Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 32
« trimm LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 JLJ*"V Framundan... September: 18. Skaftárhlaup n Hefst kl. 14.00 við Hótel Kirkju- | bæjarklaustur. Vegalengdir: 10 I km með tímatöku og 3 km án j tímatöku. Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening. Bikar | fyrir 1. sæti í karla- og kvenna- 1 tlokki í 10 km. Útdráttarverðlaun. Skráning frá kl. 12.00 á Hótel “ Kirkjubæjarklaustri. Þátttökugjald kr. 700,12 ára og | yngri kr. 400. 25. Öskjuhlíðarhlaup ÍR n Hefst kl. 11.00 við Perluna og skráning frá kl. 09.30. Vegalengd: 5 km með tímatöku. Flokkaskipt- 1 ing, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára, 17-39 ára, 1 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og ■ eldri. Upplýsingar Ólafur I. Ólafs- ;; son í síma 557 9059 og Jóhann Úlf- | arsson í síma 587 2853. Október: 2. Sparisjóðshlaup UMSB n 30 km boðhlaup. Hver sveit skal skipuð 10 hlaupurum, þar af skulu vera a.m.k. 4 konur. Hver | hlaupari hleypur 3 x 1 km (1 km í f senn þrisvar sinnum). Skráning- | ar skulu berast skrifstofu UMSB, Borgarbraut 61, Borgamesi, sími I 437 1411. 9. Víðavangshlaup íslands n Eftir er að ákveða keppnisstað. Vegalengdir: Tímataka á öllum | vegalengdum og flokkaskipting: I Strákar og stelpur, 12 ára og yngri, piltar og telpur 13-14 ára (1 km), meyjar 15-16 ára (1,5 km), 1 sveinar 15-16 ára, drengir 17-18 ára, konur 17 ára og eldri (3 km), I karlar 19-39 ára, öldungaflokkur 1 40 ára og eldri (8 km). Fjögurra | manna sveitakeppni í öllum ald- ursflokkum, nema í öldunga- I flokki, þar er þriggja manna. 10. Sri Chinmoy Friðarhlaup n Hefst kl. 14.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd: 2 mílur | (3,2 km). Flokkaskipting ákveðin siðar. Verðlaun fyrir fyrstu í 1 mark og bestan árangur á heims- I visu. Upplýsingar í síma 553 9282. 23. Vetrarmaraþon n Hefst kl. 10.00 og 11.00 við Ægi- síðu, Reykjavík (fyrri tímasetn- I ingin er fyrir þá sem ætla sér að i vera yfir 4:15 tíma að hlaupa vegalengdina). Vegalengd: mara- þon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upplýsingar Pétur I. Frantzson í síma 551 4096 og símboða 846 1756. .... . .... ...... Grafarvogshlaup Fjölnis Síðastliðinn laugardag fór fram árlegt Grafarvogshlaup Fjölnis og mætti þar myndarlegur fjöldi kepp- enda. Keppt var í 10 km með tima- töku og 2,5 km án tímatöku. Alls luku 40 keppendur 10 km hlaupinu, en fjórðungur þeirra voru konur. Jafnframt var keppt í þriggja manna sveitakeppnum í bæði karla og kvennaflokki. Bjartmar Birgis- son náði bestum tíma keppenda, en hann hljóp 10 km á 36,29 mínútum. Steinar Friðgeirsson kom á hæla Birgis í mark á tímanum 36,36 mín- útur. Erla Gunnarsdóttir, sem veitir hlaupahópi Grafarvogs forstöðu, náði bestum tima í kvennaflokki, 42,55 mínútur. Hér á eftir fylgja úr- slit i 10 km, aldurs- og kynflokkuð: Karlar 18 ára og yngri Ólafur Dan Hreinsson 42,51 Haukur Lárusson 44,35 Sveinn Elías Elíasson 45,37 Daniel John Guðmundsson 47,22 Bjarki Sveinsson 57,15 Karlar 19-39 ára Bjartmar Birgisson 36,29 Jón Jóhannesson 37,10 Dagur Eqonsson 37,37 Ingólfur Amarson 38,34 Hrólfur Þórarinsson 41,07 