Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 3
MANUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 21 Sport JOV Ejír ENGLAND A-deild: Aston Vllla - Bradford . 1-0 1-0 Dublin (71.) Derby - Sunderland 0-5 0-1 McCann (24.), 0-2 Phillips (42.), 0-3 Phillips (52.), 0-4 Quinn (55.), 0-5 Phillips (85.) Leicester - Liverpool 2-2 1-0 Cottee (2.), 1- 1 Owen (23.), 1-2 Owen (39.), 2-2 Izzet (86.) Manch. Utd - Wimbledon . . . . 1-1 0-1 Badir (16.), 1-1 Cruyff (73.) Southampton - Arsenal 0-1 0-1 Henry (79.) Watford - Chelsea . 1-0 1-0 Smart (57.) Everton - West Ham 1-0 1-0 Jeffers (64.) Leeds - Middlesbrough 2-0 1-0 Bridges (14.), 2-0 Kewell (64.) Newcastle - Sheffield Wed. . . 8-0 1-0 Hughes (11.), 2-0 Shearer (30.), 3-0 Shearer (33.), 4-0 Shearer (42.), 5-0 Dyer (46.), 6-0 Speed (78.), 7-0 Shearer (81.), 8-0 Shearer (84.) Tottenham - Coventry . 3-2 1-0 Iversen (7.), 2-0 Armstrong (50.), 3-0 Leonhardsen (51.), 3-1 Keane (54.), 3-2 Chippo (75.) Manch. Utd 8 6 2 0 20-7 20 Leeds 8 5 1 2 14-9 16 Arsenal 8 5 1 2 11-7 16 Aston Villa 8 5 1 2 10-6 16 Sunderland 8 4 2 2 13-8 14 Chelsea 6 4 1 1 9-3 13 Everton 8 4 1 3 14—9 13 West Ham 6 4 1 1 9-4 13 Tottenham 7 4 1 2 13-10 13 Middlesbro 8 4 0 4 10-12 12 Leicester 8 3 2 3 11-10 11 Liverpool 7 3 1 3 10-9 10 Southampt. 7 3 0 4 10-13 9 Watford 8 3 0 5 5-8 9 Derby 8 2 2 4 7-14 8 Wimbledon 8 1 4 3 12-17 7 Coventry 8 1 2 5 10-13 5 Bradford 7 1 2 4 3-9 5 Newcastle 8 1 1 6 16-19 4 Sheff. Wed. 8 0 1 7 3-23 1 B-deild: Bolton - Bamsley 2-2 Crewe - Swindon . 2-1 Crystal Palace - Grimsby . 3-0 Fulham - QPR 1-0 Huddersfleld - Norwich . . 1-0 Ipswich - Birmingham 0-1 Sheffield Utd - Charlton . . 1-2 Stockport - Port Vale . 1-0 Tranmere - Portsmouth . . 2-4 Walsall - Manchester City 0-1 WBA - Blackbum 2-2 Nottingham Forest - Wolves . . . 1-1 Man. City 7 5 1 1 11-2 16 Birmingh. 8 4 3 1 17-11 15 Ipswich 7 4 2 1 17-7 14 Barnsley 8 4 1 3 19-16 13 Huddersf. 7 4 1 2 13-7 13 Fulham 7 3 4 0 8-4 13 Portsmouth 7 3 3 1 10-10 12 Charlton 5 4 0 1 9-5 12 Stockport 6 4 0 2 7-5 12 WBA 7 2 5 0 9-7 11 Nott. For. 8 2 4 2 10-9 10 Crewe 6 2 2 2 10-11 8 Sheff. Utd 7 2 2 3 10-15 8 Blackburn 6 2 2 2 9-7 8 QPR 6 2 2 2 9-8 8 Grimsby 8 2 2 4 6-11 8 Cr.Palace 7 2 1 4 11-17 7 Port Vale 8 2 1 5 9-13 7 Bolton 7 1 3 3 8-10 6 Walsall 8 1 3 4 7-14 6 Wolves 6 1 3 2 5-6 6 Norwich 7 1 2 4 5-9 5 Swindon 7 1 2 4 5-10 5 Tranmere 8 1 1 6 5-15 4 Enska knattspyrnan: M 9< SKOTLAND Aberdeen - Dundee United....1-2 Dundee - St. Johnstone......1-2 Hibemian - Kilmamock .......0-3 Rangers 6 Celtic 6 Dundee Utd 7 St. Johnst. 7 Hearts 6 Kilmarnock 7 Dundee 7 Motherwell 6 1 Hibernian 7 1 Aberdeen 7 0 0 2 2 1 1 0 3 3 0 0 0 18-3 18 1 16-3 15 1 12-10 14 10-10 11 12-10 10 6-6 10-14 7-11 9-14 1-20 - ENGLAND - mörk Newcastle - 5 frá Shearer Alan Shearer jafnaði í gær markametið í A-deild ensku knattspyrnunnar þegar hann skoraði 5 mörk í 8-0 sigri Newcastle á Sheffield Wednesday. Ótrúleg úrslit í viðureign tveggja neðstu liðanna, og þegar Newcastle loksins vann leik var það svo sannarlega gert með stæl. Shearer, sem hafði aðeins gert eitt mark á tímabilinu, skoraði tvö markanna úr vítaspyrnum. Hann deilir nú met- inu með Andy Cole sem gerði 5 mörk fyrir Manchester United gegn Ips- wich í mars 1995. Árangur og úrslit verða ekki eingöngu keypt með peningum. Þetta sannaðist áþreifanlega þegar ódýrasta lið A-deildarinnar, Watford, lagði stjörnum prýtt milljarðalið Chelsea, 1-0, á heimavelli sínum, Vicarage Road. Allan Smart skoraði sigurmarkið og úrslitin voru sann- gjörn miðað við gang leiksins. Jóhann B. Guðmundsson var í 18 manna hópi Watford en kom ekki við sögu i leiknum. Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, taldi greinilega óhætt að tefla ekki fram sínu sterkasta liði gegn nýliðunum því hann hvíldi sex leik- menn sem léku gegn AC Milan i meistaradeildinni í síðustu viku. „Watford lék mjög skipulega, barðist af krafti og á hrós skilið. En við þurfum að hugsa okkar gang. Lífið snýst ekki bara um meist- h aradeildina, heldur hvernig á að heimsækja staði eins og Watford og ná þar í stig,“ sagði Vialli. Wimbledon náði óvæntu jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford, og stefndi reyndar lengi í sigur eftir að ísrael- inn Walid Badir skoraði snemma leiks. „Týndi sonurinn" á Old Traffbrd, Jordi Cruyff, kom inn á sem varamaður fyrir Ryan Giggs í fyrri hálfleik og náði að jafna eftir góða sam- vinnu við Paul Scholes. „Hann opnaði leikinn fyrir okk- ur og má vera mjög ánægður með sína frammistöðu/ sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sem sagði að sitt lið hefði spilað mjög illa. Massimo Taipi, markvörður United, forðaði síðan liði sínu frá tapi undir lokin. Arsenal sýndi litið í Southampton, átti ekki markskot fyrir en hálftími var eftir, en náði að merja 0-1 sigur. Franski varamaðurinn Thierre Henry skoraði sigurmarkið á lagleg- an hátt 12 mínútum fyrir leikslok. Michael Owen var í fyrsta skipti í byrj- unarliði Liverpool á tímabilinu og hann gerði bæði mörkin í 2-2 jafntefli í Leicest- er, það fyrra úr vítaspyrnu. Muzzy Izzet jafnaði fyrir 10 Leicester-menn rétt fyrir leikslok en þá hafði Frank Sinclair ver- ið rekinn af velli. David Thompson hjá Liverpool fór sömu leið í lokin. Kevin Phillips skoraði þrennu fyrir nýliða Sunderland sem unnu ótrúleg- an útisigur á Derby á Pride Park, 0-5. Aston Villa lagði Bradford með marki frá Dion Dublin og heldur sig í toppbaráttunni. Leeds komst i gær í annað sætið með nokkuð öruggum sigri á Middlesbrough, 2-0. West Ham mátti sætta sig við sitt fyrsta tap, gegn Everton, og Totten- ham lenti í mestu vandræð- um með Coventry þrátt fyrir að komast þrem- ur mörkum yfir, og vann 3-2. -VS fÉfej' Eióur Smári Guójohnsen lagði upp fyrra mark Bolton sem gerði jafntefli, 2-2, við Barnsley í B-deildinni. Hann og Guöni Bergs- son léku báðir allan leikinn með Bolton. Siguróur Ragnar Eyjólfsson lék síðustu 16 mínúturnar með Walsall sem tapaði, 0-1, heima fyrir Manchester City i B-deildinni. Bjarn- ólfur Lárusson sat á bekknum hjá Walsall allan leikinn. Hermann Hreiðarsson lagði upp síðara mark Brentford í 2-0 sigri á Luton í C-deildinni. Brentford er taplaust i 8. sæti með 12 stig eftir 6 leiki. Liðiö á inni tvo leiki á toppliðin og kæmist i efsta sæti með þvi að vinna báða. Arsenal hefur lánað spænska miðjumanninn Alberto Mendez til Unterhaching, nýliðanna í þýsku A-deildinni, út þetta tímabil. Ronnie Wallwork, leikmaður