ráðherr- arnir undirrit- uðu sérstaka viljayfirlýsing um samráð ríkjanna í framtíðinni. Þá ræddu þeir um samstarf íslands I og Rússlands á viðskiptasviðinu, einkum í sjávarútvegi og fram- kvæmd á fiskveiðisamningi ríkj- anna. Vísir.is greindi frá. Lárus Orri til WBA Lárus Orri Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er genginn til ; liðs við enska B-deildarliðið West Bromwich Albion. Lárus Orri hefur ; undanfarin fimm ár leikið með Stoke City en hefur um nokkra hríð | verið á sölulista hjá félaginu sem leikur í C-deildinni. WBA greiðir 40 milljónir króna fyrir Lárus Orra | sem hóf ferilinn hjá Þór á Akureyri. Dæmdir fyrir smygl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi | í gær átta skipveija flutningaskips- j ins Hvítan^ss til Qársekta vegna : smygls á áfengi og tóbaki. í april sl. Ifundust í skipinu um 1200 lítrar af sterku áfengi og eitthvað af bjór og tóbaki. Bylgjan greindi frá. Vísar gagnrýni á bug Borgarstjóri vísar á bug ummæl- um formanns samgöngunefndar Al- þingis um að til- laga R-listans um almenna at- kvæðagreiðslu um Reykjavík- urflugvöll sé árás á lands- byggðina, dóna- skapur og lítils- virðing. Borgarstjóri segir ástæðu- laust að gefa sér ákveðna niður- ■ stöðu í málinu. Sín afstaða sé sú að borgarbúar eigi að fá að kjósa um þetta mál. Bylgjan greindi frá. Hækkun Seðlabankans Bankastjórn Seðlabanka íslands hefur ákveðið að hækka vexti bank- : ans um 0,6%. Ástæðan er meiri ? verðbólga en bankinn gerði ráö fyr- f ir í júlí og aukin útlán banka. Gera má ráð fyrir að viðskiptabankarnir hækki vexti í kjölfarið. GSM-tuflanir Hluti GSM-kerfis Landssímans var kominn í lag siðdegis í gær eft- ir miklar truflanir í kerfinu frá því um hádegi. BOunin olli þvi að erfitt var að ná sambandi. Enn er ekki vitað hvað olli biluninni. RÚV sagði frá. Fara úr BSRB Félag íslenskra leikskólakennara gengur úr BSRB um næstu áramót og sækir um aðild að Kennarasam- bandi íslands á stofnþingi þess 11- til 13. nóvember næstkomandi. Þetta var ákveðið með atkvæða- greiðslu félagsmanna þar sem 97,8% þeirra sem greiddu atkvæði vora fylgjandi því að segja sig úr BSRB. Vísir.is greindi frá. Málþing um tvítyngda Félagið Fjölbreytni auðgar stend- ur í dag fyrir málþingi í Gerðu- bergi. Þar verður fjallað um mennt- unarmál nýbúa, en sú staðreynd að 90-100% tvítyngdra barna fara ekki í framhaldsskóla eða hætta námi þar fljótlega þykir 'mikið áhyggju- efni. Bylgjan greindi frá. Fiskvinnslunefndir í ræðu Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra á aðalfundi Fé- lags fiskvinnslu- stöðva kom fram að ráð- herra hyggst skipa nefnd tO að skoða sam- keppnisstöðu fiskvinnslunnar, hverra kosta hún á völ og hvert hún stefnir. Einnig hyggst hann skipa nefnd tO að kanna meðferð sjávarafla og koma með tOlögur tO úrbóta. Vís- ir.is greindi frá. -AA/-ÓÓJ/-GA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.