Stefán Örn Einarsson 42,04 Ásgrímur Guðmundsson 42,23 Ingi Þór Hermannson 52,24 Hugi Ólafsson 52,47 Birgir M. Barðason 57,24 Karlar 40 ára og eldri Steinar J. Friðgeirsson 36,36 Pétur Helgason 39,42 Sigurjón Sigurbjömsson 41,30 Þórólfur Matthíasson 43,21 Vöggur Magnússon 43,33 Tryggvi Jónsson 44,14 Þorbergur Leifsson 45,14 Gunnar J. Geirsson 45,48 Hörður Sverrisson 46,46 Gottskálk Friðgeirsson 47,54 Gunnlaugur Júlíusson 48,14 Eyjólfur Guðmundsson 49,31 Aðalsteinn Geirsson 52,55 Helgi Árnason 53,54 Þorkell Ólason 54,49 Konur 18 ára og yngri Jóhanna Ingadóttir 62,06 Kristín Birna Ólafsdóttir 63,46 Konur 19-39 ára Erla Gunnarsdóttir 42,55 Jónína Ómarsdóttir 46,24 Þórey Gylfadóttir 49,34 Theodóra Geirsdóttir 51,55 Úrsúla Junemann 53,37 Konur 40 ára og eldri Hildur Ríkharðsdóttir 50,49 Bára Ketilsdóttir 51,02 Bryndís Svavarsdóttir 58,07 Sveitakeppni karla: 1. sæti Karlarnir: Þórólfur Matthíasson Bjartmar Birgisson Steinar J. Friðgeirsson 2. sæti Landnámsmenn: Sigurjón Sigurbjörnsson, Ingólfur Arnarson Hrólfur Þórarinsson 3. sæti Haustmenn: Vöggur Magnússon Pétur Helgason Jón Hóhannesson 4. sæti Fjölnir: Ólafur Dan Hreinsson Þorbergur Leifsson Tryggvi Jónsson 5. sæti Ektamenn: Haukur Lárusson Sveinn Elías Sveinsson Daniel John Guðmundsson 6. sæti NR: Þorkell Ólason Gunnar J. Geirsson Gottskálk Friðgeirsson Sveitakeppni kvenna: 1. sæti Kellurnar: Erla Gunnarsdóttir Jónina Ómarsdóttir Þórey Gylfadóttir •2. sæti Fjölnir: Hildur Ríkharðsdóttir Jóhanna Ingadóttir Kristín Bima Ólafsdóttir -ÍS Skaftárhlaup 18. september: Stefnt að árvissum viðburði - keppt verður í 3 km og 10 km með tímatöku Svæðið í kringum Kirkjubæjarklaustur er ótrúlega skemmtilegt fyrir hlaupara. Veður er yfirleitt með eindæmum gott á þessum árstíma. Hlaupaflóran verður æ fjölbreytt- ari og árlega bætast við nýjar hlaupaleiðir. Hlaupum á ýmsum fal- legum stöðum úti um land fjölgar og nú um helgina bætist eitt slíkt við. Áhugamenn um víðavangshlaup á Kirkjubæjarklaustri hafa ákveðið, í samvinnu við Reykjavíkurmaraþon, að efna til Skaftárhlaups. Hlaupið fer fram í dag, laugardaginn 18. september, og hefst klukkan 14:00 við hótel staðarins. Af hálfu heima- manna munu Svanhildur Davíðs- dóttir, hótelstjóri á Hótel Kirkjubæj- arklaustri, og Karl Rafnsson standa að skipulagningunni. „Keppt verður í tveimur vega- lengdum, 3 km án tímatöku og 10 km með tímatöku, bæði í karla- og kvennaflokki," segir Karl. „Hlaupið verður frá hótelinu og út úr því í austurátt. Hlaupið dregur nafn sitt af Skaftá sem rennur hérna í gegn- um þorpið. Svæðið hérna í kringum Klaustur er ótrúlega skemmtilegt fyrir hlaupara, veðrið er yfirleitt með eindæmum gott á þessum árs- tíma og haustlitirnir fallegir. Eg hef búið héma síðastliðin 7 ár og í min- um huga er september skemmtileg- asti árstíminn. Upplagt er fyrir fjölskyldur að koma hingað og nýta sér sértilboð sem er á gistingu þessa helgi. Tveggja manna herbergi með morg- unverði á Hótel Kirkjubæjar- klaustri er á 5.800 krónur. Hægt er að gera margt annað en að hlaupa. Á þessum tíma árs er fært inn í Lakagíga, Núpsstaðarskóg og það er aðeins um þriggja kortera akstur austur í Skaftafell.