Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 36
'48 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 rt,3£uJ JL Grálúðusafarí með ísmanninum: Bjórdósir og borgarísjakar Grænlandsferöir hafa á síðustu árum vakið áhuga íslendinga. Nokk- uð er um að íslenskir ferðamenn fari til Suður-Grænlands og veiði hreindýr og vatnafisk í skipulögð- um ferðum. Þá er auðvitað talsvert um ferðalög til höfuðstaðar Græn- -lands, Nuuk, á vesturströndinni. Flestir ferðamenn leggja þó leið sfna til Kulusuk, 300 manna þorps á Austur-Grænlandi. íslandsflug og fleiri bjóða dagsferðir tii þorpsins þar sem fólki gefst kostur á að sjá í hnotskurn frumstætt grænlenskt samfélag. Þeir eru nokkrir ferða- mennirnir sem falla fyrir hinu gróð- ursnauða landi þar sem hafís og skriðjöklar setja svip sinn á allt. Aðrir telja sig hafa séð nóg af Græn- landi eftir fjóra klukkutíma í Kulusuk. Flestir sem þar koma taka afstöðu annaðhvort með eða á móti. Á dögunum fór undirritaður til Ammasalikfjarðar í heimsókn til Sigurðar Péturssonar, eða ísmanns- -.ins ógurlega, sem býr í þorpinu Kuumiit hvaðan hann stundar grá- lúðuveiðar á plastbáti eins og lýst hefur verið í DV. Viö fjörðinn þar sem hafís er um allt eru fjögur byggðarlög þar sem hátt í 4000 manns búa. Höfuðstaðurinn er Ammasalik með um 1800 íbúa. Þarna eru einnig þorpin Kulusuk sem áður er getið, Kuumiit og Serimilak með 300 til 500 íbúa hvert. Staðirnir eru á svipaðri norðlægri breidd og norðanvert ísland eða á milli 65 og 66 gráður norður. Bílar - . eru fáséðir og að meðaltali ein trakt- orsgrafa í hverju byggðarlaganna. í Kulusuk eru tveir leigubílar sem skjögra um grýttan vegarslóða milli þorps og flugvallar og það var nokk- uð skondið að minnstu munaði að þeir lentu í árekstri þegar undirrit- aður var á förum. Grálúðusafarí Farið var í „grálúðusafarí" með Sigga ísmanni þar sem túristamir ásamt ismanninnum beittu línuna og lögðu ásamt því að gera að aflan- um. Venjulega er hann einn á plast- báti sínum, Leifi Eiríkssyni, með kvenkokk en nú var áhöfnin alls fjórir. Tveir frá DV, sem i hjáverk- um tóku ljósmyndir og skráðu at- ’burði, og síðan íslendingurinn Gunnar Bragi Guðmundsson, for- stjóri stórfyrirtækisins Nuka, sem með þessu móti kom sér í burtu frá símum og tölvum. Forstjórinn gekk einna ákafast fram við grálúðuveiðarnar þrátt fyr- ir augljóst reynsluleysi. Það höfðu vart sést önnur eins tilþrif og þegar hann fékk leyfi til að fara á gogginn. Ógurlegt öskur kom frá ísmannin- um þegar forstjórinn missti 5 kílóa lúðu. Svo mikill var hávaðinn í ís- manninum að sjófuglar á stóru svæði tóku til flugs með ‘•ísmaðurinn og föruneyti þeyttust á 18 sjómílna hraða milli allra þorpa við Ammasalik-fjörð og þar var ýmislegt að sjá. Flestir ferðamenn leggja þó leið sína til Kulusuk, 300 manna þorps á Austur-Grænlandi. íslandsflug og fleiri bjóða dagsferðir til þorpsins þar sem fólki gefst kostur á að sjá í hnotskurn frumstætt grænlenskt samfélag. DV-myndir Róbert Reynisson lagsins og í „þvottahúsinu" stóðu nýtísku þvottavélar í röðum. Þrátt fyrir vatnsleysið er áber- andi hve þrifið fólk er og vel til fara. Börn eru klædd að vestrænum hætti og ef grænlensk böm væra ekki dökk yfirlitum væri útilokað að þekkja þau frá íslenskum börnum. Utandyra er sóðalegt á íslenskan mælikvarða og var það sérstaklega áberandi í Serimilak þar sem ekki er holræsakerfi og niðurfóll úr eld- húsi liggja út úr húsveggnum og skolplækir tifa létt um grýtta slóða. Þá var það sammerkt með öllum þéttbýlisstöðum að tómar bjórdósir og umbúðir utan af snakki eru alls staðar. Raunar hermdu óstaðfestar heimildir að snakkið og bjórinn væri að margra mati langmikilvæg- asta neysluvaran. Margir eru sagðir kvíða því einu þegar vetur stendur þegar umræddar nauðsynjavörur seldust upp. Þegar vorskipið kemur í apríl-maí er að sögn sömu heimildarmanna byrjað á því að skipa upp nokkrum brettum af hinni vestrænu munaðarvöru. Þegar inn á heimilin var komið var snyrti- mennskan þvert á móti yfirleitt alls- ráðandi og þrifnaðurinn mikill. Hrátt selspik með bláberjum íbúar þorpanna lifa flestir af styrkjum frá Danmörku enda at- vinnutækifæri fá og eiginlega ekki annað en þjónusta við túrista og veiðimennska af öllu tagi. Þeir sem ekki eru á beinum styrkjum eru veiðimennimir sem fá óbeina styrki til kaupa á bátum og búnaði til veið- anna. Þaö er óhætt að mæla með því við fólk