Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 Fréttir Rannsókn stóra fikniefnamálsins æ umfangsmeiri: Höfuðpaurinn gengur enn laus - Sveddi tönn vakti aðdáun nágranna vegna lífsstíls Óðinsgata 2 þar sem Sverrir Þór Gunnarsson bjó ásamt kærustu sinni þegar hann var handtek- inn. Nágrannarnir héidu að hann væri annaðhvort kvótakóngur eða þá pabbastrákur að leika sér: Heill gámur af antikhúsgögnum, glæsibifreiðir og mótorhjól i innkeyrslunni. DV-mynd ÞÖK Höfuðpaurinn og heilinn á bak við dóplínuna Kaupmannahöfn- Reykjavík, sem hefur verið rofin með aðgerðum lögreglu síðustu daga, gengur enn laus. Samkvæmt heimildum úr undirheimum Reykjavíkur er hér um að ræða mann á fertugsaldri sem alinn var upp í Kópavogi í stórum hópi systk- ina sem mörg hver hafa lagt fikni- efnaviðskipti fyrir sig. Samkvæmt sömu heimildum er umræddur maður snjall í bókfærslu, fjárfest- ingum og þá sérstaklega undanskoti illa fengins fiár. Aðferðir hans, og hans líka, eru margar en þær helst- ar að kaupa fasteign og sitja uppi Eftirlýstur: Herbjörn í Frakklandi Herbjörn Sigmarsson, annar tveggja íslendinga sem danskir og íslenskir lögreglumenn hafa ár- angurslaust leitað að í Kaup- mannahöfti og nágrenni í tengsl- um við stóra fíkniefnamálið, var staddur í Frakklandi í gær sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum DV. Gamall kunningi Herbjöms sem búsettur er í Frakklandi hringdi í kunningja sinn hér heima og tjáði honum að „...Bjössi hringdi og var í reiðileysi hér í Frakklandi. Hann var taugatrekktur og sagðist ekki al- veg vita hvert hann færi næst,“ svo vitnað sé orðrétt í fyrrgreint símtal. Herbjörn sat i fangelsi á Litla- Hrauni í hálft annað ár fyrir nokkru vegna fikniefnamála og að mati gamalla kunningja hans frá þeim tíma þá getur hann ekki hugsað þá hugsun til enda að lenda bak við lás og slá á ný. Eða, eins og einn gamall félagi hans orðaði það: „Bjössi fer aldrei inn aftur. Hann þolir það ekki.“ -EIR með ógreidd skuldabréf að eigninni þó svo allt hafi verið greitt, bílavið- skipti með opnu afsali, kaup á gjald- eyri á svörtum markaði með tíu prósenta álagi og viðskipti með mál- verk og aðra listmuni. Antikhúsgögnin tekin „Þeir ná honum aldrei. Til þess er hann of snjall að fela slóðina," sagði einn heimildarmanna DV. „Þetta er sami maðurinn og fiármagnaði kaup á 42 kílóum af hassi sem að hluta til komst í fréttimar á sínum tima vegna þess að því var smyglað hingað til lands í bensíngeymi bils og af því bensínbragð. Sá sem keypti efnið ytra og sendi það heim er annar tveggja mannanna sem lög- reglan hefur verið að leita að í Kaupmannahöfn. “ í framhaldsrannsókn stóra fikni- efnamálsins verður það hlutverk efnahagsbrotadeildar ríkikislög- reglustjóra að rannsaka hugsanleg- ar fiárfestingar fíkniefnasmyglar- anna bæði hér heima og erlendis. Rannsóknarmenn nýta nú ákvæði í lögum sem heimilar þeim að leggja hald á verðmæti sem hugsanlega hafa orðið til með ólögmætum hætti og eru fasteignir þá ekki undan- skildar. Þessu ákvæði var beitt þeg- ar innbú í leiguíbúð Sverris Þórs Gunnarssonar að Óðinsgötu 2 í Reykjavik var fiarlægt en þar var um að ræða dýrmæt antikhúsgögn sem nýlega höfðu verið borin inn í íbúðina úr stórum gámi sem lagt var í Óðinsgötuna. Sportlegur með snotra kærustu „Við hreinlega öfunduðum þetta unga par sem virtist hafa það svo gott og sjálfri datt mér ekki annað í huga en þama færi kvótakóngur eða þá einhver pabbastrák- ur