Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 33 Toyota: Sjöunda kynslóð Toyota Celica Ný Toyota Celica er frumsýnd á bílasýningunni í Frankfurt. Samanboriö við eldri gerðina er Celica styttri en með lengra á milli hjóla sem þýðir að hún hef- ur mun styttri fram- og aftur- enda. Þessi nýja Celica er með há- þróaða 1,8 lítra VVT-i vél með sex gíra beinskiptingu. Hún skil- ar af sér 143 hö. við 6.400 sn.mín. og 170 nm við 4.200 sn.mín. Bíll- inn er með 6 gíra handskiptingu. Celica hefur verið homsteinn- inn í velgengni Toyota í mótor- sporti um allan heim og vann heimsmeistarakeppnina í ralli árin 1993 og 1994, en sú Celica sem við sjáum í Frankfurt er sjö- unda útfærslan með þessu nafni gegnum tíðina. í þessum nýja bíl má sjá af- rakstur nýrra hugmynda, m.a. í hönnun rýmis. Samtvinnað er straumlínulagað ytra útlit með langt á milli hjóla sem skilar sér í góðu innra rými. Hugmyndin að hönnuninni var fengin frá út- liti kappakstursbíla, eins og Toyota-keppnisbúsins GT-One, og mótorsportbíla, en þaðan kom hinn lengdi hjólabúnaður með „hjól úti á homi“. Þetta gefnr betri aksturseiginleika og há- marks innra rými. Bíllinn er aðeins 1.100 kg, 60 kg léttari en gerist og gengur í þessum stærðarflokki, og gott jafnvægi hefur náðst milli þyngdar og afls. Eyðslan er að- eins 7,7 1/100 km í blönduðum akstri. Nýjustu tölvutækni var beitt við hönnun og tæknilega út- reikninga til að kraftur vélarinn- ar skilaði sér sem best. Nýja Celican á að verða á viðráðan- legu verði en engu að síður finn- ur kaupandinn í henni öll þau þægindi sem hann vill sjá í bif- reið af þessari gerð. Loftræsting, rafknúnar rúður, leðuráklæði og topplúga em meðal þeirra auka- hluta sem boðið verður upp á þegar Celica kemur á markað í Evrópu síðar á árinu. Toyota stefnir að því að vera kominn að fullu í Formúlu 1 keppnina árið 2003. Tæknin er tilbúin. Toyota í formúluna 2003 SHH, Frankfurt__________________________ Toyota stefnir að því að mæta til leiks með fullmótaðan vinnuhóp í Formúlu 1 keppninni árið 2003. „Evr- ópa er fæðingarstaður formúlu-keppn- innar og evrópskir framleiðendur era harðsnúinn hópur keppinauta. Þetta hvetur okkur meira en nokkuð annað til að taka þátt í formúlu-slagnum," sagði Fujio Cho, nýskipaður aðalfor- stjóri Toyota, á fréttamannafundi í Frankfurt i vikunni. Toyota hyggur á strandhögg í Evrópu: Helmingur sölunnar verði framleiddur í álfunni SHH, Frankfurt „Draumur minn er sá að helmingur- inn af Toyotabílum, seldum í Evrópu, verði framleiddur þar,“ sagði Fujio Cho, aðalforstjóri Toyota, á frétta- mannafundi við opnun bílasýningar- innar í Frankfurt nú í vikunni. Hann tiltók sérstaklega bíla í flokki stærri smábíla og millistærðarbíla, bæði minni og stærri. Corolla og Avensis eru nú þegar framleiddir í verksmiðjum Toyota í Bretlandi og Yaris verður framleiddur í nýju verksmiðjunni í Frakklandi um leið og hún tekur til starfa í ársbyrjun 2001. Að sögn Fuijo Cho er ekki bara átt við að bílamir verði settir saman í Evrópu heldur er meiningin að framleiða íhluti þar í æ ríkari mæli. 10. september var t.a.m. til- kynnt að Toyota hefði ákveð- 2002 og framleiða 250 þúsund gírkassa á ári. Fyrirhuguð framleiðslulönd í Evr- ópu verða Bretland, Frakkland og Pól- land en hlutar framleiddir þar verða einnig notaðir við samsetningu Toyota í Tyrklandi sem landfræðilega liggur vel við Evrópulöndum. Fuijo Cho er nýtekinn við starfi aðal- forstjóra Toyota og hélt stutta og snagg- aralega ræðu á þessum fréttamanna- fundi. Hann gat þess að hlutur Toyota á Evrópumarkaði væri almennt séð rýr, aðeins 3%, en