“ Stefnt er að því að Skaftárhlaup verði árviss viðburður. „Við byrjum smátt en ætlum að gera þetta að ár- vissum viðburði og vinsælu hlaupi,“ segir Karl. Styrktaraðilar hlaupsins verða Austurleið-SBS og Hótel Kirkjubæj- arklaustur. Allir keppendur fá verð- launapening og bol. Þeir sem ná bestum tíma í karla- og kvenna- flokki fá bikara og einnig verða út- dráttarverðlaun. -ÍS Olympíumót í hugaríþróttum 1999 Tveir skákmeistarar, David Levy og Raymond Keene, ákváðu fyrir nokkrum árum að halda Ólympíu- mót í hugaríþróttum. Þátttaka var heldur dræm fyrstu árin, þrátt fyrir að verðlaunafé væri síður en svo skorið við nögl. í ár var þátttaka með besta móti og margir af bestu bridgemeisturum heimsins tóku þátt. Mótið er ávallt haldið í London seinni hluta ágústmánaðar. Viðræður eru í undirbúningi milli þeirra félaga og forseta WBF, José Damini, og er búist við að sam- starf muni takast. Ungur norskur bridgemeistari, Espen Erichsen, og félagi hans U. Durmus sigruðu með yfirburðum í tvímenningskeppninni og þeir voru einnig í sigursveitinni i sveita- keppninni ásamt Robson og Courtn- ey. Erichsen býr nú í London og hans helsta lifibrauð er rúbertu- spilamennska. Zia Mahmood og Paul Chemla urðu I öðru sæti í tvímenningnum, en með töluvert lakari skor en sig- urvegaramir. Við skulum skoða eitt skemmti- legt spil frá keppninni, sem kom fyr- ir miUi efstu para. N/AUir N/0 * 32 * 762 * - * KD1098632 * K106 * G10954 * 432 * 74 ♦ Á9754 V . ♦ G9765 ♦ ÁG5 4 DG8 * ÁKD83 •f ÁKD108 * Með Durmus og Erichsen í n-s, en Chemla og Zia í a-v, þá gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur pass 1 spaði 2 spaðar(l) pass! 4 hjörtu pass 6 hjörtu dobl pass pass pass (1) 5 spaðar og fimmlitur í láglit Fáir aðrir en Zia hefðu passað við tveimur spöðum með áttlit í laufi, en þegar sex hjörtu komu tU hans, þá gaf hann Lightnerdobl, þ.e. bað um óeðlilegt útspil. Chemla var ljóst, að Zia var með eyðu í öðmm hvorum láglitnum, en hvor var það? Þar eð hann átti tvo ása taldi hann líklegra að suður væri með eyðu í spaða og hann spU- aði því út laufaás. Durmus lagði upp, sex unnir. Með tígli út er slemman tvo niður og þótt erfitt sé að gagnrýna stiga- hæsta spUara Evrópu held ég að lík- urnar bendi á tígulútspU. Á öðru borði voru sagnir fremur kindarlegar : Norður Austur Suður Vestur pass 1 spaði dobl 3 lauf pass pass 5 lauíl pass pass ! dobl!! pass pass 5 hjörtu pass pass dobl pass pass pass Suður var Boris Schapiro, ný- bakaður heimsmeistari eldri spU- ara, en í austur sat Martin Hoffman, bridgerithöfundur og at- vinnuspilari. Hoffman hefir ef- laust verið hræddur um, að suður næði ekki 91. aldursárinu, ef hann passaði fimm lauf og hann gaf and- stæðingunum eitt tækifæri. Hann fylgdi síðan þeirri ákvörðun eftir með spaðaás og meiri spaða. Þar með unnust fimm hjörtu dobluð með yfirslag og framlengdi lif suð- urs í leiðinni. Umsjón Stefán Guðjohnsen Bikarkeppni Bridgesambands íslands lýkur um þessa helgi og verða undanúrslit spiluð í dag, en úrslitaleikurinn á morgun. Ástæða er til þess að hvetja alla til þess að bregða sér í Þönglabakka 1 og horfa á spennandi leiki. Stefán Guðjohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.