Man- chester United, hefur verið úrskurð- aður í eins árs keppnisbann í Belgíu fyrir að ráðast á dómara í leik með Antwerpen, en hann lék þar sem láns- maður síðasta vetur. Áður hafði Wallwork fengið lífstíðarbann en belgíska sambandið breytti úrskurði sínum á fóstudag. Búast má við að FIFA setji Ieikmanninn í alþjóðlegt bann í kjölfarið. Carlton Palmer er kominn til Cov- entry sem lánsmaður frá Notting- ham Forest i þrjá mánuði. Graeme Le Saux hjá Chelsea fékk gult spjald eftir 50 sek- úndur gegn Watford fyrir að sparka niður Nordin Woot- er, nýja Hollendmginn hjá Watford. Brian Clough mætti á leik Nottingham Forest gegn Wolves í B-deildinni i gær, i aðeins annað skipti siðan hann hætti þar sem framkvæmdastjóri. Ný áhorfendastúka á velli Forest var skirð eftir Clough á laugardag og honum var fagnað sem þjóðhetju, enda var liöið geysi- lega sigursælt undir hans stjórn. Clough hefur átt við mikil veikindi að stríða síðan hann hætti og er rúnum ristur af þeim. Ian Wright, sem nú leikur með Nottingham Forest, var rekinn af velli i leiknum við Wolves, og er því greinilega enn samur við sig. Chelsea hefur boðið króatíska lið- inu Osijek 280 milljónir króna í hinn 19 ára gamla Jurica Vranjes. Sá pilt- ur er fyrirliði Osijek, þrátt fyrir ungan aldur, og sagður jafnvigur á miðju og í vöm, en hann lék vel með liði sínu gegn West Ham i UEFA-bikamum í síðustu viku. Arsenal og Lazio hafa einnig verið sterklega orð- uð við Vranjes. Danny Wilson, framkvæmdastjóri Sheffield Wednes- day, var að vonum dapur í bragði eftir 8-0 skell liðsins gegn Newcastle í gær. Wilson sagðist tilbúinn að berjast áfram en hann myndi vel skilja það ef honum yrði sagt upp störfum þegar hann mætti til vinnu i dag. Ryan Giggs meiddist i leik Manchester United gegn Wimbledon á laugardag. Hann verður ekki með gegn Sturm Graz í meistaradeildinni á miðvikudag og verður jafnvel frá keppni í fimm til sex vikur. -VS Alan Shearer fagnar einu af mörkum sínum gegn Sheffield Wednesday í gær á hefðbundinn hátt Reuter Siggi af stað Góð byrjun Lárusar Sigurður Jónsson hristi af sér meiðslin sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Úkraínu og lék allan leikinn með Dundee United sem vann, 1-2, í Aberdeen. Dundee Unit- ed hefur byrjað vel og fylgir stórveldunum tveimur eftir í toppbaráttunni. Hibemian steinlá heima gegn Kilmar- nock, 0-3. Ólafur Gottskálksson stóð fyrir sínu bak við hripleka vörn Hibernan og gat ekkert við mörkunum gert. -VS Láms Orri Sigurðsson stóð sig mjög vel í fyrsta leik sínum með WBA, gegn Blackbum í ensku B-deildinni á laugardag, en WBA keypti hann frá Stoke á föstudag fyrir 40 milljónir króna. Lárusi Orra var vel fagnað þegar hann gekk til leiks en hann lék sem miðvörður og lét til sín taka strax í upphafi með frábærri tæklingu. Rétt fyr- ir leikslok átti hann mjög góðan skalla, rétt fram hjá marki Blackburn. Blaðið Sporting Star sagði að hann kæmi frá mik- illi knattspyrnuijölskyldu, Kristján bróðir hans væri hjá Stoke, Þorvaldur Örlygsson frændi hans hefði verið hjá Oldham og faðir hans verið landsliðsmaður íslands. -ÍBE Boltinn sem ensku liðin treysta og nota. Jói útherji Ármúla 36, Revkjavík, sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.