Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 JjV 26 %taðan ertu? augarvatn Hverageröi 'Selfoss DV Gúmmískórnir komu stjóm- málamað- urinn: Tony Blair. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Horíi lítiö á sjónvarp. Leiðinlegasta auglýsingin: j Pass, vil ekki vera kvikindis-1 leg. Leiðinlegasta kvikmyndin:| Tin Cup, ömurleg. Sætasti sjónvarpsmaður-J inn: Þorsteinn Joð á Stöö 2. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi Ozio. Besta „pikköpp“-línan: „Þú ert með fallegustu rithönd sem ég hef séð.“ Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór: Flugfreyja og eiga mitt eigið fyrirtæki. Eitthvað að lokum: Ég hlakka til að koma heim og sjá útkomuna á þessu. Ólafur Örn Haraldsson ólst upp í skólasamfélaginu á Laugarvatni: miklu en þetta sýnir hugarfarið, virðinguna fyrir lífinu og um- hverfmu.“ Þótti ekki aimennt fýsilegra á þessum tíma að þeysa um á átta gata tryllitæki með brilljantin í hári og kók og prins í kjöltunni en að klyíja sig tjaldi og viðlegubún- aði og hafast við á fjöllum? „Ég held það. Þau voru í öllu falli miklir frumkvöðlar í þess háttar lengri gönguferðum með tjald þegar það þótti nokkur sér- viska að standa í þess háttar. Ferðalög voru stöðugt til umræðu á heimilinu. Faðir minn ritaði meðal annars talsvert fyrir Ferða- félagið, árbækur og ýmsar grein- ar. Landið, sagan, íslenskt mál og menning var það sem ég ólst upp við á Laugarvatni, staðurinn sjálf- ur og foreldrar mínir sáu til þess.“ Túkall fyrir síma- þjónustu Heldur þú að það hafi verið mik- ill munur að alast upp á Laugar- vatni samanborið við Reykjavík? „Já, að sjálfsögðu en samt ekki eins mikill munur og er núna á Reykjavík og stað sambærilegum við Laugarvatn. Reykjavík var ekki stórborg eins og nú en samt sem áður var munurinn mikill. Þarna var engin verslun, allar vör- ur voru pantaðar og komu með mjólkurbílnum næsta eða þarnæsta dag. Þannig að það var Bryndís Björg Einarsdóttir fegurðardís: Bryndís er annar fulltrúa íslands í keppninni um titil- inn „Ungfrú Norðurlönd": Fullt nafn: Bryndís Björg Einarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 17. janúar 1979. Maki: Sigmar Vilhjálmsson. Böm: Engin, ekki strax. Skemmtilegast: Að hafa það notalegt með vinum, fjöl- skyldu og kærasta. Leiðinlegast: Að þurfa að vinna þegar ég er þreytt og að * horfa á leiðinlega bíómyndir. Uppáhaldsmatur: Soðin ýsa með kartöflum og smjöri en mexíkanskur, tacó og slíkt, sem spari. Uppáhaldsdrykkur: Diet- Coke og undanrenna (ekki saman þó!). Fal- Ólafur Örn, hinn skeleggi þing- maður Framsóknarflokksins, hef- ur gengið yfir Grænlandsjökul og Suðurpólinn og gengur nú ákveðið fram í umræðunni um virkjana- mál á Austurlandi enda mikiÚ úti- vistarmaður og náttúruunnandi. Hann er þingmaður Reykvíkinga, fæddur á Njálsgötunni en rekur upprunann hins vegar á austari slóðir: „Ég fluttist að Laugarvatni þeg- ar ég var þriggja ára og ólst þar upp. Foreldrar mínir, Haraldur Matthiasson og Kristín Sigríður Ólafsdóttir, fóru að kenna við Menntaskólann að Laugarvatni og þangað komu þau með börn og búslóð árið 1951.“ Tuskaðist við nemendur Hverjar eru fyrstu minningar þínar frá Laugarvatni? „Þær eru frá fyrsta húsinu sem við bjuggum í, nemendahúsinu Björk, sem var gamalt bárujárnsk- lætt timburhús. Þar bjuggum við ásamt nemendunum fýrstu fjögur árin eða allt þar til foreldrar mín- ir byggðu sér hús, Stöng, þar sem þau búa ennþá. Fyrsta veturinn í Björkinni bjuggum við í öðrum enda hússins við hlið annarrar fjölskyldu og nemendurnir í hin- um endanum. Við systkinin vor- um fjögur, öll barnung, og þrengsl- in voru mikil. Fyrstu minningar mínar snúast flestar um leiki á ganginum á heimavistinni innan um nemenduma." Sættu þeir ekki lagi að hrekkja afkvæmi lærimeistarans? „Nei, nei. Ég þvældist alltaf mik- ið sem strákur með nemendunum á Laugarvatni. Ætli ég hafi ekki verið það sem kallað er atorku- ekkert hægt að máta gúmmískóna - maður var bara með númerið nokkurn veginn á hreinu og tók því sem að höndum bar og með bílnum kom! Þarna var símstöð og maður fór fljótlega að vinna sér inn aura með því að hlaupa og sækja fólk í sím- ann, túkall fyrir hvert skipti. Laugarvatn var bara eins og önn- ur þorp - íslenskt dreifbýlismenn- ing - fyrir utan þetta „frjóa“ um- hverfi því þarna voru fimm skólar og mörg hundruð unglingar í heimavist. Þetta var mjög sérstakt samfélag og maður naut þess. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér aðstöðu unglinganna sem dvöldust þarna frá hausti til vors, sum voru þarna sjö vetur, byrjuðu 13 ára í gagnfræðaskóla og klár- uðu menntaskólann tvítug. Þau borðuðu alltaf í mötuneyti, bjuggu alltaf með öðrum á heima- vistinni og einkalífið var nánast ekkert. Þetta hlýtur að hafa reynst mörgum óhörðnuðum táningnum erfitt, fjarri foreldrum og fjöl- skyldu. Á þessum tíma var hug- takið einelti ekki þekkt og von- andi hefur ekki mikið verið um það þarna. En það er nokkuð víst að margt tárið hefur fallið á kodda eftir að ljósin voru slökkt." Ólafur Örn vinnur nú hörðum höndum að bók um leiðangur hans, sonar hans, Haraldar Amar; og Ingólfs Bjamasonar á Suðurpól- inn. Hvenær má búast við að hún líti dagsins ljós? „Ég er að vonast til að bókin komi út fyrir jólin,“ segir Ólafur að lokum og beinir huganum aftur til Suöurs. -fln leg- asta mann- eskjan (fyrir utan maka): Ert þú ekki nokkuð sætur? Annars era það Keanu Reeves og Brad Pitt. Fallegasta röddin: Bergþór Pálsson og Pavarotti. Uppáhaldslíkamshluti: Fal- legir fótleggir, á körlum og konum. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Það er alltaf margt sem má betur fara en ég er frekar hlutlaus. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Batman - rúnta á sportbílnum. Uppáhaldsleikari: Sean Connery. Uppáhaldstónlistarmaður: Enginn sérstakur, Madonna hefur verið góð upp á síðkast- ið. Ég er alæta á tónlist - þó ekki þungarokk. Sætasti Þingvallavatn samt barn. Þeir höfðu gaman af að mana mig upp í alls konar glæfra- skap.“ Manstu eftir einhverju sér- stöku? „Ja, það er nú ekki allt eftir haf- andi,“ segir Ólafur og kímir. „Þeir fengu mig til dæmis til að klifra hingað og þangað, utan á húsum og þess háttar. Svo man ég eftir því að hafa verið kominn út á mitt Laugarvatn á bílslöngu sem ég hafði fléttað snæri innan í og sett þar mottu. Þessu reri ég um vatn- ið og þurfti reyndar enga áskorun til þess. En ég tuskaðist við nem- heim eða neitt þess háttar. Eitt af því glæfralegasta sem við gerðum var hið svokallaða jakahlaup, sem fór fram á vatninu þegar voraði og leysingar hófust. Það var náttúr- lega háskaleikur en þessi einstaki staður bauð upp á svo marga möguleika til leikja: busl og báta- ferðir á vatninu, skautasport á veturna; heita vatnið og svo auð- vitað fjallið sem togaði í mig frá fyrstu tíð. Þetta var mjög fjöl- breytilegt og gott umhverfi að al- ast upp í.“ Hlúð að blómi Haraldur, faðir Ólafs, er doktor í íslensku, mikill náttúruunnandi og göngugarptn- og móðir hans ekki síöur. Er hugsanlega eitt- hvert göngugen í ættinni? „Já, ábyggilega en uppeldið gerði einnig sitt. Móðir mín er- mikill áhugamaður inn plöntur og garðyrkju og hlúir að gróðri hvar sem hún sér hann. Einu sinni voru þau á göngu kringum Lang- jökul og þar sá mamma geldinga- hnapp í Hallmundarhrauni sem var aðkrepptur vegna uppblásturs. Hún stoppaði og hlúði að blóminu. Það hefur nú kannski ekki breytt endur og lét þá spana mig upp í ýmis konar ævintýri. Það reyndist þeim ábyggilega yfirleitt auðvelt!" Og hver voru svo viðbrögð for- eldranna? „Þau voru góð og jákvæð. Ég ólst upp við mikið frjálsræði eins og mörg börn á þessum tíma, sem ég held að sé bömum nauðsynlegt ásamt hæfllegum aga. Þannig lærði maður töluvert mikið að bjarga sér. Ég man aldrei eftir því að hafa verið sóttur, sagt að koma með mjólkurbílnum - og göngugenið með móðurmjólkinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.