Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 4
34 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 39 i i bílar bílar Daewoo DMS1 - hár og grannur og á að vera auðvelt að smeygja í stæði. Smart frá MCC, eign DaimlerBenz, er nú að taka við sér í vinsældum á meginlandinu eftir slakt gengi framan af. Það var kannski ekki síst árekstraprófið í auto motor und sport sem virkilega ýtti við fólki. Ford Fiesta er hér með nýtt útlit og vel heppnað. Tæknibúnaður er að ýmsu leyti breyttur líka, svo sem fjöðrun og hemlar. Og nú er Fiesta komin með fjóra líknarbelgi. Smábílaflokkurinn tekur gróskukipp: Greenpeace-samtökin skutu bílaframleiðendum skelk í bringu fyrir tveimur árum þegar þau sýndu sérlega sparneytinn og vistmildan bfl á bílasýningunni í Frankfurt sem þau höfðu sjálf framleitt og kölluðu Smile. Síðan hefur hver af öðrum ruðst fram til að sýna að þetta sé nú ekki gleymt hjá hon- um heldur. En Greenpeace heldur mönnum víð efnið og hefur gamla, góða Smile til sýnis við aðal- innganginn í einni höllinni. Mitsubishi SUW - sperrilegur borgaskjögtari sem einkum er miðaður við aðra orkugjafa en nú telj ast hefðbundnir. Sparneytni og vistmildi lykilorðin Honda Insight - framleiðandinn segir að þetta sé fyrsti bíllinn í heimi sem fari raunverulega aðeins með þrjá lítra af bensíni á 100 kílómetrana og hann sé líka sá vistmildasti. Snotur bíll - minnir að útliti dálítið á bíla frá miðri öldinni, ekki síst með lokuð afturbretti líkt og Nash fimmtíu og eitthvað. Skoda Fabia iendir að stærðinni til á milli Felicia og Octavia og ber skýrt ættarmót Skoda, með greinilegum fingraförum Volkswagen. Sportlegur og mikið niðurbyggður Clio Sport - með V6-vél í miðjum bíl. Það er kannski spurning hvort Volkswagen Polo hefur fengið andlitslyftingu eða bara létt and- litsnudd og kannski vítamínkúr. Audi A2 er álitlegur bfll f flokki smábíla. Hann er byggður á svokallaða Space-frame-grind, líkt og fieiri bflar nú til dags, og þar að auki með svokölluðu samlokulagi eins og Benz A sem felst f því að við árekstur gengur vélbúnaðurinn niður og undir gólfið en pressast ekki inn í farþega- rýmið. SHH, Frankfurt Þaö er mál manna hér í Frankfurt að Greenpeace hafi skotið bílafram- leiðendum skelk í bringu á síðustu Frankfurtarsýningu með því að hafa þar sinn eigin bás og sýna ofur- spameytinn og þar með vistmildan bll. Þessi umhverfisvemdarsamtök, sem vissulega fara oft offari, sýndu þar sína eigin sérlega vistmildu út- gáfu af þannig bíl sem þau byggðu á Renault Twingo og kölluðu Smile og átti, að sögn, að vera sérlega spar- neytinn og hafði þann góða kost, að dómi Greenpeace, að vera að stór- um hluta endurvinnsluhæfur. Þessi skrekkur endurspeglast nú í því að flokkur smábíla hefur tekið verulegan kipp og Volkswagen sýn- ir nú t.d. smábílinn Lupo sem ekki einasta nær þriggja lítra markinu (eyðsla 3 1 á 100 km) með einbunu- disilvélinni heldur er einnig komin bensínvél með sambærilega eyðslu- tölu. Þetta er hreinbrunavél sem byggist á strokkinnsprautun og tækni sem fengin er með þriggja ára samningi við Toyota. Sá jap- anski bílarisi varð fyrstur til að setja þannig vél í ijöldafram- leiddan bil fyrir fjórum árum ef ég man rétt, Carina. Mitsubishi kom síðan með sína GDI-vél fyr- ir tveimur árum. Það þykir til marks um vaxandi dáleika milli VW og Toyota að þessi tækni skuli nú verða fyrir valinu í Lupo 1,4 FSI. Það má og segja í fréttum af Volkswagen hér í Frankfurt að hér gefur að líta andlitslyftan Polo. Sá sem við þekktum áður var svo sem bráðsnotur en sú litla breyting sem nú hefur verið gerð á honum er ágætlega lukkuð. Fljótt