markmiðið væri að koma honum upp í 5% árið 2005. Það myndi þýða 800 þúsund bíla selda. Til þess vildi hann efla sölustarf, vinna markvisst að framleiðslutak- markinu í Evrópu og efla tækni- hliðina. Áður hafði hann vikið að því að bílaframleiðsla væri nú tæknilega séð í meiri mótun en nokkra sinni fyrr frá upp- hafi bílaaldar og vitnaði þar til sivaxandi umhverfiskrafria og ið að reisa girkassaverk- smiöju í Póllandi sem á að Fujio Cho, aðalfor- tilrauna með nýja orkugjafa. taka til starfa snemma árs stjóri Toyota. Leitin að endurbættum orkugjöfum á fullri ferð - VVT-i-vélin í Yaris Verso áfangi á þeirri leið SHH, Frankfurt Toyota Yaris Verso var sýndur sem hugmynd í Genf í vor en hér í Frankfurt er hann sýndur sem full- mótaður bíll. Hann tekur þátt í slagnum um fjölnotabílana og kepp- ir sem slíkur beint við Renault Scénic, Opel Zafira og Fiat Multipla, svo nefndir séu nokkrir þekktir úr þeim hópi. Yaris Verso státar af ótrúlegu innanrými. í hon- um gæti maður set- ið undir stýri með pípuhattinn án þess að reka hann upp undir ef þannig höf- uðfat væri til á heimilinu. Og þegar aftursætin hafa ver- ið felld niður tekur billinn yfir 2000 farangurs- lítra í rými. Það kannski er þó vélin sem vekur hvað mesta athygli þó hún hafi Shlnichi Kato, stjóri Toyota. verið í Yaris-bílunum frá upp- hafi. Það er svokölluð VVT-i vél en hennar galdur felst í sí- breytilegum kveikjutíma eftir aflþörf hverju sinni. Þetta leiðir til minni mengunar og aukinnar sparneytni: 86 ha. 1,3 lítra vélin í Verso fer með aðeins 6,7 1 á hundraðið í blönduðum akstri en minni Yaris-bílamir minna. Snún- ingsvægi er líka gott, 110 Nm, og nýtist þegar við rúmlega 2000 sn.mín. í kynningu sinni á frétta- mannafundi í Frankfurt sagði Shinichi Kato, aðstoðarforstjóri Toyota Motor Corporation, að þetta væri að- eins ein af mörg- um nýjungum í vélum og drif- búnaði. Avensis er væntanlegur Toyota Yaris Verso - indum. innanrýmiö er með ólík- aðstoðarfor- Prius er frumsýndur í Frankfurt í sérstakri Evrópu-útgáfu en þann tíma sem þessi tvinnbíll hefur verið í sölu í Japan hafa selst um 30 þúsund eintök af honum. markað í næsta mánuði með mjög litla en aflmikla einbunu- dísilvél. Prius er handan við homið í sérstakri Evrópuút- gáfu, en það er tvinnbíll með VVT-i-bensínvél og rafmótor sem vinna saman. Japansút- gáfa hefur verið á markaði austur þar um skeið og um 30 þúsund bílar selst. Af hörku er unnið að til- raunum með rafbíla og efna- hverfla sem nýta óhefð- bundna orkugjafa. Kato minnti á að mjög væri horft til vetnis sem orkugjafa - og ekki bara fyrir bíla - hvað snerti orkunýtingu og vist- mildi. Hann taldi þó að vetni eitt og sér væri ekki fyrirsjá- anlegt um hrið í þessu sam- hengi heldur væri einhvers konar tvinnbúnaður það sem álitlegast væri nú um stundir. Fiat Brava 1.6 SX11/96 Ek.59 þús. 5g. ABS, loftpúðar, samlæsingar, rafm.rúður Verð kr.990.000 FiatBravo Abarth 3/98 Ek.32.þús.. 5g. ABS, geislasp, samlæs, loftpúðar, 17”álfelgur Verð kr. 1.490.000 ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR FYRIR ALLA Opið virka daga kl. 8 - 18 laugardaga kl. 13-17 Istraktor Nissan Sunny St 1.6 4X4 4/91 Ek. 126.þús. 5d. 5g. Rafm.rúður, fjarst.samlæs. Verð kr. 540.000 Opel Astra St. 1.6GL 5/97 Ek.44. þús. 5d. 5g. Dráttarbeisli. Verð kr. 950.000 Nissan Micra 1.3 GX 5/97 Ek.63. Þús. 3d. 5g. Geislaspilari, vetrardekk Verð kr. 730.000 Suzuki Baleno 1.6 GLX12/97 Ek.49. Þús. 4d. 5g ABS, loftpúðar, álfelgur, rafm.rúður Verð kr. 1.050.000 Smiðsbúð 2 • Garðabæ • Sími 5 400 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.