Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1999, Blaðsíða 7
DV LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 41 4. %!ar , Porsche boðar nýja kynslóð bremsudiska: Oslítandí bremsudiskar úr postulínsblöndu SHH, Frankfurt_____________________ Nýtt bremsukerfí með postulíns- diskum sem Porsche býður nú fyrst- ur framleiðenda er efalaust ein áhugaverðasta tækinýjungin sem kynnt er í Frankfurt þessa dagana. Fyrirbærið er kynnt undir heitinu Porsche Ceramic Composite Brake (PCCB) og er væntanlegt á Porsche- bílana áður en langt um líður. Þef- ast hefur að það muni fljótlega einnig koma á einhverja af dýrari bílum DaimlerBenz. Postulínið í diskunum er blandað sérstaklega meðhöndluðum kolefn- istreíjum með silíkoni undir há- þrýstingi við 1700 gráða hita. Eins og málm-bremsudiskar Porsche eru postulínsdiskarnir krossgataðir og loftræstirásir innbyggðar. Þeir eru ögninni fyrirferðarmeiri en hefð- bundnir diskar en samt eru þeir ríf- lega helmingi léttari. Venjulegur bíll léttist um allt að 20 kg eftir gerð með þessum nýju diskum. Að sögn framleiðanda eru nýju postulínsbremsurnar margfalt ör- uggari og endingarbetri en hefð- bundnar bremsur. Með þeim eru notaðir bremsuklossar úr nýju efni. Bremsuhæfni verður mun meiri, þær mattast ekki og halda sömu hemlun hvort sem þær eru heitar eða kaldar. Þær eru mjög léttar og þurfa ekki vélrænt hjálparátak. Ökumaðurinn hefur hámarksheml- un á valdi sínu frá því hann fyrst kemur við bremsupedalann. Postu- línsbremsukerflð er ónæmt að kalla fyrir vatni svo þar með er bremsu- leysi af bleytu úr sögunni. Porsche segir að postulínsdisk- arnir muni hafa sömu endingu og bíllinn, jafnvel með verstu meðferð. Þetta er meðal annars vegna þess að þeir ryðga ekki og eru ónæmir t.a.m. fyrir saltpækli á vetrarkrydd- uðum vegum sem fara illa með málmdiska. Bremsuklossamir eiga að hafa tvöfaldan endingartíma á við þá sem nú tíðkast. Flaggskipið Porsche 911 Carrera Turbo verður ugglaust fyrsti bíllinn sem boðinn verður með „postulínssteir í bremsunum. Hér standa hjá bílnum þar sem hann var frumkynntur í Frankfurt þeir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri hjá Bílabúð Benna, sem hefur umboð á íslandi fyrir Porsche, og Jón Eyjólfsson, sölustjóri Porsche á íslandi. Mitsubishi Carisma - ný kynslóð frumkynnt í Frankfurt Ný og endurhönnuð Carisma SHH, Frankfurt_______________________ Mitsubishi Carisma var á sinum tíma árangur samstarfs Mitsubis- hi, Volvo og Nedcar i Hollandi. Hinn afleggjarinn af samstarfmu var Volvo 40 en í raun voru þessir bílar aldrei líkir. Nú skilur enn meira á milli þeirra því ný kynslóð Carisma er nú kynnt í Frankfurt. Bíllinn er allverulega breyttur í útliti, bæði framendi og afturendi, og er nú mun nútímalegri og fallegri. Að sögn Gísla Vagns Jónssonar, mark- aðsstjóra Heklu hf., verður Carisma eingöngu boðin sem stall- bakur í svokallaðri sport-útfærslu. Vélin verður ný kynslóð af hinni vistmildu 1,8 1 GDI-vél með strokkinnsprautun sem um skeið hefur verið boðin í Carismabílun- um. Val verður um 5 gíra hand- skiptingu eða 4 gíra skynvædda sjálfskiptingu. 1. vinningur: BFGoodrich Alaska vetrardekk undir bílinn. Er hvít, óbrotin miðlína á þjóðvegi til skrauts eða til að vegurinn sjáist betur úr lofti? Umferðargetraun 7 Hvað táknar heil, óbrotin lína? Já, um það snýst spumingin í dag og ekki að ástæðulausu því þráfald- lega er ekki annað að sjá en menn hafi ekki hugmynd um hvað þessi um- ferðarmerking táknar. Og við gefum eins og vanalega nokkra kosti: Hvað táknar heil, óbrotin lína á tvístefnuvegi? A: Nákvæmlega jafn breið akrein báðum megin. B: Lina til glöggvunar fyrir ökumann í slæmu skyggni. C: Hættulaust að aka fram úr öðru ökutæki. D: Hættulegt og óheimilt að aka yfir línuna nema brýna nauðsyn beri til. Fyllið út reitinn hér til hlið- ar/fyrir neðan og merkið við rétta lausn. Sendið lausnir fyrir 27. sept- ember, merkt: Umferðargetraun 7, Pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Umferðargetraun 7 Snjódekk undir bílinn - og tveir aðrir góðir vinningar Enn siglum við af stað með um- ferðargetraun. Nú er það Bílabúð Benna sem gefur þrjá vinninga og ekki af verri endanum. Fyrsti vinningur er fjögur BF- Goodrich Alaska vetrardekk undir fólksbíl. Annar vinningur er Safety Seal dekkjaviðgerðarsett fyrir jeppa og fólksbíla. 3. vinningur er Maglite vasaljós fyrir venjulegar rafhlöður að eigin vali. 10 ára ábyrgð. 2. vinningur: Safety Seal dekkjavið- gerðarsett. 3. vinningur: Maglite vasaljós að eigin vali. Allir vinningarnir eru frá Bílabúð Benna. Allir þekktu skiltið - þó að orðin vantaði Veruleg þátttaka var í Umferðar- getraun 6 sem birtist hér í DV-bíl- um 7. ágúst síðastliðinn. Birt var mynd af ákveðnu umferðarmerki sem tvö orð höfðu verið tekin af og sem betur fer höfðu yfirgnæfandi flestir þessi orð rétt: einbreið brú. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og upp komu þessi nöfn: 1. vinningur, Suzuki-hitabrúsi og tvær drykkjarkönnur, allt úr stáli: Helga I. Reynisdóttir, Smiðjustíg 7, 350 Grundarfirði. 2. vinningur, Suzuki-axlapoki og budda með rennilás: Hrafnhildur Thoroddsen, Rauða- læk 35, Reykjavík. 3. vinningur, Heimilisfangabók og penni, merktur Suzuki bílar hf. Ásgerður Helga Kroknes, Heiðar- hrauni 13, 240 Grindavík. Suzuki bílar hf. gáfu vinningana. VISA Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 > Vélastillingar • Hjólastillingar • Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar ■ Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum Varahlutir i evrópska bíla HP VftRAHIUTIP iHF SMIOJUVEGUR24C — 200 KÓPAVOGUR SlMI 587 0240 -FAX 587 0250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.