Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1999, Blaðsíða 11
30’''%? ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 lennmg ii Ævintýri sem endar vel Það sem einkenndi upphaf síðasta leikárs hér á höfuðborgar- svæðinu var óvenju- mikið framboð af sýn- ingum ætluðum yngri kynslóðinni. Á þessu virðist ætla að verða framhald því fyrsta verkefni vetrarins hjá Kaffileikhúsinu var nýtt bamaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson og hæði Þjóðleikhúsið og Draumasmiðjan sem í fyrra sýndi Ávaxtakörfuna eru með ný íslensk verk á prjónunum. Fjöl- skylduleikritið Töfra- tívoli, sem leikhópur- inn HEY frumsýndi á sunnudaginn í Tjarn- arbíói, er hins vegar byggt á erlendu verki eins og fram kemur á póstkorti sem gegnir hlutverki leikskrár. Leikhópurinn HEY. Leikhópurinn er skrif- aður fyrir leikgerðinni sem og raunar öllum öðrum þáttum uppsetn- ingarinnar að fórðun undanskilinni því þær Aino Freyja og Brynhildur Bjömsdóttir, sem fara með kvenhlutverkin, eiga heiðurinn af leikmynd og búningum, Skúli Gautason hef- ur umsjón með tónlist, Stefán Sturla er sagð- ur hönnuður og Gunnar Sigurðsson, sem fer með sjö minni hlutverk í sýningunni, er jafn- framt leikstjóri. Þá á aðeins eftir að nefna Níels Ragnarsson sem sér um tónlistarflutn- ing og áhrifshljóð auk þess að leika eitt hlut- verk. Söguþráðurinn í þessari sýningu er ekki flókinn og lok verksins nokkuð fyrirsjáan- leg. Eftir að hafa heyrt sögu af Töfratívolíi sem birtist einu sinni á öld og svörtum perl- um sem þar hurfu fyrir 200 árum einsetja þau Tedda og Þorri þúsundþjalasmiður sér að fmna perlumar og hreinsa um leið marin- orð Kidda kúreka sem var sakaður um að hafa rænt þeim. Helsta hindrunin er ill- spretti sem Vax- mann en hins veg- ar leið Brynhildur Björnsdóttir fyrir það að persónur systranna virðast hafa orðið útund- an við úrvinnslu verksins. Lufsa sem er brúða er hressilegri helm- ingur systrapars- ins og náði betur að öðlast sjálf- stætt líf í höndum Brynhildar. Leikmynd var einföld en þjónaði sínu hlutverki full- komlega og einnig voru búningar í flestum tilvikum vel heppnaðir. Tónlistin var hins vegar dálítið sund- urlaus og hefði vel mátt vera fjörlegri. Hún hægði um of á DV-mynd ÞÖK atburðarásinni og tilraunir til að radda veiktu fremur en styrktu. Lengd verksins orkar tvímælis og þó hlé og hress- ing bjargi þar einhverju hefði að ósekju mátt stytta og þétta. Það hefði ekki sakað að fá ýt- arlegri upplýsingar um aðstandendur upp- setningarinnar sem og höfund verksins sem leikgerðin byggist á. Reyndar er bömunum sem sýningin er jú fyrst og fremst ætluð nokk sama um slíkt og frumsýningargestir undir 10 ára aldri virtust harla ánægðir þeg- ar þeir yfirgáfu Tjamarbíó undir kvöld á sunnudag. Leikhópurinn HEY sýnir í Tjarnarbíói: Töfratívolí, leikgerð hópsins, byggða á verki eftir Bernhard Goss. Tónlist: Skúli Gautason Leikmynd og búningar: Aino Freyja og Brynhildur Björnsdóttir Hönnun: Stefán Sturla Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson mennið Prófessor Vaxmann sem getur á augabragði breytt fólki í vaxmyndir. Hans helstu hjálparhellur eru systurnar Brúnhild- ur og Lufsa en að auki koma við sögu ýmsar persónur sem tengjast tívolíinu. Með dyggri aðstoð áhorfenda tekst Teddu og Þorra ætl- unarverk sitt og auðvitað fær Vaxmann makleg málagjöld eins og vera ber. Leiklist Halldóra Fridjónsdóttir Það er margt ágætlega gert i þessari sýn- ingu. Stefán Sturla og Aino Freyja standa sig með mikilli prýði í hlutverkum Teddu og Þorra og náðu vel til bamanna. Það er lykil- atriði þar sem framvindan byggist að hluta á þátttöku þeirra. Skúli Gautason