sem væri að leika sér,“ sagði einn ná- granna Sverris Þórs við Óðingsötuna. „Hér voru fiölmargir glæsivagnar og mót- orhjól sem parið not- aði á víxl en mér þótti alltaf jafn skrýtið þegar þessi ungi, glæsilegi og prúðbúni maður kom akandi á kjöt- bílnum frá Rirnax," sagði nágranninn. Var hann þá að vísa til „atvinnutækis" Sverris Þórs en hann lét líta svo út að hann aflaði sér framfærslueyris með því að aka út kjöti fyrir kjötiðnað- arfyrirtækið Rimax við Eldshöfða. Annar nágranni Sverris Þórs lýsti honum þannig: „Þetta var sportlegur strákur með snotra kærustu og þau litu alls ekki út fyrir að vera í einhverri eit- urlyfianeyslu. Þetta var huggulegt par sem geislaði af heilbrigði og aldrei biðraðir fikniefnaneytenda fyrir utan hjá þeim hér á Óðinsgöt- unni.“ Sverrir Þór leigði 105 fermetra íbúð á Óðinsgötu 2 en eigandi henn- ar er búsettur erlendis. Sagði hann nágrönnum sínum að hann greiddi 79 þúsund krónur í húsaleigu og þótti ekki mikið. Parið var að flytja í nýuppgerða risíbúð í Sporða- grunni 4 þegar þau voru handtekin. Stúlkunni var sleppt skömmu síðar. Nú eru antikhúsgögnin, sportbílam- ir og mótorhjólið í vörslu lögregl- unnar og risíbúðin í Sporðagrunni einnig. -EIR Við erum Stoke City íslendingar mega ekkert aumt sjá. Samhjálpin er ríkur þáttur í eðli okkar, gott ef ekki genetísk. Um leið vitum við að ekkert er ómögulegt, bara að þreyja þorrann og halda í vonina. Nýjasta dæm- ið um það er íslandsmeistaratitill KR. Vesturbæjafélagið er fornfrægt og vann marga glæsta sigra á árum áður. Síðan gerðist eitthvað. Meistaraflokki félagsins virtist fyrirmunað að vinna titilinn eftir- sótta. Það liðu ár og ekkert gerðist. Árin urðu að áratugum. Oft vom kappar knattspymuliðsins í toppbaráttu en á lokasprettinum urðu önnur lið hlutskarp- ari. Eitt sinn henti það meira að segja hið foma veldi, að falla niður um deild. Vest- urbæingum til léttis var dvölin þar stutt. Þrautagangan i átt að íslandsmeistaratitl- inum tók hins vegar 31 ár. Það sem upp úr stendur þó er að KR- ingar náðu langþráðu markmiði sínu. Til þess þurfti samstillt átak margra, góðra stuðningsmanna, stjómar, þjálfara og síðast en ekki síst leikmannanna sjálfra. Það kostar pen- inga að ná árangri í knattspymunni. í þá náði KR og gat því greitt þjálfara sínum fyrir árangurinn og stutt um leið við bakið á sínum bestu mönn- um. Staða KR er því ekki aum lengur og engin vorkunn. Því geta þeir sem vilja ná árangri í knattspymu beint augum sínum annað og það hafa þeir gert. Það fannst nefnilega annað félag, og jafnvel frægara en sjálft KR, í skelfilegri stöðu. Þar var komið sjálft Stoke City, gjörkunnugt öllum aðdá- endum enska fótboltans. Vandamál félagsins voru þekkjanleg. Það gekk hreinlega ekkert upp. Allt var bara heldur stærra í sniðum en hjá KR. Það em ára- tugir síðan félagið skilaði stórum bikuram í skápa félagsins og það sem verra er. Það féil úr efstu deild árið 1984 og í stað þess að fara strax upp aftur, eins og KR, féll það um eina deild í viðbót. Góð ráð voru því dýr. Og þegar ráðin eru dýr og stað- an aum koma íslendingar til sög- unnar. Þeir kunna öll trikkin og eiga peninga til þess sem gera þarf. Landinn ætlar sér ekkert minna en að kaupa sjálft Stoke City og koma því aftur á ról. Til þess þarf svolítið af peningum en ekkert mjög mikið því félagið er svo skuldsett. Aðalatriðið er að ná í Gauja kóng. Hann er að klára sitt tímabil með íslenska landslið- ið. Það eina