að taka sér ferð á hendur til Grænlands. Ægifagurt land og geð- þekkt fólk sem lifir lifi sem er gjöró- líkt því sem íslendingar þekkja. Há glæpatíðni í landinu snýr í algjörum undantekningartilfellum að ferða- mönnum enda algengast að Græn- lendingar gangi í skrokk á vanda- mönnum. Drykkjuskapur sem er áberandi ætti ekki að fæla fólk frá enda inúítarnir sjálfum sér verstir. Við gesti eru þeir einstaklega hlýleg- ir og ekki skemmir landslag sem á engan sinn líka. Þeir sem eru nýj- ungagjamir í mat geta prófað að borða hrátt selspik með aromat- kryddi eða gengið alla leið og snætt fugla í heilu lagi. Þar er algengast að um sé að ræða rjúpur sem settar eru með innyflum og fjöðrum í sels- maga. Sett eru bláber með og bundið fyrir og látið kæsast. Siðan borða heimamenn með bestu lyst. Ferð til Austur-Grænlands er ógleymanleg. Andstæðurnar eru afgerandi og upp úr i minningunni standa ýmist bjór- dósir eða borgarísjakar. Reynir Traustason Börn eru klædd að vestrænum hættl og ef grænlensk börn væru ekki dökk yfirlitum væri útilokað að þekkja þau frá íslenskum börnum. vængjaslætti og busli. Ekki gekk minna á er forstjórinn, sem reyndar keypti aflann sjálfur, missti af annarri grálúðu. Hann náði þó með undraverðum hætti að henda frá sér goggnum og slengdi báðum höndum utan um fiskinn sleipa. Þar sem lúð- an var að renna úr greipum hans notaði hann það eina hjálpartæki sem tiltækt var og beit í hnakka lúö- unnar og hélt henni. Afleiðingarnar urðu þær að daginn eftir fékk hann vart mælt fyrir harðsperrum í kjálkakvöðvum. Snakk og bjór mikilvægasta neysluvaran ísmaðurinn og föruneyti þeyttust á 18 sjómílna hraða milli allra þorpa við Ammasalik-fjörð og þar var ým- islegt að sjá. Það er gífurlegur mun- ur á lífskjörum þeirra sem þarna búa og grannanna á íslandi. Renn- andi vatn er fátítt og íbúamir þurfa aö rogast með vatnið í brúsum heim að húsum; oft upp erfiðar brekkur og í miklu fannfergi að vetrinum. Sama á við um olíuna sem þarf að bera heim í hús en flest húsanna eru olíukynt. Fylgifiskur þess að ekki er rennandi vatn er sá að sal- emi eru fátíð og notast fólk við föt- ur. í Kuumiit eru þrír starfsmenn sem hafa vinnu á vegum sveitarfé- lagins við að tæma fötur. Þeir aka um á traktor með kerru og voru mjög glaðir í bragði þrátt fyrir „skítadjobbið". Það gekk mikið á þar sem þeir hálfhlupu með föturn- ar með tilheyrandi gusugangi og skvettu í kerruna. Þvottaaðstaða heimamanna var á vegum sveitarfé- Allt stærst í París Parísarbúar hugsa stórt þegar kemur að hátiðarhöldum vegna nýs árþúsunds. Miklar fram- kvæmdir eru í borginni og marg- ar skemmtilegar nýjungar sem vafalaust eiga eftir að gleðja borg- arbúa jafnt sem ferðamenn. Með- al þess nýjasta má nefna nýtt par- ísarhjól á Place de la Concorde sem er 60 metra hátt. Útsýni úr hjólinu þykir hreint magnað og er ferðamönnum gefinn kostur á að njóta leiðsagnar á fimm tungu- mSlum. Þá hefur veriö búinn til loftbelgur í jarðarlíki og tekur hann um þrjátíu manns í hverri flugferð. Þá ætla Parísarbúar að setja á loft heimsins stærstu hel- íumblöðru og mun hún svifa yfir borginni um áramótin. Star Trek-sigling Aðdáendur kvikmyndanna og sjónvarpsþáttanna Star Trek hafa þann sið að fara í skemmtisigl- ingu einu sinni á ári. Nú styttist í ferðina í ár en lagt verður upp þann 14. október næstkomandi og meðal viðkomustaða verða löndin Costa Rica og Kólumbia i Mið- Ameríku og nokkrar eyjar á Karí- bahafi. Star Trek-fólki ætti ekki að leiðast um borð því efnt verð- ur til málþinga um efni þáttanna, haldin vegleg spurningakeppni um þættina og að sjálfsögðu verða þættirnir og kvikmyndirnar sýndar allan sólarhringinn í nokkrum sölum skipsins. Nánari upplýsingar um fyrirhugaða sigl- ingu er að fá á slóðinni mem- bers.aol.com/cruisetrek á Netinu. Windsor aldrei vinsælli Það tilheyrir að fara i skoðunar- ferð þegar menningarborgin London er sótt heim. Nú nýtur Windsorkastali mestra vinsælda og er líklegur til að slá aðsóknar- met annað árið í röð. í fyrra skoð- uðu 1,5 milljónir manna kastalann eða þann hluta hans sem opinn er almenningi. í ár er gert ráð fyrir að fjöldi gesta verði enn meiri. Næst á eftir Windsor í vinsældum eru dómkirkjan í Kantaraborg og Tower of London en báðir þeir staðir hafa verið þeir alvinsælustu eða allt þar til Windsor skaut þeim ref fyrir rass.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.