Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 Hvað finnst þér? Sport DV Grétar Ólafur Hjartarson hafði ástæðu til þess að fagna eftir sigurinn á Valsmönnum á laugardaginn. Með honum tryggðu Grindvíkingar sér áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu en Valsmenn féllu í 1. deildina. DV-mynd Teitur Grétar Ólafur Hjartarson hefur slegið í gegn í sumar: Til Lilleström - fer í vikunni til viðræðna við norska félagið Grétar Ólafur Hjartarson stimpl- aöi sig heldur betur inn í íslenska knattspyrnu í sumar en þessi 21 árs gamli Sandgeröingur fór á kostum í liði Grindavikur á þessari leiktíð. Það var ekki nóg með að hann yrði þriðji markahæsti leikmaður deild- arinnar með 10 mörk heldur átti hann hlut i flestum mörkum sinna manna og vakti verðskuldaða at- hygli fyrir snjöll tilþrif á knatt- spyrnuvöllum landsins. Það skyldi því engan undra þótt Grétar yrði fyrir valinu sem efnilegasti knatt- spyrnumaður landsins á lokahófi knattspyrnumanna sem er á næsta leiti. Með frammistöðu sinni vann hann sér sæti í U-21 árs landsliðinu og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi slegið í gegn í sínum fyrsta landsleik. Grétar átti frábær- an leik gegn Úkraínumönnum og skoraði 2 mörk í 4-0 sigri íslenska liðsins. Grétar hefur leikið með Grinda- vik undanfarin tvö ár en nú gæti Suðumesjaliðið þurft að sjá á eftir þessum snjalla leikmanni. Erlend og innlend félög hafa borið víurnar í Grétar og í vikunni heldur hann til norska liðsins Lilleström en for- ráðamenn félagsins hafa boðið hon- um að koma út. „Ég stefni leynt og ljóst að því að komast út í atvinnumennskuna. Það er ýmislegt í gangi en fyrst af öllu ætla ég að skoða þetta hjá Lille- ström. Ég hef smáreynslu af því að spila erlendis og það hefur hjálpað mér helling," segir Grétar. En hvenœr byrjaöir þú aö œfa knattspyrnu? „Ég byrjaði að æfa 4 ára gamall með Reyni Sandgerði og lék með lið- inu alveg til ársins 1995. Þá fór ég 18 ára gamall til Stirling í Skotlandi og var þar í tvö ár i B-deildinni. Ég vildi prófa mig í efstu deildinni hér heima og ákvað að fara til Grinda- víkur. Lífið hjá mér hefur meira og minna snúist um fótbolta. Pabbi kom því inn í hausinn á mér að ég skyldi byrja í fótboltanum og ég sé ekki eftir því.“ Þetta er búiö aö vera hálfgert œvintýri hjá þér i sumar: „Það má segja að allt hafi gengið upp hjá mér. Ég spilaði mjög lítið með Grindavík í fyrra. Ég var meiddur hálft tímabilið og var í litlu formi eftir það. í vetur æföi ég mjög vel og kom vel undirbúinn til leiks fyrir tímabilið. Þá hef ég getað æft tvisvar sinnum á dag í sumar og •auðvitað eru allar þessar æfingar farnar að skila sér. Mér hefur líkað mjög vel að spila með Grindavík. Þetta er frábær klúbbur og er stærri en margir halda. Það er mikill karakter í þessu félagi sem sýndi sig vel í leiknum gegn Val. Samningm- minn við Grindavík rennur út í næsta mánuði. Ef ég fæ ekki samning erlendis kemur alveg til greina að spila áfram með Grindavík. Það var mjög gaman að fá að spreyta sig með landsliðinu og segja má að gamall draumur hafi ræst. Ég kem aldrei til með að gleyma þessum fyrsta landsleik og hann er sá skemmtilegasti sem ég hef spilað á ferlinum. Stefnan er að bæta fleiri landsleikjum í safnið.“ Átt þú einhver áhugamál fyrir utan fótboltann? „Það hefur lítið annað en fótbolt- inn komist að hjá mér en ég reyni þó einstöku sinnum að fara í snóker. í sumar hef ég algjörlega getaö einbeitt mér að fótboltanum. Ég hef ekki verið í neinni vinnu í sumar og það hefur gert mér kleift að æfa meira en aðrir." Grétar á unnustu sem heitir Matt- hildur Magnúsdóttir en þau hafa verið saman í hálft ár. Matthildur er Grindvíkingur og mætir að sjálf- sögðu á alla leiki liðsins sem hún getur. -GH Hver var að þínu mati besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar? Spurt á leik Fram og Víkings á laugardaginn Ólafur Hafsteinsson: Sigursteinn Gíslason úr KR. Hann er maðurinn sem KR vantaði. Hann er mikill vinnsluhestur og skynsamur. Gunnar Berg Viktorsson: Að mínu mati er það Bjarki Gunnlaugsson úr KR. Hann hefur meiri tækni en flestir hér heima og hann skipti sköpum fyrir KR-liðið í sumar. Helgi Björgvinsson: Ég myndi velja Sigþór Júlíus- son úr KR. Hann hefur gert marga góða hluti i sumar og er vanmetinn leikmaður. Halla Jónsdóttir: Hlynur Stefánsson er að mínu mati besti leikmaður mótsins. Hann er sterkur leikmaður og mikill leiðtogi á veflinum. Magnús Jónsson: Guðmundur Benediktsson úr KR. Gummi hefur ekki bara verið að skora fyrir KR heldur er hann arkitektinn að flestum mörkum liðsins. Vanda hætt Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að hætta þjálfun kvennaliðs KR í knattspyrnu eftir eins árs starf. „Ástæðan fyrir þessu er sú að við fjölskyldan ætlum að flytja út í sum- ar en ég og maðurinn minn æflum að setjast á skólabekk í tvö ár. Mér finnst auðvitað mjög leiðinlegt að þurfa að hætta með liðið eftir svona stuttan tíma því mig hefði svo sannarlega langað til að halda áfram að vinna með stelpumar," sagði Vanda við DV í gær. Ekki er hægt að segja annað en að Vanda skilji vel við KR en undir hennar stjóm tapaði liðið ekki leik í sumar og varð bæði íslands- og bikarmeistari. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við KR-liðinu. -GH Celtic er með Egil í sigtinu Egill Atlason, knattspymumaðurinn ungi úr KR, er undir smásjánni hjá skoska stórliðinu Glasgow Celtic, samkvæmt frétt í News of the World í Skoflandi í gær. Egill, sem er 17 ára og lék einn leik með KR í úrvalsdeildinni í sum- ar, hefur í tvígang dvalið hjá enska liðinu Tottenham á þessu ári. Útsendari frá Celtic kom til landsins á dögunum til að skoða Egil í leik með 2. flokki en greip í tómt þar sem pilt- ur gat ekki spilað vegna meiðsla. -VS Enn sigrar Grindavík í lokaleik Grindvíkingar hafa unnið síð- asta leik sinn í efstu deild í fjögur af fimm árum sínum í deildinni og þar af hafa þrír þessara sigra bjargað liðinu frá fafli. Grindavík er núna eina liðið í sögu knatt- spymunnar á íslandi sem ekki hefur fallið úr efstu defld. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.