sem hann á eftir er að vinna heimsmeistara Frakka í næsta mánuði. Að þeim sigri lokn- um er hann laus allra mála og get- ur tekið við Stoke. Gaui kóngur hefur loforð um prósentur af velgengni félagsins, peninga til að kaupa leikmenn, bíla að vild og far- seðla milli landa eftir þörfum. Hann verður því fljótur að koma Stoke City á réttan stað, í deild- ina meö þeim bestu. „Við erum KR og berum höf- uðið hátt“, hljómar enn með Bubba í vesturhluta höfuðborgarinnar. Gaui á efth- að rétta úr baki þeirra í Stoke með peningum Ásgeirs Sigurvins- sonar, Alla ríka og Halla í Andra. Það bíður bara Bubba að semja baráttusönginn: „Við erum Stoke City - og stokkum liðið upp“. Dagfari Ekki stórflokkahugsun Ágúst Einarsson er allt annað en ánægður með stöðu Samfylk- ingarinnar í dag. Á vefsíðu sinni segir hann nýja skoðanakönnun DV verulegt áhyggjuefni fyrir stuðningsmenn hennar. Allt hafi gengið Samfylking- unni í óhag frá kosningum. Eitt- hvað sé að hjá stjórnmálaafli sem var með 37% fylgi fyrir ári, fékk 27% í kosningum en mælist nú með 17%. Ágúst segir að í kosningabarátt- unni hafi verið gerð ýmis mistök, en alvarlegast hafi verið að ekki var unnið rétt úr stöðunni eftir kosningar. Forysta Samfylkingar- innar hafi haldið fast í flokkafar- veginn, unnið seint og illa og eng- inn vettvangur verið skapaður fyrir umræðu. Engin stórflokka- hugsun væri sýnileg, engin um- ræða um hugmyndir ætti sér stað og ekki væri einu sinni til virk stjórnarandstaða af hálfu þing- manna þótt ríkisstjórnin hafi margoft gefið á sér höggstað í sumar-. Segir hann að langan tíma taki að ná trúverðugleika hjá al- menningi aftur... Á snigilsbaki Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra var i útvarpsviðtali fyrir helgi og greindi þar frá fyr- irhuguðum reiðtúr norður i Skagafirði. Eftir að hafa lýst til- hlökkun sinni dá- góða stund var ráð- herrann, sem sagt hefur að íslenska kýrin standi hjarta sínu nær, spurður um innflutning erfðavísa úr norskum kúm og hvort ekki væri unnið á hraða snigilsins i ráðuneytinu í því máli. Heitur af tilhugsuninni um útreiöatúr nyrðra sagði ráðherrann eitthvað á þá leið að snigillinn í ráðuneyt- inu færi nú svo hratt yfir að við lægi að hann dytti af baki.... Saman upp? Segja má að gleði KR-inga hafi verið tvöfóld á laugardag. Þann daginn hrundu tvær goðsagnir, sú að KR-ingar mundu aldrei lyfta ís- landsbikarnum á loft og hin, að __________ Valur gæti ekki fall- \ ið í 1. deild. Eftir að \ Þormóður Egils- K Ú son, fyrirliði KR, yt ■ * ■ '®I lyfti dollunni i . \ heyrðust fagnaðar- \ I A \ óp þegar fréttist ^a^ur hafði fallið. Velta sum- ir því nú .fyrir sér hvort ekki sé tími til kom- inn að skoða sameiningu knatt- spyrnufélaga í Reykjavík og á það bent að á tiltölulega litlu svæði séu saman komin fiögur félög, Fram, Þróttur, Valur og Víkingur. Fyrst Valm- og Víkingur hefðu fallið saman væri upplagt að þau kæmu sameinuð upp á ný... Ekkiég Á fóstudag var sagt frá óvægn- um skrifum í garð Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á vefsíðu Grósku sem er að finna á slóðinni www.groska.is. í korninu var sagt að Björg- vin Sigurðsson væri ritstjóri vefs- ins og bæri ábyrgð á skrifum þar. Björgvin vildi hins vegar koma því á framfæri að stjórn Grósku sæi um ritstjórn i ar og hefði gert síðan í desember á síðasta ári. Hann bæri því enga ábyrgð á skrifunum um Hannes Hólmstein... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.