átti góða Fjaðurmagnaður flutningur Cuvilliés-kvartettinn lék svo vel að stundum fannst gagnrýnanda að allur lífsins sannleikur væri í þann veginn að opinberast. DV-mynd Teitur Fertugasta og þriðja starfsár Kammermús- ikklúbbsins hófst á sunnudagskvöldið með tónleikum í Bústaðakirkju þar sem klúbbur- inn hefur nú haft fast aðsetur í 10 ár. Á tón- leikunum kom fram kvartett sem kennir sig við Cuvilliés-óperuhúsið í Múnchen. Kvar- tettinn er kammermúsíkklúbbsfólki ekki al- veg ókunnur en hann kenndi sig áður við Sinnhoffer, fyrsta fiðluleikara hans, og kom hingað til lands níu sinnum undir því nafni og hélt 17 tónleika á vegum klúbbsins á ár- unum 1976-1993. Sinnhoffer féll frá árið 1995 og var þá nafni kvartettsins breytt. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Efnisskrá tónleikanna var með hefðbundnu sniði, þrír kvartettar eftir þrjá helstu meistara klassikurinnar, Haydn, Mozart og Beethoven. Josef Haydn átti mikilli velgengni að fagna á meðan hann lifði, var geðgóður, vel liðinn og átti við fá vandamál og tilfmningaátök að stríða, og endurspeglast þessi vellíðan oftar en ekki í tónlist hans. Strengjakvartettinn, sem kvartettinn lék, er sá fjórði í röð sex sem gefn- ir voru út árið 1781 undir ópusnúmerinu 33 og verða þeir að teljast fyrstu sönnu meistara- stykkin af þessari gerð. Kvartettinn er bjartur og tær, eiginlega bara ein sól þar sem largo kaflinn meira aö segja lýsir af birtu og gleði og sú gleði fær síðan algjöra útrás í geislantii lokakaflanum. Þetta er yndisleg „feelgood" tón- list sem lætur vart nokkum mann ósnortinn, að minnsta kosti ekki í flutningi eins og þeim sem heyrðist á þessum tónleikum. Greinilegt er að í kvartettinum er valinn maður í hverju rúmi, Florian Sonnleitner á fyrstu fiðlu, Áldo Volpini á annarri, Roland Metzger á víólu og Peter Wöpke á selló. Flutningur þeirra var hreint fjaðurmagnað- ur, tær og léttur, blæbrigðaríkur og fágaður, þannig að tónlistin fékk notið sín í sinni hreinustu mynd. Strengjakvartett Mozarts í G-dúr, sá fyrsti af sex sem hann samdi á árunum 1782-5 og tileinkaði Haydn, er hreinasta snilld eins og vænta má, þó svo að það fylgi sögunni að hann hafi þurft að hafa mikið fyrir að semja þá. Kvartettinn var einnig snilldarlega leik- inn, jafnvægið algjört og svo samtaka voru hljóðfæraleikaramir í allri túlkun sinni að halda mætti að einn og sami heilinn starfaði í þeim fjórum. Þar bar hvergi skugga á. Eftir hlé léku þeir svo Strengjakvar- tett í Es dúr ópus 74 sem Beethoven samdi árið 1809 eða sama ár og Haydn lést. Þar er enginn skort- ur á tilflnn- ingalegum átökum, spennu, and- stæðum og beethovensk- um tónteg- undaskiptum og við komin óraleið frá upp- hafi tónleikanna þótt aðeins 30 ár skilji verk- in aö. í stuttu máli sagt var verkið listilega leikið af kvartettinum sem fór hiklaust beint að innsta kjama af öryggi og einlægni sem hélt manni föngnum út allt verkið með augnablikum þar sem manni fannst að allur lífsins sannleikur væri í þann veginn að op- inberast. Að lokum lék Cuvilliés-kvartettinn fyrir þakkláta áheyrendur sem aukalag hina þróttmiklu Fúgu úr kvartett Beethovens ópus 59 og þar var gefið í svo um munar á eftirminnilegan hátt af mikilli leikni. Má því með sanni segja að það hafi verið óskaendir á glimrandi tónleikum sem era óskabyrjun á starfsári Kammermúsíkklúbbsins. !Ungur snillingur Forsvarsmenn Norrænna orgeldaga í Hall- grímskirkju lentu í óvæntum vandræðum fyrir síðustu helgi þegar Kaj-Erik Gustafsson, lektor við Sibeliusarakademíuna í Helsinki, reyndist liggja veikur heima í Finnlandi þegar hann átti að halda einleikstónleika fyrir ráðstefnugesti