Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 7 DV Fréttir Eignarhaldsfélagiö DB ehf.: Deilt um forkaupsrétt Forkaupsréttur hluthafa í Eignar- haldsfélaginu DB ehf. hefur ekki verið í gildi í 17 ár eða frá aðalfundi sem haldinn var 27. ágúst 1982. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður félagsins hefur sent frá sér en nokkrir hluthafar hafa höfð- að mál vegna ágreinings um afnám forkaupsréttarins. Svo virðist hins vegar að mistök hafi átt sér stað i hlutafélagaskrá og voru breytingar á samþykktum ekki skráðar opin- berlega. Nú er tekist á um hvort breytingarnar hafi öðlast gildi eða ekki. Eignarhaldsfélagið á helm- ingshlut í Frjálsri fjölmiðlun hf. sem meðal annars getur út DV. Jón Gunnar Zoega hrl., lögmaður Eignarhaldsfélagsins DB ehf. og umsjónarmaður, segir í yfirlýsingu að á aðalfundi félagsins 27. ágúst 1982 hafi verið gerðar breytingar á samþykktum félagsins mótatkvæða- laust og forkaupsréttarákvæði felld niður. Þá segir orðrétt: „Tilkynning um þetta var send hlutafélagaskrá og er handskrifað á skjöl þessi að þau séu móttekin af Ásberg Sigurðs- syni, þáverandi forstöðumanni hlutafélagaskrár. Hins vegar voru hinar breyttu samþykktir hvorki skráðar í hlutafélagaskrána né birt- ar í Lögbirtingablaði. Engar skrif- legar upplýsingar liggja fyrir um ástæður þessa en eftir hinum breyttu samþykktum, sem vissulega voru á allan hátt lögformlega réttar, hefur verið starfað í félaginu öll þau 17 ár sem liðin eru, án þess að at- hugasemdum væri hreyft." Bent er á að þeir aðilar sem að stefnunni standa hafi setið flesta aðalfundi fé- lagsins á undanfómum 17 áram og „stóðu sumir sjálfir árið 1982 að breytingum á samþykktum í þá veru sem hér er deilt um. Aldrei hefúr verið hreyft athugasemdum um þessi atriði fyrr né heldur hafa aðilar að máli þessu sýnt áhuga á hlutabréfakaupum eða haft þá trú á fyrirtækinu að þeir vildu eignast aukinn hlut í því,“ segir í yfirlýs- ingunni. Þar kemur jafnframt fram að áður en til málaferla kom hafi stefnendur haft samband við lög- mann félagsins og óskað eftir því að vera keyptir út úr félaginu „ella myndu þeir grípa til þeirra aðgerða sem nú er orðnar ljósar“. í frétt frá þeim hluthöfum sem standa að málssókninni er því hald- ið fram að stórir eignarhlutar hafi skipt um hendur en jafnan orðið eign Sveins R. Eyjólfssonar, stjórn- arformanns Frjálsrar fjölmiðlunar. Þessum fullyrðingum er vísað á bug af lögmanni Eignarhaldsfélag DB og bent á að margar sölur og kaup hafi átt sér stað í félaginu frá 1982. Með- al annars hefur fyrrverandi stjórn- arformaður til 20 ára, Björn Þór- hallsson, keypt bréf, einnig fyrrver- andi lögmaður félagsins svo og Kassagerð Reykjavíkur og fleiri. -hlh Bæjarráð í viðræður um Hensonhúsið: Fótboltaminjasafn og Hvalfjarðar- gangasafn DV, Akranesi: Hjá Þorsteini Þorleifssyni, eig- anda Steinaríkis og Hvalíjaröar- gangasafnsins, kviknaði sú hug- mynd að koma á fót safnahúsi í Henson húsinu á Akranesi þar sem áður var aðsetur 66 gráður norður. Hugmyndin var að þar yrðu Knattspymuminjasafn íslands, safn korta Landmælinga íslands, Steina- ríkið, Hvalfjarðargangasafn, upplýs- ingamiðstöð ferðamála og veitinga- aðstaða. Þorsteinn bauð 18,5 millj- ónir í Henson húsið en Verslunin Bjarg á Akranesi bauð 25 milljónir og var með annað tilboð upp á 27 milljónir, þar sem boðið var að taka húsnæðið að Skólabraut 21 upp í. Bæjarráð ákvað á fundi þann 16. september að hefja viðræður við hæstbjóðanda sem er Verslunin Bjarg. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV hefur Þorsteinn ekki lagt árar í bát og skoðar ýmsa mögu- leika varðandi húsnæði undir safn- ið á Akranesi. -DVÓ Námstefnunni "Gæðasala á þjónustuöld" Fyrstu al-íslensku námstefnunni á ameríska vísu í Borgarleikhúsinu 27. september 1999 kl. 19:40 Einstakrí upplifun þar sem fleirí hundruð sölumenn og þjónustufólk verða saman komin á einn stað með það eitt i huga til auka árangur sinn Góðrí og hnitmiðaðrí kennslu í hagnýtum aðferðum sem þú getur nýtt þér strax Frábæru tilboði 2-fyrir-l Fyrirlesari: Gunnar Andri Þórisson Gunnar Andri hefur víðtæka reynslu i verslun og sölumennsku, reynslu sem spannartæp 20 ár. Hann hefur selt bæði vörur, þjónustu og hugmyndir meó góðum árangri, hvort sem um er að ræða í verslun, gegnum sima, í farandsölu, beint til fyrirtækja eða á heimakynningum. Þess má einnig geta að á siðustu árum hefur Gunnar Andri hlotió fjöldann allan af viðurkenningum og verðlaunum fyrir sölumennsku sína og hefur skipað toppsæti söLumanna i Evrópu og Skandinaviu. Segja má að námskeið þessi séu gamaLL draumur Gunnars Andra vegna þess að hann sá hve mikil þörf var fyrir þau hér á ístandi, og á síðustu tveimur árum hefur það sannað sig þar sem hundruðir manna og kvenna hafa sótt hin ýmsu námskeið, fóLk úr ölLum geirum atvinnulífsins. Núna Loksins getur þú lært af einum besta sölumanni íslands. Hann hefur reynsLu, þekkingu, kunnáttu og það er hans markmið að þér gangi vel. M SOLUKENNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeið ■ Ráðgjöf ■ Fyrirlestrar Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 - fax 561-3538 e-mail gunnarandri@gunnarandri.com - heimasíða www.gunnarandri.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.