Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 49 Vinnupallar og kranar byrgja sýn ferðamanna: Róm undirlögð af verktökum - borgin eilífa á að líta vel út við nýtt árþúsund Róm er ekki svipur hjá sjón þessa dagana en gríðarlegar byggingar- framkvæmdir standa nú yfir víða í borginni. Byggingarkranar og vinnu- pallar setja mikinn svip á borgina en vegna árþúsundamótanna á borgin að líta betur út en nokkru sinni fyrr. Margar frægustu byggingar og fom- minjar eru því huldar vinnupöllum og það sem helst ber fyrir augu ferða- manna eru hópar byggingarverka- manna sem vinna hörðum höndum að endurbótum. Að sögn ferðamálaráðs Rómar hafa undanfarnir mánuðir verið þeir verstu í mörg ár; þ.e. ferða- mönnum hefur snarfækkað enda hefur kvisast út hvernig ástatt er í borginni. Það er þó huggun harmi gegn að reiknað er með ekki færri en 30 milljónum ferðamanna til borgarinnar á árinu 2000. Þá hafa margir ferðamenn lýst yfir vonbrigðum sínum með að geta til dæmis ekki heimsótt Péturs- Vinnupallar og framkvæmdagleði einkennir Rómaborg þessa dagana. Ferðamenn klöngrast yfir Vittorio Emanuele-brúna í Róm. í baksýn sést Castel Sant’Angelo þar sem endurbætur eru í fullum gangi. Símamynd Reuter kirkjuna og fleiri staði en viða er lokað tímabundið vegna framkvæmd- anna. Margir ferðamenn skilja líka lítið í allri framkvæmdagleð- inni því skilti ferðamálaráðsins, þar sem greint er frá því að endurbætur standi í sam- bandi við árið 2000, eru öll á ítölsku. Péturskirkjan er til að mynda hulin vinnutjöldum, helmingur hringleikahússin Colosseum er lok- aður almenningi og götur og gang- stéttir á svæðinu frá Péturskirkj- unni að Spænsku tröppunum eru á köflum rústir einar og hafa margir ferðamenn lýst göngu um svæðið sem mestu raunagöngu. Borgaryfirvöld i Róm biðja fólk að sýna biðlund og segja að það versta verði yfirstaðið í lok þessa mánaðar. Það verður sem sagt óhætt að heimsækja Róm innan skamms og ferðamenn geta þá séð fornar byggingar með berum aug- um í stað þess að rýna í póstkort eins og margir hafa þurft að gera á síðustu vikum. Reuter Bronshestur da Vinci á stall eftir 500 ár Risavaxinn bronshestur lista- og vísindamannsins Leonardo da Vincis, listaverk sem pantað var fyrir meira en fimm hundruð árum en meistaranum tókst aldrei að ljúka við, var nýlega af- hjúpaður í Mílanó. Hesturinn er gjöf frá Bandaríkjamönnum til ítölsku þjóðarinnar. Það var greifinn af Mílanó, Lodovico Sforza, sem árið 1482 pantaði bronsstyttu af hesti hjá Leonardo da Vinci. Leonardo vann að stytt- unni í 17 ár en lánaðist ekki að ljúka henni. Síðan liðu fimm hundruð ár en árið 1977 réð fyrrum flugmaður myndhöggvarann Nina Akamu til að annast lokafrágang stytt- unnar. Bronshesturinn gleður nú augu þeirra sem heimsækja Mílanó. Hann er engin smásmíði, 115 tonn að þyngd, 7 metrar á j hæð, 9 metrar á lengd og 2 á I breidd. Hann kostaði 6 milljónir dala og kvað vera algerlega jarð- l skjálftaheldur. í >. íslandsvinur árþúsundsins Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV, Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir þaö eru aö mati íslendinga sem skaraö hafa fram úr og hvaöa atburöir hafa sett hvaö mestan svip á síðustu 1000 árin í sögu íslands. Nú stendur yfir val á íslandsvini árþúsundsins og lýkur því laugardaginn 18. September. Taktu þátt á www.visir.is. Eftirtaldir íslandsvinir fengu flestar tiinefningar: Damon Albarn Erlendi feröamaöurinn Jörundur hundadagakonungur Kristján IX Danakonungur Rasmus Christian Rask Willard Fiske 1 wmk 's&smmBSk írisir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.