í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir höfðu þegar verið kynntir og góð ráð dýr. En meðal þátttakenda á : ráðstefnunni var tvítugur Svii, Ulf Norberg, sem frést hafði að væri slyngur organisti og hann reyndist reiðubúinn til að halda tónleika í stað Kaj-Eriks með aðeins dags fyrirvara! Tónleikarn- ir voru svo frábærir að þegar er búið að bóka hinn unga Ulf til að halda tónleika í kirkjunni árið 2001. Barnamál í Skólabæ Félag íslenskra fræða boðar til fundar í Skóla- ; bæ miðvikudagskvöldið 22. september kl. 20.30 með Sigríöi Sigurjónsdóttur dósent í málfræði. | Erindi Sigríðar nefnist „Máltaka barna og mál- fræðirannsóknir" og mun hún Qalla um rann- I sóknir málfræðinga á því hvernig börnin læra málið. Leitast verður við að skýra hvers vegna málfræðingar hafa áhuga á setningum á borð við „Kisa ekki finna“ og „Hún kúka í sig“ í máli ungra bama. Einnig verður fjallað um stöðu persónu- beygðra sagna og sagna í nafn- hætti í setningum eins og tveggja ára íslenskra bama og sýnt fram á að mál barna lýtur ákveðnum reglum, rétt eins og mál fullorðinna. Sigríður Sigurjónsdóttir lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla árið 1992. Hún er dósent 1 ís- Ílenskri málfræði við Háskóla íslands og skorar- formaður íslenskuskorar. í rannsóknum sinum : hefur hún lagt sérstaka áherslu á máltöku bama. Eftir framsögu Sigríðar verða almennar um- ræður. Fundurinn er opinn öllum. Kynna sér íslenska bókmenntasögu Sænska bókaforlagið En bok for alla og Nor- rænu fullorðinsfræðslusamtökin standa fyrir bókmenntaferð hingað til lands 24.-30. september í samvinnu við fræðslusambandið Símennt og Northern Lights Tours i Bretlandi. í hópnum eru 1 7 Norðmenn og 14 Svíar sem koma hingað til að kynna sér bókmenntasögu íslendinga fyrr og nú. Meðal þátttakenda eru nokkrir rithöfundar. Fræðslusambandið Simennt var stofnað árið 1996 af Ungmennafélagi Islands, Kvenfélagasam- bandi íslands og Bændasamtökum íslands. Sí- mennt er aðili að Norrænu fullorðinsfræðslu- samtökunum FNV (Förbundet Nordisk Vuxen- opplysning). f> Líf mannsins er ósigur Millifyrirsögnin hér fyrir ofan er komin úr p skemmtilegri grein Milans Kundera um Don Kíkóta eftir Cervantes í nýju hefti af Tímariti 1 Máls og menningar. Þar sýnir Kundera ágætlega Ifram á að í raun og veru hafi fátt gerst í skáld- sagnaritun síðan 1605 þegar fyrra bindi Don Kíkóta kom út - þessi gamla skáldsaga reynist bæði vera módern og póstmódern. | Meðal annars efnis i heftinu má nefna grein Signinar Sigurðardóttur um einsögu og póst- módernisma, Kristín Viðarsdóttir fjallar um Virginiu Woolf og Soffia Auður Birgisdóttir skoðar Sögu um stúlku eftir Mikael Torfason. Ljóðin í tímaritinu eru eftir Óskar Árna Óskarsson, Ástu Ólafsdóttur, Njörð P. Njarðvík og Ófeig Sigurðarson auk þess sem birtar eru þýðingar Sig- urðar A. Magnússonar á ljóð- um eftir búlgör- j sku skáldin Dimitrovu og Chri- K stov. Smásögur eru í heftinu eftir Helga Ingólfsson, breska leik- skáldið Harold Pinter, banda- rísku skáldkonuna Shirley Jackson og úrúgvæska rithöfund- inn Horacio Quiroga. Tryggvi Már Gunnarsson dregur upp mynd af franska leikskáldinu Antonin Artaud og birt er ný þýðing hans á einþáttungnum Blóð- 1 slettan eftir Artaud. Meðfylgjandi mynd af Don Kikóta og félaga er | eftir Picasso, en kápuna prýðir verkið „Svalim- |ar“ eftir franska myndlistarmanninn Philippe Ramette. Hann var meðal listamanna sem tóku þátt í fransk-íslensku myndlistarsýningunni „Út úr kortinu" í Gerðarsafni í Kópavogi í sumar. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafnsson. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.