á litið er ekki að sjá breytingu nema á fram- endanum á honum, hann er færður meira til líkingar við Golf. Við höfum áður séð hugmyndaút- færslur af smábilnum Audi A2 én hér er hann kominn í endanlega mynd og á sem slíkur að koma á markað um mitt næsta ár. Þetta er bíll úr áli og á svokallaðri „space frame“ grind, líkt og Fiat Multipla og raunar fleiri bílar um þessar mundir. Skoda tilheyrir Volkswagen- hópnum eins og Audi og þaðan fáum við nú að sjá alveg nýjan Skoda Fabia. Hann er að stærðinni til á milli Felicia og Octavia en þó líklega nær hinum fyrri - snotur bíll sem ber greinileg einkenni for- eldranna beggja, Skoda mömmu og Volkswagen pabba. Þetta er snotur bíll hvar sem á er litið, utan eða innan - nema kannski síst beint framan á, þar sem grillið er óþarf- lega fyrirferðarmikið og klossað. þjóðlegri sýningu nýja Puntobílinn sem DV-bílar hafa þegar sagt ræki- lega frá. Hér fær hann góða dóma fyrir góðan búnað, frágang og gott úrval af vélum, auk þess sem hann þykir á góðu verði. Það þykir tím- anna tákn að þessi ítalski bílarisi, sem hélt upp á aldarafmæli sitt nú í júli, sýnir hér hlið við hlið fyrstu gerðina sem Fiat framleiddi og Punto sem nú kemur til sögunnar við önnur aldamótin í sögu Fiat. Kórea er vaxandi veldi í bílafram- leiðslu þrátt fyrir efnahagshrelling- ar. Daewoo mætir þarna til leiks af miklum krafti og sýnir m.a. smá- bílshugmynd sem kölluð er DMS. Göturnar eru langar en oft mjóar, segja Daewoomenn. Og svo er svo mikið af bílum á þeim. Þess vegna dettur okkur i hug að búa til bil sem er hár (1,6 m) og grannur (1,5 m) og heldur i styttra lagi (3,5 m) og getur tekið tvo til fjóra í sæti, eftir því hvað þarf, segja þeir. Svo setja þeir í bíllinn 800 cc þriggja strokka vél, að grunni til gamalreyndu Alto- vélina frá Suzuki. Láta ekki sitt eftir liggja Japanskir framleiðendur halda yfirleitt frekar að sér höndum á al- þjóðlegu bilasýningunni í Frankfurt af því að sjálfir halda þeir alþjóð- lega sýningu réttum mánuði seinna í Tókíó. Þó fer því fjarri að þeir gleymi að minna á sig hér í Frankfurt, allra sist i smábíl- unum sem löngum hefur verið þeirra sérgrein. Það sést til dæmis á bás Toyota með Yar- Form Audi A2 er svokallað monocoque sem við höfum gjarnan kallað einrými upp á íslensku. Það þýðir að bíllinn er í raun aðeins eitt hólf með vél, farþegarými og farangurs- rými, aðeins með léttum skil- rúmum. Audi A2 er dæmigerð- ur einrýmisbíll. is Verso og tvinnbílnum Prius. Hjá Mitsubishi gefur að líta hugmynda- bíla í flokki smábíla, báða að sjálf- sögðu með GDI-strokkinnsprautun- ar/hreinbrunavélum, Mitsubishi SUW Compact, tveggja hurða, og Mitsubishi SUW Advance, fjögurra hurða. Þessir bilar hafa raunar sést áður á sýningum en með þeim hygg- ur Mitsubishi ekki hvað síst á „aðra orkugjafa", eins og gjaman er sagt þegar rætt er um einhverja aðra orku en bensín eða dísilolíu. MMC sýnir einnig smájeppann Pajero Pinin sem við sögðum ítarlega frá eftir Genfarsýninguna i mars, þar sem hann var frumsýndur. Þar er við að bæta að áformað er að bjóða hann einnig með tuskutoppi og stækkaða (lengda) útfærslu af hon- um með fjórum hurðum. Ekki má gleyma Honda sem sýn- ir hér Insight-bílinn sem framleið- endur staðhæfa að sé vistmildasti bensínbíll í heimi og sé raunveru- legur „þriggja Htra bíll“ - það er að segja sleppi með þá eyðslu á hverja 100 km. „Þriggja lítra markið" er um þessar mundir magísk tala sem margir framleiðendur virð- ast hafa hug á að geta sýnt og slegið um sig með. Hér hefúr verið fjallað um nokkra nýja smábila sem gef- ur að líta á bílasýningunni í Frankfurt sem opnuð var