Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 MlÞ~\T Qtlönd Skemmtilegar uppljóstranir í nýrri bók um sovésku leyniþjónustuna: í fullu starfi við að fleka konur Margir hefðu sjálfsagt öfundað John Symonds af starfi hans. Symonds var um árabil á mála hjá sovésku leyniþjónustunni KGB þar sem hann hafði það hlutverk að ferðast um heiminn og forfæra kon- ur sem störfuðu við sendiráð vest- rænna ríkja. Þannig tókst honum, eins og til var ætlast, að véla út úr konunum allrahanda upplýsingar sem húsbændur hans í Moskvu sótt- ust eftir. Upplýsingar um njósnir Symonds koma fram i nýrri bók, Sverðinu og Erlent frétta- Ijós skildinum, eftir fyrrum skjalavörð hjá KGB, Vasilí Mítrókhín, og breska sagnfræðinginn Christopher Andrew. Bókin hefur vakið gífur- lega athygli i Bretlandi, kannski ekki síst fyrir upplýsingamar sem þar er að finna um hina 87 ára gömlu og góðlegu langömmu, Melitu Norwood, sem var einhver mikilvægasti njósnari KGB í Bret- landi, og jafnvel víðar, i flörutíu ár. Lyginni líkast Saga Symonds og ástarnjósna hans er lyginni líkust, reyndar svo lygileg að þegar hann gaf sig fram við bresku leyniþjónustuna árið 1980 var honum vísað á dyr sem „draumóramanni". Skjöl i vörslu Mítrókhíns staðfesta hins vegar all- ar upplýsingarnar sem Symonds hefur veitt. Symonds lenti í klónum á KGB eftir að hann yfirgaf Bretland vegna ákæru um spillingu í starfi. Hann hafði verið lögregluþjónn. í viðtali við breska sjónvarpið BBC, sem verður sent út á morgun, sunnudag, segir hann frá ævintýrum sínum. Ástarlífsskóli KGB „Mér var kennt að verða betri elskhugi. Ég var kannski enginn sérstakur elskhugi fyrir og þurfti því á kennsku að halda. Það var mjög huggulegt. Tvær fallegar kon- ur komu til að kenna mér. Að því loknu ferðaðist ég um allt og reyndi að komast í kynni við og forfæra stúlkur og konur i sendiráðum ým- issa landa,“ segir Symonds í viðtal- inu við BBC. Breska blaðið The Guardian birti hluta viðtalsins á dögunum. Á sama tíma fékk Symonds grunnþjálfun í njósnarafræðum, svo sem um hvernig finna eigi ákjósan- lega staði til að afhenda eða sækja upplýsingar. Symonds þurfti líka að liggja yfir alls slags tilbúnum ævi- sögum sem oftast voru þess eðlis að gera hann eftirsóknarverðari og áhugaverðari í augum kvenfólksins. „Þetta var leikur. Allir tóku þátt í honurn," segir Symonds. „Bretar sendu ritara sem agn. Rússar, Bandaríkjamenn og Frakkar fylgdu svo á eftir.“ HITACHI Rafmagns verkfæri • Borvélar • Borhamrar • Slípirokkar • Hleðsluvélar • Sagir • Nagarar • Hersluvélar • Juðarar • Fræsarar • Brotvélar HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Symonds segir að þetta hafi ekki snúist um að hoppa upp í rúm með einhverri konu og svo fram úr fimm mínútum síðar. Kynlífið var hörkuvinna „Þeir sendu mér mjög fallegar konur til að þjálfa mig upp í að verða nærfærinn og tillitssamur elskhugi. Þetta var hörkuvinna. Þetta var ekki bara til að veita mér kynferðislega ánægju. Þetta var bara einn liður í löngu ferli að heilla konuna, fá hana til að finnast ég vera eini maðurinn í heiminum landi.“ í bók sinni segir Mítrókhín að Symonds hafi gegnt lykilhlutverki í falli Willys Brandts Þýska- landskanslara. Sultan hennar ömmu Allt þar til um síðustu helgi var Melita Norwood aðeins þekkt fyrir frábæra sultu sem hún bjó til á lát- lausu heimili sínu í suðurhluta Lundúna. Rétt eins og Symonds iðrast sú gamla einskis, nema þá helst alls ónæðisins sem hún hefur valdið Hver hefði trúað því að óreyndu að þessi góðlátlega gamla kona, bæði amma og langamma, hefði verið einhver ötuiasti njósnari sovésku leyni- þjónustunnar KGB á Vesturlöndum í fjörutíu ár? En þannig var það nú samt. Breskir fjölmiðlar flettu ofan af Melitu Norwood í síðustu viku. fyrir hana áður en reynt var að plata hana til að taka skjöl úr pen- ingaskápnum." Á átta ára njósnaferli dró Symonds hundruð kvenna úti um allan heim á tálar. Hann leggur þó áherslu á að þetta hafi verið mikil vinna þvi hann hafl þurft að fara varlega þegar hann reyndi að kom- ast í kynni við þær, kynna sér venj- ur þeirra og annað þar fram eftir götunum. Eftir átta ár var hann þó búinn að fá nóg, sneri heim og gaf sig fram sem