Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 meistarar Fylkis í 3. flokki karla Það eru uppgangstímar hjá Fylkismönnum í knattspymunni þessa dagana. Meistara- flokkur félagsins vann 1. deildina afar sann- færandi í sumar og svo varð 3. flokkur félags- ins íslandsmeistari fyrir rúmri viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Fylkir vinnur íslandsmeist- aratitil hjá svo gömlum drengjum en félagið hefur aftm- á móti orðið níu sinnum íslands- meistari í 4., 5. og 6. flokki. í úrslitaleik 3. flokks karla mættust Fylkir og ÍA á Valbjamarvelli í Laugardal, Fylkir hafði lagt Leikni Reykjavík að velli, 3-1, í undanúrslitum og Skagamenn unnið óvænt- an sigur á sigursælu liði FH-inga, 2-1. FH hafði unnið í síðustu tvö skipti sem þessir tveir árgangar léku saman en Skagamenn náðu að stöðva þá sigurgöngu. í úrslitaleikn- um unnu Fylkismenn síðan 2-0 sigur á ÍA með tveimur laglegum mörkum Þóris Bjarn- ar Sigurðarsonar undir lok beggja háifleika. Einbeiting, barátta og sigurvilji Unglingasíðan greip þrjá nýkrýnda íslands- meistara í viðtal eftir úrslitaleikinn, þá Þóri Björn Sigurðarson, Ásbjörn Elmar Ásbjörns- son fyrirliða og Ólaf Inga Skúlason. Strákam- ir játtu því að hafa frekar búist við FH í úr- slitin, Skagamenn hefðu þó verið verðugir andstæðingar og sigurinn frábær fyrir þá og félaga þeirra í Fylki. Strákamir sögðust hafa mætt tilbúnir í leikinn og það hafi skilað miklu sem og bar- áttan, einbeitingin og sigurviljinn sem hefði verið meiri hjá þeim í úrslitaleiknum. Liðið undirbjó sig vel í allt sumar og stefndi hátt og þetta var þriðji titill liðsins á árinu. Fylkismenn unnu líka Reykjarvíkurmótið inni og úti. Kjaminnn hefur hald- ið sér upp alla flokka en þeir þakka Herði Guðjónssyni þjálfara sínum gott gengi í "j ár. Strákarnir fóru í Fylki þar sem vel er haldið utan um yngri flokka fé- Góður lagsins. andi er í hópnum og þeir stefna áfram hátt í framtíðinni. -ÓÓJ menn eru hér til hliðar með ís- landsbikar- inn. Talið frá vinstri Þórir Björn Sigurðarson, Ásbjörn Elm- ar Ásbjörns- -pi son og , Ólafur Ingi Skúlason. 1 Þórir 3 skoraði bæði mörk Fylkis í úr- slitaleikn- y um og 1 Ólafur lék stórvel á miðjunni. Ásbjörn Elmar er fyrirliði liðsins og I sést síðan Á lyfta bik- f arnum. Þórír Bjöm Sigurðarson skoraði bæði mörk Fylkis en tókst ekki að fullkomna þrennuna er hann skaut í stöng úr vfti. Olafur Ingi Skúlason átti mjög góðan leik á miðju Fylkis og hér sést hann í baráttu við að halda boltanum inn á. Smaauglysingar DV Sport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.