al- menningi 16. september síðast- liðinn. Upptalning smábíla er þó fráleitt tæmd því fjöldi bíla í þessum flokki er til sýnis hér. Það eru hins vegar bílar sem sýndir hafa verið áður og teljast því ekki til nýjunga þó þeir séu að sjálfsögðu enn í fullu gildi. Það leynir sér þó ekki að þessi flokkur er bæði mjög sterkur og mjög vaxandi og leggst þar margt á eitt: vaxandi þörf fyrir litla bíla eftir þvi sem götur og bíla- stæði fyllast meir, vaxandi krafa um sparneytni, hagkvæmni og vist- mild - og ekki síst að þessir bílar eru sífellt að verða öruggari, bæði hvað snertir akstursöryggi og árekstraöryggi. Volkswagen Lupo er glansnúmer Volkswagen hvað snertir sparneytni og vistmildi: í hann eru til dfsil- vél og bensínvél sem báðar eru sagðar skila bílnum 100 km á aðeins þremur lítrum af eldsneyti. sýndu mælingar á brúðum sem komu í manna stað í bílnum að far- þeginn hefði sloppið ómeiddur og ef ökumaðurinn hefði eitthvað meiðst hefði það líklega verið rifbrot eða eitthvað álíka, einkum eftir beltið sem þó, ásamt líknarbelgnum, hefði bjargað honum frá öðru verra. Smartinn aflagaðist furðu lítið og báðar dyr hans mátti eftir árekstur- inn opna án verkfæra. Talið var að hann hefði sloppið við veltu ef felg- an á vinstra framhjóli hefði ekki brotnað og hluti af henni setið eftir í Benzinum, en það sem eftir var á Smartinum hjóst ofan í malbiki og um það valt bíllinn. Smart hefur nú tekið nokkuð við sér á Evrópumark- aði og er nú líka fáanlegur með tuskutopp með rafbúnaði. Það gerir hann dálítið sportlegan. Smart er framleiddur af Micro Car Corporation (MCC), sem er í eigu Mercedes Benz, og er í raun Chrysler segja að þetta sé hin raunhæfa fram- lenging á CCV-hugmyndabílnum sem sýndur var í Frankfurt síðast og átti þá að vera arftaki gamla Citroenbraggans. Talsmenn Chrysler vilja ekki staðfesta þann orðróm að bíllinn komi á markað á aldamótaári en segja að hönnun hans hafi fleygt fram með ágætum og í tíma þegar Chrysler fékk óheft- an aðgang að „úrræðum okkar evr- ópska samstarfsaðila", svo vitnað sé orðrétt í talsmann Chrysler á sýn- ingunni. Fiat í eitt hundrað ár Renault hugsar á stundum sport- lega og gerir svo með Renault Clio Sport V6,24 ventla. Þessi bíll er með nýja 210 ha. 6 strokka álvél í miðj- um bíl og við hana sex gira kassa. Fiat sýnir hér í fyrsta sinn á al- frumraun MB í smábílum. Hins veg- ar er þetta fyrsta alþjóðlega bílasýn- ingin í Frankfurt eftir að Chrysler og Mercedes Benz sameinuðust í Daimler Benz. Sýning I Frankfurt þykir ein mikilvægasta bílasýning í heimi og þá ekki síst fyrir þýsku bílaframleiðendurna sem þarna eru á heimavelli. DaimlerBenz býður gestum að skoða „Leikhússbillinn" frá Chrysler. Hann heitir raunar Java en gælunafnið fær hann af því að aftursætin standa skör hærra en framsætin svoleiðis að aftursætis- farþegar hafi betri yfirsýn yfir um- hverfi sitt og sjái frekar hvað þeir eru að fara. Þessi bíll er enn ekki nema hugmynd en talsmenn Svo við höldum okkur við smábíl- ana enn um hríð er rétt að minnast næst á nýja Ford Fiesta-bílinn sem nú kemur allmikið breyttur í útliti og innliti, með nýja fjöðrun, ijóra líknarbelgi sem staðalbúnað og læsivarðar, nýjar bremsur. Smart tekur fjörkipp Smart er enn smábíla minnstur en fær nú aukið álit eftir nýtt árekstrapróf auto motor und Sport þar sem blaðið keyrði saman Mercedes Benz S 320 og Smart, báða á 50 km hraða. Smartinn skutlaðist sex metra undan stóra bílnum og lenti á vinstri hliðinni og sneri þá í áttina sem hann kom úr. Hins vegar v i i i < < 4 1 I * i < \ l 1 i i \ I I < \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.