KGB-njósnara. En var bara vísað á bug. „Ég lifði góðu lífi,“ segir Symonds. „Ég gekk í KGB og fékk að sjá heiminn á fyrsta farrými. Ég ferðaðist um allt fyrir verkefni mín og skemmti mér vel. Ég bjó á bestu hótelunum, fór á flottustu bað- strendurnar, hafði aðgang að falleg- um konum, ótakmarkað fé fyrir mat, kampavín, kavíar og annað sem ég girntist. Þetta er reynsla mín hjá KGB. Ég iðrast einskis af því að ég var neyddur til að flytja úr öðrum, einkum þó fjölskyldu sinni, eftir að flett var ofan af henni í fjöl- miðlum. Breska leyniþjónustan hafði lengi vitað af henni. Norwood var aðeins 25 ára þegar hún hóf að njósna fyrir Sovétríkin. Ástæðurnar voru pólitískar því hún var, og er, ákaflega vinstrisinnuð. Að minnsta kosti safnaði hún ekki digrum sjóðum fyrir áhættuna sem hún tók fyrir KGB. Segir ekki orð Melita hafði starfað í fimm ár hjá bresku málmrannsóknarfyrirtæki þegar njósnir hennar hófust. Stofn- unin vann þá við þróun kjarnorku- vopn’abúnaðar Breta. Þegar hún féllst á að vinna fyrir KGB hafði hún verið gerð að ritara forstjóra stofnunarinnar og hafði því aðgang að fjolda viðkvæmra upplýsinga. Norwood, sem þótti afspyrnugáf- uð ung kona, kom leyndarmálum Breta í hendur útsendara Moskvu- valdsins á leynilegum fundum. Hún neitar enn að ræða um hvemig hún kom skjölunum í hendur Rússa og einnig neitar hún að greina frá því hver lokkaði hana til að starfa fyrir KGB. Hún heimsótti Rússland I síðasta sinn árið 1979, í fylgd eiginmanns síns, stærðfræðikennara sem lést árið 1986. í þeirri ferð hafnaði hún enn einu sinni að þiggja fé fyrir njósnir sínar. Hún vildi bara að Rússar fengju tækifæri til að standa jafnfætis Vesturveldunum. Smyglaði í sokkunum Maðurinn á bak við uppljóstran- irnar, Vasilí Mítrókhín, er orðinn 77 ára gamall og liflr í Bretlandi undir fölsku nafni. Hann starfaði í skjalasafni erlendrar deildar KGB í höfuðstöðvunum i Moskvu frá ár- inu 1956 þar til hann settist í helgan stein árið 1984. Þar hafði hann að- gang að leyniskjölum um starfsemi leyniþjónustunnar á Vesturlöndum. Straumhvörf urðu í lífi hins trygga Mítrókhíns um miðjan átt- unda áratuginn. Þá var hann orðinn mjög vonsvikinn með kommúnista- leiðtoga Sovétríkjanna, sem hann hafði svo dyggilega þjónað allt sitt líf, og reiður yfir þeim óhæfuverk- um sem framin voru í nafni komm- únismans. Mítrókhin tók að smygla leyniskjölum út úr höfuðstöðvunum í sokkum sínum og annars staðar innan klæða, skrifaði þau upp þegar heim var komið og gróf þau siðan í mjólkurflöskum og öðrum ílátum í garði sumarhúss síns. Á tíu ára tímabili tókst honum að smygla þrjú hundruð þúsund skjölum. Þegar Mítrókhín var kominn á eftirlaun beið hann þolinmóður eft- ir rétta augnablikinu til að stinga af til vesturs. Tækifærið kom í ferð til Lettlands árið 1992. Þangað tók hann með sér þúsundir skjalaafrita og hélt rakleiðis til bandaríska sendiráðsins í lettnesku höfuðborg- inni Riga. Hann fór fram á hæli í sendiráðinu en Bandaríkjamenn vísuðu honum á dyr þar sem þeir töldu að skrifelsi hans væri fals .eitt. Bretar trúöu honum Bretar voru öllu opnari og tóku við Mítrókhín. Hann var fluttur mjög fljótlega til Bretlands, geflð nýtt nafn og nýtt hús á leynilegum stað og rífleg eftirlaun. Ungur breskur leyniþjónustu- maður var sendur til Moskvu til að sækja afganginn af skjölum Mítrók- híns. Hann gróf þau upp án nokk- urra vandkvæða. Greinilegt var að enginn hafði minnsta grun um at- hafnir skjalavarðarins fyrrverandi og enginn virtist sakna hans. Breska blaðið Sunday Times seg- ir að skjölin, sem voru grafin upp í Moskvu, hafi verið send með diplómatapósti frá breska sendiráð- inu í Moskvu. Þau fylltu hvorki fleiri né færri en sex kistur. Mítrókhín segir í viðtali við breska blaðið Times að það hafi tek- ið hann nokkur ár að átta sig á blekkingum kommúnismans. „Þetta voru ekki nein skyndium- skipti,“ segir hann. „Ég sá misræm- ið milli þess sem þeir sögðu og hins raunverulega lífs.“ Mítrókhín greinir frá njósnastarf- semi KGB víðs vegar um heiminn í bók sinni, meðal annars á Ítalíu, í Frakklandi og Bandaríkjunum. Byggt á Aftenposten, Jyllands- Posten, BBC, o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.